Norðurland


Norðurland - 08.10.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 08.10.1904, Blaðsíða 2
Nl. 6 Leiðarvísir um fjárbaðanir. Þegar baðlyfið er búið til ber að gera það með athygli og vandvirkni. Eitt pund af tóbaki skal hafa á móti io pottum af vatni og sjóða í i'/2—2 klukkutíma. í koparkötlum þeim er taka 300 potta, má sjóða saman í einu 24 pd. af tóbaki og 240 potta af vatni; en af því að vatnið rýrnar, bæði af því að það gufar upp og af því tóbakið drekkur það í sig, er ætíð rétt að hafa vatnið í fyrstu nokkuð meira; það sem kynni að vanta upp á, eftir suðuna, skal bæta upp með þvf að bæta vatni í á eftir, svo að jafnan svari 1 pd. af tóbaki til 10 potta af vatni. Þegar vatnið í stóru pottunum er 18 þumi. hátt í þeim, þá eru í þeim 240 pottar af vatni. Þó verður þetta ekki nákvæmt ef pottarnir hafa dalast í meðferðinni og ber að athuga það. Allar kindur eiga að Uggja í baðinu í 8 mínútur, eftir að þær eru orðnar gegnvotar af baðinu, en fé sem hefir útbrot á að liggja í því í 10 mínútur. A meðan kindin liggur í baðinu skal núa baðleginum vel inn í ullina og rífa skorpurnar upp með höndunum. Kindur þær, sem hafa útbrot, skal baða í annað sinn 2 — 3 klukkutímum eftir fyrra baðið og skulu þær þá liggja í baðinu í 3 mínútur. Höfði kindanna á oft að stinga öllu niður í baðið, meðan baðað er, svo það verði gegnvott og núa baðleginum vel inn í ullina, en gæta verður þess, þegar höfðinu er stungið niður, að halda hendinni fyrir vit skepnunnar. Fé það, sem útbrot hefir, á enn að baða eftir 1—4 daga. Gæta verður þess að fara eins vel með féð og auðið er meðan verið er að baða það. Að því er snertir hreinsun fjárhúsanna, skal farið eftir ákvæðum reglu- gjörðarinnar og sömuleiðis að því er snertir tíma þann, er féð á að standa inni eftir er baðanir hafa farið fram á hverjum stað. Þeir sem að böðuninni vinna mega ekki vera drykkfeldir né neita áfengra drykkja meðan þeir vinna að böðunum. Fjáreigendur eru skyldir til þess að láta baða alt fé sitt. Sé einni kind skotið undan böðun, getur það orðið til þess að ónýta allar ráðstafanirr.ar. Þegar búið er að brúka tóbak og katla á hverjum stað, skal strax flytja þetta til næsta bæjar, þar sem baða á, svo böðunarmenn, er vinna í opin- berri þjónustu, þurfi ekki að tefjast við verk sitt lengur en óhjákvæmilegt er. Baðstjórar og aðstoðarmenn þeirra eiga að sýna mönnum aðferðina við böðunina og þar sem tækifæri gefst til þess, ber þeim að kenna mönnum að finna kláðamaurinn. Rita skal í dagbók hve margt fé er baðað á degi hverjum og skal skýrsla um það, og svo hve mikið hefir verið brúkað af tóbaki, fylgja reikningunum til sýslumanna, en þeir senda þá aftur stjórninni. Aliir böðunarmenn eiga að útvega sér eitt eintak af reglugjörð um útrým- ingu fjárkláðans og eru skyldir að hlýða henni nákvæmlega. Sýslumennirnir útbýta reglugjörð þessari. Það er skylda böðunarmanna, og annars hvers einstaklings, að tilkynna ef brotið er á móti lögum þeim og reglum sem settar eru um fjárbaðahir og það því fremur sem hér er um að ræða jafnmikið velferðarmál þjóðarinnar. O. Myklestad, framkvæmdarstjóri til útrýmingar fjárkláðanum á íslandi. ingslítið, þess vegna komust marg- ar þeirra aldrei lengra en á papþ- írinn. Nálega sama hættan getur vofað yfir þingræðinu, ef það hefir ekki þjóðina að baki sér. Inn á þetta sama þing var líka kastað öðru máli ennþá stærra og varhugaverðara, þegnskyldumálinu, al- gjörlega undirbúningslausu, þó ekki flaskaði þingið á því að setja lög um það. En ekki virðist það vera fullljóst þinginu að þetta er ekki vegurinn, sem fara á. Því fremur er ástæða til þess að gjöra liann að umræðuefni. Gæti saga túngirðingalaganna orð- ið til þess að opna augun á þingi og þjóð fyrir þessu, þá verða þau gagnlegustu lögin sem þingið hefir samið, þó það verði á nokkuð ann- an hátt en til var