Norðurland


Norðurland - 26.11.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 26.11.1904, Blaðsíða 2
Nl. 34 ætlandi að sýna honum þann sóma að hún ekki á fyrsta ári hans neit- aði honum um þann styrk, er hún, að vorri hyggju, mátti teljast skyld til að veita honum. JÍLálaferli fárusar HSjarnasonar. »Dýpra og dýpra. . .« Honum leiðist ekki, goðanum, að útvega sér staðfestingu dómstólanna fyrir því sem blöðin segja um hann. Nú mun þó þykja ver farið en heima setið. »Ritstj. ísafoldar hafði sagt 24. ág. síðastl. í fyrirsögn fyrir grein um landsyfirréttardóm, er kveðinn var upp í sumar í meiðyrðamáli, er L. B. hafði höfðað gegn Einari Hjörleifssyni, að Lárus væri dœmdur sannur að sök um fjdrdráttartilraun. Og á öðrum stað í greininni er kveðið svo að orði, að í stað þess, sem skylda hans hafi verið, að hlynna að dánar- búinu eftir mætti, þá hafi hann litið á sína hagsmuni og reynt til að hafa af búinu sér í hag 1000 kr. L. B. höfðaði mál gegn ritstjóran- um út af þessum ummælum. Annað mál höfðaði hann og gegn ritstjóra ísafoldar, út af smáklausu í blaðinu, þar sem gefið var í skyn, að þess muni naumast dæmi um hinn mentaða heim, að maður sé látinn halda embætti eftir það er réttlættur væri með dómi sá áburður á hann, að hann hefði sem skiftaráðandi róið að því öllum árum, að dánarbú, er hann hafði undir höndum, misti 1000 kr., og það honum sjálfujn í hag. Ritstjórinn var alsýknaður í báðum málunum.« Svo segir Fjallkonan frá málsúrslit- um, en hvaða bita á nú stjórnin að gefa barni sínu til huggunar. Hann hefir á síðari árum hlotið svo marga mannvirðingarsneiðina fyrir mannkosti sína og ósérplægni að ekki er strax hlaupið að því að finna þann bitann, sem sé hæfiiega gómsætur. Heimastjórnarflokkurinn gerði hann að bankaráði og stjórnin okkar kaus hann til þess að skipa kirkjumálum landsins og þegar nýbúið var að dæma hann sannan að sök um fjárdráttartil- raun fann hún engann verðugri en hann til þess að vera forseti í amts- ráði Vesturamtsins. Nú hefir hann aftur fengið dóm fyrir því sama, og eitthvað verður stjórnin að þægja honum fyrir það. Ef hægt væri að koma því svo fyrir, væri gott að það minti eitt- hvað á réttvísina. Ætli það væri þá ekki helzt til- tækilegt að gera hann að — justiis- ráði. Jarðræktarfélag Akureyrar hélt haustfund sinn 15. þ. m. Á árinu höfðu verið unnin 2198 dags- verk, en af þeim hafði Akureyrarbær unnið 882 dagsverk og er það alt vírgirðingar, en Ræktunarféiag Norð- urlands 583 dagsverk, en aí félags- mönnum höfðu unnið mest: Sigurður Sigurðsson járnsmiður. . 298 Aðalst. Halldórsson verksmiðju- stjóri.........................139 Davíð Sigurðsson timburmeistari. 89 Sigurður Sigurðsson skólastjóri. . 67 9 menn gengu í félagið á fundinum. ýVuglýsingar í J'Iorðurlandi. Blaðið hefir átt því láni að fagna, síðan eg tók við því, að hafa sæmi- lega mikið af auglýsingum og í tveim síðustu blöðum hefir verið mikið af þeim. — En mér er kunnugt um, að þetta hefir valdið dálítilli óánægju hjá sumum kaupendum blaðsins. Menn kjósa yfirleitt fremur aunað lesmál í blöðum en auglýsingar, greinir um landsmál, fréttir, útlendar og innlendar, ritdóma, sögur, kvæði o. s. frv. Þetta er eðli- legt, þó því reyndar verði ekki neitað, að margar auglýsingar eru kaupendun- um til gagns, greiða fyrir atvinnu þeirra og viðskiftum á ýmsan hátt. Þegar Norðurland var stofnað var það þriðjungi minna en það er nú. Eftir eitt ár var blaðið stækkað, en þó selt við sama verði og áður og auk þess hefir blaðið gefið kaupendum 2 hefti af góðum skemtisögum og þriðja heftið verður fullprentað snemma á þessum vetri. Blaðið hefir því ekkert sparað til þess að gera