Norðurland


Norðurland - 15.10.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 15.10.1904, Blaðsíða 3
son frá Vogi. Þykir það skarð vand- fylt og vill yfirkennarinn að sögn losna við hana í efri bekkjunum. »ísafold« segir frá þessu á þessa leið: Nú er í almæli, að stjórninni hafi hugkvæmst það fangaráð, að láta yfir- kennarann taka sér aðstoðarmann við þýzkukensluna, á sinn kostnað og sína ábyrgð, þýzkumælandi mann einn hér, og eigi hann að hafa efri bekkina, en yfirkennarinn sjálfur hina neðri. Það er með öðrum orðum: prestur ræður sér kapelán um leið og hann er sjálfur vígður til embættisins. Kape- lán, sem á að flytja allar messur í heimakirkjunni, ferma börn, gefa sam- an hjón o. s. frv. En sóknarprestur- inn syngur sjálfur tiðir 1 bænahusinu í útsókninni, skírir »fátækra manna börn«, sem sagt er að ekki séu vand- skírð, þjónustar sveitarkerlingar og því um lfkt. Og það ekki af því, að neitt gangi að honum annað en það, að hann er ekki meiri vanda vaxinn. Rangárvallasýsla er veitt Einari Benediktssyni yfirrétt- armálfærslumanni. Heimili hans verður að Helluvaði við Rangá ytri. Heiðurssamsæfi héldu margir Reykvíkingar Guðlaugi sýslumanni Guðmundssyni 30. f. m. Síra Magnús Helgason á Torfastöðum er ráðinn kennari við Flensborgarskólann í stað Jóhann- esar Sigfússonar Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður vor og bæjarfógeti er væntanlegur hingað með fjölskyldu sinni með »Ceres« 20. þ. m. Síra Sfefán Jónsson á Auðkúlu hefir fengið konungsveit- ingu fyrir Stokkseyrarbrauði. Árni Thorsfeinsson landfógeti hefir verið sæmdur komm- andörkrossi dannebrogsorðunnar (II). Skarlafssótf. Allar horfur eru á því að skarlats- sóttin fari ekki vfðar en hún þegar hafði farið, er sóttvarnarráðstafanir voru gerðar. Hvergi fréttist til hennar fyrir utan veikindasvæðið og sýktu heimil- unum fer nú fækkandi. Sótthreinsun hefir farið fram á þremur bæjum: Grund, Dœldum og Geldingsá og er þvf samgönguvarúð hætt við þessa bæi. Enginn hefir til þessa dáið úr veikinni, en hætt hafa sumir sjúkling- arnir komist. Einu barni var t. d. bjarg- að með skurði, er það var að dauða komið. Bæði er það að hér vofir mikil hætta yfir, enda hafa allir, að því er kunnugt er, sýnt mesta drengskap og áhuga á því að stemma stigu fyrir þessum vogesti. Nýja bók um Danmörku er nú þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson að rita. Eins og kunnugt er ferðaðist hann í sumar til Danmerk- ur í þeim tilgangi að undirbúa sig til að semja bók þessa, og veittu Danir honum nokkurn styrk til fararinnar. Ut lítur fyrir að bók þessi verði bæði fróðleg og skemtileg og líkleg til þess að efla bróðurhug til Dana hér í landi. í bókinni verður fjöldi gull- fallegra kvæða, og er það eitt nóg til þess að fjöldi manna hlakki til útkomu bókarinnar. Það er annars 11 Nl. mesta furða, hve ellin sneiðir hjá þessu. aldraða skáldi voru, því altaf er; hann jafnungur og fjörugur, og altaf eiga Ijóð hans jafnopinn veg inn í hjörtu þjóðarinnar. Mannalát. I Oxnafelli í Eyjafirði andaðist 9. þ. m. ljósmóðir Rðsa Jðnsdðttir f. 29. des. 1838, móðir síra Einars Thorla- cíus á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Jóns bónda Thorlacíus í Öxnafelli. »Rósa sál var ein hin merkasta kona í Eyjafirði, fríð sýnum og höfð- ingleg, prýðilega gáfuð og einkar hepp- in ljósmóðir.