Norðurland


Norðurland - 15.10.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 15.10.1904, Blaðsíða 2
Nl. io póstvegur liggur yfir. Út frá Akureyri liggur mikið land, og skerast upp í fjallgarðinn vestan megin Eyjafjarðar miklir dalir, svo sem Öxnadalur, sem póstvegurinn liggur um, Hörgárdalur og Svarfaðardalur, en utar eru Ólafs- fjörður og Siglufjörður. Siglufjörður er einhver bezta höfn á landinu og sama er að segja um Eyjafjarðarbotninn við Akureyri. Eyjafjarðarkaupstaður er ann- ar stærsti kaupstaðurinn. Þar eru nú um 1600 manns, en auk þess dvelja þar iðuglega 2—400 manns. Þessir menn hafa sezt að á Akur- eyri, af því að frá náttúrunnar hendi eru skilyrðin þar að mörgu leyti mjög góð. Eins og áður er sagt, er Eyja- fjörður einhver fiskisælastur fjörður á landinu og svo eru sveitirnar við fjörð- inn einhverjar hinar beztu landbúnaðar- sveitir. Frá náttúrunnar hendi er Eyja- fjörður ríkulega útbúinn, en að því er snertir almanna ráðstafanir til þess að nota sér auð þann, sem falinn er í skauti náttúrunnar, þá eru þær mjög litlar og óverulegar og er því hin mesta nauðsyn á að farið sé að rétta atvinnuvegunum hjálparhönd. Það sem þá fyrst og fremst er spurning um, er að geta farið á sem kostnaðar minstan og greiðastan hátt úr einum stað í annan og komið af- urðum landsins á markaðinn og flutt þaðan nauðsynjavörur. En í þessu efni hafa almennar ráðstafanir verið mjög litlar. Það helzta, sem gert hefir verið frá landstjórnarinnar hálfu, er að láta gera akveg frá Akureyri um 2 mílur inn Eyjafjarðardalinn að Grund, að styrkja brúarbyggingu á Hörgá, að byrja á vegi nú í sumar frá Akureyri út yfir Glerá, að veita fé til gistihúss í Bakkaseli og að leggja fé til að gera þjóðveginn í Öxnadal um Akureyri reiðfæran. Það liggur í hlutarins eðli að meira þarf að gera og það mjög bráðlega. í raun réttri þarf að gera allan þjóð- veginn akfæran. Það þarf að stefna að því, að geta komist um landið á hraðskreiðum vögnum, mótorvögnum, en fyrst þarf að gera akveg og brúa ár í allra fjölbyggðustu héruðum lands- ins. Þess vegna er það hin mesta nauðsyn að halda áfram veginum út frá Akureyri fram hjá Hörgárbrú áleið- is til Öxnadals. Fyrri en sá vegur kemur getur búnaður í Kræklingablíð og úthluta Hörgárdals varla blómgast að mun. Sérstaklega mundi vegur þessi greiða mjög fyrir flntningunum frá og til rjómabús þess, sem afráðið er að koma á fót næsta vor í nánd við Hörgárbrú og að því Ieyti styðja að eflingu þess og arðsemi. En reynsla er þegar fengin fyrir því hér á landi að góð rjómabú bæta hag sveitabænda að miklum mun. Þá er hin mesta nauðsyn á að brúa Eyjafjarðará. Þessi á er ófær nema á ferju á vorin og langt fram á sumar og meðan hún er óbrúuð, geta bænd- ur austan árinnar eigi notað vagna til flutninga, sem þó er margfalt kostn- aðarminna en að flytja á reiðingshest- um. Auk þess verður fé á haustin fyrir miklum hrakningum í ánni, þegar það er rekið til slátrunar á Akureyri eða til útflutnings. Akbrautin inn Eyjafjörð þarí að halda áfram inn að Saurbæ. Bændur þurfa að tá akfæra vegi, og hér er um fjölbygt hérað að ræða, sem mundi hafa hin mestu not af