Norðurland


Norðurland - 01.10.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 01.10.1904, Blaðsíða 3
3 N!. að austanverðu alt að því 300 álna langur vegur, hlaðinn úr sniddu mestmegnis og grjóti raðað utan á kantana. Hæð brúar- innar frá gólfi til vatns, eins og það get- ur orðið allra lægst, er um 6 álnir; en frá hæstu vatnsstöðu, sem menn þekkja dæmi til, og uppundir járnbitana, er um hálft annað fet. Botninn er mjög linur og blautur — mestmegnis jökulleðja, hefir sumstaðar orðið að reka staurana 40—50 fet nið- ur í botninn til þess að þeir yrðu nægi- lega fastir. 28 ísbrjótar úr tré eiga að vera uppaf tréstöplunum öllum, nema þeim austasta. Það. er nú verið að hlaða steinstöplana og leggja vegakaflana, gólfið er ekki lagt enn í fullri breidd og handrið að eins komið öðru megin, en búizt er við að fullgera það sem eftir er svo — fyrir lok septembermánaðar — að hægt verði að nota brúna til umferðar í vetur. — ísbrjót- arnir verða að bíða næsta sumars flestir, það er nú verið að koma hinum fyrstu fyrir, en það verða varla fleiri búnir í sumar en 4—5 af 28. Brúin á að geta borið 80 pd. á hverju ferhyrningsfeti af flatarmáli gólfsins. Þar sem nú breidd brúarinnar er 8 fet og lengd ca. 960 fet, getur öll brúin borið 614,400 punda þunga eða rúm 307 ton.« X Húsavík 22. sept. 1905. Gufuskipið »Fix« tók sauði Kaup- félags Þingeyinga hér þann 20. þ. m. eins og til stóð. Skipið var vel út búið með sterkum og smáum fjár- réttum, sem ætíð mun reynast af- farabezt. I því var nóg af vatni og haframjöli, og hentug brynninga áhöld. Fénu öllu, 1967 kindum, var skipað fram í bátum, sem gekk greiðlega eftir ástæðum, því sunnan stormur tafði oftast fyrir. Er þetta í annað skifti, sem hér hefir verið flutt út lifandi fé af höfninni. X Norðurlandi hafa bæzt' í sumar allmargir kaup- endur, en auk þess verður það nú sent ýmsum, er ekki hafa áður verið kaupendur þess. Þeir menn, sem blaðið verður nú sent í fyrsta sinn, eru beðn- ir að skýra ritstjóranum sem fyrst frá því, hvort þeir ekki vilja gerast kaup- endur og hafa gert það í síðasta lagi fyrir næstu áramót. Mannalát. Frú Hólmfríður Porsteinsdóttir á Sauðanesi, kona síra Arnljóts Ólafs- sonar, andaðist fyrir skömmu í Kaup- mannahöfn. Hafði hún siglt þangað í sumar til lækninga. Frú Hólmfríður var merkiskona, vel mentuð, ágæt eiginkona, ástrík móðir og veitti heimili sínu höfðinglega for- stöðu. Kvennaskólinn á Blönduósi. Forstöðukona hans er orðin ungfrú Ouðríður Sigurðardóttir frá Lækjamóti í Húnavatnssýslu. Skilnaðarveizla. Eins og getið er um í síðasta blaði, héldu Akureyrarbúar amtmanni Páli Briem, skilnaðarveizlu á »Hótel Akur- eyri« 24. f. m. Veizluna sátu 60—70 manna. Friðrik kaupmaður Kristjáns- son flutti aðalræðuna fyrir amtmanni og afhenti honum að gjöf frá Norðlend- ingum vandað gullúr með gullkeðju. Amtmaður Páll Briem fór héðan með »Ceres« 27. f. m. alfarinn til Reykja- víkur. Skaffafellssýsla. Umsóknarfrestur um hana er til 7. nóv. Launin eru 3000 kr. Nýir presíar. 