Norðurland


Norðurland - 08.10.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 08.10.1904, Blaðsíða 1
2. blað. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 8. október 1904. IV. ár. jÍ vegamótum. Pjððrœðið oo gaddavírsiögin. Síðasta þing stóð á vegamótum. Undan farna tíð hafði þing og þjóð rutt sér braut gegnum klungur og fen útlendra yfirráða. Margan steininn varð að vísu að skilja eftir á leiðinni, af því að honum varð ekki bifað og mörgu feninu varð að sneiða hjá, af því að ekki var fært að brúa það, að svo komnu máli. En þessar torfærur lágu þó að baki þingsins. Framundan því lá braut þjóðræðisins og þó hún varla sé eins bein eða greiðfær eins og sum- ir loftkastalamenn kunna að halda, þá má þó fullyrða, að öllum þingheimi þótti sú braut harla fögur, í saman- burði við þá, sem að baki lá. Fram að síðasta þingi hafði því verið haldið að þjóðinni, misjafn- lega þétt að sönnu, að hún vissi ekki fótum sínum forráð, kynni ekki að stjórna sér sjálf; þeir kynnu það betur í skrifstofunum suður í Kauþmannahöfn. Þessar kenningar voru nú látnar falla niður. Þingið tók við stjórn- inni í nafni þjóðviljans, voldugra en nokkuru sinni áður uin mörg hundruð ára. Stjórnin var orðin þjónn þess, ekki húsbóndinn; þjóð- in átti að vera húsbóndinn á sínu heimili. Á þessu þingi voru „gaddavírs- lögin" samin. Stjórnarskrármálið var að mestu útrætt af þjóðinni áður en fulltrúar hennar settust á þing og enginn vafi var á því hver úrslit það mál mundi fá. Það hafði ríkt í hugum manna í mörg ár; nú voru flestir sáttir og sammála um það; þess- vegna varð það ekki sá segulmönd- ull, er hugir manna snerust um. Þó áttu menn von nokkurra stór- tíðinda, því sennilegt var það, af þing- kosningunum að dæma, að þingið mundi verða nokkuð stórstígt í fram- fara áttina. Menn spurðu sjálfa sig og menn spurðu aðra uin það, hvert mundi verða aðalafreksverk þingsins, stóra málið, sem ritaði nafn þess með gyltum stöfum í sögu þjóðar vorrar. Hér nyrðra voru menn í litlum efa um það hvert málið mundi verða. Allur þorri manna svaraði spurningunni svo: það verður al- þýðumentamálið. Það mál hafði verið töluvert rætt, undirbúning hafði það fengið meiri en alment gerist og það málið var ríkast í hugum manna. Enda virtist það einkar vel til fallið, að þingið sem tók við þjóð- ræðinu, legði hornsteininn að þeim grunni, er þjóðræðið á að standa á: mentun alþýðunnar. Þetta mál fór þó alt í mola á þinginu, eins og kunnugt er. Gaddavírslögin urðu stóra málið á þinginu. Ekki var það mál þó rætt í héruð- unum, áður en komið var á þing, eng- an undirbúning hafði það fengið, fáir þektu til slíkra laga, enginn hafði um þau beðið. Framsögumenn málsins á þing- inu, þeir Guðjón Guðlaugsson og Hermann Jónasson, fluttu það með brennandi áhuga á þinginu. Þeir vissu það upp á sínar tíu fingur, að öll þjóðin mundi verða upp til handa og fóta að ná í lánin og hvert einasta tún á landinu verða með gaddavírsgirðingu eftir nokkur ár. Þeim hefir víst ekki skjátlast mikið. Að bíða þangað til þjóðin væri búin að átta sig á málinu töldu þeir stórhættulegt. Hversvegna það var hættulegt var nú reyndar ekki vel ljóst, því ekki þurfti að efa fylgi