Norðurland


Norðurland - 05.11.1904, Page 1

Norðurland - 05.11.1904, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 6. blað. Akureyri, 5. nóvember 1904. IV. ár. G e f j u n- „Gefjun dró frá Gylfa Andinn flýgur óraveg til baka: Einn eg stend á gráum jaka, hel og rökkur rymur kringum far; hvergi líf og hvergi land að líta, langt í norðri skín í veggi hvíta, gráir strókar glotta hér og hvar. Þrumar reið, en duna Dofra tindar, Dumbur frýs á Elivoga strönd, öld af öldu fimbulvetrar vindar voðum sveipa Norðurlönd. Hvað eru þessir hélugráu hrókar, hrikalegu jökulstrókar? — Strokulið, er leitar suðrum ver. Þúsund ár af þungum fjötrum marðir, þúsund kylfum lostnir, píndir, barðir, strjúka þeir með björg á baki sér. Sjá, hér enda rammir risaheimar, ríki Duinbs og svellaþökin skygð, en í móti Surtarlogi sveimar, sundra vill hann jötna bygð. Þar í norður þrumir enn þá vetur, þúsund ára reiði setur, drjúpir foldin dauðastirð og ein. Brottu hurfu frumheims ekrur frjóar, fylling lífs og grænir aldinskógar, undir jöklum inorna inammuts bein. Sjáðu hvar á stirðan náinn stirnir stirðnaðan við heljarkuldans þrótt; rostungskyn og ramrnir hvítabirnir ráða lögunr dag og nótt. — Hvað er í austri ? Firna feikn og undur! foldin springur, rifnar sundur, öskrar strönd, en gýs mót himni glóð. Ógn ogskelfingöllum býstium fretnur: yxnareið eg sé hvar fer og kemur, veltir hálsuin, veður berg sem flóð! Brestur, þrurnar, bylur hátt í sköklum, bolutn stýrir risavaxin snót, skella saman jakaflök af jöklum; Jötunheima skelfur rót. JMýir kaupendur að 4. árg. Norður/ands fá, þegar þeir borga blaðið, œr ókeypis TSW alla söguna Spœjarirw, 4 — 500 þéttprentaðar blaðsíður. Sagan er fyrirtaks skemlileg. Háttvirtir auglýsendur, sem ekki hafa fastan reikning við blaðið, eru beðnir um að hafa það hugfast að blaðið ósk- ar þess að auglýsingar séu borg- aðar fyrirfram. Jafnframt eru þeir, sem skulda blaðinu fyrir auglýsingar, beðnir að borga þær sem allra fyrst. Brúður stendur stilt í reginsnerru, stórar lendur elta kerru * erja naut við ógnarkrafta þys; þyngist færð og drjúgum eykir dæsa, draga sog en rauðar nasir fnæsa; átta vita brenna sé ég blys. Út á hafið stefnir dís með slóða stekkur undan myrkur hel og fjúk, og á löginn land með fögrum gróða leggur snót sem grænan dúk! Siguróp um sæ og strendur glymja, sorgarhljóð í jöklum rymja, reiður Dofri raknar við og spyr: »Hver mun vekja sukk og suðræn læti? segið hverju veldur þessi kæti? hver hefir opnað aftur Dellings dyr? Nú hef ég þreyð í þúsund ára dofa, þorði ei neinn að synja mér um grið; eitt af tvennu: ávalt skal eg sofa, ella ríf ég heimsins frið.“ Dísin Gefjun glotta réð og segja: „Gamli jötun, viltu þegja! fólsku þína þrældóms ólu bönd. Kraftur minn skal tæta þína tötra, töfrar mfnir brjóta þína fjötra; sál og líf skal nema Norðurlönd. Sjá, ég hefi blómstursali bygða beint í móti þínum grimma her. Smá er eyjan skógarvötnum skygða; skai þó aldrei lúta þér!" — Sýnin hvarf. En saga goðum borin sannar oss — og helzt á vorin — forna heimsins djúpu sögu sögn. Land þitt, Gefjun, lifir enn í blóma, liftist æ til meiri vegs og sóma; aidrei Ijúga máttug goðamögn. Lengi Dofri skaut nreð skörpum klaka, skeyti karlsins óðar bræddir þú, loks er síðast sendi hann þér jaka: selduð þið hvorl öðru trú! Matth. J. IFramfaramál £yfirðinga. iii. (Síðasti kafii.) Annar aðalatvinnuvegur landsmanna er Iandbúnaður og þarf að sjálfsögðu að styrkja hann verulega, en vér vilj- um aðallega fara