Norðurland


Norðurland - 15.10.1904, Side 1

Norðurland - 15.10.1904, Side 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 3. blað. Háttvirtir auglýsendur, sem ekki hafa fast- an reikning við blað- ið, eru beðnir um að hafa það hugfast að blaðið óskar pess að auglýsingar séu borgað- ar fyrirfram. Jafnframt eru þeir, setn skulda blaðinu fyrir auglýsingar, beðnir að borga pær sem allra fyrst. Jforður/and. Komi fyrir nokkur vanskil á blaðinu eru hlutaðeigendur vinsamlega beðnir að segja til þeirra sem fyrst. Þeir, sem flytja búferlum, eru beðnir að segja til þess, ef auðið er, svo snemma að ekki þurfi af því að leiða vanskil á blaðinu Hérmeð aðvarast allir þeir, sem skulda Oudmanns Efterfls. verzlun, að séu þeir ekki búriir að borga skuldir sínar eða semja um þær fyrir Iok pessa mánaðar, pá sendi eg mann út til þess að innheimta skuldirnar með lögsókn. Akureyri 13. okt. 1904. Jóhann Vigfússon. flitsímamáíið. Seyðisfirði 8. okt. 1904. Eins og getið var um í síðasta bréfi, ferðaðist Koefod verkfræðing- ur héðan upp yfir Fjarðarheiði, upp að Lagarfljótsbrú og Egilsstöðum og niður um Fagradal til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, til raunsókna viðvíkj- andi lagningu ritsímans. Mun hon- um hafa þótt öllu álitlegra að leggja ritsímann um Fjarðarheiði — þótt hátt liggi — en um Fagradal, bæði sökum landslags og vegalengdar. Hr. Koefod var 3 daga í ferð þess- ari, en hefir verið hér síðan við rannsóknir og mælingar. Mun óhætt mega fullyrða, að hann hafi þegar afráðið að leggja það til við félag sitt (Ðet store nordiske Telegrafselskab), að ritsíminn verði lagður hingað til Seyðisfjarðar; hefir hann þegar mælt út lóðir, bæði undir landtökuhús fyr- ir fréttaþráðinn (Kabelhus), og undir hús fyrir aðal-ritsímastöðina (Stations- hus), sömuleiðis mælt út, hvar staurar þurfa að koma undir þráðinn milli þessara húsa. Eins og eðlilegt er, fagna Seyð- firðingar yfir þessum horfum máls- ins, og á bæjarstjórnarfundi 28. f. m. gaf bæjarstjórnin oddvita sínum fult og ótakmarkað umboð til þess, að bjóða nefndu ritsímafélagi ókeyp- Ákureyri, 15. október 1904. is hæfilega stóra lóð undir „Kabel- hus", utan við svo nefnt Köhlershús á Fjarðarströnd (yzt í bænum sunnan- megin fjarðarins), ef félagið ræður af að leggja sæsímann þar á land,— sömuleiðis leyfi til að reka niður ritsíma-staura meðfram veginum inn að væntanlegri aðalstöð, og alt að 2000 □ álna grunn undir aðal-rit- símastöðina, hvort sem félagið held- ur vill fyrir ofan hafnarbryggjuna á Búðareyri eða í víkinni fyrir innan „Fremstabæinn", svo og til þess fyr- ir bæjarstjórnarinnar hönd að útbúa og undirskrifa skjöl, sem tryggja félaginu endurgjaldslaus afnot af lóð- um þessum meðan sæsími liggur hér í land. - Þetta tilboð bæjarstjórn- arinnar hefir bæjarfógetinn þegar lagt fyrir Koefod verkfræðing, sem full- trúa félagsins hér á staðnum og lætur hann vel yfir. Segir hann að ef félagið megi velja um, muni það heldur kjósa lóð í víkinni innan við „Fremstabæinn", enda hefir hann mælt þar út lóð fyrir aðalstöðina. * * * Til blaðsins „Dimmalætting" á Færeyjum voru þessar fréttir ritað- ar frá Kaupmannahöfn 27. f. m. Um ritsímamálið hafa samið öðru megin samgöngumála