Norðurland


Norðurland - 29.10.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 29.10.1904, Blaðsíða 3
19 NI. sá tími kominn, er hann væri fær um að koma vilja sínum fram við féndur sína. Stríðsbœn Rússa. Nú á að hefja al- menna bænagerð um alt Rússland og biðja guð að gefa Rússum sig- ur og hjálpa þeim til að vinna á fénd- um sínum. Bænin hljóðar þannig: „Ó, guð, gerðu vopn vor að þín- um vopnum. Gef þú her vorum sigur, sem elskar Krist. Gef þú honum þrek til að fá staðist féndur vora og verja hina réttu trú. Send þú ðrvar þínar niður og tvístra féndum vorurn. Slá þá með augliti þínu og gef þá hin- um dyggu liðsmönnum þínum á vald." Jundarskýrsla. }{afnardeilcí 2> ókmentafélagsins. I'riðjudaginn 11. okt. 1904 var haldinn aukafundur í deild hins íslenzka Bókmenta- félags í Kaupmannahöfn. Mintist forseti þar fyrst látinna heiðursfélaga, prófessoranna Niels R. Finsens og W. Fiske, og gat því næst um, hverjar bækur félagið hefði gefið út þetta ár: Bókmentasögu íslendinga (1. h.) eftir próf. Finn Jónsson og Landfræðissögu íslands (IV, 2) eftir prót'. Þ. Thoroddsen, sem þar með væri lokið. Hann lét þess og getið að stjórn deildarinnar hefði gert ráð- stafamr til að framfyigja betur framvegis ákvæðum laganna (10. gr.) um að birta ný- útkomnar bækur félagsins í blöðum og tíma- ritum, og krefja þá menn bréflega, er skulda félaginu, og víkja þeim úr því, ef þeir þrjósk- ast við að greiða tillög sín (33. gr.). Nú væri tala félagsmanna samkvæmt skýrslum rúml. 400, en þar væru margir taldir, seni ýmist hefðli fyrirgert félagsrétti sínum með skuldum eða væru á annan hátt komnir úr félaginu. Þetta væri nauðsynlegt að leiðrétta. Hann gat þess og að nauðsynlegt væri að koma á samræmi og festu í stafsetning á bókum félagsins, og jafnvel að endurskoða lög þess, sem í sumuin greinum væru orð- in úrelt og lítt framkvæmanleg, eftir því sem nú væri komið hag félagsins. Þá var tekið fyrir rnálið um breyting á útgáfu Tímarits félagsins og Skírnis og lesið upp álit nefndar. er skipuð hafði verið í því. Ályktaði fundurinn, eftir tillögu stjórn- arinnar, að vísa því máli algerlega frá sér, og að mótmæla harðlega aðferð Reykjavíkur- deildarinnar við að ráða því til lykta. Samkvæmt tillögum nefndar var samþykt að gefa út íslandslýsing (30-40 arkir) eftir próf. Þ. Thoroddsen, er hann hafði boðið deildinni til útgáfu. Fil að segja álit sitt um annað rittilboð frá sama höfundi, eins konar framhald á ritinu um „Jarðskjálfta á Suðurlandi", er skýrði frá jarðskjálftum í öðrum landshlut- um, var skipuð þriggja manna nefnd. Samkvæmt tiliögum stjórnarinnar ályktaði fundurinn, að deildin skyldi stofna og gefa út ritsafn, er nefnist „Alþýðurit Bókmenta- félagsins«, sem komi út í stærri eða minni heftum eða bæklingum, eftir því sem efni og ástæður leyfa. í safn þetta skal taka hverskonar ritgerðir, er miðað geta til al- mennra þjóðþrifa, verið mentandi og upp- örfandi og vakið menn til íhugunar á nauð- synlegum umbótum, bæði í andlegum og verklegum efnum. Sum dæmi þessa nefnir ályktunin: 1. Um uppgötvanir og hagnýting náttúru- aflanna. 2. Um náttúrufræði, landafræði, þjóðfræði og mannfræði. 3. Um heilsufræði og varnir gegn stór- góttum. 4. Um þjóðfélagsfræði og mannréttindi. 5. Utn atvinnumentun og verklegar um- bætur. 6. Um fjármál og skattamál. 7. Um skólamál og uppeldisfræði. 8. Urn bókmentir og listir. 9. Um samgöngumál og póstmál. 10. Um bjargráð og íþróttir. 11. Æfisögur þjóðskörunga, sem orðið geta til uppörvunar og fyrirmyndar fyrir æsku- lýðinn. Þá samþykti fundurinn og samkvæmt tillögum stjórnarinnar að deildin skyldi heita þrenns konar verðlaumim fyrir þrjár hinar beztu skáldsögur eða leikrit með efni úr íslenzku nútíðarlífi eða sögu þjóðarinnar, er bærust stjórn deildarinnar fyrir 1. janúar 1906, og dæmd væru verð verðlaunanna af 3. manna dómnefnd. Handritin séu eign höfundanna, en deildin áskilur sér útgáfu- rétt til þeirra gegn venjulegum ritlaunum. Verðlaunin eru þessi: /. Verðlaun: 300 kr. (200 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og uppdráttum félags- ins eftir vali þess, er verðlaunin hlýtur). 2. Verðlaun: 200 kr. (100 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og uppdráttum). 