vel við kaupendur sína, farið jafnvel lengra í því efni en hent- ugt var fyrir fjárhag þess. Þetta verður þó ekki blaðinu til hnekkis ef það getur haft sæmilega mikið af auglýsingum. Auglýsingar eru lífsskilyrði allra blaða. Og þó helmingur blaðsins væri aug- lýsingar í hvert sinn, þá væri Norður- land þó ódýrasta blaðið sem gefið er út hér á landi, utan Reykjavíkur, ef að eins er litið á efni blaðanna, aug- lýsingalaust, og ekki dýrara en þau Reykjavíkurblöðin, sem blöð mega kall- ast. Víst er það líka að ef jafnstórt blað og Norðurland er, ætti að vera aug- lýsingalaust mætti það ekki, til þess að geta borið sig, kosta minna en 6 kr. Það eru því auglýsendur sem borga hálft blaðið og auglýsingum er það yfir höfuð að þakka, að blaðamenska er þó komin það á leið hjá oss, sem hún er komin. Þetta ættu menn að gera sér ljóst. Og til þess að skilja það, þurfa menn ekki annað en bera saman einn árgang af Reykjavíkurblöðunum eins og þau voru fyrir nokkurum árum -— og svo nú. Áður voru þau mjög smá vexti og komu heldur ekki nærri því eins oft út og þau gera nú. Þau hafa stækk- að fyrir auglýsingarnar, en flytja þó miklu meira lesmál nú en þau gerðu áður. Erlendis gera auglýsingarnar meira, þær borga oft ait blaðið; þessvegna geta útlendir blaðstjórar oft seit blöð- in fyrir minna verð en þeir sjáifir þurfa að borga fyrir pappírinn sem í blaðið fer. Norðurland er ekki ætlað til þess aó vera gróðafyrirtæki. Hagur blaðsitis af auglýsingum á að verða hagur kaupendanna. Honum verður varið til þess að útvega blaðinu sem mest og bezt blaðacfni. Verði því auglýsingar svo miklar framvegis í Norðurlandi að verulegur tekjuauki verði að þvf fyrir blaðið, þá mega kaupendur þess eiga það víst að sá tekjuauki verður notaður til þess að bæta kaupendum upp það rúm, er auglýsingarnar taka, en að svo stöddu er þess ekki kostur, meðal annars af því að prentsmiðjustjórinn sér sér nú ekki fært, vegna annara samninga sinna, að prenta aukablöð af Norðurlandi. Blaðið vill vera sanngjarnt í við- skiftum sfnum við kaupendur, en von- ast líka eftir því að þeir sýni því sanngirni. Vinir blaðsins ættu ekki að láts sér það mislíka að blaðið hefir miklar aug- lýsingar. Þeir ættu að gleðjast yfir því, þvf fjárhagslega byggist á þeini framtíð blaðsins, eins og allra blaða. Ekki þurfa þeir heldur að setja það fyrir sig að óvinir blaðsins fagni yfir því að það fær mikið af auglýsingum. Þau fagnaðarlæti eru einber uppgerð og þeir hafa þau ekki frammi við aðra en þá, sem þeir halda að séu svo einfaldir, að hægt sé að ginna þá og glepja eftir vild. Sjálfir smala þeir kappsamlega auglýsingum handa sínum blöðum. Sigurður Hjörleifsson. Bœkur. Sögur herlæknisins, sem nú þegar hefir verið minst á í »N1.«, höfum vér nú lesið, og viljum eindregið minna al- menning á að kaupa þetta meistaraverk til lestrar á vetrarkvöldum. Því til þess eru sögur þessar einmitt sem útvaldar séu. Þær eru lífgandi og fróðlegar og svo ljósar og greinilegar að hvert barnið getur fylgst með og skilið. Þýðingin er að voru áliti snildarverk. Vera kann að þýðarinn þræði miður orð fyrir orð, þegar hann þýðir. En þann galla bæt- ir hann margfaldlega með hinu nýja fjöri er hann setur í stíl og sögu. Gamall sögulesari hér hefir sagt oss, að hann hafi tví- og þrílesið sögur þessar á dönsku og sænsku, en samt séu þær nú á voru máli eins og ný bók, sem hann aldrei hafi séð, svo beri íslenzka Matthíasar af frummál- inu, svo gefi hann frásögunum nýtt h'f, kraft og fegurð. í þessu mun mikið vera hæft, einkum þar, sem skáldið hefir hitt fyrir sér söguleg- ustu kaflana, t. a. m. lýsing á bar- dögum Gústafs Adólfs, æfintýrum þeirra Bartels