Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 8
RÆTT VIÐ KRISTIN ÁRMANNSSON, REKTOR M Nú skömmu fyrir helgina hitti AiþýSublaðið Kristin Ármanns- son, menntaskólarektor, að máli og innti hann eftir fréttum af fayggingarmálum skólans og fleiru í samfaandi við skólastarfið á vetri komanda. Eins og kunnugt er, hefur hús- næðisskortur um langt skeið háð eðlilegri sfarfsemi skólans og ver- ið honum fjötur um fót. Um þess- ar mundir er unnið af fullum krafti við nýja skólabyggingu fyr- ir oían gamla skólahúsið. Ýmis óviðráðanleg atvik hafa þó valdið því, að ekki hefur miðað eins vel áfram með nýju bygginguna cg vonazt hafði verið'eftir í fyrstu. í nýju byggingunni verða einkum sérkennslustofur, fyrir kennslu í raunvísindagreinum. Verður hún tilbúin til notkunar á næsta hausti. Itektor skýrði blaðinu svo frá, að í vetur muni 920—930 nemend- ur stunda nám við menntaskól- ann í Reykjavík. Skólaárið 1956— 1957 voru nemendur í skólanum alis 450 og hefur því nemenda- fjöldinn rúmlega tvöfaldast á sjö árum. — Uppháflega var miðað að þvv, að nýja byggingin yrði fok- held nú í haust, sagði rektor er við hittum hann á skrifstofu hans, og var þá jafnframt búizt við að hægt yrði að taka kjallara hennar í notkun strax og hefði það að sjálfsögðu verið mikil bót. En því miður þá hafa ýmis atvik valdið því, að þetta reyndist ekki mögu- legt. Til þess að hægt væri að hefjast handa um framkvæmdir, þurfti að rífa tvö hús. Ekki reynd- ist unnt að rífa þau fyrr en seint í maí á síðastliðnu vori, töluvert seinna en áætlað hafði verið. Þeg- ar til kom reyndist svo erfitt að fá menn til að taka að sér fram- kvæmdir því alls staðar hefur ver ið skortur á vinnuafli, sem kunn- ugt er. í þriðja lagi má svo geta þess, að grunnurinn reyndist erf- iður viðfangs, þarna eru eintómar klappir og þurfti því að sprengja mikið og fór töluverður tími í það. Grunnurinn er hafður djúpur til þess að nýja byggingin komi ekki til með að gnæfa yfir gamla Skólahúsið og bera það ofurliði. Slíkt mundi ekki viðeigandi. TEXTI: EISUR GUSNASON MYNDIR: JÓHANN VILBERG — Þetta hefur sem sagt allt tekið all miklu lengri tíma, en gert var ráð fyrir í upphafi og er þar ekki við neinn um að sakast. Nú er verið að vinna við að steypa undirstöðumar af fullum krafti og haldist tíðarfar gott, verður Unn- ið alveg sleitulaust, og þá verður húsið komið upp næsta vor eða sumar, og tilbúið til notkunar um haustið. — í þessari byggingu verða sex kennslustofur, og við geram ráð fyrir að þarna rúmist um 150 nem- endur. Þetta verða aðallega sér- kennsiustofur, fyrir greinar eins og eðlisfræði og nát úrufræði. Þarna verður líka hægt að beita nýjustu aðferðum sem nú þekkjast við málakennslu Hinn góði ."