Norðurland


Norðurland - 01.10.1904, Síða 1

Norðurland - 01.10.1904, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 1. október 1904. 1. blað. Háttvirtir auglýsendur, sem ekki hafa fast- an reikning við blað- ið, eru beðnir urn að hafa það hugfast að blaðið óskar þess að auglýsingar séu borgað- ar fyrirfram. Jafnframt eru þeir, sem skulda blaðinu fyrir auglýsingar, beðnir að borga pær sem allra fyrst. JMýir kaupendur að 4. árg. Norðurlands fá, þegar þeir borga blaðið, WT ókeypis '7MB alla söguna Spœjarínn, 4—500 þéttprentaðar blaðsíður. Sagan er fyrirtaks skemtileg. i Afgreiðsla : á JCorðurlandi : er ekki hjá ritstjóra blaðsins. Hana hefir • á hendi ; herra kennari 3áll Jónsson j : í Aðalstræti nr. 45. • Nærsveitamenn eru beðnir að vitja : blaðsins á sama hátt og verið hefir til j þessa. ♦ Það sem ekki er útgeng'ið af blöð- * um nærsveitamanna, verður sent með j póstum, þegar ferðir þeirra falla. • Nærsveitamenn eru vinsamlegast beðn- : ir að hafa það hugfast, er ferðir falla til • Akureyrar, að spyrja, eða láta spyrja, • eftir blaðinu. ftitsíminn. Skrifað er frá Seyðisfirði 21. f. m. „Með gufuskipinu „Vesta", sem kom hingað í gær, sendi norræna ritsímafélagið mikla hingað verk- fræðing C. E. Koefod, til þess að framkvæma ýmsar rannsóknir við- víkjandi lagningu hins væntanlega ritsíma á landi hér á Austurlandi, síðan yfir land um Akureyri og ísa- fjörð til Reykjavíkur. En landtöku- staðinn hér mun verkfræðingurinn eiga að ákveða. Þrír staðir eru taldir líklegir: Seyðisfjörður, Beru- fjörður og Reyðarfjörður, en menn vænta þess, að Seyðisfjörður verði, að öllu athuguðu, hlutskarpastur. — Verkfræðingurinn fer héðan upp í Hérað og suður utn fjörðu til rann- sókna" Sama daginn sem fregn þessi barst hingað til Akureyrar lét Nl. prenta hana á lausu blaði er sent var hér um bæinn og út urn landið, eftir því sem kostur var á. En prentuð er hún hér aftur, af því ekki var kost- ur á að láta hana fylgja öllu blaðinu. Við fregn þessa er því að bæta að haft er eftir Koefod verkfræð- ingi, að von sé á ritsímanum sum- arið 1906. Kveðja til Páls Briems amtmanns í samsæti á Akureyri 24. sept. 1904. Þegar kveður bygð og bæ bezti landsins mögur, er sem hnigi' í svalan sæ sólin björt og fögur. Lengi skal þess mæta manns minning hjá oss geymast, fyrir viti’ og verkutn hans virðing aldrei gleymast. Enginn heitar unrti þér, ísland, þinna sona, enginn hærra blysið ber bjartra frelsis vona, enginn betur sár þín sá, sem til skaða blæða, enginn mundi meira þrá meinin þítt að græða. Söntr og glögg hans reynsla’ og ráð reyndust fósturjörðu; enginn sýndi dug og 'dáð drýgri’ í stríði hörðu. Vitið gott og viljans þrek vinnur loksins sigur, þó að heimska' og barnabrek brýndan reiði vigur. Kærri þökk við kveðjum Pál í kvöld í vina ranni; drukkin heilla’ og skilnaðs skál skal af hverjum manni. Otal fögur æfispor eigi hann á foldu, þá mun ljós og lukku vor lýsa fósturmoldu. Páll Jónsson. X JUþingiskosningar. Reykjavík. Kosningu hlaut héraðslœknir Guð- mundur Björnsson; fekk 367 gild atkvæði. Yfirdómari Jón Jensson fekk 327 gild atkvæði. Alls voru greidd 715 atkvæði af 1200 kjósendum. Kært hefir verið yfir kosningu þessari, af því undirkjörstjórnin í 1. kjördeild hafði að dómi yfir- kjörstjórnar ólöglega neitað ínönn- um urn að kjósa og auk þess ónýtt atkvæði 7 kjósenda að ástæðulausu, með því að láta þau ekki í atkvæða- kassann. Isafj'örður. Kosningu hlaut síra Sigurður Stefánsson; fekk 77 gild atkvæði. Porvaldur Jónsson, prófastur fekk 73 gild atkvæði. Tuttugu kjörseðlar höfðu orðið ógildir. Af þeim átti síra Sigurður 12 en síra Þorvaldur 6, en á tveim var merkt við þá báða eða hvorug- an. Síra Sigurður hefir því fengið 89 atkvæði alls og síra Þorvaldur 79, að ógildu seðlunum meðtöldum, Á kjörskrá voru 206. Af þeim greiddu 170 atkvæði. Af þeim 36, sem ekki greiddu atkvæði, voru 30 fjarverandi. Að eins sex sátu því heima, en af þeim höfðu 3 verið farlama. X * Utrýming fjárkláðans. Síðarl hluta þessa sumars hefi eg dvalið hér á Akureyri og nú um rétt- irnar hefi eg notað tækifærið til þess að rannsaka fé bæði í Þingeyjarsýslu og í Eyjafirði. Mér er ánægja að því að geta skýrt frá því, að þar sem eg hefi rannsakað féð, hefi eg hvergi orð- ið var við fjárkláða og engar skýrsl- ur hafa ennþá til mín komið um það, að féð væri grunað um kláða á svæði því, er baðað var á síðastliðinn vetur. Engu að síður vil eg