Norðurland


Norðurland - 08.10.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 08.10.1904, Blaðsíða 3
7 Nl. Þá er að geta um tíðarfarið í sumar. Það hefir verið indælt, svo Norðmenn diðust að því, og kváðu það mikið betra en í Noregi, sérstaklega kvikuleysið og hinar langstæðu stillur væru þar nær ó- þektar; heyskapur í bezta lagi.bæði gras- vöxtur og nýting. Hákarlsafli varð með minna móti, aftur á móti öfluðu fiskiskipin (2.) vel. Vel líkar flestum að Stefán í Fagraskógi varð þingmaður sýslunnar, og sómi var það fyrir Akureyrarbæ að amtmaður P. Briem hlaut kosningu bæjarins, og sýndu bæjar- menn þar, að þeir kunnu að meta áhuga til framfara, og ágæta mentun, því amt- maðurinn er einn af vorum fáu embættis- mönnum, sem nennir (liggur mér við að segja,) að hugsa og rita um áhugamál þjóðarinnar, og sýnir í hvívetna að hann vill vel. Heilsufar hefir verið gott; skarlatssótt stakk sér niður hér í 2 húsum, en breidd- ist ekki út, samgönguvarúð viðhöfð. Misl- ingar komu hingað á fjörðinn í ágúst snemma, færeyskt skip sém kom að vest- an, var með 6 menn veika, það var hér lögboðinn tíma i sóttvarnarhaldi, og síðan sótthreinsað, skipstjóri sýndi sérlega Iög- hlýðni, enda hafa mislingarnir ekki komið á land að þessu, og vonandi að við slepp- um við þá héðan af. Samgöngur hafa verið ágætar hér 1' sumar á sjó. Milli Eyjafjarðar og Siglu- fjarðar hefir mátt fara á viku hverri tveggja mánaða tíma, Thore-skipin komið og farið til útlanda einu sinni og tvisvar á mánuði; á herra stórkaupmaður Thor E. Tulinius hina beztu þökk skylda fyrir ferðir sínar hingað til vor út á hala Iandsins, og ekki væri Siglfirðingum það neitt hrygðarefni þó dregið væri af styrknum til hins sam- einaða, og Tulinius eða Thore-félagið fengi það og meira í staðinn. Q. S. Th. O. % Gagnfræöaskólinn var settur 4. þ. m. Aðsókn mikil að skólanum, en nemendur ekki allir komnir. Útbú íslands banka. Fyrir löngu var við því búist að viðskifti við það mundu verða mikil, en óhætt mun þó að fullyrða, að við- skiftin hafa farið langt fram úr því sem við var búist, þennan stutta tíma scm það hefir staðið hér. Kvennaskóli Eyfiröinga var settur 3. þ. m. með fremur fáum ncmendum. — Er furða hve lítið menn nota sér skóla þennan f þetta skifti. Því ekki virðist síður vandað til kenslukrafta en að undanförnu. — Forstöðukona skólans er frk. Lund- fríður Hjarlardótíir, sem í fyrra vetur fekk bezta orð fyrir kenslu sína og forstöðu skólans. — Auk hennar er Kfirl Finnbogason kennari í bóklegum námsgreinum; hann aflaði sér fyrst góðrar mentunar hér heima, en lauk síðan námi við kennaraskóla í Dan- mörku með góðum vitnisburði. í fata- saum er kennari frk. Margrét Jóns- dóttir. Ætlast mun vera til að vefnaðar- kensla fari fram í skólanum í vetur. Nýjar námsmeyjar munu enn geta komist að skólanum og fram í nóvbr., á meðan rúm leyfir. Fjárfaka hefir verið hér töluverð undanfarna daga. Verð á kjöti hefir verið þetta: 48 pd. skrokkar og þar yfir 23 a. pundið, 40—47 pd. skrokkar 21 eyri, 32—40 pd. skrokkar 19 aura, kjöt undir 32 pd. 17 aura. Mör hefir verið keyptur fyrir 22 a. pundið, gærur á 30 a., hvft haustull á 50 a., mislit haustull á 40 a. og tólg á 28 a. \ Það borgar sig. Það hefir verið rætt og ritað um kynbæt- ur