ráðherra Dana og ráðherra Islands en hinu megin Stóra norræna ritsínrafélagið. Samn- ingum var lokið 26. f. m. Sæsíminn á að liggja frá Shet- landseyjunum yfir Færeyjar til ís- lands. Hann á að vera fullgerður í síðasta lagi 1. október 1906. „Stóra norræna" hefir einkaleyfi til 20 ára og fær á þessum 20 árum, árlega, 54,000 kr. frá ríkissjóði Dana og 35,000 úr landssjóði íslands. Qert er ráð fyrir að sæsíminn kosti 2 millionir króna. Á íslandi kemur hann að líkindum upp á Seyðisfirði, en þaðan verður lagður Iandsínri um Akureyri til Reykjavíkur. Til þessa landsíma á „ St. n." að leggja 300,000 kr. í eitt skifti fyrir öll, en við því búist að til hans þurfi auk þess að leggja 80,000 kr. Sím- staurar verða ekki færri en 15,000, símastöðvar ekki færri eti 3. Gert er ráð fyrir því að alþingi mum láta leggja talsíma frá ritsímaþráðn- utn og á þann hátt kornist allir helztu verzlunarstaðir landsins í samband hver við annan og við umheiminn. Samgöngumála ráðherrann danski á að ákveða verðið á hraðskeytum sæsímans en yfirvöldin á íslandi verðið á hraðskeytum landsímans, sent reyndar er ekki þakkandi, úr því landsíminn á að verða íslenzk eign. Ágúst Bjarnason cand. mag. hefir nú dvalið erlendis í 2 ár með styrk af sjóði Hannesar Arnasonar. I vetur ætlar hann að dvelja í Reykjavík og fiytja þar fyrirlestra I — 2 sinnum á viku um ýms heim- spekileg efni. Vonandi lætur hann prenta fyrirlestrana síðar. Jfie/s 31. finsen er dáinn. Hann andaðist í Kaup- mannahöfn 24. f. m. Finsen fæddist á Færeyjum 15. desember 1860, kom ungur í latínu- skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Eftir það dvaldi hann í Kaup- mannahöfn. Nú var hann frægastur þeirra manna er þar bjuggu. Fyrst varð hann frægur fyrir „rauðu stofuna" er svo var nefnd. Margir höfðu íekið eftir því fyr en hann, að ljósið get- ur haft bæði læknandi kraft en líka verið skaðlegt heilsunni, t. d. fyrir bólusjúka menn. En hann varð fyrst- ur manna til þess að ráða þá gátu á vísindalegan hátt og kendi ráðið til þess að útiloka skaðlegu geislana frá sjúklingunum. Fyrir þeíta varð hann frægur, en heimsfrægur varð hann fyrir aðferð þá er hann fann til þess að nota Ijósið til lækninga. Ekki er hér rúm til að lýsa henni, en með henni læknaði hann ýmsa hörunds sjúkdóma, en þó einkurn og öðrum frernur berklaveikitia í húð- ititii, einn af örðugustu og andstyggi- legustu sjúkdómum mannkynsins, systur holdsveikinnar og jafnoka hennar og hann gerði það með svo mikilli snild, að flestir sjúklingarnir fóru frá honum heilir heilsu og marg- ir svo, að varla sáust þess merki á eftir hvern kramarsjúkdóm þeir höfðu gengið með, enda streymdu að ljós- lækningastofnun hans sjúklingar frá öllum löndum áður en Ijiúið var að koma upp líkum stofnunum annar- staðar, en nú munu þær vera komn- ar á fót í festum stórlöndum heims- ins. Hann setti og á fót í Kaupmanna- höfn þýðingarmikið sjúkrahús, er einkum fæst við að lækna hjartasjúk- dóma. Náttúrlega var hann prófessor að nafnbót og heiðursmeðlimur fjölda vísindafélaga, en auk þess fekk hann í fyrra hæðstu verðlaunin sem vís- indamönnum geta hlotnast—Nobels- verðlaunin miklu — eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu. Mestalt