akvegi. Akbrautin nær nú -að Grund, en frá Grund að Saur- bæ eru 4012 faðmar; á þessari leið eru tvær þverár, sem mundi mega brúa tyrir 1500 kr. og að öðru leyti rná ætla að eigi þyrfti til að gera veginn meira en 1050Ó kr. eða alls til þessa /egar um 12000 kr. Vegurinn frá Akureyri framhjá Hörg- 'trbrú að Laugalandi á Þelamörk mun costa um 20000 kr. og þaðan að Bægisá um 10000 kr. Eyjafjarðará er á póstleiðinni um 3o faðma á breidd, en að öllum líkind- ^m má setja stöpla í ána. í Svarfaðardal er hin mesta nauðsyn á að brúa Svarfaðardalsá á aukapóst- leið. Á þessi rennur eftir dalnum og er hún mesti farar- og flutningstálmi. X 2rá útlöndum. Af ófriðinum milli Rússa og Japana er ekki stórtíðindi að segja í þetta sinn. Útlit er fyrir að bæði Japanar og Rússar hafi verið lémagna um nokkura hríð eftir blóðtökuna miklu við Liaoyang, en þar munu hafa fallið eða orðið sárir 60—70000 manna, en þó fleiri af Rússum. Fullyrt er að í þeirri orustu hafi Rússar verið til muna liðfieiri en Japanar. Bæði Rúss- ar og Japanar draga enn að sér mikið herlið heiman að og flytja til herstöðv- anna þar norður frá og þykir líklegt, að áður en langt um Iíður verði þar enn að segja frá stórtíðindum. Port Arthur hafa Japanar enn ekki unnið, en sókn og vörn engu ógrimm- ari en áður. í einni atlögunni varð mikil sveit Japana fyrir því, er þeir gerðu áhlaup á eitt af virkjum Rússa, að jörðin sprakk undir þeim. Gaus þar upp eldur, mold og grjót og mannabúkar, alt í einum mekki hátt í loft upp. Höfðu Rússar grafið þar niður sprengivélar og kveykt í með rafmagni. Japanar hafa aukið her sinn við Port Arthur, en þétt röð af herskip- um þeirra myndar boga fyrir utan höfnina. Þó ekki sé árennilegt, reyna þó smáskip, kínversk, að skjótast inn á höfnina til þess að færa Rússum vistir, en Japanar skjóta þau hlífðar- laust í kaf. Síðustu fregnir frá Port Arthur eru frá 23. f. m. Þann dag höfðu Japanar enn gert mikið áhlaup á kastalann, en Stössel hershöfðingi tók enn, sem fyrri, svo á móti þeim, að þeir urðu frá að hverfa. Sömu dagana sem orustan mikla stóð við Liaoyang á að hafa fundist gullnáma í Japan, og er mælt að hún muni gefa af sér sem svarar 2 þús. miljónum króna; vel kemur Japönum þetta, enda þurfa þeir nú mikils með. Nýlega voru þeir að semja í Lundún- um um 300 miljóna króna lán. Eystrasalisfloti Rússa hafði lagt upp 25. f. m. Er förinni að sögn heitið suður fyrir Afríku og þaðan á her- stöðvarnar þar austur frá. Illa er spáð fyrir þeirri för, og næsta tvísýnt, að hún komi Rússum að nokkuru gagni. Frakkland. Ekki lítur friðlega út hið mikla stríð milli rfkis og kirkju. Talið er að um 120,000 klerkar og klaustralýður muni komast á vonar- völ. Ekki þykir það ósennilegt, að sú barátta muni einnig kosta blóð áður en lýkur, X Kaþólska almanakið. Merkílegt er hvað vaninn er ríkur! Hver gæti ella skilið eða þolað að enn til þessa dags — 350 árum eftir að niður var lagður átrúnaður á helga menn eru almanökin enn full af manna- og messunöfnum. Mestur hluti nafnanna hefir aldrei verið alþýðu kunnur og um suma messudýrðlinga má sama segja. Væri nú ekki mál til komið, að dæmi Vestur-íslendinga, að