en misjöfn mun trú manna á að þær borgi sig, en til þess að sýna eitt dæmi — þó mörg fleiri séu eflaust til — vil eg segja litla sögu. Eg bað St. Stefánsson kennara að selja mér 10 kindur eins og þær legðu sig eftir sauðabréfi. Eg fekk kindurnar, 6 sauði veturgamla 2 ær geldar og 2 dilka og þær lögðu sig á kr. 170 eða kr. 17 til jafnaðar kindin, þetta sýnir hvað hægt er að hafa mikið upp úr sauðfénu ef hyggilega er farið aðj en hér er ekki eitt heldur fleira, sem liggur til grundvallar, kynbætur, gott og nægilegt fóður, góð hirðing og góð húsakynni. Þetta er Iítið, en af því mætti mikið læra. Akureyri 6. október 1904. Magnús Einarsson. Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.) XXIV. Ljðsið fœrist nær. Marian svaf illa um nóttina og vaknaði til fulls, þegar klukkan á kirkjuturni hins helga Marteins sló fjórðung stundar eftir 4 um morguninn. Hún hafði ekki ætlað að sofna, en var svo úrvinda, að hún gat ekki haldið sér uppi, og í einnar stundar svefni fluttist hún aftur í Alexandersvígið með hinum óumræðilegu skelfingum í klefanum niðri í jörðunni. Þegar hún vaknaði, sat hún enn á stóln- um við gluggann; hún var stirð í öllum limum af kulda, og raunir næturinnar lágu þungt á henni. Fyrstu augnablikin gat hún ekki komið því fyrir sig, hvernig á því stæði, að hún væri ekki í rúminu — að hún skyldi sitja þarna og horfa út á auð- ar göturnar um þetta leyti sólarhringsins. En svo fekk hún aftur minnið skyndilega, og henni fanst það hræðilegt. Hún stóð upp og Iauk upp hurðinni að litlu stofunni, sem þau höfðu. Var Páll kominn aftur til hennar? sagði hún við sjálfa sig. Eftir hverju var hann að bíða? Hvert var það nýja ólán, sem nú var að höndum borið ? Hann skyldi nú vera dauður! Hún var ráðþrota og örmagna af sorg og efa og laumaðist eftir dimmum gang- inum að dyrunum á svefnherbergi hans; þær stóðu galopnar. Hún sá rúmið, en enginn hafði í því sofið. Þeir fáu hlutir, sem hann hafði keypt, síðan er þau komu til Lundúna, lágu þar á víð og dreif — gleraugu, ofurlítill kassi með áhöldum til að raka sig, skrifpúlt. Fjóluvöndur, sem hann hafði haft í nezlunni, þegar þau höfðu farið saman í búðir fyr tveim dögum, var á þvottaborði hans. Hún tók hann og kysti visin blómin. Hún kraup niður við rúm hans og bað drottinn að láta hann koma aftur til hennar, áður en dagurinn væri á enda liðinn. Það var kynlegt, hve mjög tilfinningin fyrir því, að hún væri upp á hann komin fór vaxandi á þessari stund og varð henni ljós. Fyrir einu ári hirti hún ekkert um það, að hún var einstæðingur í veröldinni; en nú var það um garð gengið. Hún gerði sér ekkert ýkja-miklar hugmyndir um gáf- ur Páls, en hún þekti hjartalag hans og hugarfar og um hann dreymdi hana vak- andi og sofandi og honum unni hún af öllu sínu hjarta. Hún hafði titrað, þegar hann hélt henni í faðmi sér. Til hans hafði hugurinn fyrst runnið, þegar hún vaknaði; oft hafði hún sofnað með nafn hans á vörum sínum. Henni fanst einstæðings- skapur liðinna ára, barátta þeirra og fá- tækt liggja langt, langt að baki sér. Stund- um fanst henni, að það líf, er hún lifði, vera óverulegt og stefnulaust; henni kom þá til hugar, að hún drægi sjálfa sig á tálar og dagur reikningsins hlyti að vera í vændum; en hún rak þær