Norðurland


Norðurland - 22.10.1904, Qupperneq 1

Norðurland - 22.10.1904, Qupperneq 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 4. blað. Akureyri, 22. október 1904. Hérmeð aðvarast allir peir, sem skulda Gudmanns Efterfls. verzlun, að séu peir ekki búnir að borga skuldir sínar eða semja um þær fyrir lok þessa mánaðar, pá sendi eg mann út til pess að innheimta skuldirnar með lögsókn. Akureyri 13. okt. 1904. Jóhann Vigfússor|. Karlmanns-kjólföt og Diplomatföt, hvorttveggja ný'.egt, í ágætu standi, er til sölu. Ritstjóri vísar á seljanda. Verður selt mjög ó-d-ý-r-f. Fimtudaginn þann 13. þ. m, andaðist minn elskulegi eig- inmaöur, JÓHANN STEFÁN THORARENSEN. Jarðarför hans fer fram föstu- daginn 28. s. m. kl. 11 f. h. frá heimili okkar. Retta tilkynnist hérmeð vin- um og vandamönnum hins látna, fjær og nær. Lönguhlíð 17. okt. 1Q04. Rósa Thorarensen. Hr v 'V V V'"T W*r V VWWW'W Jramjaramál (jyfirdinga. ii. Eyjafjörður er mjög langur fjörður og miklar bygðir beggja meðin við hann. Auk þess sem bændur þurfa að fara eftir honum til að flytja vörur sínar, þá þurfa sjómenn að fara fram og aftur um fjörðinn vegna fiskiveiða sinna. Sá tími er nú horfinn er menn geta látið sér nægja að stunda síld- veiðar og aðrar fiskiveiðar hver frá stnu heimili. Menn þurfa að geta farið þangað sem fiskurinn er og flutt sig greiðlega til og frá. Flutningsþörf þeirri, sem er á Eyjafirði, geta strandbátarn- ir Skálholt og Hólar alis eigi fullnægt. Flutningsþörfin er dagleg, en Skálholt og Hólar fara að eins einu sinni á mánuði um fjörðinn. Fyrir því er hin mesta nauðsyn á að styrkur væri lagð- ur til að koma á gufubátsferðum um Eyjafjörð. Beggjamegin við Eyjafjörð bæði í Eyjafjarðarsýslu, Akureyrarkaupstað og Þingeyjarsýslu voru samkvæmt mann- talinu igoi 7557 manns. Þessir menn lifa að mestu leyti á landbúnaði og fiskiveiðum. Eins og kunnugt er, þá er bátaveiðin mjög stopull atvinnu- vegur. Hún er eingöngu bundin við að fiskurinn komi á ákveðnar stöðvar, en reynslan sýnir að þetta bregst all oft; og þá er atvinnuskortur og neyð fyrir dyrum. Hinir efnaminni geta eigi bjargast, þeir fara á sveitina og verða að lifa á útsvörum þeirra, sem eitt- hvað eiga, þó að þeir séu þá sem verst settir, vegna þess að atvinnuvegur þeirra hefir einnig brugðist. Menn við Eyjafjörð standa það bet- ur að vígi en sumstaðar annarstaðar, að þeir eru eigi að öllu leyti komnir upp á að fiskurinn komi á ákveðnar stöðvar, og það er því að þakka að þeir hafa nokkurn þilskipaútveg og geta sótt fisk og síld út fyrir land, þar sem hann er að fá, en hingað til hefir þilskipaútvegurinn verið þannig, að á hann hafa verið lögð allmikil gjöld, án þess að hann hafi fengið þann stuðning sem nauðsyn hefir bor- ið til. Þilskipaútvegurinn þarf stuðning að ýmsu leyti, en vér viljum sérstaklega nefna ábyrgðarsjóð. Með því er þessi útvegur trygður þannig að menn geta fengið lán gegn veði í skipum sínum. Ennfremur viljum vér nefna skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip. Nú sem stendur eru öll þau skip, sem eigi verða dregin á land að vetrinum í hinni mestu hættu af ís, bæði af heimskautaís og lagnaðarís hér við land. Að vísu er enn hægt að fá skip vátrygð erlendis yfir veturinn fyrir hátt gjald, en ef að skipin færu í strand og útlendingar vissu í hverri hættu skipin eru, þá væri þegar skotið loku fyrir þetta, og þá yrði afleiðingin sú að menn yrðu algerlega að hætta við að hafa öll stærri þilskip og taka upp aftur hin örlitlu landdráttarþilskip eða hætta algerlega við þilskipútveginn. Afleiðingin er auðsæ fyrir þetta hér- að, en hún yrði fólksfækkun, Ameríku- ferðir, atvinnuskortur og neyð, þegar