nokkurum orðum um Ræktunarfélagið og í sambandi við það búnaðarskóla í nánd við gróðrarstöð fé- lagsins. Eins og kunnugt er, hafa menn hing- að til ræktað landið á líkan hátt eins og það var ræktað fyrir mörg hundr- uð árum, en nú er vinnukrafturinn að verða svo dýr og erfitt að fá hann, að landbúnaðurinn getur ekki staðist ef eigi eru teknar upp nýjar ræktunarað- ferðir. Það er þetta sem Ræktunarfé- iagið hefir með höndum, það vill vinna að því að bændur fari að nota hest- aflið til vimju meira en áður, og fari að nota vélar og verkfæri, sem eigi hafa verið notuð hér á landi og taki upp nýjar aðferðir til þess að auka frjósemi jarðarinnar og rækta hana. Það liggur því í augum uppi að Rækt- unarfélagið þarf að fá þann styrk að það geti fullnægt tilgangi sínum, en ( sambandi við það væri mikilsvert að Öllum þeim, sem með nær- veru sinni og á annan hátt heiðruðu jarðarför míns ást- kæra eiginmanns, votta eg hér með mitt innilegasta þakklæti. Lönguhlíð 29. okt. 1904. Rósa Thorarensen. hafa búnaðarskóla, þar sem nemcndur gætu fært sér í nyt þá verklegu fræðslu, sem fá má ( tilraunastöð félagsins. Hingað til hafa búnaðarskólarnir ver- ið 4 með 6—io nemendum. Þessir nem- endur hafa verið mjög dýrir, ef kostnað- inum hefði verið jafnað niður á þá. í deildunum hafa verið 3 — 5 nem- endur og er það alt of Ktið að halda kennara til þess að kenna svo fáum nemendum. Það væri að tiltölu miklu kostnaðarminna að hafa færri skóla og fleiri nemendur á hverjum skóla 40—60, en auðvitað þyrfti hver skóli meiri fjár- styrk en hinir fámennu skólar hafa þurft, einkanlega ef haldinn væri bændaskóli á honum, sem virðist vera sjálfsagt. Þegar litið er til samgangna, þá virðist búnaðarskóli mjög vcl settur fyrir almenning einhversstaðar sem næst Akureyri. Slíkur skóli ætti jafn- vel með hægu móti að geta tekið á móti nemendum úr Austuramtinu. Góð- ur búnaðarskóli í sambandi við tilrauna- stöð Ræktunarfélagsins mundi hafa hina mestu þýðingu fýrir framför landbún- aðarins hér á Norðurlandi. Hingað til hafa menn hér við Eyja- fjörð eins og annarsstaðar á landinu lifað að mestu leyti á landbúnaði og fiskiveiðum, og iðnaðurinn hefir að mestu leyti verið bundinn við hvert heimili. Menn hafa þar spunnið í föt sín, prjónað þau, ofið í þau og saum- að, menn hafa hert skinnin af búfénu og saumað úr þeim ,skó, menn hafa bygt húsin úr torfi og grjóti og reynt að bjargast við þau efni, sem landið framleiddi. Síðan- vinnukrafturinn fór að verða dýrari, hefir komist mikil breyting á þetta. Menn geta eigi unn- ið eins mikið á hverju heimili eins og áður. Lífsskilyrðin breytast og heimta skifting vinnunnar. Hér á landi var enginn iðnaður og þess vegna varð þjóðin að fara að kaupa iðnaðarvörur frá útlöndum. íslendingar létu aðrar þjóðir vinna fyrir sig og keyp'tu vinnu þeirra dýrum dómum. Þeir fóru að kaupa unna dúka og föt utan á sig. Þeir fóru að kaupa unnið húsaefni frá öðrum löndum o. s. frv. Þetta getur eigi gengið til Iengdar. Það þarf að fara að koma upp iðnaður í landinu og það þarf hér eins og í öllum siðuðum löndum að reyna til að styðja iðnaðinn, bæði beinlfnis og óbeinlínis. Vér þurf- um að fara aftur að vinna utan á oss fötin og byggja hús vor úr ínnlendu efni. A Akureyri er ullar- verksmiðja, sem hefir gert mikið gagn. Þessa verksmiðju þarf að styðja mcð haganlegum lánum. Það þarf einnig að stuðla til þess, að hér komist á fót verksmiðjur fyrir byggingarefni, og er þá sérstaklega að nefna tígul- steinsverksmiðju og