þjóðarinnar. En þá var líka drátturinn þýðingarlaus og svo hafði síra Eggert fundið það út, að þessir 4 þingmenn, sem kaup- staðirnir áttu að senda, voru vísir til að eyðileggja alt málið á næsta þingi, því náttúrlega sitja kaupstaðirnir á svikráðum við landbúnaðinn. Það tókst að ryðja gaddavírslög- unum braut gegnum þingið og var það reyndar töluvert hreysti- verk, jafnþunglamalegt smíði og þau cru. Það sem vilti mönnum sjónir var það, að hér var að ræða um eitt af mestu nytsemdarmálum landbúnaðarins, túngirðingarnar. En þegar kom út úr þinginu fór heldur að draga úr lofinu um gadda- vírslögin. Mótmælum gegn þeim rign- ir niður hvaðanæfa og helzt er svo að sjá sem þau eigi sér engan nýtan for- mælanda hjá allri þjóðinni, nema þessa fáu alþingismenn. En þá má svo sem nærri geta, að þeir hafa hafist handa, framsögu- menn málsins í þinginu, mundu ó- kunnugir menn segja. Þeir sem vissu svo vel, á síðasta þingi, að öll þjóð- in stóð að baki þeim og horfði til þeirra vonar- og aðdáunaraugum fyrir hreystiverk þeirra. Stóð ekki öll þjóðin á öndinni út af félags- gaddavírnum? Nærri má nú geta hvort þeir mundu láta standa á því, úr því þessi litli misskilningur komst inn hjá þjóðinni, að leiðbeina henni ofurlítið og gera henni ljósan barnaskapinn. Sussu, sussu, þetta er alt saman misskilningur. Þingmennirnir sitja á þinginu og búa tii lög, en það er ekki þeirra verk að koma þjóðinni í skilning um lögin. Á næsta ári biðja þeir jafnvel um lögskýringu á því, sem þeir hafa samið, því þá eru þeir sjálfir hættir að skilja það. Ekki mundi það vera þeim að kenna, þó túngirðingalögin færu þá háðulegustu för, sem nokkur lög hafa farið, sem prentuð hafa verið í Stjórnartíðindum íslands. Hafa ekki mörg lögin verið sam- in fyrir þessa þjóð, bæði fyr og síðar og þó farið tóma erindis- leysu, eða því sem næst, af því þjóðin vildi ekki taka við þeim? * * * Er þá ekkert hægt að læra af sögu túngirðingalaganna? Þurfa þau að fara algerða erindisleysu. Síður en svo. Það vill lögunum til láns, að verið var að fara með þýðingar- mikið mál. Það er svo stórvaxið að allir taka eftir því og því geta allir nokkuð af því lært, bæði þing og þjóð. Þegar þingið hefir sett lög um ýms smámál og þau ekki orðið annað en pappírsgagn, þá hefir að eins lítill hluti þjóðarinnar tekið eftir því. Þau hafa að mestu horfið úr sögunni og þjóðin í heild sinni hefir ekkert af þeim lært. Hér er öðru máli að skifta. Vér getum lært það af sögu tún- girðingalaganna og vér eigum að læra það, að bera virðingu fyrir þjóðræðinu, sjá það og slcilja að ekki tjáir að setja lög um stórmál þjóðarinnar að henni fornspurðri. Á einveldistímunum var þjóðin og konungurinn eitt og hið sama, eða svo var það orðað, af því það lét betur í eyrum en að segja, að konungurinn væri alt og þjóðin ekkert. Konungurinn setti þjóðinni lög og reglur um eitt og alt, gaf henni t. d. fyrirskipanir um hvar hver bónd- inn mátti verzla með vörur sínar, eins og vér Islendingar fenguin svo áþreiíanlega á að kenna. Embættismennirnir voru þjónar konungsins, skipaðir af náð hans, til þess að gæta þess að þjóðin hlýddi því sem konungurinn bauð. Þjóðræðishugsjónin er þessari hug- sjón