Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 16
lauk ekki, fyrr en kl. 6.20 eða eftir tæpan hálfan íimmta tíma frá því að slökkviliðið var kvatt á vettvang. Blaða.maður Alþýðublaðsins fór inn að Laufási við Blesu- gróf í gær, en þar býr Baldur Bjarnason, sem skaut skjóls- húsi yfir fjölskylduna, sem brann ofan af í nótt. Pétri Hraunfjörð Péturssynj sagðist svo frá: m — Rétt um tvöleytið í nótt var ég staddur í eldhúsinu á- samt konu minni og tveimur drengjum. Ætluðum við að fara að hátta. Þá heyrðum við allt í einu einhver torkennileg hljóð. Fór ég þá ásamt drengj- unum, Kristján; og Birki til að athuga miðstöðina, en það- an heyrðust okkur brestirnir koma. Sem við litum inrj í kyndiklefann, logaði eldurinn undir katlinum og upp með horrum. Við sáum strax, að ekk ert þýddi að ausa á hatia vatni og fórum við því út ig ætluð- -im að ná í sand eða mold til að kæfa hann með en fundum enga skóflu. Æstist eldurinn brátt upp, og fóru tungurnar þá að sleikja veggi kyndiklefans, en þegar svo var komið lokaði eldurinn í senn dyrum kyndi- klefans og íbúðarhússins. Þar með vorum við orðin viðskila, — ég og drengirnir tveir úti, en Helga inni með hin börnin. Við töluðumst þá við í gegn- rm eldinn og ákvað hún að hringja strax í lögregluna og ídkynna slökkviliðinu um eld- nn og fór það allt samkvæmt áætlun. Ég og drengirnir fór- Framhald á 3. síðu. Reykjavík, 30. sept. — HP Kl. 2.03 í nótt var slökkvilið- ið í Reykjavík kvatt að Sel- haga við Blesugróf, þar sem kviknað hafði í út frá olíukynd ingu. í Selhaga áttu heima Pét ur Hraunfjörð Pétursson, bif- vélavirki ásamt konu sinní, Helgu Tryggvadóttur og ótta börnum þeirra. Húsið varö brátt al'elda ásamt viðbygs'ðum bílaviðgerðarskúr, og gafst l- búunum naumlega tími til að bjarga sér úf, enda yngstu börnin sofnuð, þegar eldsins vatrð vart. Missti fólkið hús sitt og húsbúnað allan, en Pét ur auk þess atvinnuaðstöðu sina. Slökkvistarfið var mjög erfitt, og var því ekki lokið að fuliu, fyrr en kl. 6.20 í morg un, en þá var húsið brunarúst- ir einar. Þegar slökkviliðið kom á stáðinn, var húsið alelda, en fólkið komið út mjög fáklætt. Fimm slökkyibílar fóru á stað- inn og var einn þeirra af Reykjavíkurflugvelli. Aðstað- an var mjög erfið þar eð ekki var vatn að fá nema niðri í Rlesugróf, og sk; .ust bílar- ir á að sækja það bangað. Er furðulegt að svo iangt skyldi þurfa að sækja vat rið, því að á þessum slóðum si nda 3 hús með 15-300 metra nillibili og millj þeirra liggj r 4 aðal- vatnsæðarnar til Reykjavíkur, en enginn vatnshani er þar sjá anlegur. Húsið var forskalað timburhús, og var þvl mjög erfitt að fást við eldinn, sem komst fljótt milli þilja. Um kl. 5.30 var að mestu búið að kæfa eldinn en slökkvistarii Rætt við hjónin sem misstu aleigu sína í fyrrinótt 44. árg. — ÞriSjudagur 1. október 1963 — 211. tbi. Urðu að snúa við I Svartárdrögum Reykjavík 30." sept. — KG Um þetta leyti á hverju liausti efnir Ferðafélag íslands til ferð- ar til Hveravalla til þess að hreinsa og ganga frá húsum sín- um við Kjalveg fyrir veturinn. Ferðin að þessu sinni var farin um síðustu helgi og gerðist þá það, sem aldrej hefur gerst áð- urð að snúa varð við .vegna ó- færðar, áður en komizt varð til Hveravalla. Lagt var af stað á föstudag og koínið að sæluhúsinu í Hvítárnesi um kvöldið og gist þar um nótt- ina. Ekki sást nokkur snjór fyrr en komið var að Bláfelli, en þar yar nokkur snjór á hálsinum. Á laugardag var svo haldið af stað til Hveravalla en snjórinn jókst stöðugt eftir því sem lengra var haldið. Við vegamótin á veginum til Kerlingarfjalla óku ferða- mennirnir, fram á bíl, sem að gangnamenn úr Biskupstungum höfðu skilið eftir og ekki talið bo>rga sig a3 fara lengira. En Ferðafélagsmenn voru á kraftmeiri fjallabíl og héldu því áfram. Þeg- ar komið var í Svartárdrög var ó- færðin orðin það mikil, að ekki var talið fært að halda lengra, enda mátti þá búast við að ferð- in tæki óhæfilega langan tíma og var þá þegar byrjað að skyggja. Var þá snúið við og gist aftur í Hvítámesi. Á sunnudag var svo TRÚNAÐARMANN/ FUNDUR í KVÖLD Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur trúnaðarmannafund í Iðnó (uppi) í kvöld klukkan 8.30. Fundarefni: Erlendur Vilhjálms son, formaður félagsins segir frá starfsemi fél'agsins í vetur. Arin- björn Kristinsson mun skýra frá tilíögu u,m nýja skipan hverflþ starfsins. Þá verður sýnd kvik- mynd „Gróður jarðar“, falleg kvikmynd um margví&egan gróð- ur, hvernig hann vex og dafnar. Þá drekka fundarmenn kvöld- kaffi saman, en síöan mun Sæ- imuii|íur Ólafsson ræða um, ný legar verðhækkanir á tandbún- aðarvörum. Trúnaðarmenn félagsins eru hvattir tir að fjölmenna á þennan fyhsía trúnaðarmanuafund vetr-< arins. haldið í bæinn og komið við í sæluhúsinu við Hagavatn. Ferðamennirnir fengu mjög go.tt veður bæði á laugardag og súnnu dag og var ekkert útfelli en glamp andi sólskin. Einn ferðalangur- inn sem oft hefur verið með í þe.ssum haustlfei'ðum, sagði, að hann myndi aldrei eftir jal'n- góðu veðri að hausti til á Kili og nú Menntaskólinn settur i dag Menntskólinn í Reykjavík verð úr settur í dag kl. 2. Skólasetning in fer fram á sal. í vetur verða 920-930 nemendur í skólanuni og hafa nemendur aldrei verið fleiri. í opnu blaðsins í dag er viðtal við Kristin Ármannsson, rektor, um byggingarframkvæmd- irnar, sem nú er verið að vinna að og ýmislegt annað um starf- semi skólans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.