hreinsa alma- nakið af þessari skopiegu pápísku og setja í staðinn annan nýrri og betri fróðleik, ekki sízt árstíðaskrár vorra eiginna landsmanna? Ráövaldur. X Norðlenzka bindindissameiningin hélt aðalfund sinn á Svalbarðseyri 25. júní þ. á. Hefir hún fyrir löngu sent Nl. fundar- gerð sína og óskað þess að hennar væri getið í blaðinu. Félag þetta var stofnað fyrir nokkurum árum af síra Magnúsi heitnum Jónssyni í Laufási, er efalaust má telja meðal hinna merkustu bindindisfrömuða þessa lands. Félagið starfar jafnhliða templurum að útbreiðslu bindindisins, en hefir ekki vilj- að renna saman við félagsskap þeirra. Er því helzt við borið, að örðugt muni reyn- ast að halda uppi stúkufundum í fámenn- inu og strjálbygðinni. í félagsskap þessum eru margir áhugamiklir bindindismenn og óhætt er að fullyrða að félagið hafi unnið þarft verk, enda hefir það styrk af opin- beru fé. Félagið starfar í 8 deildum eða bind- indisfélögum og bjóst fundurinn við að bæta við sig 9. deildinni bráðlega. Félög þessi eru í Reykjahverfi, Reykjadal, Lundar- brekkusókn, Draflastaðasókn, á Svalbarðs- strönd, í Laufássókn, Höfðahverfi og Glœsi- bœjarsókn. Félagsmenn eru nú 415. Full- trúar á fundinum voru þessir: PállJóakims- son, Helgi Hjálmarsson, Sigurgeir Jónsson, Jóhannes Bjarnason, Guðm. Pétursson, Bene- dikt Sigurbjörnsson, Björn Björnsson, Þor- steinn Gíslason, Bjarni Arason og Krstján Jónsson. Auk stjórnarnefndarinnar var og á fundinum regluboði Sigurður Eiríksson. Á árinu höfðu gefist til »Minningarsjóðs síra Magnúsar Jónssonar«. úr Höfðahverfis- félagi 28 kr., úr Svalbarðseyrarfélagi 20 kr. og úr Laufássóknarfél. 20 kr. Utbreiðsluferðir um Þingeyjarsýslu höfðu þeir farið Stefán Stefánsson og Þorsteinn Gíslason, báðir með góðum árangri. Samþykt að allar deildir félagsins skyldu framvegis hafa sömu lög. Til þess að semja frumvarp til þeirra laga voru kosn- ir síra Helgi Hjálmarsson á Helgastöðum, KristjánJónsson, sýslunefndarmaður í Glæsi- bæ og Guðmundur Pétursson kaupm. á Svalbarðseyri. í stjórnarnefnd voru kosnir Þorsteinn Gíslason, Stefán Stefánsson og Bjarni Ara- son. Samþykt að verja á næsta ári að minsta kosti 200 kr. til bindindis-útbreiðslu, og þeir Sigurður Sigfússon og Kristján Jóns- son kosnir til þess að starfa að henni í samráði við stjórnarnefndina. Ákveðið að halda næsta fund »Samein- ngarinnar« í júním. 1905 að Hálsi í Fnjóskadal. Rætt um aðflutningsbann áfengra drykkja. Lýsti fulltrúaráðið yfir því, að það væri ein- lægur vilji þess að aðflutningsbann kæmist á sem fyrst og skoraði á þjóðina, þingið og stjórnina að vinna af kappi að því takmarki. X Matbrunnur Englendinga. í „Revien of R." stendur í sept. inikil lofgjörð um framfarir Dana í kaupskap og búnaði; þar stendur og afar-fróðleg skýrsla frá P. Blem, ríkisþingmanni og forseta í samkaupafélagsstjórn Danmerkur. Mr. Stead sjálfur kemst svo að orði: „Áður en hinir ensku bændur örvænta og gefast upp í samkepninni, er þeim einsætt að leita uppfræðslu í Danmörku. Þangað getur hver enskur akuryrkjubóndi sótt sér hug og dug. Hvergi býðst svo á- þreifanlegt dæmi þess, hversu auðið sé, að endurbæta búnaðinn og ná í hagstnuni og hreinan og ærlegan gróða ineð því að finna rétta undirstöðu og fá síðan samtökin. En bæði þarf til þess fyrirtaks vitsinuni og kunnáttu, og líka fyrirtaksdugnað. Dan- mörk er ekki eins frjósamt land eins og England er, en framfarir þar eru komnar á svo undrahátt stig, fyrir kapp og kunn- áttu þjóðarinnar, að betra dæmi er ekki til.