Norðurland


Norðurland - 03.12.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 03.12.1904, Blaðsíða 2
Nl. 38 Vér Norðlendingar og Austfirðingar verðum að krefjast þess að gagnfræða^ skóli vor njóti fulls jafnréttis við gagn- fræðadeild Rvk.skólans og við megum ekki láta það viðgangast að réttur bæði nemenda hans og kennara sé svo hrap- arlega fyrir borð borinn, eins og hér hefir verið sýnt. Slíkt hlýtur að verða skólanum til stórhnekkis. 7rá útlöndum. Kaupmannahöfn 12. nóv. 1904. Englendingar og Rússar. Loksins varð úr því, sem heimur- inn var lengi tregur til að trúa, að Eystrasaltsfloti Rússa fór á stúfana og hóf för sína til Austurheims. En ekki var hann langt kominn áleiðis, fyr en hann vann þau hervirki, er næstum samstundis urðu fræg um gervalla jarðarkringluna, og við Iá, að bökuðu sjálfum honum fjörtjón og hefði hvorki meira né minna en ver- aldarstríð í för með sér. Aðfaranótt laugardagsins 22. ókt. var fjöldi enskra botnvörpunga við fiskiveiðar í Norðursjónum, þar er heitir að Garnocock og Greatnorson. Veður var bæði hvast og dimt. Alt í einu sást til fjölda stórra skipa. Fiski- mönnum varð starsýnt á dreka þessa að vonum, en sem þeir nú skoðuðu þá, sló skyndilega birtu á þá af Ijós- sendlum hinna rússnesku herskipa, og sáu þeir þá nokkura tundurbáta bruna til þeirra. Rétt á eftir var hafin skot- hríð á þá. Botnvörpungar gáfu merki um, að þeir hefðu ekki stríð í hyggju og að þeir væru friðsamir og saklausir menn. En Rússar skeyttu því engu. Rigndi kúlunum frá fallbyssukjöftum Rússa um 20 mínútur — og var eng- inn af bátunum óskaddur eftir þetta þrekvirki. Einn báturinn gaf merki um, að hann væri í háska staddur, og var hann að sökkva. Þar var véla- stjórinn særður í brjóstið, höndin skotin af einum skipverja. Uppi á þilfari láu Hkin af skipstjóra og einum skipverja og voru höfuðin skotinn af báðum. Líkin voru tekin og skipshöfn var bjargað og alt flutt á önnur skip. Rússar skýra þessar hermannlegu aðfarir sínar á þá Ieið, að þeir hafi séð 2 tundurbáta, er lögðu að skip- um þeirra og þóttust þeir sjá þar gínandi fallbyssukjafta. Héldu þeir, að þar væru komnir féndur þeirra, Japanar, og drógu þá ekki að skjóta á kauða þessa. — Þeir segja, að það hafi alls ekki verið ætlun sín að gera botnvörpungum mein. — En >púðrið« í sögunni er nú það, að það voru rússneskir tuudurbátar, er eitthvert herskip Rússa sá og hugði vera jap- önsk. Þessir tundurbátar voru á flakki kring um flotann til varðgæziu. Skutu þeir því á eigin báta sína, er svöruðu þessari vinsamlegu kveðju í sama tón, því að þeir hugðu, að þar ættu þeir við Japana, og vöruðú sig ekki á því, að þeirra fioíi væri að senda þeim þessi vinsamlegu skeyti. Alexandra Bretadrotning var á ferð í Norðursjónum nótt þessa, og ef svo hefði ekki viljað til að skipi hennar hefði seinkað vegna þokunnar, er var á, þá hefði hún eirimitt verið á sama tíma á sama stað, sem Rússar frömdu hryðjuverk sín á, og þess er getið, að hún hefði verið innan skotmarks rúss- nesku kúlnanna. Þegar fréttin um þetta tiltæki Rússa barzt til Englands, gerðust þar æsingar miklar og öll brezka þjóðin fyltist harmi og hamslausri reiði í garð Rússa fyrir þessi glæpsamlegu óþokkaverk. Blöðin sum reru og öilum árum undir og spöruðu hvorki þung orð né stór í garð Rússa. Var og ekki annað sýnna um eitt bil, en að þessum voldugustu stórþjóðum í heimi lenti saman. Rúss- ar drógu alt á langinn í fyrstu, sem þeir eiga vanda til, er svona ber undir, en við það espaðist Bretinn. Sendiherra Rússa í London var í Þýzkalandi, þegar þessi tíðindi gerð- ust, en fór þegar til Lundúna. Múgur manns var á járnbrautarstöðinni, þar sem hann kom til ba;jarins og æpti að honum. — Loks varð það þó að samningum, að alþjóðagerðadómstóll skyldi skipaður til að rannsaka og dæma mál þetta — og skulu bæði Rússar og Bretar hlíta dómi hans. Austræna stríðið. Ornsta við Shaho. Eg endaði þar síðast, er Rússar höfðu haft