3. Verðlaun: 150 kr. (50 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og uppdráttum). Samkvæmt tillögu stjórnarinnar — voru kosnir heiðursfélagar: skáldin síra Matthías Jochumsson og magister Ben. Qröndal og rithöfundarnir síra Alexander Baurngartner og The Right Hon, James Bryce M. P. Á fundinum voru 16. nýir félagsmenn tekuir í félagið. Páll Vídalín Bjarnason málafærslumaður lagði af stað héð- an landveg til Reykjavíkur 26. þ. m. Kveldið áður en hann fór héðan héldu ýmsir bæjarbúar honum skilnaðarveizlu og afhentu honum að gjöf mynd af Akureyri í vönduðum ramma. 0. C. Thorarensen lyfsali kom í fyrradag aftur frá Kaupmannahöfn með Vestu. Sápugerð ætlar cand. phil. Eðvald F. Möller, son- ur Friðriks Möllers póstafgreiðslumanns, að setja á stofn, nú þegar, í Reykjavík. Sápu selur hann þar þegar í vetur, en sendir hana út um land þegar strandfcrð- ir byrja. Hann kom nú með »Vestu« frá Kaup- mannahöfn og fer kring um landið til þess að tala við kaupmenn og hefir þegar von um að selja mikið á næsta ári. Allar tilraunir til þess að færa iðnaðinn inn í landið eiga það skilið að þeim sé veitt athygli og stuðningur af landsmönn- um. Trúlofuð eru fröken Maren Vigjúsdóttir, hóteleiganda, og Einar Gunnarsson, kaupmaður. Skipakomur. »Mjölnir« fór héðan 23. þ. m. til Aust- fjarða og útlanda. Með skipinu fór héðan afgreiðslumaður Ro/J Johansen, með frú sinni og börnum. Setjast þau að á Reyð- arfirði. »Ceres* kom frá Blönduós 24. þ. m. og fór aftur áleiðis til útlanda daginn eftir. »EgilU og »Vesta* komu í fyrradag. Fóru bæði aftur í dag. Frá Metúsalemshúsinu gamla og inn- undir amtmannshús tapaðist Ijós- leit tausvunta. Finnandi skili í Að- alstræti 37. Hinum heiðruðu við- skiftavinum mínum gjöri eg hér með kunnugt, að eg skuld- bind mig ekki til að borga inni- eignir við verzlun mína í pen- ingum, heldur að eins í einstök- um tilfellum, ef svo um semst við verziunarstjóra minn, að nokk- uru leyti í vörum og að nokk- uru leyti í peningum. Gudm, Efterfl. Kartöflur fást í Höepfners verzlun. lt það, sem lierra verzlunar- maður Sveinn Hallgríms- son á Akureyri gerir fyrir mína hönd, viðvíkjandi pöntunum á Steinolíu- mótorum og Mótorbátum, hefir sama gildi og eg hefði gert það sjálfur. Reykjavík 26. september 1904. Bjarni Áorkelsson, bátasmiður. • Sosdrykkjaverksmiðja * • Sggerts Cinarssonar • • er flutt í Strandgötu nr. 11. • J Inngangur í austurenda hússins. ^ • ••••••• ••••••••••• • Mancettuhnappa sériega jtna, Ttömuflibba, Qrjósthnappa, ýmisfegt áteiknað og Jleggingar aj mörgum sortum selur verzlun Sí Sigurðssonar&E. Gunnarss. Th. A. S. H. S. D. Ef til eru á Norðurlandi gamlar silfurskeiðar með ofangreindum fangamörkum framan á skafti, biður Guðm. Björ/.sson læknir í Reykjavík eigendur skeiðanna að gera sér að- vart; vill hann kaupa þær góðu verði, ef þær eru falar. Tóverk- smiðjan ú Akureyri kembir og spinnur ull fyrir almenn- ing. Vinnan verður fljótt og vel af hendi leyst og vinnulaunin á grófu spuuaverki ódýrari en verið hefir að undanförnu. Þeir, sem láta vinna ull, eru beðn- ir að gæta þess: 1. að hún sé vel þur og hrein. 2. að hver poki sé merktur tneð fullu nafni og heimili eigandans, og að ofan f hvern poka sé lát- ið blað með sama merki, og á það blað sé auk þess skrifuð fyrirsögn um, hvernig vinna skuli ullina. 3. að óblandað tog verður ekki kembt í lopa eða spunnið. Segl- og mótorbáfa smíðar og selur undirskrifaður. —- Bátarnir fást af ýmsum stærðum, frá 2—20 tons. Bátarnir verða bygðir ur því efni, sem óskað er eftir, svo sem úr príma sænskri furu, eða eikarbyrðingur með sjálfbognum eikarböndum; ennfremui fínir bátar úr aski. Smíði og frágangur allur er svo vandað, að það þolir bæði útlendan og innlendan samanburð. Bátalagið hefir þegar mælt með sét sjálft. Mótora í báta læt eg koma beint utanlands frá á hverja höfn á land- inu, sem strandferðaskipin koma á. Sjálfur ferðast eg um til þess að setja mótorana í bátana og veiti eg þá um leið hlutaðeigendum tilsögn í að nota mótorana og hirða. Eg mun gera mér alt far um að hafa eingöngu á boð- stólum þá steinolíumótora, sem eg álít bezta í fiskibáta. — Bátar og mótora. fást með 3—6 mánaða fyrirvara. Yms stykki tilheyrandi mótorunum verða hjá mér fyrirliggjandi, og geta menn fengið þau samstundis og mér er gert að- vart um það. Eg vil leyfa mér að biðja menn við Eyjafjörð og Norðanlands að snúa sér til herra verzlunarmanns Sveins Hallgrímssonar á Akureyri, sem gefur mönn- um fyrir mína hönd, nánar upplýsingar og tekur á móti pöntunum. Reykjavík, Stýrimannaskólastíg nr. 1, 23. ág. 1904. Bjarni Porkelsson, bátasmiður. Otto Monsteds danska smjorlfki ER BEZT

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.