« Vér munum síðar færa lesendunum yfirlit yfir skýrslur herra Blems um kaupfélög og verzlun Dana, einkum við Englendinga, sem segja má að Danir fæði að helmingi hvað kjöt og smjör snertir, er nálægt helm- ingur þeirra vörutegunda, sent hið mikla land kaupir innflutt, kemur frá hinni litlu Dan- mörku, en sjálfir geta Englendingar ekki fætt meira eh hér um bil fimta eða sjötta hvert barn sitt. En „spesíur* nógar á Jón boli. M X Sœmdarviðurkenning þeirri frá Vilhjálmi keisara, sem þeir Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson og læknarnir í Skaftafellssýslu m. fl. fengu fyrir bjargráð við strandmennina þýzku af Friedrich Albert í fyrra vetur og getið hefir verið áður hér í blaðinu, fylgdi svo látandi bréf til sýslumanns frá sendiherra keisarans í Khöfn, dags. 1' maí þ. á.: Háttvirti herra! Það var óvanalega affararikt slys, er þeir urðu fyrir í janúar f. á., formað- urinn og skipsköfnin á hinu þýzka flskigufuskipi Friedrich Albert. En af þar um gefnum skýrslum sést, að með framúrskarandi haganlegum, ósérhlífn- um og vinsamlegum hætti hafið þér, hávelborni herra, gert alt sem gert varð í svo miklum örðugleikum til þess að hjálpa þeim ógæfusömu mönnum, er urðu fyrir þessu áfalli, til þess að láta þá njóta nákvæmrar hjúkrunar, til þess að bjarga lífi þeirra úr hættu og veita þeim aftur heilsuna eftir því sem verða mátti. Þar með hafið þér, ásamt þeim lönd- um yðar, sem til bjargráða voru kvadd- ir, enn á ný sýnt göfugmannlegt dæmi vinarþels, hreinnar mannástar og forn- frægrar norrænnar gestrisni. Munu land- ar mínir kunna innilegar og ógleym- andi þakkir fyrir þessar velgjörðir. Nú er um sinn lokið hinum lang- vinnu rannsóknum, er af slysi þessu hlutust. Vill því stjórn hins hátigna keisara einnig inna af hendi sínar þakkir. Er mér það hin mesta gleði, er mér hefir verið falið á hendur að skýra yður frá því, hávelborni herra, að keisarastjórnin metur mikils og kann yður hjartans þakkir fyrir ósér- hlífni yðar, sem er til jafnmikils sóma yðar eigin landi og hinu landiuu, sem fest hefir heiðursmerki sitt á brjóst yðar. — — Hafið og ástarþakkir frá mér, hável- borni herra, og verið viss um mína dýpstu virðingu. Schoen sendiherra keisarans. (Slept er hér úr bréfinu klausu, sem er ekki annað en tilkynning um sæmdar- laun þau, er hinir fengu). (Eftir ísafold). Lafínuskólinn. Rektor og kennarar skólans hafa lagt það til að hætt verði nú þegar við daglega vitnisburði f skólanum. Talið er víst að stjórnin muni sam- þykkja það. Yfirkennarinn nýi Jóhannes Sigfús- son er nú seztur að : rektorsbústað skólans og tekinn við yfirkennara- embættinu. Hann á að kenna latínu í 2. og 3. bekk og þýzku í öllum skól- anum en hana kendi áður Bjarni Jóns-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.