Norðurland


Norðurland - 26.11.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 26.11.1904, Blaðsíða 3
35 Nl. endur hreppsnefndaroddviti Einar Árna - son á Eyrarlandi og hreppstjóri Sigur- geir Sigurðsson á Öngulsstöðum. Endurskoðunarmenn: sýslunefndarm. Kristján Benjamínsson á Tjörnum og Eiríkur Halldórsson á Veigastöðum. Að síðustu var stjórnarnefndinni falið að sjá um allar framkvæmdir búsins. Félagsm. % Sextánmælí. Það var einn góðan veðurdag í haust að síra Matthías gekk sér til skemt- unar út að Glerárbrú, sem þá var í smíðum. Hitti hann þar uppáhalds- gæðing sinn, skáldahestinn Pegasus, hljóp þegar á bak og féll þá óðar niður vísa þessi og var sextánmælt. Fold grær. Framast aldir. Fjölgar drótt. Minkar ótti. Brýr telgjast. Fley fjölga. Frævist skógur. Sjást plógar. Leið styttist. Hlær heiði. Hægist þjóð. Rísa bæir. Sál brýnist. Skín skóli. Skoðum þrif. Vert er að lifa. Daginn eftir handsamaði Páll Jóns- son klárinn, þó styggur sé, skelti hon- um á skeið yfir brúna, hálfsmíðaða og varð þar eftir vísa þessi og er hún og sextánmælt. Barr fellur. Blíða þverrar. Brátt vetrar. Snemma náttar. Jörð frýs. Híma hjarðir. Hríð vex. Dynur víðir. Ský dökkna. Skafl þykknar. Skör lengist. Vök þrengir. Föng rýrna. Þraut þyngist. Þor lifi. Aftur vorar. Síðast sást til klársins á flugaferð norður í Þingeyjarsýslu. X Skólarnir syðra. Lærði skólinn gamli hefir fengið nýja reglugerð og nýtt nafn, heitir nú »Hinn almenni mentaskóli í Reykjavík«. Skólinn skiftist í 2 deildir, gagn- frœðadeild og lœrdómsdeild, er hvor um sig skiftist í 3 ársbekki. í gagn- fræðadeild á að kenna íslenzku, dönsku, ensku, kristin fræði, sagnfræði og félagsfræði, landafræði, náttúrufræði, stærðfræði, teiknun, handavinnu, leik- fimi og söng. í lærdómsdeild á að kenna íslenzku og íslenzka bókmenta- sögu, dönsku, ensku, þýzku, frönsku, latínu, sagnfræði, félagsfræði, náttúru- fræði, leikfimi og söng. Á skólanum eru í vetur 63 nem- endur, helmingi færri en fyrir 20 ár- um. Ekki er hún mikil afturförin. Lœknaskólinn hefir 14 nemendur, 4 af þeim eru nýir. Prestaskólinn hefir 9 nemendur og eru 4 nýir. Barnaskóli Reykjavíkur. Þar eru 450 börn í 17 deildum. Stýrimannaskólinn. Nemendur eru 46, 16 í eldri og 11 í yngri stýrimanna- deild og 19 í yngstu deild. Flensborgarskóli. Nemendur eru 57, en 13 af þeim eru í kennaradeild. $ JCýjar bækur, Fjörutíu íslendinga þætíir. Þor- leifur Jónsson gaf út. Kostnaðarmaður: Sigurður Kristjánsson. X Skarlafssóffin er nú um garð gengin á Svalbarðs- strönd að svo miklu leyti sem kunn- ugt er og sótthreinsun nýafstaðin á síðasta heimilinu. Sóttvörnum á því svæði er því lokið. Hyggilegt er það eigi að síður að treysta varlega sótthreinsuninni og hafa ekki óþarfar samgöngur við veik- indasvæðið fyrstu vikurnar. Héraðslæknir segir það hafið yfir allan efa að skarlatssótt hafi komið upp á Oddeyri, eins og getið er um í síðasta blaði. Eitt barn hefir sýkst; sóttvörn hefir verið fyrirskipuð