Norðurland


Norðurland - 29.10.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.10.1904, Blaðsíða 2
Nl. önum borg og virki í hendur. Önnur frétt segir, að Japanar geri nú hvert áhlaupið öðru snarpara á Port Arthur. Laugardaginn I. okt. var gert vopna- hlé og var sá tími notaður til að jarða lík hinna föllnu. Eftir vopnahlé þetta hófu Japanar skothríð að nýju. Er mik- ið orð gert á því, hversu bardagar þessir séu mannskæðir. Er sagt, að Rússar verjist með hinni mestu hreysti og hugprýði. — Frá Tokió kemur sú frétt í dag (5. okt.), að það þoki alt fram á bóginn fyrir Japönum og að allar frásögur Rússa um mannfall og ófarir Japana séu ósannindi. Við Mukden gerist ekkert sögulegt. Það er alt af sama endalausa þófið. Menn hafa búizt við bardaga þar á hverri stundu, og hefir verið sagt, að hann væri byrjaður, en það er ekki satt Er sagt, að ástandið sé ekki sem bezt í Mukden. Stjórn Kínverja hefir bannað að selja Rússum vistir — og var það þeim ekki góður grikkur. Alexejev hefir verið skipað að koma heim til Rússlands, og er sagt, að hann sé kominn f óþokka við Czarinn. Stríðið kostar Rússa 2'/2 miljón rúblur daglega! Ekki lítil upphæð, sem mennirnir verja til að drepa, meiða og kvelja hvern annan! Uppskera í Japan einhver hin bezta í ár. Japanar hafa samþykt ný lög um varnarskyldu og eru þau gengin í gildi. Samkvæmt þeim verður nýtt útboð haft, og verður þá liðsafii Jap- ana ein miljón manna. Jarðarför Niels Finsens fór fram fimtudag 29. sept., og var útför hans einhver hin virðulegasta, er menn muna hér. Var þar fjöldi stórmenna og tignarfólks. Þar var konungsfólkið, ráðherrarnir, sumir sendiherrar ríkj- anna, forsetar ríkisþingsins, borgar- stjórar o. fl. Fjöldi blómsveiga var á kistunni. þar á meðal einn frá Vil- hjálmi Þýzkalandskeisara. Samhrygðar- skeyti til ekkju hins látna mikilmenn- is hafa borist úr öllum áttum, frá heimsfrægum vísindafélögum og vís- indamönnum og þjóðhöfðingjum, svo sem Vilhjálmi Þýzkalandskeisara og Játvarði Bretakóngi. íslendingar í Höfn gáfu alls 3 blómsveiga: einn var frá Bókmentafélaginu, einn frá skólabræðr- um hans hér í Höfn og einn frá »ís- lendingum í Kaupmannahöfn*. Læknarnir hér í Höfn hafa hafist handa og gerzt fyrstu frumkvöðlar þess, að honum verði reyst veglegt minnismerki. Kirkju- og kenslumála- ráðherra Dana hefir og lagt frumvarp fyrir þingið, þar sem ekkju hans er ætlað 3600 krónur í heiðurslaun á ári. A að flýta frumvarpi þessu svo mjög sem auðið verður. Ríkisþing Dana var sett 3. okt. Sagt er, að Alberti, Islandsráðgjafi sællar minningar, ætli að leggja flengingar- lagafrumvarpið fræga fram fyrir þingið aftur — og má þá búast við miklum pólitískum tíðindum héðan frá Danmörk innan skamms. Nýtí friðarþuig í Haag. Horfur eru á því, að nýtt friðarþing verði háð í Haag innan skamms, fyrir forgöngu Roosevelts Bandaríkjaforseta, og er þeim boðskap tekið með fögnuði af öllum fylgismönnum friðar og mann- úðar. Menn minnast þess ef til vill, að það var Nikulás Rússakeisari, sem 18 boðaði friðinn á jörðu 1898 og að fulltrúar ríkisstjórnanna áttu fund með sér í Haag sumarið 1899. Friðarvinir fögnuðu mjög fundi þeirra, en þeim brugðust þó vonir sínar, því að árang- urinn varð í rauninni ekki mikill. Stjórn- irnar voru með öllu ótilleiðanlegar til að stofna gerðadóm, er þjóðirnar væru skyldar að skjóta málum sínum til, ef samningar kæmust ekki á með þeim. Þó var friðardómstóllinn stofnaður þá, er hefir að vísu ekki verið mikið not- aður, en hefir samt gert gagn, því að hann hefir verið sú stjarna er vísaði leiðina til að afnema stríð og blóðs- Úthellingar á jörðu. A seinni árum hefir og ýmislegt verið gert til þess að tryggja frið í mannheimi. Englend- ingar og Frakkar hafa gert samninga um að skjóta ýmsum deilumálum sín- um til gerðardómsins í Haag, en þó ekki öllum. Hollendingar og Danir hafa hins vegar gert samninga, þar sem þeir skuldbinda sig til að vísa öllum þeim málumi er þeim ber á milli um, til dómstólsins í Haag. Mark- ið verður að vera það, að fá allar þjóðir hins siðaða heims til að gera hið sama. Stórtíðindi úr /Vusturheimi. Orusfa við Jentai. Nýr rússneskur ósigur. Kaupmh. 