Norðurland


Norðurland - 29.10.1904, Side 1

Norðurland - 29.10.1904, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 5. blað. j Akureyri, 29. október 1904. j IV. ár. Amtsbókasafnið. Þeir Norðuramtsbúar, er kynnu að óska þess, að einhverjar sérstakar bækur yrðu keyptar til amtsbóka- safnins næsta ár, ættu að senda bóka- safnsnefndinni titla á bókum þeim, er þeir óska eftir, fyrir næsta nýár. Akureyri 26. október 1904. Fyrir hönd stjórnarinnar Sigiirður Hjörleifsson, p. t. formaður. Hérmeð aðvarast allir þeir, sem skulda Gudmanns Efterfls. verzlun, að séu þeir ekki búnir að borga skuldir sínar eða semja um þær fyrir lok þessa mánaðar, þá sendi eg mann út til þess að innheimta skuldirnar með lögsókn. Akureyri 13. okt. 1904. Jót|anr) Vigfussoiþ Karlmanns-kjólföt og Diplomatföt, hvorttveggja nýlegt, í ágætu standi, er til sölu. Ritstjóri vísar á seljanda. Verður selt mjög ó-d-ý-r-f. Eimreiðin. X. ár. 3. hefti. Ritstjóri Dr. Valtýr Guðmundsson. Ekki verður það með sanngirni fund- ið að henni í þetta sinn, að hún hafi ekki þau mál til meðferðar, er þjóðina varðar um. Skattamál íslands, nýja stjórnin og skoðanir manna á kristin- dóminum, alt eru þetta stórvasgileg mál og ritgerðir um þau líklegar til þess að vekja menn til sjálfstæðra hugsana. Jón Krabbe ritar um skattamál ís- lands. Flestir búast við því, að þegar á næsta þingi muni að því reka, að óhjákvæmilegt verði að auka tekjur landsins að verulegum mun, en mjög eru skoðanirnar á reiki um það hvern- ig eigi að ná tekjum þessum, hvaða gjaldstofnar séu líklegastir til þess að bera hækkunina. Það vekur því að sjálfsögðu mikla eftirtekt að hér eru fluttar sjálfstæðar tillögur um þetta og að mörgu leyti mjög vel frá þeim gengið. Allir þeir er láta sér ant um velferð þjóðarinnar þurfa að lesa grein þessa og reyndar ekki síður þeir scm á- hugaminni eru. Menn láta sér ekki standa á sama um það, ef einhverja skuld á að greiða, hvort þeir eiga að greiða hana sjálfir, eða þá einhverir aðrir, en um það er þó oftast að ræða, þegar rætt er um skattamálin. Ekki er hér kostur á að skýra frá rit- gerð þessari nema í fám orðum. Hann leggur það til að takmarka skyldu Landsbankans til að leggja 2% í vara- sjóð sinn af því 750,000 kr. seðlaláni, sem hann hefir þegið úr landssjóði og láta bankann í þess stað greiða að minsta kosti 2% vexti á ári til lands- sjóðs (í staðinn fyrir i°/o, sem nú er greitt) og hafa fé það, sem landssjóð- ur á fyrirliggjandi handbært og oft er stórfé, jafnan á vöxtum um stundar- sakir. Með þessu hvorttveggja mætti auka tekjurnar á hverju fjárhagstíma- bili að minsta kosti um 20,000 kr. Þá vill hann leggja á nýjan húsa- skatt. Skatt með því nafni höfum vér að sönnu áður, en hann hvílir að eins á þeim hluta eignarinnar, sem engin veðbönd hvíla á og er því í raun réttri eignarskattur og svo hvílir hann ekki á allri eigninni, því húsgrunnarnir, sem oft eru mikils virði, sleppa alveg hjá skattinum. Þessu vill hann breyta. En jafnhliða þessum eignarskatti vill hann leggja á húseignina reglulegan fasteignarskatt, er goldinn sé af öllu verðmæti eignarinnar. Skatt þenna vill hann láta hvfla, ekki að eins á íbúðar- húsum í kaupstöðum og verzlunarstöð- um, heldur og á verzlunarhúsum, verk- smiðjum og þvíumlíku. Síðan árið 1879 hefir tala kaupstaðarhúsa auk- ist úr 394 upp f nærfelt 2000 og eru húsin 