bátaaflinn brygðist. Það er því hin mesta nauðsyn á því að stutt væri að því að koma á þilskipaábyrgðar- sjóði og skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip. í sambandi við þetta viljum vér tala um nauðsyn á því að hafa ís- hús. Það er oft þannig að menn vanta algerlega beitu, þegar fiski- göngur koma. Afleiðingin er sú, að menn geta eigi veitt fiskinn, hvort sem er á þilskipum eða opnum bát- um, vegna beituleysis og að menn fara oft á mis við mikinn afla og getur tjón- ið sem stafar af því skift mörgum tug- um þúsunda króna. Til þess að bæta úr þessu, þarf að sjá fiskimönnum fyrir beitu. Beitu geta menn fengið frá öðrum löndum, en kostnaðarminst er að afla hennar hér á landi og geyma hana í íshúsum. En reynslan hefir sýnt að það eru fáir einstakir menn, sem vilja hafa íshús, sem tryggja mönnum beitu, af því að vel getur svo farið, að ekki þurfi á beitu að halda, annaðhvort af því að flski- gengd er lítil, eða af því að hægt er að fá nýja beitu úr sjónum. Þessvegna þarf að veita íshúsunum þann styrk að þau geti staðist slík ár og stuðla til að þau geti jafnan haft nægilega beitu. í sambandi við þetta má geta þess að gufubátur á Eyjafirði mundi geta gert stórmikið gagn með því að flytja dag- lega beitu til fiskimanna, þegar þörf er á henni. Aukin sfrandgæzla. Fullyrt er að Danir ætli nú loksins að bæta nokkuð úr henni og mun mörgum þykja mál til komið. Næsta ár á »Hekla« að vera hér þrem mán- uðum lengur en áður, eða alls io mán- uði. — Danastjórn ætlar og í vetur að sækja um fé til ríkisþingsins til þess að byggja nýtt skip, er sé nokkuru stærra en »Beskytteren« og er svo til ætlast að það verði hér við strand- gæzlu alt árið um kring. ■ t Bœkur. „Um lögaura og silfurgang fyrrum á íslandi“ hefir síra Arnljótur Ólafsson samið mjög fróðlegan bækling og sent vin- um sínum í sérprentun. Ritgerðin er jafnt hvorttveggja, þarfleg og fróðleg. Hefir alt til þessa ráðið mikil van- þekking hér á landi um verðgildi hjá fornmönnum. Rekur höf. það með sinni alkunnu skynsemd og skarpskygni og skýrir vísindalega efnið frá rótum eða svo langt sem unt er. Hefir hann fyrst- ur skýrt svo málið, að ekki þarf að vill- ast á hundraðatali verðaura og silfur- aura, né heldur á sakauratali mann- gjalda eftir Grágás. Sögur vorar segja oss margt í sömu átt, en litlu eru flestir nær þó Njála segi oss að Höskuldur Hvítanessgoði hafi bættur veriðóhundr- uðum silfurs ef þá upphæð skal ákveða með nútíma verðaurum, eða og þegar frá því er sagt í Sturlungu, er Þor- gils Oddsson galt Hafliða Mássyni 40 hundruð f sárabætur, sex álna aura, eða sé spurt um, hvert verðmæti í vorum peningum báðir þeir gullhring- ir hafi haft, sem Aðalsteinn Englakon- ungur gaf Agli Skallagrímssyni, »ok stóð hvárrtveggi mörk«. Alt þetta gerir rit síra A. Ó. fullljóst. Eru hlutföllin þannig, að fyrst er eitt hundrað álna (stórt) = 20 aurar = 2U2 mörk. Ein mörk var því 48 álnir, en 1 eyrir 6 álnir. Þetta hétu lögaurar, (sbr. landaurareikninginn, sem haldist hefir alla tfð á landi hér). Eftir lög- auratali var búpeningur metinn og virtur til sals og kaups og tíundar, og helzt það að nokkuru enn. Annað mál er með silfurverðið. Þar var verð- mælir einnig hundrað, eyrir og mörk, en ekki alin sem ákveðin eind, en hlutföll hin sömu. En hvað gilti silf- ur móti lögaurum, t. d. vaðmáli? Alt til 1080 (segir höf.) gilti það eins og 1 : 8, en síðan, og til loka 12 .aldar, eins og 1 : 7U2 og svo lækkaði verðið niður í 1:6. Gull stóð ávalt eins og 1 : 60 lögauraverðs, eða eins og I : 8 silfurverðs, og hélt sér svo þótt silfr- ið félli. Síðari þáttur ritsins er skýring á Baugatali Orágásar, og vil eg helzt ráða