andstæð, nærri því eins andstæð og austrið er vestrinu. Konungsvaldið eða stjórnarvaldið er að sönnu alstaðar ineira en ekk- ert, en vald þjóðarinnar er. þó miklu meira. Embættismennirnir eru fyrst og fremst þjónar þjóðarinnar, ekki kon- ungsins. Það er þjóðin sem ræður. Ekkert má framkvæma það er henni sé á rnóti skapi og sé þess kostur, á ekkert stórvirki að framkvæma án þess að hún sé spurð um það. Einveldið veitir enga tryggingu fyrir því, að það, sem unnið er fyr- ir þjóðina, verði henni til hags eða blessunar, en þjóðræðið, vald fjöld- ans, getur heldur ekki veitt tryggingu fyrir því. Algjörða tryggingu er ekki hægt að fá, en hver sá maður, er fæst við mál þjóðarinnar, eða er fulltrúi hennar, hefir dálítið brot af þessari tryggingu í sjálfum sér. Hann getur reynt að fá þjóðina á sitt mál, reynt að leiða vilja fjöld- ans til þess að vilja það, sem hann er sannfærður um að sé þjóðinni fyrir beztu. Þetta er ekki aðeins réttur, held- ur er það siðferðisleg skylda. Aðferðirnar til þess að fá þjóð- ina á sitt mál eru sjálfsagt margar, en í þjóðlífinu gætir þó tveggja þeirra vanalega mest. Sú er önnur að ræða um málin á mannfundum, en hin sú, að rita um þau í blöðin. Þessi aðferð var ekki höfð við undirbúning túngirðingalaganna. Lögin voru flutt inn á þingið að þjóðinni fornspurðri og barin í gegnurn þingið með harðfylgi. Það þótti hættulegt að bera mál- ið upp við þjóðina. Sömu mennirnir, sem þykjast hafa verið að berjast fyrir þjóðræðinu og trúa á það, telja það hættulegt að bera stærsta atvinnumálið, sem þing- ið hefir fjallað um í mörg ár, upp fyrir henni. Þá fer nú þjóðræðið að verða dálítið skrítilegt, ef svona á að fram- kvæma það framvegis. Og hvað er svo unnið með þessu öllu saman? Það eitt, að hugsjón sem annars var líkleg til þess að geta orðið þjóðinni til gagns, hefði hún fengið hæfilegan undirbúning og hægt og skynsamlega hefði ver- ið af stað farið, líður í burt eins og þoka fyrir vindi. Og hvað er svo orðið úr öllu kapp- inu og sannfæringareldinum hjá þeim framsögumönnum málsins? Hvar eru ræðurnar, sem þeir hafa haldið fyrir þjóðinni? Hvar eru greinirnar sem þeir hafa ritað um þetta fyrir þjóð- ina? Eða var það þá mestalt. hégómi, vandhugsuð tihaun til þess að sýn- ast vera stórmenni framfaranna? Sú spurning kemur að kalla má af sjálfri sér, þó örðugt sé úr henni að leysa. En hvað sem því líður, virðist ekki vanþörf á því að brýna það fyrir fulltrúum þjóðarinnar, að þeir leiði ekki stórmál hennar til lykta að henni fornspurðri. Fyrst og fremst er það brot gegn þjóðræðishusjóninni, en þó er ann- að verra. Það gjörir ógagn, tefur fyrir fratn- förunum i stað þess að flýta fyrir þeim. Sá þykir ekki góður fylgdarmað- ur, er býðst til þess að vísa ókunnug- um mönnum leið yfir torfærur en æðir þó á undan þeitn og lætur þá eina um það að komast yfir torfær- urnar. Brýna má hann þá til þess að halda áfram rösklega, en eftir þeim verður liann að bíða, annars nrissa þeir alla trú á leiðsögn hans. Einn af stóru göllunum á fyrir- skipunum einveldistímanna var sá, að ráðstafanirnar komu yfir þjóðirn- ar undirbúningslaust eða undirbún-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.