9—10 miljóna kr. virði. Telst honum svo til að fasteignarskatturinn muni, án þess að verða þjóðinni til- finnanlcgur, geta numið 60—80,000 kr. á fjárhagstímabilinu og fara sívax- andi eftir því sem framförin yrði meiri. Þá ræðir hann um tollana; verndar- tollum er hann mjög andvfgur og því líka að hafa tollana marga, þykir þeir ekki of fáir heldur of margir hjá oss, en, ef þess gerist þörf, vill hann hækka þá tollana er vér höfum, einkum vín- fangatollinn og kaffi- og sykurtollinn og leggja skatt á innlenda vindlagerð. Höfundurinn tekur það mjög rétti- lega fram hve mikil nauðsyn sé á því að skattamál landsins séu tekin til rækilegrar athugunar og umræðu í einu lagi, áður en menn fara að ráð- ast í breytingar eða umbætur á þeim. Önnur aðalritgerðin er um kristin- dómsdeilur í fornöld. Hún er frum- samin af dönskum háskólakennara, J. L. Hejberg og hefir staðið í merku tímariti dönsku, en stud. mag. Sigurð- ur Quðmundsson hefir þýtt hana. Grein þessi ræðir um hvað það eink- um var, sem heiðnir fræðimenn, mót- stöðumenn kristindómsins, fundu hon- um til foráttu, þegar hann var að riðja sér braut á fyrstu öldum kristninnar. Ritgerðin telur upp nokkura menn, er móti honum rituðu og segir víða frá ástæðum þeirra með þeirra eigin orð- um. Þar kennir margia grasa, vfða er rithátturinn svæsinn hjá þessum gömlu höfundum og margar eru ástæð- ur þeirra líttvægar, en bregða þó upp ljósi yfir hugsunarhátt þeirra tíma. Sumir sýna þó mikinn skarpleik og lærdóm og það svo, að þeim voru ljós ýms þau atriði, er biblíurannsóknir nýja tímans hafa sannað til fullnustu. Kristindómurinn er nú rannsakaður frá öllum hliðum, með mesta áhuga, um allan hinn mentaða heim og jafn- vel hér hjá oss. Er þá sízt ástæða til þess að finna að því að vér fáum að heyra hve öfluga mótstöðumenn hann átti í fyrstu og hver rök þeir báru fyrir sig, enda er það aðaltilgangur greinarinnar að fræða um það. Varla er það hugsanlegt að skyn- samir menn eða mentaðir misskilji svo grein þessa að þeir hneykslist á henni; hún segir að eins sögu málsins og fremur er það ógeðsleg uppgerð af Austra að þykjast vera svo skyni skroppinn, að sjá þar ekki annað en guðníð og svívirðilega árás á kristin- dóminn. Allur þorri mentaðra, krist- innna manna, að minsta kosti í mót- mælenda löndunum, mun þó vera á þeirri skoðun að kristindómurinn græði tæplega á því að farið sé í felur með mótbárurnar gegn honum. Þeir hafa þá trú á honum að hann muni vinna bug á þeim öllum og kjósa þær held- ur en myrkur miðaldanna. Og þó nokk- urir fáráðlingar séu svo vantrúaðir á máiefni hans, að þeir halda að honum sé ekki lífsvon, nema bægt sé burtu öllu því, er nokkurn efa getur vakið, þá ætti þeim að vera vorkunnarlaust að skilja það að slíkt er óhugsandi á meðan menn hafa leyfi til að láta hugs- anir sínar í ljós og eiga ekki örðugra með það en nú er í heiminum. En annað er það, sem varla er hættu- laust fyrir kristindóminn, að nota mál- efni hans til illgjarnra pólitískra árása, eins og Austri gerir út af grein þessari, einkum þegar það er gert af málgögn- um, sem ekki hafa sem allra bezt orð á sér, en hvaða vitnisburð Austri fær hjá þjóðinni og flokksbræðrum sínum ætti hann að geta lesið sér til í aðal- málgagni ráðherrans, Reykjavíkinni, því sá dómur, sem þar er kveðinn upp, er Iíka dómur þjóðarinnar. Þá er hvöss grein cftir Dr. Valtý sjálfan um nýju stjórnina. Telst hon- um svo til að stjórnin hafi á þessu V2 ári, er hún hafði setið að völdum, er greinin var rituð, bakað lándinu um 300,000 kr. útgjöld, í nútíð og framtíð, til embættismanna og umfram það sem þörf sé á, en auk þess kveður hann þungan dóm upp yfir henni, bæði fyrir undirskriftina góðu og margt annað. Ályktarorð greinarinnar um stjórnina eru þessi: 1. Hún er þreklaus út á við og van- rækir að gæta réttar landsins. 