skáldum og skynskiftingum að hætta sér ekki langt út í þá lög- málsins grein, enda ætla eg hitt, að hver sá eigi lof skilið öðrum ofar í lögum — 0: laudabilis et quidetn prœ ceteris — sem rétt og röklega skýrir það moldviðri. Er sá maður enginn meðalsnati, er slíkt ritar áttræður! En að vísu þurfa skýringar hans fleiri skýringa við — eins og höf. sjálfur játar. Kveðst hann orðið hafa rúmsins vegna að stytta mál sitt meira en vera þurfti, því ritgerðin átti að birtast í »Lögfræðingi« í fyrra, en rit það hefir ekki út kom- ið síðan 1901. Kveðst hann og hafa samið bæklinginn að beiðni Páls amt- manns Briems. j IV. ár. Hafi hinn aldni, fróði og flugskarpi höfundur heiður og þakkir fyrir. Matth. f. % frá útlöndum. Kaupmannahöfn 26. sept. 1904. Ráðherraskifti í Noregi. Hneykslismál. Hirsch heitir maður og er forstöðu- maður Iandbúnaðarskólans á Ási í Nor- egi. Einhverjar þvaðursagnir fóru af dagfari hans, en það verður ekki séð, hverjar þær voru. En það er gefið í skyn, að einhverir af kennurum skól- ans hafi leitt athygli landbúnaðarmála- ráðherra Norðmanna, Mathiesen góðs- eiganda, að þessu, er lét hefja rann- sóknir í málinu, er vera þykja honurn til alls annars en sóma, Konu einni var flækt inn í málið, mestu sómakonu, sem var sökuð uni að hafa vanið komur sínar til búnaðarskólastjórans, og var haft í flimtingum, að hann væri í þingum við hana. Hafði hjónaband hans ekki verið hamingjusamt. Rannsökuðu menn nú líf konu þessarar — og svífðust ekki við að fara 18 ár aftur í tímann. Þess var og krafist, að Hirsch léti af öllum sam- skiftum við hana, og því borið við, að kunnleikar hans og konu þessarar spiltu veg og gengi skólans. En eítir því sem hann hefir lýst yfir í bréfi til eins ráð- herranna, Sigurðar Ibsen’s, þá hefir kona þessi heimsótt hann einu sinni og var þá í íör með öðru fólki, kon- um og körlum. Þetta er alt og sumt. En þar til var nú að verið, að Hirsch baðst lausnar frá embætti sínu, og var veitt hún með eftirlaunum. Gaus nú skjótt upp kvittur um aðfarir þessar og hófu blöðin nú árásahreðu á Mathie- sen, landbúnaðarmálaráðherra, og fóru svo leikar, að hann varð að veltast úr ráðherratigninni. Eftirmaður hefir enn ekki verið skipaður í stað hans. Skyldu Islendingar verða svo skjótir til að hrinda af sér ráðherrum sfnum, þegar þeir misbeita valdi sínu ? Pýskaland. Þar er nýdáinn Herbert Bismarck, sonur gamla Bismarcks. Hann er ekki merkur að öðru leyti en því, að hann er sonur járnkanslarans. Hann hafði ekkert af kostum hans, en víst alla ókosti. Ríkiserfingi er fæddur á Ítalíu. Hann hefir verið vatni ausinn og heitir hann Umberto, og er kallaður prins af Pie- mont. Frá Serbíu. Pétur Serbakongur var vígður 21. þessa mánaðar Hann hefir alt af átt við ýmsa erfiðleika að stríða, síðan hann kom til ríkis. Konungarnir af »guðsnáð« Iíta niður á konunginn af náð nokkurra manndrápara. Þegar hann hófst til valda í fyrra, var hon- um gert það kunnugt, að stórveldin vildu ekkert hafa saman við hann að sælda, ef hann ætti nokkur mök við hina tignu morðingja. En veslings Pétur var hér í vanda staddur, því að það var annað en gaman að snúa bakinu við góðgerðamönnum sínum, er hjálpað höfðu honum til vegs og valda. Og voru engin tiltök á því að táka vígslu þá, ef sendiherrar ríkjanna ættu að prýða viðhöfnina með návist sinni. Var þá ekki annað fyrir hendi en að skjóta vígslunni á frest. Nú hélt Pétur, að tíminn væri hentugur til þess. En honum brást sú von, að sendiherrar ríkjanna fengju umboð til að koma til hátíðarinnar fyrir hönd stjórna sinna. Að eins einn fursti ó- makaði sig til Belgrad, — Dandilo

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.