Norðurland


Norðurland - 12.11.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 12.11.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. ^y^^S^*^n^w^MifN^^^^^^^N^J 7. blað. Skipakví oið Syjafjörð og forusta stjórnarinnar. Lengi hefir það verið á döfinni skipakvíarmálið hér við Eyjafjörð. Skipseigendur hafa mátt finna til þess sárlega hve skipin hafa oft verið ótrygg eign hér á firðinum; bæði ísrek og ofveður hafa skemt þau stórlega eða eyðilagt þau alger- lega. Skaði sá er skipseigendur hafa beðið af því á síðustu árum, að eng- iu skipakví var hér til, hefir verið metinn á 40 þúsund krónur og mun ekki vera of hátt reiknað. Vitanlega hefir þessi vöntun á skipakví jafnframt verið þilskipaút- veginum til tilfinnanlegs hnekkis, vegna áhættunnar við skipseignina hefir þessi bjargræðisvegur ekki get- að tekið eðlilegum þroska og fram- förum. Á síðari árum hefir þílskipaeign- in við Eyjafjörð færst nálega öll til Akureyrar og er því eðlilegt að hér hefir verið mestur áhuginn á því að skipakví væri komið upp. Þessvegna var það líka að bæjar- stjórn Akureyrar varð til þess að leita til síðasta alþingis um styrk til skipakvíar í Oddeyrarbót. Fór hún fram á að þingið veitti 45 þúsund krónur til hennar. Þingið tók málinu liðlega. Það viðurkendi að reynslan hafi þegar margsinnis sýnt, að brýn nauðsyn beri til að sjá þilskipum landsmanna fyrir öruggu vetrarlægi og taldi land- sjóði skylt að styðja að því með fjárframlögum. Aftur þótti þinginu málið ekki nægilega undirbúið af bæjarstjórn Akureyrar. Sérstaklega taldi það að ekki væri nægileg trygging fyrir því að ekki mætti fá við Eyjafjörð ó- dýrara eða hentugra skipakvíarstæði en í Oddeyrarbótinni. Auk þess leit þingið svo á, að ekki væri sanngjarnt að landið kost- aði fyrirtækið nema að þriðjungi. Af þessum ástæðum veitti þingið 15000 kr. til 'skipakvíar við Eyjafjörð, með því skilyrði að eigi minna en tvöfalt meira fé væri lagt til fyrir- tækisins annarsstaðar frá og að stað- urinn sé valinn af verkfræðingi og verkið unnið undir umsjón slíks ínanns. Þingið sýndi að því var það al- vörumál að síyðja að byggingu skipa- kviarinnar, því jafnframt því sem að það lagði fé til hennar, leyfði það og að 40 þúsund krónur mætti lána úr landsjóði til fyrirtækisins og skyldi lánið vera afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Nú þótti málinu allvel komið í bráð, en bæjarstjórn Akureyrar var það áhugamál að undirbúningurinn mætti ganga sem greiðast og því sendi hún þegar í febrúarm. þ. á. beiðni til stjórnarráðsins um að verk- Akureyri, 12. nóvember 1904. fræðingur væri sendur norður með vorinu til þess að ákveða hvar skipa- kvíin ætti að vera og gera annan nauð- synlegan undirbúning. Engin ástæða sýndist geta verið til þess að stjórnin tæki ekki greið- lega í þetta. Eftir ákvæðum fjárlag- anna verður styrkurinn ekki borgaður út nema verkfræðingur ákveði staðinn, og það þá vitanlega sá verkfræðingur, er stjórnin skipaði til þess. Að neita um verkfræðinginn, eða fela honum að eins að framkvæma lítinn hlut af þeitn undirbúningi, er nauðsynlegur er, var því sama sem að tefja fyrir málinu AÐ ÓÞÖRFU og stofna enn skipastól Eyfirðinga í hættu um ákveðinn tíma. Þetta ráð tók þó stjórn vor. Hún sendir norður verkfræðing og lætur hann rannsaka Oddeyrarbótina. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þar sé álitlegt skipakvíarstæði fyrir öll þil- skip, sem hér eru við fjörðinn, kostn- aðurinn muni verða mjög hóflegur, og gefur í skyn að með nokkurum tilkostnaði megi stækka svo þessa skipakví, að þó þilskipaútvegurinn færi vaxandi til muna, mætti koma þar fyrir öllum þeim skipum, sem líkur eru til að hér mundu verða lengi. En meira vildi hann ekki gera. Hann færðist algerlega undan því, samkvæmt fyrirmælum stjórnarinnar, að rannsaka skipakvíarstæði annars- staðar við fjörðinn. Hann var t. d. ófáanlegur til þess að athuga skipa- kvíarstæði við Hjalteyri, þó örskamt megi heita frá Akureyri, en þar er sá annar staðurinn hér við fjörðinn, sem helzt hefir þótt líklegur til skipa- kvíar, ef hætt yrði við Oddeyrarbótina. Akureyrarbúum var það vorkunn að þeir skyldu þetta svo sem stjórn- in teldi sjálfsagt að skipakvíin yrði bygð hjá þeim. Engir höfðu beðið um skipakví nema þeir einir og engir aðrir en þeir voru líklegir til þess að vilja leggja til hennar nokk- urt fé. Að sjálfsögðu var þeim það áhugamál að hún kæmist upp í Odd- eyrarbót, því margir útgerðarmenn telja víst, að ef þeir þurfi að hafa skipin t. d. á Hjalteyri, muni öll virina við þau og aðgerðir á þeim verða þeim fullum þriðjungi dýrari en hér. Varla var það eðlilegt að þeir litu svo á að þessi sendiför verk- fræðingsins ætti ekki að vera annað en gabbið tómt, það var ósamboðið því trausti, sem menn að sjálfsögðu vilja bera til þeirrar stjórnar, sem kosin er til þess að hafa forgöngu fyrir öllum stærstu málum þjóðar vorrar. En helzt lítur út fyrir að stjórnin vili láta skilja það svo. Hún svarar Akureyrarbúum því, að enn þá sé óákveðið hvar skipakvíin eigi að vera og því geti þeir ekkert fé fengið fyr en þetta sé ákveðið. En hvenær ætli hinni háu stjórn vorri mætti þóknast að gera það. Með jafn kappsamlegu áframhaldi og hingað til, má ætla að henni takist á næsta sumri að láta skoða skipakví- arstæði á Hjalteyri, og þá er ekki gott að vita hve mörg ár hún kann að þurfa til þess að láta rannsaka allan Eyjafjörð, að austan og vest- an. Þó má ráða það af bréfi henn- ar til bæjarstjórnarinnar að ekki sé vissa fyrir að hún geti afkastað svo miklu á næsta sumri fyrir þetta mál. En þykir henni sæmilegt að veita málum þjóðarinnar svo lagaða for- göngu, að þessi forganga verði til þess að tefja fyrir atvinnumálum þjóðarinnar í stað þess að greiða fyrir þeim? Gerir hún sér það Ijóst að á henni hvílir þung siðferðisleg ábyrgð af þessu máli? Af þeim drætti sem sýnilega hlýtur að leiða af þessu seinlæti hennar, getur það leitt að álitlegasti hlutinn af skipastól Ak- ureyrarbúa og Eyfirðinga stórskemm- ist eða ónýtist af ofveðrum eða ísreki. Því eru dæmin að menn eiga að varast þau. Ekki er sanngjarnt að fást utn það, að stjórnin viil ekki leggja fram fé landssjóðs til skipakvíar fyr en búið er að ákveða skipakvíarstæðið, en hitt ætti engri stjórn að haldast uppi óátalið, að tefja að óþörfu fyrir framkvæmd þeirra verka, sem bæði eru lífsnauðsynleg og þing þjóðar- innar hefir veitt fé til. Oft hefir mönnum á síðustu árum orðið tilrætt um það hve nauðsyn- legt það sé að stjórn vot veiti mál- um þjóðarinnar röggsamlega for- stöðu. Þetta mál er líka gert enn að umtalsefni á öðrum stað hér í blað- inu. Höfundur greinarinnar vill gera sér góðar vonir. Allir hafa leyfi til þess að vona, en eigi þær vonir að rætast á stjórn vorri þarf hún yfir- leitt að sýna meiri skörungsskap en enn hefir orðið raun á í þessu skipa- kvíarmáli. Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum hefir, að sögn, nýlega orðið 14 kindum að bana. Svo stóð á að fé var rekið þar inn í kjall- ara, en hann reyndist of lítill fyrir það og voru því nokkurar kindur látnar upp á loft. — Bitarnir undir gólfinu höfðu verið greyptir inn í cement- steyptan grjótvegg, en voru orðnir svo fúnir að þeir hrundu niður undan þunganum af fénu og fór alt niður á féð, sem niðri var í húsinu. Önnur hliðin á gólfinu lenti á stoðum frá hestastallinum og varð það hinum kindunum til lífs. — Ekki er nú ann- ars illa bygt. Hjónavígsla. Ungfrú Þórunrt Friðjánsdðttir frá Sandi í Þingeyjarsýslu og Jón Jðnatansson, járn- smiður á Oddeyri, voru gefin saman í hjónaband að Hrafnagili 31. f. m. IV. ár. Jorusta stjórnarinnar. Eftir Quðmund Friðjónsson. Sú skoðun hefir átt sér djúpar ræt- ur meðal þjóðar vorrar, að stjórnin gerði réttast, og þá væri hún bezt, þegar hún er sem hlutlausust um landsmálin, að landstjórnin eigi ekki að fást við lagningu né ruðning atvinnu- veganna og hafa þessir menn fært þær ástæður fyrir máli sínu, að framfarirn- ar eigi að koma neðan að þ. e. spretta upp úr jarðvegi þjóðarinnar; þar eigi hugmyndirnar að vakna og vaxa til þroska og sigurs og blessunar fyrir land og lýð. Síra Arnljótur Ólafsson, sem verið hefir mikill maður að vitsmunum og þekkingu, hefir verið öflugur formæl- andi þessara skoðana og er hægt að rekja þær enn þá lengra, til útlendra vitringa, svo sem, Mills, sem kunnur er hér á landi af riti sínu Um frelsið. Það er eðlilegt, að þessar kenning- ar fengu fylgi og aðhylling, þegar svona merkileg nöfn stóðu þeim að baki. Hins vegar höfðum vér íslend- ingar lítið að segja af forustu stjórn- arinnar eða háyfirvaldanna. Hún hafði helzt kynt sig að því að vasast í smá- munum eins og þegar hiín samdi Hreppstjórainstrúxið. Þjóðin gat ekki hugsað sér, að stjórn landsins gaeti numið sér land annarstaðar en þar, sem asklokið var himininn og svo rak að því, að almenningur vitdi helzt vera laus við afskifti stjórnarinnar, að því undanskildu, að hún stæði ekki móti áhugamálunum. Svo ramt hefir kveðið að j cssum hugsunarhætti, að konungkjór.ia liðið á alþingi hefir ott og tíðum staðið móti og barist gegn mestu nytsemdar- málum þjóðarinnar. Eg man eigi bet- ur en að »þeir konungkjörnu* greiddu atkvæði móti bankahugmyndinni í fyrstu og tolllögunum, þegar þau lög voru fyrst á ferð. Þeir hafa þá haft þær skoðanir, að forusta þjóðmálanna ætti hvorki að koma frá þjóðinni né stjórn- inni! Svo langt hefir hamingja lands vors komist niður í moldina. — En hvers er að vænta, þegar stjórnin gerir sér að reglu að velja þá menn til þingsetu, næstum því eingöngu, sem eru orðnir trénaðir af elli og eru þar að auki (pólitískir) heimskingjar — sumir þeirra. — Mælt er að írar séu svo skapi farnir, að þeir standi í dyrum bæja sinna tímunum saman. gangi með hend- urnar í vösunum og heimti alla hluti (sem kallað er) af stjórninni. Þeir kenna henni um gervalla óhamingju sína, fá- tækt og vesöld. Eg vil nú ekki ganga í spor írlendingsins í þessu efni. Hvorki vil eg gera það sjálfur, né heldur hvetja landa mína til þess. En það þori eg að segja, að stjórnin okkar hefir alt að þessu verið alt annað en framræk. Hún hefir verið latasta kindin í hópn- um — eða svarað til þeirrar rollu, sem jafnan gengur aftarlega í rekstri. En

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.