14. okt. 1904. Allra síðustu dagana hafa stórkost- legir atburðir gerzt austur á vígvell- inum og er enn ekki fyllilega séð fyrir endann á þeim. 5. okt. gerðust þau tíðindi, að Kuroþatkin hélt af stað frá Mukden og til móts við Jaþana til að ráðast á þá. Það hafa Rússar ekki fyr gert í þessu lang- vinna og mannskæða stríði. Japanar hafa alt af verið þeir, er sóttu á, en af hendi Rússa hefir verið vörn. Pað þótti því miklum tíðindum sæta, er það fréttist út um löndin, að nú væri alt í einu sókn af hendi Rússa. Er sagt, að Kuropatkin hafi hafið sókn- ina af því að hann vildi freista að brjótast til Port Arthur og frelsa viggirðinguna úr klóm fjandinanna sinna. Áður en Rússar lögðu í leið- angur þerma héldu þeir guðsþjón- ustu, sem er vandi þeirra, áður en þeir ganga til mannvíga þessara. I fyrstu veitti Rússum ekki flla, gátu unnið vígi úr höndum Japana. En eigi leið á löngu áður en hinir her- kænu japönsku hershöfðingjar fengju rétt hlut sinn. Segir svo, meðai ann- ars, í símskeyti frá Tokio 13. okt.: „9. (okt.) byrjuðu Rússar að brjótast fram og 10. voru forvarðarbardagar, en aðalárásin var hafin í dögun hinn 11. og var barist látlaust og hvíldar- laust allan daginn. Á einuin stað veitti Rússum betur og gátu hrakið Japana á brott, en þeir (Rússar) urðu skyndi- lega að víkja aftur af stöðum þeim, er þeir höfðu unnið." Annars er ekki hægt að segja ná- kvæmlega af þessari síðustu orustu, sem sagt er, að sumstaðar hafi verið sú mannskæðasta er háð hefir verið í stríði þessu. Orustan stendur enn þá, en hvarvetna hefir japönum hepnast að reka Rússa á flótta og hafa náð á vald sitt fallbyssum og föngum og reyna að umkringja svo mikinn hluta af liði þeirra, sern þeir geta. Það er að vísu ekki séð fyrir end- íinn á orustunni enn þá, svo að það er ekki ómögulegt, að Rússar kunni að vinna sigur, en til þess eru þó afarlitlar líkur. Sumar af herdeild- um Kuropatkins eru og í mesta háska staddar, einkum ein, er stýr- ir hershöfðingi sá, er Mishtshenkov heitir, hinn hraustasti maður. Allra síðasta símskeytið, sem kom hing- að í kvöld, hljóðar þannig. Það er frá St. Pétursborg. Vér þýðum það orðrétt. St. Pétursborg 14. okt. „Menn hafa hér mist alla von um, að Kuropatkin hepnist með árás sinni að vinna Liaoyang aftur og koma Port Arthur til liðs. Her Rússa réðist á Japana í þrem deildum: sú ti! vinstri fyrir norðan Pensihahu, miðdeildin við Jentai-náinurnar og hægri deild við Tshantan fast við ána Hun. Engri þeirra hefir orðið nokkuð ágengt. í miðfylkingunni hafa ófarir Rússa verið mestar. Menn höfðu gert sér vonir um góðan árang- ur af árás hægri fylkingararms á lið Kurokis og hugðu, að líkur væri til sigurs. En hér er einnig engin von framar. Menn halda líka, að lið Mishts- henkovs sé í mesta voða. Óheppileg lok bardagans kenna menn úreltri bardagaaðferð fót- gönguliðs Rússa. Hinar þéttskip- uðu, rússnesku hersveitir hafa dreifðar raðir Japana brytjað niður. Allir róma mjög stórskotalið Rússa og framgöngu þess. Mannfallið í ölluni þrem her- deildunum er sagt afskaplega mikið. Menn halda, að Rússum veiti erfitt að flýja, því að það eru ekki nema tvær brýr á Hunánni og þær heldur lélegar." Þetta Pétursborgarsímskeyti er það síðasta, sem frést hefir af þessum mikla bardaga. Má af því marka, að ófarir Rússa muni vera miklar, því að símskeytin frá St. Pétursborg eru ekki vön að gera meira úr ó- sigrurn Rússa