alvarlega brýna það fyrir mönnum á þessu svæði að þeir rannsaki fé sitt oft á næstkom- andi vetri, og ef þeir verða varir við kláða á íé sínu, eða íá nokkurn grun um kláða á því, að þeir þá tafarlaust tilkynni það hlutaðeigandi hreppstjóra, er þá gerir ráðstafanir eftir reglum þeim er honum eru settar. Ráðgert er að eg fari héðan af Akureyri um 24. n. m. og verða þá með mér 2 vanir aðstoðarmenn, en hinn þriðja sendi eg í miðjum októ- bermánuði, sjóveg, til ísafjarðar. Baðanir á fé eiga að byrja í Skaga- firði, vestan Héraðsvatna, nálægt 27. október. Snemma f nóvemberm. vona eg að eg geti verið kominn í Húna- vatnssýsluna og þaðan er förinni heit- ið í Strandasýsluna. Verði undirbúningur góður, vona eg að hægt verði að koma böðunum á, á öllu Suður- og Vesturlandi á næst- komandi vetri, enda er þess hin mesta þörf, því með því sparast mikið fé, því þá verður hægt að komast hjá því að skipa verði á komandi sumri, sem mundi kosta ærið fé, án þess þó að veita fulla tryggingu fyrir því að baðað og óbaðað fé -gangi saman á afréttum. En þá verð eg líka að brýna fyrir mönnum hve áríðandi það er að hver einasta kind verði böðuð. Ef út af því er brugðið getur það valdið því að aliar lækningatilraunirnar verði til ónýtis. Hreppsnefndirnar vil eg biðja þess, að leggja kapp á að flutningur á tóbaki og kötlum gangi sem allra greiðast að mögulegt er, eftir reglum þeim sem um það eru settar. Eg fulltreysti því að sýslumennirnir í Suður- og Vesturamtinu veiti mér hina sömu aðstoð og sýni mér hina sömu velvild, sem þeir hafa gert, sýslumennirnir í Norður- og Austur- amtinu. Akureyri 28. september 1904. O. Myklestad. Önnur blöð landsins eru vinsamlega beðin þess að taka grein þessa upp eftir »Norðurlandi«. j IV. ár. Ekki er það smáræðis verk fyrir landbúnaðinn, sem verið er að vinna að hjá oss, samstæðileg tilraun gerð til þess að útrýma fjárkláðanum al- gerlega úr landinu. Nú reynir á þjóð- ina, skilning hennar á nytsemd þessa verks og hlýðni hennar við fyrir- skipanir þær er gerðar verða af fjárkláðalæknunum. Það verða menn að hafa hugfast, að verði breytt frá þeim, getur alt þetta mikla verk orð- ið því nær þýðingarlaust og stórfé eytt til lítils gagns. Verði þjóðin nú samtaka að vinna að þessu, er enginn efi á því að kláðinn verður yfirunninn í landinu. Myklestad hefir tekist það í Noregi og það getur eins vel tekist hér, ef ekki stendur á þjóðinni og fagnað- arefni eru þau tíðindi, sem Myklestad hefir að segja oss, að nú verði hvergi vart við kláða á því svæði, er bað- að var á í fyrra. Því fremur ættum vér að sýna samhug í þessu máli, sem forustan hefir verið hin bezta. Mikið tnundi það hafa þótt í ráðist af íslendingi á sjötugsaldri að vera á sífeldu ferðalagi alian veturinn. En miklu meira er hér í ráðist af útlendum manni, sem óvanur er íslenzkum vetrarferðum og íslenzkum siðum. X frá útlöndum. Kaupmannahöfn 12. sept. 1904. Austrœna stríðið. Það er háð á tveim stöðum um þessar mundir: Við Port Arthur og í Mansjúrílandi. Þar var barizt io daga samfleytt að kalla við Liaoyang, frá 24. ágúst til 4. sept. Mannskæðustu orusturnar voru þó háð- ar um mánaðamótin, og er mælt, að bardaginn við Liaoyang 30. ág. til 4. sept. sé einhver hinn stórkostiegasti í hernaðarsögu vorra tíma. Rigndi sprengikúlum 12 tíma samfleytta frá mörgum hundruðum fallbyssna og hafði hergnýrinn verið afskaplegur. 30. ágúst hóf stórskotalið Japana harða árás á her Rússa, en fekk ekki áunnið. 31. ágúst, kl. 2 um nóttina, ruddist ein af herfylkingum Japana gegnum gadda- vírsgirðingar, er Rússar áttu, og not- uðu Japanar þá eksir. Varð voðamann- fall í liði Japana í þessari viðureign, og urðu þeir þar á ofan að hörfa af stöðum þeim, er þeir höfðu unnið, um morguninn. Enn gerðu Japanar þriðju atrennu þann 1. sept., en urðu frá að hverfa. 3. sept. var enn tekið til ó- spiltra málanna — 2. sept. var hlé að mestu — og að kvöldi hörfuðu Rússar undan og um nóttina. 4. sept. að morgni tóku Japanar Liaoyang. Öllum ber saman um, að þetta sé sá glæsilegasti og mesti sigur, er Jap- anar hafa unnið í stríði þessu, og hafa þeir þó margan frægan sigur unnið og féndur þeirra haft margar og miklar ófarir, enda hafa þeir fagnað þessum síðasta sigri með miklum hátíðahöld- um. Rússneskir fregnritarar segja, að í kvöld verður leikið: „Villidýrið", „Trína í stofufangelsi", „Fyrir sáttanefnd".

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.