« Barnaskólinn hér var settur í gær af sóknarprest- inum, síra Geir Sæmundssyni. Um 80 börn eiga að taka þátt í kenslunni í vetur. Höfðahverfislæknishérað. Lfkur eru tii þess að læknir þar verði Sigurjón Jónsson, héraðslæknir á Mýrum. Fyrsfa móforbáfinn, sem íslendingar eiga hér við Eyja- fjörð hafa þeir nú keypt skipstjórarn- ir Oddur Sigurðsson í Hrísey og Guð- mundur Jörundsson í Ólafsfirði. Bátur þessi var í förum hér um Eyjafjörð í sumar, en eigandinn og útgerðarmaðurinn af ísafirði. Vonandi koma fleiri á eftir. Skipakomur. »Jarl« kom hingað frá útlöndum og Aust- fjörðum 11. þ. m. »Skálholt«, »Mjölnir« og »Hólar« komu öll 13. þ. m. Skálholt var 5 dögum á eftir áætlun, hafði farið einum degi of seint frá Reykjavík, en tafist mikið á leidinni af ofveðrum og orðið að fara fram hjá Blönduós og Skagaströnd. Farþegar voru ýmsir með skipunum og er Nl. kunnugt um þessa: héraðslæknana Sigurð Pálsson og Helga Guðmundsson, frú Pálínu Jónsdóttur á Raufarhöfn, Jón Daníelsson verzlunarm. á Eskifirði, Marjus Lund skósmið á Raufarhöfn, verzlunarfull- trúana P. Biering, Pál Stefánsson og Elís Magnússon, kaupmennina Guðmund Guð- mundsson, Aug. Thorsteinsson og Vilh. Jónsson á Siglufirði. % Húsavík 12. okt. 1904. Héðan fremur tíðindafátt sem stendur. Afli lítill þá sjaldan róið er, enda kvika allmikil, marga undanfarna daga samfleytt. Beitulaust má heita á íshúsinu hér. Utlit er því fyrir, að haustvertíð verði sára léleg. Fjártaka talsvert mikil hjá Orum & Vulffs verzlun, en þó sögð fremur með rninna móti, eftir því sem oft hefir áður verið. Veldur því fyrst og fremst, að fé mun yfirleitt með færra móti, í öðru Iagi, að nú munu bændur vilja reyna að fjölga fjárstofni sínum aftur, því hey eru víðast hvar í allra bezta lagi, og í þriðja lagi dreifist nú sláturfé á fleiri hendur, því hér eru 5 verzlanir, er allar fá eitthvað. Þorpsbúar hér eru líka nokkuð á 5. hundr- að og þurfa kjöt að eta, eins og aðrir menn. Brennisteinsft. utningur er hættur fyrir nokkuru; var ómögulegt við hann að eiga, þá er kólnaði og jörð fraus. Sein- ast var flutt allmikið af rauðúm leir, sem flytja á út til rannsóknar. Hansen consúll af Seyðisfirði, sem heldur um stjórntaum- ana á þessu brennisteinsnámafyrirtæki, fór tilReykjavíkur með »Ceres«,að reynasamn- inga við landstjórnina, viðvíkjandi námun- um. Hér er því enginn af stjórnendum fyrir- tækisins sem stendur. Uppboð tvö hélt sýslumaður okkar hinn 4. þ. m. Var það að vísu ekki merkilegur viðburður, nema að því leyti, að á upp- boðum þessum sást enginn maður kendur, sem fágætt er á uppboðum. Að minsta kosti, hefi eg á þeim 100 uppboðum sem eg hefi verið á, aldrei séð alla menn ódrukna nema hér. Þingey nýja goodtemplarastúkan er byrj- uð að halda fundi sína, en ekki hefi eg orðið var við, að neinir nýir menn hafi í hana gengið enn, enda mun bindindisflokkurinn ætla sér að halda áfram frá sinni hlið, en hann cr enn öflugur og hefir gert þessu þorpi