en þeir eru. Er og sagt, að nú sé fremur dauft hljóð í inönnum í St. Pétursborg, sem von er, því að inenn væntu þess, að nú inundi Kuropatkin vinna sigur — og þótti mál til korniö —, einkum af því, að honum veitti betur í fyrstu. Hann (Kuropatkin) hafði og sent einum vina sinna í St. Péturs- borg símskeyti, þar sem hann sagði, að nú væri hann fyrst „byrjaður að heyja stríðið". Port Arthur ekki tekin enn þá, en óhætt er að fullyrða,. að óðum líður að þeirri stund, er þessi rarn- girta hamraborg verður að gefa sig óvinunum á vald. Stössel, hershöfð- inginn þar, verst með mestu snild og hugprýði. Fyrir skömmu hafa liðsmennirnir sent honum ávarp, þar sem þeir láta í Ijós traust það, er þeir beri til hans. Nóttina milli 5. og 6. okt. reyndi floti Rússa, sem kvíaður er inni í Port Arthur, að brjótast út, því að iiivært er þar inni fyrir skothríðum Japana, er aldrei liafa verið geistari en nú. En Togo admíráll lá þar úti fyrir með skipaliði sínu öllu og veitti Rússuin snarpar viðtökur, enda íóru svo leikar, að Rússar urðu að snúa inn í Port Arthur aftur og höfðu orðið fyrir miklum skaða. Vatns- skortur er alt af sagður mikill í Port Arthur og sagt, að nú sé ekki íneira en 10 þúsund vopn- færra manna innan múra þessarar raingerðu víggirðingar. Stössel á og að hafa sagt, að hann geti ekki var- ist lengur en til loka nóvembermán- aðar. Síðustu fréttir segja og, að eidur hafi kviknað í flestum húsum þar og að Japanar skjóti á borgina sem óð- ir væru. Rússar eru með öllu ófáanlegir til að semja frið. Segja, að þeir vilja ekki hafa að erlend stórveldi skifti sér nokkuð af viðureign þeirra og Japana, reyni að miðla málum. En það er eklci ein báran stök fyrir Rússum! Við strendur Japans fórst nýlega amerískt skip, hlaðið dýrindis skinnavörum. Félag eitt á Rússlandi varð fyrir 4 miljóna króna skaða við það slys! Viðbætir. Khöfn 16. okt. 1904. Síðustu sttíðsfréltir. Símskeytunum rignir að austan og eftir öllum sól- armerkjum er þetta einhver inesti ósigurinn, er Rússar hafa beðið í þessu stríði, er orðið hefir þeim svo dýrt og getið þeim svo lítinn orðs- tír. Orustan við Jentai var afarhörð og mannskæð. „Jörðin skalf og nöt- raði af failbyssudununum", segir fréttaritari Reuters í London, er hefst við í iiði Kuropatkins. Mannfallið var afskaplegt í liði Rússa. Ótrúlega lítið í liði Japana, að því er símskeytin segja. En þess ber að gæta, að næslurn allar fréttir af orustunni við Jentai eru komnar frá Japönum. Rússar flýta sér ekki að gefa út skýrslur um þessar síð- ustu hrakfarir sínar, og sýnir það um leið, að það er ekkert glæsilegt, er þeir hafa að segja. Eitt símskeyt- ið segir, að mannmissir í liði Rússa sé sem hér greinir: Mánudag 10. okt. 6900 manns, þriðjudag 12,750, miðvikudag 7615, fimtudag 10,000. AIls ca. 37,000 særðir og fallnir. Þetta er nú ef til vill nokkuð ýkt, en öllum frétíuin ber saman um það, að Rússar hafi mist um 30 þúsund- ir manna. Heyrst hefir og, að Japönum hafi hepnast að umkringja 3-4 herdeildar (divisioner) af Rússum, og að sjálfur yfirhershöfðinginn, Ruropotkin, sé með þessum deildum. Sönnur á þessu vita menn ekki, en sitthvað bendir á, að það sé satt. Japanar hafa náð fjölda af fall- byssum á vald sitt. Engin von framar um, að Kuro- patkin eða her Rússa hepnist að koma Port Arthur til liðs. Enskir herfræðingar fá ekki nóg- samlega dáð og lofað yfirhershöfð- ingja Japana, Oyanra marskálk, fyr- ir herstjórn hans og hernaðarkænsku. Mikið er ialað um, hver beri ábyrgð- ina á þessum óförum Rússa, og er ekki trútt um, að skopast sé að gorti og mikilmenskulátum Kuro- patkins. Þykir mönnum, sem hon- um hefði verið nær að láta ögn minna og tala ekki svo digurt, eins og er hann sagði, að nú væri

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.