2 prestaskólakandidatar voru prest- vígðir 11. f. m., Böðvar Eyjólfsson að- stoðarprestur að Arnesi og Jón Brands- son sóknarprestur að Felli f Stranda- sýslu. Sigfús Blöndal. Kennaraembætti við Oustavus Ad- olphus College bauð kirkjuþing íslend- inga í Vesturheimi Sigfúsi Blöndal í sumar, en þvf tilboði hefir hann ekki tekið. »Þess skal getið að nefndin er þegar farin að litast um eftir öðrum manni og mun gera alt, sem í henn- ar valdi stendur, til þess að af fram- kvæmdum verði eins fljótt og unt er,« segir nú í Vínlandi. Guðmundur Finnbogason magister fór héðan í gær landveg áleiðis til Seyðisfjarðar. Hann ferðast til undirbúnings skólamálunum. Halldór Briem kennari kom frá Reykjavík, landveg í fyrradag. Sfeingrímur Maffhíasson læknir er nú orðinn aðstoðarlæknir á Friðriksbergssjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn. Hafskipabryggju hafa þeir Vaughan & Dymond í Newcastle (hinir sömu og smíðuðu Ölf- usárbrúna) boðið bæjarstjórn Reykja- víkur að smíða fyrir bæinn. Ráðgera þeir að hún sé á sama stað og bæjar- bryggjan nú er á, sé 800 fet á lengd og kosti 180,000 kr. Nýja yfirsefukonan f Akureyrarumdæmi frk. María Haf- liðadóttir er nýkomin heim frá Kaup- mannahöfn. Hún hefir lært þar yfir- setukvennafræði og tók próf með á- gætisvitnisburði. Auk þess fekk hún að verðlaunum vandaða verkfæratösku, en þau verðlaun eru að eins gefin einni námsmey, þeirri er færust þykir, að afloknu prófi. Er fátt ánægjulegra en að sjá íslendinga skara fram úr öðrum, hvort sem er f stóru eða smáu. Rifsfjóraskiffi við »Peykjavíkina«. Bráðlega (1. okt. ?) á ritstjóri Jón Ólafsson að hætta ritstjórn við Reykjavíkina, er Porsteinn Oíslason ráðinn ritstjóri hennar. — Fleygt var því í Reykjavík að enn ætti að fitja upp á nýju blaði, er Jón Ólafsson yrði ritstjóri að. „Friðþjófur“ fór héðan í gærmorgun til útlanda. Hafði tekið um 1000 fjár á Sauðár- króki og hér 6—700 fjár. Skipið rúm- aði töluvert fleira fé og er því hætt við að flutningsgjaldið verði nokkuð hátt. Trúin á fólkið. Þessa grein, eftir Guðm. Hannes- son, sem Norðurl. flutti nýlega, hefir síra Matthías Jochumsson þýtt á dönsku, sem gott sýnishorn af íslenzkum háttum og þjóðmenningu. »Ceres« kom hingað að kvöldi hins 25. f. mán., tveim dögum eftir áætlun. Aðaltöfin hafði stafað af því, að skipsskrúfan festist í kaðli frá öðru skipi, er það Iagði af stað frá bryggjunni á Seyðisfirði og þurfti þrjú dægur til þess að losa hann burtu. Með skipinu voru hingað: Frá Vesturheimi, Bjarni Loftsson, bróðir frú Lovísu, konu Snorra kaupmanns Jónssonar. Frá Kfiuprnanna- höfn, ungfrúrnar María Hafliðadóttir og Snjólaug Sigurðardóttir. Frá Austfjörðum, héraðslæknir Stefán Gfslason á Ieið til læknishéraðs síns, Mýrdalshéraðs og ung- frú Anna Jónsdóttir. Frá Húsavík, frú A. Stephensen, ungfrú M. Stephensen, Baldur Sveinsson skólapiltur, ungfrú