við veikindaheimilið. Því miður er nokkur grunur um að veikin hafi nokkuru áður gert vart við sig í einu húsi 1' sömu götunni. Lækni var ekki gert aðvart. Allir sjá hvílík hætta vofir yfir bænum, ef menn van- rækja þannig skýlausa lagaskyldu. Kynbófafélag naufgripa í Höfðahverfi hélt, eins og áður er getið, stofnfund sinn að Grýtubakka I. þ. m. og gengu þá í félagið um 40 menn með 120 kýr. Þó var búist við að félagar mundu verða fleiri bráð- lega. Formaður félagsins er Þórður Gunnarsson kaupmaður í Höfða. Félagið er í 3 deildum, á Látra- strönd, í Höfðahverfi og Ut-Fnjóska- dal. — Deildarstjórar eru Þorsteinn Gíslason á Svínárnesi, Bjarni Arason á Grýtubakka og Jóhannes Bjarnason á Þverá. Eftirlitsmaður er Björn Jó- hannsson á Skarði. Kvöldskemfun sú, er getið var um í næstsíðasta blaði hafði dregið að sér hústylli og þótti skemtun hin bezta. Fjöldi manna varð frá að hverfa af því ekki var hús- rúm, og var því ráðið að endurtaka skemtunina, en því miður getur ekki af því orðið að svo stöddu vegna veikinda í húsi síra Geirs Sæmunds- sonar. Samsöng hafði Sigurgeir Jónsson næstliðinn sunnudag á Hótel Akureyri. Um 40 sungu, karlar og konur. Auk þess léku saman á fiolin og orgel þeir P. Bernburg og Sigurgeir Jónsson. Hús- fyllir var og góð skemtun. Ekki þarf að efa að Sigurgeir Jóns- son á hingað gott erindi, jafnmikla alúð og hann leggur við kenslu sfna og jafn- mikla þekkingu og hann hefir í ment sinni. Talsímafélag er nýstofnað í Reykjavik til þess að halda uppi talsímasambandi í bæn- um og grendinni. Skipsfrönd urðu 2 syðra í f. m. Timburskipið *Fjallkonan« strandaði á Vogavík og gufubáturinn *Oddur< á Grindavík. Manntjón varð við hvorugt strandið. Mannaláf. Sigríður Jónsdóttir, ekkja Jóns Þorkels- sonar rektors, en systir síra Magnúsar Jónssonar, andaðist í Reykjavík 21. f. m. á níræðisaldri. Þjóðkunn ágætiskona. Pétur Ottesen dbrm. á Ytra-Hólmi á Akranesi andaðist 20. f. m. Frábær at- orkumaður. Spurning: Ber sóknleysingja (L 12/s 1882) að greiða offur til sóknarprests? Svar: Lög 3/4 1900 virðast telja offur með föstum tekjum presta og ber því að svara spurningunni játandi, sbr. lög 11. maí 1882 II. gr. X Leiöréffing. Misletrast hefir í sfðasta blaði í eftirmælum Stefáns Thorarensens: gáfumensku fyrir göfugmensku. X Spæjarinn Skáldsaga eftir Max Pemberton. IFramhald.] XXVII. »PáIl er ekki hér,« sagði hún með ákafa, »hannfórfrá mér í gær og ætlaði að heim- sækja Talvi greifa, en er ekki kominn heim aftur. Eg cr hrædd um að honum hafi viljað til eitthvert slys. Það er ómögu- legt að hann hafi yfirgefið mig, án þess að segja nokkuð við mig um það. Eg heiti Marian Best og eg hefi margsinnis heyrt yður nefndan. »Mætti eg ekki tala ofurlít- ið við yður —«. Hún stóð þarna, eins og komin að spreng af mæði og beið svarsins, en gamli mað- urinn horfði undrandi á hana. Auðséð var að hann hafði gaman af þessu eins og væri það skáldleikur, svo rumdi í honum fljót- leKa °g hann sagði við þjóninn. »Jón, eg ætla að fara út«. Furstinn fletti af sér ferðadúkunum með mikilli viðhöfn og sté niður úr vagninum. »Viljiðþér rétta mér hendina, vina mín,« sagði hann með afsökunar róm. »Eg er gam- all maður, og mér verður ekkert gott af vín- inu hérna á Englandi. Búið þér hátt uppi? Þarf eg að fara upp margar tröppur?