steinsteypuverk- smiðju. Hingað til hafa menn orðið að kaupa tígulsteina fyrir afarhátt verð. Skamt frá Akureyri hefir verið rannsakað leir- lag við sjóinn. Þar finst afarmikill leir, sem þykir vera góður. Ef þar kæmist upp tígulsteinsverksmiðja; þá mundi mega fá tígulsteina fyrir helmingi lægra verð en hingað til og væri því hin mesta nauðsyn á að hún kæmist á. Enn fremur væri mikilsvert að hér yrði komið á fót steinsteypuverksmiðju. í sambandi við þetta verður að minn- ast á veiting Glerár fram af Akureyrar- brekkum. Glerá verður mjög vatnslítil í marz og apríl, en af því að fallhæðin er alls yfir um 200 fet, þá verður vatns- afl hennar þó eigi minna en svo, að ætla má að það verði um 500 hesta afl. Hina 10 mánuðina er aflið miklu meira; varla minna en 1500 hesta afl og að jafnaði miklu meira. Ef Glerá væri veitt fram af Akureyrarbrekkum og notuð til að lýsa hús í bænum, reka verkvélar, bæði í verksmiðjum og hjá einstökum mönn- um, mundu mjög margir menn fá at- vinnu við það. Bæjarbúum mundi fjölga að stórmiklum mun, eignir manna í bænum mundu stíga í verði. Við auk- inn mannfjölda mundu tekjur bæjarfé- lagsins og landsins aukast og er hér því um stórkostlegt framfarafyrirtæki að ræða. Eftir lauslegri áætlun ingeniörs Jóns Þorlákssonar kostar veiting Glerár fram af Akureyrarbrekkum með stíflu og skurði 48000 kr., og virðist sú upphæð eigi vera mikil, þegar litið er til þess að vinnuaflið er þá komið inn í miðjan bæinn og að það er við einhverja hina allra helztu höfn á land- inu, svo að flutningurinn til sjávar og útskipun í skip á cfnum þeim, sem unnin eru kostar að tiltölu mjög lítið. Vér höfum minst á það, sem sýslu- nefndin hefir falið oss, en áætlanir um kostnað við framfarafyrirtæki þau, sem hér eru nefnd, höfum vér eigi getað sent, af því að til þess að áætlanir þessar verði að gagni, þá mundu þær kosta talsvert fé. Það væri æskilegt að stjórn- arráðið vildi gangast fyrir því að það væri athugað, hvað þau mundu kosta og hvernig hægt væri að koma þeim í framkvæmd á sem hægastan og tryggi- legastan hátt. Að sjálfsögðu koma þessi mál smátt og smátt til umræðu á alþingi og þá væri mikilsvert fyrir héraðið, ef stjórn- arráðið vildi stuðla til þess að þau fengju þar nauðsynlegan stuðning og styrk. \ !Frá útlöndum. Kaupmannahöfn 16. okt. ’04- Frá Dönum og þingi þeirra. Ríkis- þing Dana var sett 3. okt., eins og eg gat um síðast. Danir eru hér hag- sýnni en vér íslendingar. Þeir halda ekki þing sitt um hásumarið, hábjarg- ræðistímann, eins og vér. Józku þing- bændurnir vilja heldur sitja að búum sínum þann tfmann, en helga veturinn þingstörfum og stjórnmálum. Þessa dag- ana er I. umræða fjárlaganna. Það eru »eldhúsdagar« Dana. Þá tala þingmenn- irnir um stjórnarfar og stjórnarráðstaf- anir, fiiina að því og ávíta, er þeim þykir stjórnin ekki hafa farið sem skynsamleg- ast að ráði sínu. Vinstrimannaráðaneyt- ið, sem Danir loks fengu eftir svo mikla mæðu og baráttu, þjark og þref, er nú rúmlega þriggja ára gamalf. Þykir frjáls- lyndum Dönum sem það hafi á margan hátt brugðist vonum þeim, er þeir gerðu sér um það, og það hafa lítið unnið, er horfir til gagns og þrifa, og að það hneigist yfirleitt um of í íhaldsáttina. Einkum hafa frjálslyndir og mentaðir Kaupmannahafnarbúar ilt auga á tveim ráðherrunum,Alberti dómsmálaráðherra, íslandsráðgjafanum gamla, og hermála- ráðherranum, Madsen ofursta. Alberti er líka gamall hægrimaður og það var

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.