hugsanir burt tafarlaust. Hún var kona og hafði lært að unna karlmanni hugástum. Alt var kyrt í húsinu, kyrrara en nokk- uru sinni á daginn. Uti féll stálgrátt ljósið á lokaða glugga og hljóðar götur. Borgin mikla lá f dái, Takið eftir! Kaupið það, sem ykkur vantar, í verzlun Stefáns Sigurðssonar & Einars Qunnarssonar því þar fáið þið góð kaup. Þar fæst: Hengilampar, borðlampar, eldhúslampar, dyralampar og luktir, náttlampar og tilheyrandi lampaglös og kveikir. Olíudunkar stórir og smáir. Mikið úrval af hálstaui fyrir konur, karla og börn, með sér- lega góðu verði. Vetrarhandskar loðfóðraðir, og skinnhandskar hvítir og mislitir. Álnavara, svo sem karlmannafatatau, peysufataklæði, fjölbreytt sirz, kjólatau, svuntutau, hvít iéreft, tvististau, sértingar, fóðurtau o. fl. o. fl. Ýmiskonar prjónaður fatnaður. Álnasilki, kvenslipsi, lífstykki sérlega vönduð. Úrval af leggingarböndum úr ull, silki, lérefti og flaueli. Flauel í fjórum litum. Vetrarhúfur handa karlmönnum og drengjum. Mikið af leirtaui, þar á meðal porcelins- kaffi- og choko- ladistell, sykurkör og rjómakönnur og Asietter. Leirkrukkur stórar og smáar, vaskastell, mjólkurkönnur, kaffi- könnur o. fl. Servantfötur, mjólkurfötur, kaffikvarnir og katla, naglbita, hjól- sveifar, nafra, kommóðuskrár og kommóðulauf með hönkum af ýmsri gerð. Karlmanna- og barnaskór. Ýmsar plettvörur og leikföng. Mikið úrval af peningabuddum, vindla- og bréfaveskjum, vasabókum og skrifmöppum. Vel þur og hrein hvít haustull er tekin á 55 aura pundið, og aðrar íslenzkar vörur eftir því. Komið og verzlið, þið munuð ekki iðrast þess. Nýjar vörur koma með s/s „Mjölni" 10.—12. þ. m. tt:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::;:::::::::::::::::::;::::::::::::;::::::::::::::: ♦• :::: Allir skiftavinir verzlunar Sn. Jónssonar á Oddeyri eru vinsamlega beðnir að borga, að svo miklu leyti sem þeim er frekast unt, fyrir þ. 6. október það sem þeir skulda verzluninni, og svo að semja fyrir þann dag um það, sem þeir ekki geta greitt. Með vinsemd og virðingu Akureyri þ. 2. septbr. 1904. Jóhannes Stefánsson. Fyrir smiði. Verkfæri þau, sem eg hefi útsölu á, frá hinni nafnkunnu verksmiðju C. Tþ. Rom & Co. sel eg með MIKLUM AFSLÆTTI til nóvembermánaðarloka. Óað, sem þá verður óselt, sendi eg verksmiðj- unni aftur, og er vanséð að smiðir geti, eftir þann tíma, fengið fyrsta flokks verkfæri með jafngóðu verði. Akureyri, 4. október 1904. Sggert Jfaxdal. Góð kaup. t>ar eg hefi í hyggju að hætta verzlun minni, sel eg allar vöru- birgðir mínar með miklum afslæííi. Allir þeir, sem kaupa fyrir borg- un út í hönd, ættu því að skoða vörur mínar áður en þeir kaupa annarstaðar. Allar íslenzkar vörur teknar með háu verði. Akureyri, 4. október 1904. Sggerf JJaxdal. Xa rtöflur selur undirritaður í haust. Jóhann Vigfússon. Hér með tilkynnist hinum háttvirtu viðskiftavinum verzlunar Guðmundar & Stefáns á Svalbarðseyri að þeir verða að borga skuldir sínar að öllu fyrir io. okóber n. k., ella koma og semja um skuld- irnar fyrir 15. september n. k. Verði út af þessu brugðið, þá neyðist verzl- unin til að innkalla skuldirnar með lögsókn. Vinsamlegast Svalbarðseyri 20. ágúst 1904. Guðmundur Pétursson,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.