Fjóla Stef- ánsdóttir o. fl. »Ceres« fór héðan aftur 27. f. m. Jforðurland. Komi fyrir nokkur vanskil á blaðinu eru hlutaðeigendur vinsamlega beðnir að segja til þeirra sem fyrst. Þeir, sem flytja búferlum, eru beðnir að segja til þess, ef auðið er, svo snemma að ekki þurfiaf því að leiðavanskil á blaðinu. Með ,Ceres‘ er nýkomið til Carl Höepfners verzl- unar mikið af vörum, par á meðal ágætt fínt kex og ýmislegt annað sælgæti. Joh. Christensen. unið eftir allir, sem skuldið Carl Höepfn- er’s verzlun, að borgunar- fresturinn er ekki lengur en til 10. október í haust. Joh. Christensen. Frá l.október verður brauð- búð Carl Höepfner’s ekki opin á sunnudögum nema frá kl. 3 — 6 e. m. Joh. Christensen. Skóverzlut) GUÐL. SIGURÐSSONAR & V. GUNNLAUGSSONAR Norðurgötu 1, Oddeyri er ætíð birg aí öllum algengum skó- fatnaði. Pantanir og aðgerðir afgreidd- ar fljótt og vel. Undirskrifaðar taka að sér kenslu f klæðasaum og útsaum. Strandgötu 1. Anna Jónsdóttir. Margrét Jónsdóttir. Hjá undirrituðum fá ferðamenn ekki mat og hey framvegis endurgjaldslaust. Moldhaugum 29. sept. 1904. Benedikt Guðjónsson. fæst daglega keypt í HÖEPFNER’S verzlun. Joh. Christensen. Nýtt sauðaHjöí og SLÁTUR selur næstu daga Otto Tulinius. Björri Jakobsson gullsmiður — 3 Glerárgata 3 — smíðar trúlofunarhringa, og alt, sem að gullsmíði lýtur. Alt leyst vel af hendi og ódýrt. Kpmið til hans! Auglýsing, Sýslanin sem yfirsetukona í Skriðuhreppi verður laus frá 1. janúar n. á. Pær, sem sækja vildu um stöðu pessa, sendi sem fyrst umsóknir til sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu. Tapast hefir. Vandað og dýrt kvennúr með festi úr gullpletti, hefir tapast á veginum frá Möðruvöllum að Þríhirningi í Hörg- árdal, — vestan Hörgár. — Finnandi er beðinn að skila úrinu á skrifstofu Nl. — eða til Stefáns eldra Stefánssonar að Möðruvöllum gegn fundarlaunum. Sérstaklega er fólkið á bæjunum Stóra- Dunhaga og Litla-Dunhaga beðið að leita að úrinu, — því þar fyrir neðan á eyrunum mun það hafa tapast. eð því Búnaðarfélag íslands hefir veitt styrk til þess að gerðar verði tilraunir með umgangskenslu í hússtjórn í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, tilkynnist hérmeð, að undirrituð veit- ir upplýsingar um kenslu þessa og fyrirkomulag á henni. Þeir sem vilja nota kensluna snúi sér sem fyrst til Jónínu Sigurðardóttur, Aðalstræti nr. 2. MjaltaKensla fer fram í vetur að tilhlutun BÚNAÐARFÉLAQS ÍSLANDS á JVIöðruvöllum í Hörgárdal. Kenslan fer fram 8 daga í senn: 5.—12. nóvember, 1. —8. desember, L —8. marz og 11.—18. marz. Hvert námskeið geta 4 nemendur notið kenslunnar og borgar hver þeirra 5 kr. fyrir fæði, þjónustu og húsnæði um námskeiðið. — Þeir, sem ætla að taka þessu, tilkynni það sem fyrst kennaranum, Sigtryggi Þor- steinssyni á Möðruvöllum. Möðruvöllum 25. sept. 1904. Fyrir hönd Búnaðarfélagsstjórnarinnar Stefán Sfefánsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.