ómetanlegt gagn. Guðmundur Finnbogason var hér á ferð um næstliðna helgi. Flutti hann ræðu í barnaskólahúsinu og var húsfyllir. Sagð- ist honum allvel, enda er hann áhugamað- ur við starf sitt. Magnús Jónsson, frá Upsum. Druknaði á „Christian" vorið 1904. Sonu góða að eignast oft sæld og heill bjó. Sonaeignin brigðul oft mörgum reynist þó. Sonanna minna eg sakna hverja stund, og sárfegin verð eg er hlýt eg þeirra fund. Ó, hjartkæri Magnús, þú hvarfst mér svo skjótt, sem helþrungin á félli skammdegis nótt; á sæbotni köldum nú sefur þú rótt, hvar sífelt er niðmyrkur þögult og hljótt. Lít eg út á hafið og heit felli tár, hjartað mitt því umspennir treginn mjög sár; þótt fleyin komi af djúpi á fjörðinn hér inn, þau færa mér ei burthorfna ástvininn minn. En fyrir handan gjörvöll hafsdjúpin blá, er himneska Iandið sem allir menn þrá, þar eilífa gleðin í almætti frjáls öllum leggur blíðlega mundir um háls. Og blómrós þar lífsins mörg blikar svo fríð, sem brosfögur eygló um hásumars tíð, þar eg mína hjartkæru fornvini finn, þar finn eg einnig nýlátna góðvininn minn. Dimt finst mér í heiminum og daprast mín lund, dauðinn gengur hvervetna með sverðið í mund. Eg lifti guð upp til þín langsærðum hug, í lífsrauna stríðinu veittu mér dug. Foreldrarnir. It það, sem lierra verzlunar- maður Sveinn Hallgríms- son á Akureyri gerir fyrir mína hönd, viðvíkjandi pöntunum á Steinolíu- mótorum og Mótorbátum, hefir sama gildi og eg hefði gert það sjálfur. Reykjavík 26. september 1904. ‘Bjarni fiorkelsson, bátasmiður. Flestar pauðsynjavörur og margs konar álnavörur, svo sem kjólatau með ýmsum lit, mjög ódýr, gardínutau, klæði, bómullartau, pilsadúk, Pique, sirs og vaxdúk með ýmsutn litum og myndum o. m. fl. selur Davíð Ketilsson. Hvíta haustull þurra og hreina kaupir fyrir 55 aura pundið Davið Ketilsson. Hausfull keypt hæsta verði. Ötto Culinius. Fyrir smiði. Verkfæri þau, sem eg hefi útsölu á, frá hinni nafnkunnu verksmiðju C. Tþ. Rom & Co. sel eg með MIKLUM AFSLÆTTI til nóvembermánaðarloka. Það, sem þá verður óselt, sendi eg verksmiðj- unni aftur, og er vanséð að smiðir geti, eftir þann tíma, fengið fyrsta flokks verkfæri með jafngóðu verði. Akureyri, 4. október 1904. jjggert Jlaxdal. Góð Kaup, Þar eg hefi í hyggju að hætta verzlun minni, sel eg allar vöru- birgðir mínar með mihlum afslætti. Allir þeir, sem kaupa fyrir borg- un út í hönd, ættu því að skoða vörur mínar áður en þeir kaupa annarstaðar. Allar íslenzkar vörur teknar með háu verði. Akureyri, 4. október 1904. Sggert Jöaxda/. ■ -----------•-------------K JVIeð ágœtu verði geta menn fengið nýja skó, vatnsstígvél og skóviðgerðir á ° vinnustofu minni, sem er í ® húsi lir. Halldórs söðlasmiðs, Oddeyri. Sigurbjörn Soeinsson. ■ -----------•-------------Ks Lampa af ýmsum stærðum, yfir 30 tegundir, selur Davíð Ketilsson. Sjálfrúl/andi gardínur selur Davið Ketilsson. ▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲AAAAAAAA Y slenzk frímerk 1 ▼TVVVVVTVTVVTVVVTTTW | kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. julius Rubeq, Frederiksborggade 14, Köbenhavn, K-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.