það fé gaf hann til vísinda- stofnana þeirra er hann hafði sett á stofn, ljósiækningahússins og sjúkra- húss þess er áður var nefnt. Fáir vísindamenn munu hafa ver- ið lausari við yfirlæti og hroka en Finsen var, en snemma bar á því að hann var efni í vísindamann og það þegar á skólaárum hans, og mun þó fáa hafa grunað þá, að hann mundi verða frægastur allra skóla- bræðra sinna. Einkennileg saga er til um hann frá skólaárunum. Hann tók köttinn hennar önrmu sinnar og það án þess hún vissi af því og gaf honum eit- ur, af því hann hafði svo ómótstæði- lega löngun til þess að sjá hvernig eitrið verkaði og svo hvernig köttur- | IV. ár. inn væri útlits innan rifja, því þeg- ar kisi var dauður, fekk hann leyfi ömmu sinnar til þess að kryfja hann, erida var henni ekki kunnugt um hvað honum varð að fjörlesti. Sýnilega hefir vísindamannseðlið þá þegar orðið yfirsterkara öðrum hvötum hans, því ekkert var honum óeðlilegra en að gera þetta af ungæð- ishætti eða drengjalegri hrekkvísi. Hverrar þjóðar var hann? Hann var fæddur í Færeyjum, forfeður hans voru íslendingar og hér lagði hann grundvöllinn til mentunar sinnar, en móðurættin var dönsk, hann lærði við háskólann í Höfn og þar vann hann vísindastarf sitt. Náttúrlega vilja Danir eiga hann einir, en hefði hon- um einhverntíma orðið eitthvað á, hefðu þeir sjálfsagt kepst um að kalía hann Islending. Sjálfsagt höfum vér íslendingar rétt til þess að segja, að vér eigum jafnmikið í frægð hans eins og Dan- ir, þó einir vilji þeir eiga hana og það því fremur sem ætla má að víst sé, að hann hafi sótt vísindamanns- eðli sitt til forfeðra sinna íslendiug- anna. \ Jramfaramál Jyfirðinga. i. Á fundi sýslunefndar Eyfirðinga, síð- astiiðið ár, kaus sýslunefndin 5 manna nefnd, til þess að semja fyrir nennar hönd tillögu til stjórnarráðsins um helztu áhugamál sýslunnar í atvinnu og samgöngumálum. Nefndinni var sér- staklega falið að taka til íhugunar eft- irfarandi mál: 1. Póstvegur út Kræklingahlíð, er liggi sem næst Hörgárbrúnni og um Oxnadal. Vegurinn sé gerður akfær og gistihús reist í Bakkaseli. 2. Brú á Eyjafjarðará á póstleiðinni. 3. Fram- hald flutningabrautarinnar inn fjörðinn að Saurbæ. 4. Gufubátur á Eyjafirði. 5. Brú á Svarfaðardalsá á aukapóstleio. 6. Ræktunarfélagið og í sambandi við það búnaðarskóli í nánd við gróðrar- stöð félagsins. 7. Þilskipaábyrgðarsjóð- ur. 8. Skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip. g. íshús. 10. Ullarverksmiðja. 11. Veiting Glerár fram af Akureyrar- brekkum. 12. Tígulsteinsgerð og stein- steipuverksmiðja. í nefndina voru lcosnir: Magnús Sig- urðsson kaupmaður á Grund, Stefán Stefánsson kennari, Sigurður Jónasson sýslunefndarmaður á Bakka, Páll Briem amtmaður og Friðrik Kristjánsson kaup- maður. Nefndin hefir fyrir nokkuru lokið starfi sínu og er svar hennar á þessa leið: Eins og kunnugt er liggur Akureyri við botninn á Eyjafirði, sem er einhver lengsti og fiskisælastur fjörður á land- inu. Inn frá Akureyri gengur Eyjafjarð- ardalurinn og rennur eftir honum, mikið vatnsfall, Eyjafjarðará, en austanvert við Eyjafjörð liggur Vaðlaheiði, einn af hæstu fjallgörðum á landinu, sem

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.