hinar hræðilegustu ófarir við Jentai, og gat víst frétta þeirra, er borist höfðu um það, að Kuropatkin væri umkringdur af Japönum með nokkurum hluta liðs sfns. En þær reyndust ekki sannar. Eftir orustuna hörfuðu Rússar undan, en við ána Shaho námu þeir staðar og réðust á Japana og tókst þar með þeim hörð og mannskæð orusta 17— 18 okt. Veitti Rússum víst betur 1' fyrstu og gerðu margir Rússavinir hér í álfu mikið úr sigri þeirra, en hann reynist heldur rýr á endanum, Rússar ekki fengið áunnið annað en það, að þeir náðu fáeinum fallbyssum og að Japanar fóru eitthvað ofurlítið undan. — Er gert mikið orð á því, hversu hermennirnir hafi verið þreytt- ir og þrekaðir eftir þessa orustu. Síðan befir lítið borið til tíðinda inni í Mansjúríulandi. Engin stóror- usta hefir síðan verið háð, en marg- ar smáorustur, sem ekkert sögulegt hefir gerst við. Port Arthur ófallin enn þá, en nú er víst hver dagurint) síðastur fyrir henni. Það verður ekki annað sagt en Stössel hershöfðingi verjist með mestu hreysti og hugprýði. Kona hans er þar í víggirðingunni með honum, og er mjög látið af dugnaði hennar og skörungsskap. — Það hafði heyrst, að Japanar ætluðu sér að taka borgina á fæðingardegi Japanskeisara, er bar upp á 2. þ. m., en ekki varð nú úr því. Hafa voðasnarpar atrennur verið gerðar að borginni daglega nú um alllangan tíma, enda hefir Japön- um orðið mjög ágengt og sverfur æ meir og meir að Stössel, en hann er seigur og ekki auðunninn. — Nú segja allra síðustu fréttir, að Stössel og Nogi, hershöfðingi Japana við Port Arthur, séu byrjaðir að semja um, að Rússar gefi vígið Japönum í hendur, en eng- ar sönnur vita menn á því, þegar þetta er skrifað. * * * Alexejev heimkominn til Pétursborgar og tekið með miklum fögnuði. * * * í sumum héruðum á Rússlandi þyrp- ast ungir menn burt úr landinu, til að koma sér undan því að verða sendir austur á stríðsstöðvarnar. * * * Einn af allra helztu stjórnmálamönn- um Frakka, Jaurés, foringi frakkneskra jafnaðarmanna, hefir ritað grein í blað sitt um ófriðinn, þar sem hann skorar á þing þjóðanna að hlutast til um, að hætt verði manndrápunum í Austur- heimi. * * * Roosevelt er endurkosinn forseti Bandaríkjanna með miklum meiri hluta atkvæða til næstu fjögra ára. Parker, forsetaefni »demokrata«, sendi Roose- velt heillaósldr sínar, er hann þakkaði. Roosevelt hefir lýst yfir því, að hann muni ekki oftar gefa kost á sér við forsetakosningar. Róstur og áílog á þingl Frakka. Það hitnar stundum á þingi Frakka meir en góðu hófi gegnir og ekki sízt nú, er stjórnin lemur á klerkum og kirkju. Mætir stjórnin allsnarpri mót- spyrnu af hendi þjóðarsinna (National- ista) og klerkanna. Hafa þeir gert fjöl- margar atrennur að því að steypa ráða- neytinu af stalli og eru óþreytandi að því að fitja upp á nýjan leik. Vanalega hafa mótstöðumenn stjórnarinnar þá bardagaaðferð, að fyrst byrja þeir á Combes forsætisráðherra. Þegar þeir hafa farið halloka í viðskiftum sínum við hann, freista þeir, hvort þeir fái ekki unnið á André hermálaráðherra. Er klerkum og kirkuliðum nokkurn veginn jafnilla við báða þessa menn. Combes vinnur að því með ötulleik og dugnaði að uppræta áhrif kirkj- unnar í skólunum, og hefir orðið mik- ið ágengt í því efni. Nú berst hann og fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. André neytir allrar orku til þess að bægja klerkum og klerklegum anda burt úr hernum. Aður en André tók við yfirstjórn hersins, réðu þeir hcrshöfðingjar þar mestu, er voru bæði einveldissinnar eða lýðveldisféndur og klerklega sinn- aðir. Há embætti voru vart veitt þeim hershöfðingjum, er voru lýðveldissinnar. I hershöfðingjaskólunum gerðu menn sér far um að koma inn hjá þeim klerklegum anda og hugsunarbætti. Af þessu hefir lýðveldinu verið mesti háski búinn. André hefir með öllu móti reynt að kippa þessu í lag. Hann hefir sópað þeim hershöfðingjum á brott, sem eru lýðveldinu fjandsamlegir, en skipað