« Marian roðnaði. »Við erum ekki rík,« sagði hún. »Við þorðum ekki að flytja inn á gistihús.« En það er algerlega óhæfilegt,« sagði furstinn, »við verðum að sjá yður fyrir öðru húsnæði. Fallega andlitið yðar þolir ekki sólsterkjuna uppi undir þakinu. Ó, já, við ætlum alveg upp í himininn!« Sterkvaxni þjónninn studdi hann upp tröppurnar og Marian var léttara um hjartaræturnar en nálega nokkuru sinni áður á æfinni. Hún treysti hjálpinni og hjálpin kom henni svo vel, er hún var svo einmana. Hún fekk traust á þessum gamla manni, málrómurinn, limaburðir hans, vingjarnlega augnaráðið og djarfmannlega höfðingja látbragðið, alt vakti það traust hennar. Furstinn gekk inn í litlu, fátæklegu stof- una og átti fult í fangi með að komast að hægindastólnum. Hann hncig niður í hann með þakklætis og viðhafnarlegu andvarpi, en svitinn stóð í dropum á sköllótta enn- inu á honum. Hann þurkaði hann af sér með afarstórum vasaklút og dró þungt andann. »Þetta er fullkomið gufubað«, sagði hann, másandi í stólnum. Þér verðið, vina mín, að senda eftir hárskera, til þess að baða á mér höfuðið, eða, ef þér viljið það síður, þá gefið þér mér ögn af rauða víninu, sem stendur þarna á matvæ!aborðinu.« íslenzkt smjör selur fyrir peninga Jóhann Vigfússon. Þér, háttvirtu viðskiftamenn, sem skuldið verzlun okkar undirritaðra og engin eða lítil skil haf- ið sýnt á þessu ári, eruð hérmeð vinsamlegast beðnir að borga skuldir yðar fyrir næstkomandi nýár, eða að öðrum kosti semja um þær við okkur fyrir 15. desember n. k. þeir, sem eigi verða við þessum tilmælum okkar og hvorki borga eða semja um skuldir sínar fyrir áðurgreindan tírna, mega búast við lögsókn, á sinn kostnað, straks úr nýári. Eins og að undanförnu tökum við 6 % af öllum skuldum sem standa yfir nýár. Oddeyri 11. des. 1904. Kolbeinij & Ásgeir Haustull °g prjónasaum kaupir Carl Höepfners verzlun HÆSTA VERÐI. góðir fiskimeni) geta kornist að góðum kjörum á fiskiskipum undirritaðs rneð því að semja sem allra fyrst við Sigoa/da Jórsfeinsson á Akureyri. Rjúpur o, haustull kaupir hæsta verði Jóh- Vigfússor). Húsið 37 í Aðalstræti er til leigu frá 1. janúar næstkomandi. Semja má við Jakob Gíslason, St. Sigurðssoi) & E. Gunnarssoi) hafa ákveðið að selja álnavöru og glisvarning með niðursettu verði nú í næsta mánuði. — Notið nú tækifærið meðan það býðst nú í jólaösinni. — Von er á nægum vörum þessa daga með »Kong Inge«. íslenzkar vörur eru hér einnig borgaðar mjög vel. Komið og reynið. Akureyri 25/n 1904. Steján Sigurösson & S'inar Sunnarsson. Otto Monsteds dansKa smjörlíki ER BEZT.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.