stofnar. Þingmennirnir mega ekki lengur standa á vegamótum milli einveldis- hugsjónanna og þjóðræðishugsjón- anna. Þeir þurfa að komast alla leið — inn á nýja veginn. % * lír ferða/agi. Eftir Matth. Jochumsson. IV. Helztu hershöfðingjar Dana voru þeir Biilow, Meza, Schleppegrell, Rye, allir menn hátt á sextugsaldri, en reyndir í orustum frá ófriði Napóleons mikla. Báðir hinir síðar nefndu voru Norð- menn. Þessir allir og fleiri fyrirliðar áttu ráðstefnu á Fjóni, er svo lyktaði, að draga skyldi saman meginhluta hers- ins norðan og sunnan, og koma því liði öllu yfir í kastalann, Friðricíu. En svo kænlega skyldi fara, að óvini þeirra grunaði ekki. Þetta tókst eftir ósk- um. 5. júlí var herinn kominn í kast- alann og var þá ráðið áhlaupið og Iiðinu fylkt á bæjarstrætunum, eins og því varð viðkomið. Um kvöldið var herinn búinn. Kunngjörði hver fyrirliði sínum sveitum hvað tilstæði. Léku liðsmenn á alls oddi, því þeir höfðu lengi þráð að hætta þófinu við Þjóðverja og reyna sig í fólkorustu, treysti og hver sveit sínum fyrirliða. Er og einmælt að sjaldan hafi her verið fúsari að berjast eða haft vald- ari foringja. Mjög möttust liðsveitirnar um að fá að verða fremstar til atlögu. Það hlutu stórsveitir þær er stefnt var austur úr bænum næst sundinu; voru þeir Ólafur Rye og Meza fyrir því liði; skyldu þeir ráða á Treldeskansana, þar verst var við að ciga. En jafnsnemma fór Schleppegrell með sínar sveitir út um vesturhliðið og stefndi á miðvígin. Þar varð og afarskæð viðtaka. Þá er liðið fór út gátu fáir gengið samhliða, og mælti þá einn fyrirliðinn (er féll í bardaganum): »Þröngt er hliðið, góðir hálsar, og ekki munu margir inn aftur ná í kastalann ef vér bíðum ósigur; er yður því einsætt að vinna sjálfir sigur.« Hvcrri liðsveit voru fengnir ieiðsögumenn, sem gætu v/sað hverri á það vígi, er að skyldi leggja. Þá yar kl. I er út var farið, en ekki sást handa skil fyrir myrkri og þoku. Og er sveitirnar komu á víðan völl greip þær þegar vígahugur svo mikill, að fáir gengdu leiðsögumönnunum eða .yrirliðum sínum, hafði þá og nokkur hávaði orðið. Varð þetta mörgum góð- um dreng að bana. Voru óvinirnir al- staðar vaknaðir og á verði, eða þá í hlaupgröfum nærri vfgjum sínum. Varð atlagan mjög ógreið í fyrstu, er her- sveitirnar rugluðust, en sumar hittu ekki þá skansa, er þeim voru ætlað- ir, og aðrir flokkar hittu svæðin milli vígjanna og mættu skothríðum tveim megin frá. Féll þar eða særðist margt lið, en allir börðust í svarta myrkri. Sviplíkt gekk hægra armi hersins, að þeir Rye komu ekki liði sínu við eins og skyldi. En á báðum hinum nefndu vígstöðvum varð það til bjargar, að herinn reyndist hvervetna hinn traust- asti og því betur sem vandræðin urðu meiri. Hvar sem hinir æðri foringjar féllu, hlupu undirforingjarnir fram og tóku við stjórn þeirra óbeðnir. Lengi vanst þó lítið á, svo örugg voru virk- in og frækilega varin af einvalaliði Slesvík-Holseta; vörðust þeir lengi með svo mikilli kergju, að ekki mátti í milli sjá. Loks náðust mið- virkin, er þeir Schleppegrell fengust við; flýðu hinir sigruðu þá suður í næstu vígin, en hinir eltu. Var þá bjartur dagur kominn, enda var þá og Treldeskansinn tekinn. Hafði þar orðið ljótur atgangur; urðu Danir aft- ur og aftur frá að hörfa og létu marga hrausta drengi; lá þar valurinn þéttast. Ólafur Rye heimti nýjar sveitir, komu þær, en dugði lítið. Aftur og aftur voru hestar skotnir undir Rye, án þess hann sakaði; eggjaði hann jafn- an liðið og var oftlega fremstur sjálf- ur. Hann hafði sagt við lið sitt er það fór út úr kastalanum: »í dag má eng- inn víkja,« sagði hann. Hann var ást- goði allra sinna manna og svo alls hersins. Honum hafði fylgt um sum- arið, sem ráðanautur, Friðrik Læsö, hinn vitrasti maður. Nú var hann við herinn, þann er eftir var í Arósum; skyldi þar milli feigs og ófeigs, og ekki lengi, því Læsö féll ári síðar við Isted. En það er frá Ólafi Rye að segja, að hann hvarf liðsmönnun- um þegar kollhríðin stóð og rétt áður en skansinn skæði yrði tekinn. Og er því var lokið lustu menn upp miklu sigurópi, en sumir æptu hátt: »Rye er fallinn!