og Larsons, komu Regínu til kastalans í Krosshólmi o. fl. Slíkar sögur, svo vel sagðar, falla aldrei úr minni. Nöfn manna, borga og annara útlendra örnefna hefði sumstaðar mátt íslenzka betur, en sumstaðar færu út- lendu heitin betur. En alt þessháttar, eins og t. d. stöku óíslenzkuleg orð og setning, eru smámunir í stórum þýðingum, sem yfirleitt eru ágætar og dýrgripir í bókmentum vorum. Bókin er mjög sómasamlega prent- uð og verðið er tiltölulega lágt. Eiga útgefendurnir hinar beztu þakkir skilið. Þeir eru sagðir bókavinir miklir, enda spara þeir hvorki fé né fyrirhöfn. Er það ekki efnalitlum fært, að kosta út- gáfu 5 slíkra binda og greiða þýðand- anum 25 kr. fyrir hverja örk prentaða. Skipakvína vanfar. Aðfaranótt laugardagsins hinn 19. þ. m. rákust fiskiskipin Samson og Talisman á, í ofsaveðri, á vetrarlagi skipanna, í svonefndri Krossanesbót. Skemdir urðu töluverðar á báðum skipunum. Er óhætt að fullyrða að þær nema mörgum hundruðum króna. Ekki hefði svona farið ef þau hefðu verið í skipakví. Ánægja og auður. Nornin ól mig næturbarn, nóttin er minn styrkur, auðna mín er eyðihjarn, æfin svartamyrkur. Heldur snemma hjartað fraus hrekst ég einn á bárum, sef og vaki sólarlaus, sviftur gleði og tárum. Bið um ró, en finn ei fró framar hér á láði, nornin sljó á sorgarsjó svarar mér í háði. M. J. (þýddi). Þannig yrkir hann, heimsins vold- ugasti og auðugasti maður, Nikulás II., einvaldurinn yfir öllum Rússum. Árstekjur hans sem keisara nema 18 milliónum króna, en af eignum sínum hefir hann þrefalt meiri tekjur. Hann á 100 höfuðbó! og 100 hallir. Þjón- ustufólk hans er 30 þús. að tölu og 5000 hesta hefir hann til eigin afnota. Ekki bera vísur þessar vitni um að ætíð fari saman ánægja og auður. Og hafi vísur þessar ekki því meiri öfgar að færa, sýna þær ljóslega hve hlýtt og yndislegt keisaranum þykir »að hafa ból hefðar — upp á jökultindi.« I Rjómabúið við Þverá 1' Ongulsstaðahreppi, er stofnað var 1. okt. s. 1., hélt aðalfund sinn á Þverá 12. þ. m. Stofnendur eru 25, allir úr Öngulsstaðahreppi, nema 1 úr Svalbarðsstrandarhreppi. Á fundinum mætti hreppst. Davíð Jónsson á Kroppi fyrir nokkura bændur úr Hrafnagils- hreppi, er hafa í hyggju að ganga f búið. Ekki verður því með vissu sagt, hve margir félagsmenn verða, því mönn- um er gefinn frestur til jóla, en þá verða allir þeir, sem í búið vilja ganga, að hafa tilkynt það stjórninni. Þeir, sem ganga í félagið eftir þann tíma, verða að greiða 3 kr. fyrir hvert kúgildi. Vænta má að félagar verði um 40 með 3—400 kúgildi eða jafnvel nokk- uru fleiri, því ef bru fæst á Eyjafjarð- ará sem er mjög þýðingaruiikið fyrir framfarir þessa héraðs, eru allar líkur til, að Hrafnagilshreppur sameini sig þessu búi, er þá yrði með stærstu rjómabúum landsins. Ákveðið var á fundinum, að rjóma- skálinn yrði reistur í hvamminum við Þverárbrúna og búið tæki til starfa með sumrinu, svo flýta verður öllum framkvæmdum. Lagafrumvarp, er Sigurður ráðu- nautur hafði sent féiaginu, var rætt allýtarlega og samþykt að mestu ó- breytt, en langar umræður urðu um tvö atriði ftumvarpsins. 1. um ábyrgðina sem hvílir á þeim, er úr búinu ganga innan 5 ára, og voru þeir einir undanþegnir þessari ábyrgð, sem ganga í annað rjömabú á þeim tíma. 2. um atkvæðagreiðslu félagsmanna, vildu sumir að íélagsmenn hefðu eitt atkv. fyrir hvert kúgildi, en aðrir vildu að atkv. væri fyrir hver 5 kúgildi. ■— Þó urðu þeir flestir, sem vildu að hver félagi hefði eitt atkvæði, hversu mörg kúgildi sem hann hefði, og var það samþykt. Formaður félagsins var kosinn búfr. Stefán Stefánsson á Varðgjá, meðstjórn-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.