em- bættin frjálslyndum lýðveldismönnum. En honum hefir verið borið á brýn að beita ofmikilli hörku í þessu efni og að hann neytti miður drengilegra bragða til þess að hafa njósnir af trúarjátning hershöfðingjanna í póli- tískum efrium. Það er t. d. fullyrt, að »frímúrara«-deild ein semji skrá yfir skoðanir þeirra, og að þeir einir hækki í tigninni, sem eru lýðveldis- sinnar. Um þetta var nú gerð fyrir- spurn á þingi Frakka nýlega og átti þá að reyna að fella André, en það tókst ekki. Eftir atkvæðagreiðsluna réðst einn af þingmönnunum að hon- um óvörum og sló hann í andlitið með því afli, að hann,.féll um með- vitundarlaus. Forsætisráðherrann var þar nærstaddur, hljóp til og tók hann og lét falla í fang sér. Lenti næstum allur þingheimur í áflogum með ópum og óhljóðum og hverskon- ar gauragangi. Aður en þingfundi var slitið, var samþykt, að banna skyldi þingmanni þeim, er gerði frumhlaupið á hendur André og Syveton heitir, að fást við þingstörf. Nýlega eru útkomin bréf frá norska skáldinu Henrik Ibsen, er skýra líf og rit þessa mikilmennis á ýmsan hátt, og ættu allir Ibsensvinir á Islandi að íá sér þau. Fyrsta bindið kostar 5 krónur. Síðara óútkomið, en kcmur út allra næstu daga. \ Búnaðaríélag íslands. Trjástöðin á Akuteyrí hefir fengið frá því 500 kr. styrk. — Trjástöðin hefir verið undir stjórn Norðuramts- ins, en haft styrk af Búnaðarfélagi ís- lands. Vill Búnaðarfélagið að Ræktun- arfélag Norðurlands taki Trjástöðina að sér, en væntanlega styrkir þó Bún- aðarfélagið Trjástöðina áfram, nema Ræktunarfélagið fái meira fé til um- ráða. Renslu fyrir eftirlitsmenn nautgripa- rœktarfélaga vill Búnaðarfélagið setja á stofn í Reykjavík í vetur. Búist við að kensluskeiðið sé 4 vikur. Félagið veitir námsmönnum héðan að norðan einhvern styrk til þess, en viil að um- sækjendur séu búfræðingar eða gagn- fræðingar. Þeir sem vildu sinna þessu ættu sem fyrst að snúa sér til forseta félagsins. Einar Helgason ráðanautur dvelur erlendis í vetur, til þess að kynna sér sáningu, áburðartilraunir, landbúnaðar- verkfæri o. s. frv. A mjólkurskóla Hvítárvalla eru nú 10 námsstúlkur. Þó er fyrirsjáanlegur bústyruskortur. Rjómabúin nýstofnuðu, hér nyðra, þurfa því hvað mest um það að hugsa að tryggja sér bústýr- ur fyrir fram. Mjólkurskólinn er undir stjórn Búnaðarfélagsins, en auk þess hefir það styrkt 2 eða 3 bústýrur til náms í vetur á mjólkurbúum 1' Dan- mörku. Sýningu á landbúnaðarverkfœrum hef- ir félagið nú í Reykjavík. Verkfærin, sem sýnd eru, eru talin upp í »Fjall- konunni«; þar er og getið um verð á þcim ýmsum. Sérstaklega er hrósað hlekkjaherfi, er notað er sem slóði, til að mylja áburð á sléttum túnum, kostar 26 kr. Slík hlekkjaherfi hafa annars verið notuð í mörg ár hér á Norðurlandi, á stöku heimili, t. d. Möðruvöllum í Hörgárdal og gefist mjög vel. — Frá Ólafsdal eru þar mörg verkfæri, hestareka, veltiherfi, ristuspaðar, o. s. írv. Eftir Sigurð Sig- urðsson járnsmið á Akureyri er þar strengivél til að strengja með gaddavír; er talið að hún muni kosta 12 kr. Kjípur á vírinn kosta sér í lagi 3 kr. og töng til að glenna hann sundur 3 kr. Herfi er þar og eftir Sigurð járn- smið. — Frá Siguröi ÓLafssyni á Hellu- landi í Skagafirði er Ijár lueð áfastri grind, sem á að safna heyinu ssman úr ljáfarinu, í múginn. Hentugastir á sléttu mýrlendi. Mjólkurfötur af nýrri gerð eru þar og. Sigurður Sigurðsson ráðunautur hefir fundið þær upp, ætl- aðar til þess að mjólka ær í. »Allar úr blikki, með ágætu loki, sem sáld er í. A að mjólka ofan í sálditia«. Frk. Jónína Sigurðardáttir frá Drafla- stöðum hefir í vetur styrk af félaginu til umgangskenslu í matreiðslu í Eyja- fjarðar og Þingeyjarsýslum. Námsskeið- ið er að eins '/2 mánuður eða rúmlega það. Hefir hún nú kent á Halldórssiöð- um í Kinn og Varðgjá í Eyjafjarðar- sýslu. Nemendurnir voru 14 í fyrra skiftið en 18 í hið stðara. Næst kenn-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.