* Dró óðara úr ópunum og brátt eftir var lík hans borið fram og sýnt hernum. Urðu þá þeir menn hljóðir er hæst höfðu hrósað sigrin- um. En ekki var enn til setu boðið. Stefndi nú Meza öllu því liði, sem vígfært var, suður á við til 'liðs við hinar herdeildirnar; leið úr því ekki á löngu áður öll óvinavígin urðu tek- in og liðinu tvístrað víðsvegar. Flýðu flestir suður á bóginn og náðu Kold- ing um daginn illa til reika, en aðrir flýðu norður á leið til Arósa; tókst sumu af því liði slysalega, því að þar eru flóð og fen fyrir. Urðu þar mjög margir fangaðir, en aðrir féllu fyrir skotum. Bónin hershöfðingi komst á hest og náði Kolding. Hann var dug- andi maður og kunni vel til hernaðar, en mjög drógu Danir dár að honum. Sú var ein sagan, að svo hafi hann þózt öruggur og treyst virkjum sín- um, að hann lagðist í sællífi. Lét hann enga gera áætlanir um tilbreyt- ingar á hversdagslegu rnatarhæfi nema sjálfan sig. Hann hélt matreiðslukonu vel fróða f sinni ment, og var það vandi hershöfðingjans að selja henni sjálfur í hendur skrá yfir vistir þær og krásir, er neyta skyldi hinn næsta dag. Daginn á undan orustunni lét hann færa matselju fugla nokkura forkunnar feita og félega. Bað hann hana mat- reiða þá bráð til næsta dags, og hefir hún sagt svo frá, að aldrei hefði hún séð hershöfðingjann glaðari í bragði eða sigurvænlegri en þá. En áður en sú krásin yrði fullsoðin, bar hershöfð- ingjann fyrir eldhúsdyrnar og sat á hesti. Matseljan leit þegar út og hneigði sig, en Bónin svaraði. »Ekki er um mat að tala, eg hefi beðið ó- sigur og hlýt brott að halda óétinn*. Auðvitað er saga þessi þvættingur einn, en að mörgu henda liðsmenn gaman í herbúðum. X Siglufjarðarbréf. 29/9 ’04. Nú eru allir Norðmenn farnir, svo nú er alt hljóðlegra og daufara en var í sumar; yfirleitt hafa Norðmenn aflað mjög vel síld- ina í reknet sín, samt er hætt við að all- ur sá mikli afli hafi verið misjafnlega með- farinn; við íslendingar erum forviða á hvernig Norðmenn fara með síldina, sér- staklega á gufuskipunum, þeír hrista hana úr netunum á þilfarið, í stóra hauga sem ná upp á hástokka að segja má, (þegar vel aflast) og traðka svo innan um byng- inn á bússunum, síðan ausa þeir síldinni með háfum í stampa, sem eru á vagni á bryggjunni, svo úr stömpunum 1' mælinga- tunnur, úr þeim í byng inn í húsi; síðan taka saltarar síldina aftur í stampa, svo þetta er meira en Htið volk er síldin verð- ur fyrir, og ekki ólíklegt að hún verði kramin og vond vara. — Þetta var með- ferðin á síld þeirri er á Iand kom hér; mikið betur fara þeir með síldina er fiska á seglskipum og sem salta fram á skip- unum. Gránufélagið lét halda út tveimur skip- um til reknetaveiða, og öfluðu þau vel yfir tímann; á skipum þessum voru tómir íslendingar; — mikið hefir verið gert úr því, hve miklir peningar hafi komið inn í sveitina fyrir síldarverkun, en misjafnlega h'ta menn á það, og sumir hakla jafnvel, að betra væri fyrir Siglufjörð að engin síldarveiði væri hér stunduð af Norðmönn- um, og Siglfirðingar gæfu sig við þorsk- veiðum og heyskap, eins og áður, og er eg einn á þeirri skoðun,—því í fyrra haust — og eins ætlar að fara nú, fekkst eng- inn fiskur eftir septemberlok, bæði vegna ógæfta, en helst fyrir það, að enginn fisk- ur var á grunnmiðum, en menn héldu fisk- inn fram á dýpinu, í niðurburðinum af síld þeirri er hrynur úr reknetunum við inndráttinn á þeim í skipin. Þegar þetta er skrifað er engin síld hér úti fyrir, er hún víst alfarin í ár, svo eng- in beita er til, því íshús vantar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.