ðbún- aður s.em þarna fæst, mun án efa verða skólanum hin mesta lyfti- stöng í hvívetna. — Hvað ætli kennslutæki og annar útbúnaður í þetta nýja skólahús muni kosta? — Um það er erfitt að segja, en kostnaðurinn skiptir áreiðan- lega milljónum. Á síðastliðnu sumri fór þriggja manna nefnd utan til að kynna sér nýjungar í þessum málum, í Danmörku og Svíþjóð. Nefndina skipuðu, auk mín, Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt, en hann hefur íeiknað nýja húsið, og Björn Bjarnason, yfirkennari. í þessari íör voru meðal annars lögð drög að tækja kaupum, einkum samkvæmt á- bendingum danskra skólayfir- valda. — Hvert er svo næsta skrefið, þegar nýja byggingin er komin í notkun? — Þegar hún verður komirm upp, á að vera byrjað á byggingu nýs menntaskóla fyrir borgina. Ríkisstjórnin hefur sem kunnugt er lýst því yfir, að hafin verði bygging nýs menntaskóla við Hamrahlíð, annaðhvort samtímis því sem þéssi nýja bygging rís hér hjá okkur, eða um leið og hún er komin undir þak. Bygging þessa nýja skóla er að sjálfsögðu mikið nauðsynjamál sem í rauninni hefur dregizt of lengi að hrinda í fram- kvæmd. Nú, annað sem liggur íyr- ir hér er að byggja nýtt leikfimi hús og samkomusal fyrir þennan skóla. — Hvað munduð þér telja heppilegast að margir nemendur væru í hverjum menntaskóla? — Ég tel, að hæfilegt sé að hafa fimm til sex hundruð nem- KRISTINN skortur á vinnuafli tafði framkvæmdir endur í skóla og þá séu skólarnir að sjálfsögðu aðeins einsetnir. Á hinum Norðurlöndunum er talið hæfilegt, að einn menntaskóli sé á hverja 25—30 þúsund íbúa. Sam kvæmt því, ættum við því að hafa þrjá menntaskóla hér í Reykja- vík. Á þessu sviði erum við því nokkuð aftur úr nágrönnum okk- ar, og verðum því að herða okkur á næstu árum og reyna að mjókka það bil, sem þarna hefur mynd- azt. — Hvað verða margir nemend- ur í skólanum hér í vetur? — Hér verða í vetur 920—930 nemendur, og hefur að sjálfsögðu ^aldrei verið mannfleira en verður nú. Það má til gamans geta þess að ekki eru nema sjö ár síðan nemendafjöldinn hér var 450, eða tæpur helmingur þess sem nú verður. Það gefur auga leið, að helzt þyrfti áfangi nýja skólans við Hamrahlíð að vera tilbfrínn haustið 1964 til að taka við ein- hverju af þessum sívaxandi fjölda. Hvernig verður húsnæðisástand- ið hjá ykkur hér í skólanum í vet- ur? — Það bjargast allt saman. en ekki er meira en svo. Eins og í fyrra, verður kennt í Þrúðvangi við Laufásveg. Nú verða ailar stofur í notkun, líka þær sem til þessa hafa aðeins verið notaðar fyrir sérkennslu. Verður hvert rúm skipað, ef svo má uö orði kveða. Eftir hádegi er þriðji bekk- ur i skólanum ásamt í'úmlega helming af fjórða bekk, fimm bekkjavdeildum af níu. — Hvað munu margir kennarar starfa við skólann í vetur? — Kennarar í vetur verða um 70, og hafa aldrei verið fleiri. — Er hlutiallið milli kennara- fjölda og nemendafjölda hér svip- að og á hinum Ho'i’ðurlöndunum? — Já, þó eru ef til vill ívið fleiri kennarar hér miðað við nem- endafjöldann en það kemur fyrst og fremst til af því, að hér verð- um við að notast við mikið af aukakennurum, einkum í raunvís- indagreinum — Hefur verið rætt um að auka þær kröfur, sem nú eru gerðar um rétt til náms í menntaskólum? — Já, það var á sínum tíma rætt um að hækka þá lágmarks- einkunn, sem nú er krafizt á lands- prófi miðskóla. Ég er þó ekki þeirrar skoðunar, að til þess muni koma. Hinsvegar er því ekki að Líkan af nýju Menntaskólabyggingunni, sem senn rís af grunni. Framh. á 13. síðu 3 f. okf. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.