2. Hún er bundin á gamlan hægriklafa og vanrækir að útvega sér nægilega margbreytta sérþekkingu. 3. Hún er snauð af umbótahugmyndum en auðug af skriffinsku. 4. Hún er óhæfilega bruðlunarsöm á Iandsfé. 5. Hún er óiöghlýðin. 6. Hún er þrándur í götu bænda, sjó- manna og iðnaðarmanna við lánveit- ingar til atvinnuumbóta. 7- Hún er einsýn og lætur stjórnast af flokksfylgi í úthlutum embætta og annara starfa. Þetta er þungur dómur, en þó er hitt þyngra að fyrir flestu þessu færir hann svo mikil rök, að þó að eitthvað mætti draga frá, eða færa til betri veg- ar, verður þó ætíð ofipikið eftir. Höf. ávítar ráðherrann fyrir það, að hann hafi tekið suma óreynda menn í skrifstofustjóra embættin og finnur það jafnframt að þeim, að þeir séu lögfræð- ingar. Atvinnu og samgöngumálin telur hann að rétt hefði verið að fela einhverj- um bónda. En aðgætandi er, að betra var að fela þau óreyndum manni en mönnum, sem búnir voru að sýna, að þeir voru óhæfir til þess að standa fyrir þeim. Því vill Norðurland ekki neita að Pétur á Gautlöndum hefði haft ýmsa hæfilegleika til þess, en ekki sýnist árennilegt að fela atvinnu- málin þeim mönnum, sem eru feður að gaddavírs-flaninu og þegnskyldu-óburð- inum. Auk greina þeirra, sem drepið hefir verið á, eru og í þessu hefti tvö kvæði eftir Schiller, er rektor Steingrímur Thorsteinsson hefir þýtt, og einkar hlýleg grein um Konráð Maurer eftir H. K. H. Buergel. Fjórar myndir af Maurer prýða þá grein. Þá eru loks ritdómar og íslenzk hringsjá. Ritstjórinn ritar um íslenzk- ensku orðabókina eftir G. T. Zoéga og lýkur að maklegleikum miklu lofi á starfsemi hans. Sigurður Guðmundsson ritar um »Lýðmentun< Guðmundar Finnboga- sonar, en Árni Pálsson um »Eirík Hansson*, eftir J. Magnús Bjarnason. Báðir þessir ritdómar hafa þann kost að þeir fara sinna ferða, en báðir hafa líka nokkuð af því einkenni æskunnar að vera dálítið óbilgjarnir. i Jrá útlöndum. Kaupmannahöfn 5. okt. ’04- Austrœna stríðið. Austur á ófriðar- stöðvunum hafa engin merkistíðindi gerzt, síðan eg skrifaði seinast. Að því er Port Arthur snertir, þá er ekki svo auðvelt að átta sig á, hvað þar gerist þessa dagana. Frásögnunum ber ekki saman, er berast þar austan að vestur um löndin. Hvað eftir annað koma fréttir frá Rússum um það, að nú hafi rússneskar hersveitir brotist út úr Port Arthur og stökt fjand- mönnum sínum á brott úr vígjum þeim, er þeir höfðu tekið. Sjaldan fellur þá minna af Japönum en io þúsund!! Fyrir nokkurum dögum bárust þau tfðindi út um löndin, að Japanar hefðu gert heljar áhlaup á Port Arthur, en hefðu hvarvetna orðið frá að hverfa fyrir skothríðum Rússa. Það fylgdi og sögunni, að Japanar byggjust til vetur- setu þar umhverfis vfggirðingarnar og ætluðu að bíða þar og fara að engu óðslega, unz hungur og harðindi neyddi Rússa til að gefast upp og selja Jap-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.