Norðurland


Norðurland - 10.12.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.12.1904, Blaðsíða 2
Nl. 42 Einar Jónsson, myndhöggvari frá Galtafelli, hefir nýlega Iokið við mynd eina. Hefir merkur listfróður danskur maður, skáldið Viggo Stuckenberg, skrifað stutta grein um hann í »Poli- tiken« 5. þ. m. og fer hlýjum orðum um hann og hælir listgáfu hans. Segir hann, að það sé einkennileg Iist í þessari síðustu mynd hans, er hann hefir ekkí sýnt ennþá. Grfsk kona, með stirðum eða næstum því stirnuðum limaburði, tekur upp Medúsuhöfuð, er starir með stórum, brostnum augum. Á myndin að tákna alt hið gamla (Klassicismen), sem æ gengur aftur í fögrum listum og treður þær sem mara. * * * Frú Stefanía Ouðmundsdóttir, leik- konan reykvíkska er hér í borginni um þessar mundir og er við leikæf- ingar hér á leikhúsum. Hér er og Árni Eiríksson í sama skyni. Þau sýndu list sína í íslendingafélagi svonefndu hér fyrir skömmu, ásamt ungfrú Elínu Matthíasdóttir og þótti mönnum mikið til frúarir.nar koma og fanst mjög um list hennar. Danskur blaðamaður, Sven Paulsen, ritaði um leikmensku þeirra í Berlingi og lýkur miklu Iofsorði á leik- snild frúarinnar. Segir, að hún hafi verið yndisleg og menn skyldi ekki ætla, að hún væri leikkona á litlu leikhúsi á afskektri ey. Islenzkan þykir honum fagurt, hljómþýtt og kraftmikið mál og segir, að hún minni stundum á ítölsku. * * * Pá ritar einhver »Reykvíkingur« í Pólitíkina >bréf frá íslandi*, heldur ó- viðfeldið Danasmjaður. Er og ekki sparað að hlaða Iofi á ráðherrann fyr- ir afrek hans og stjórnvizku og svo mikið hefir bréfritaranum fundizt til um ræðu ráðgjafans, að hann hefir haft fyrir því að fræða Dani um hana, og alt lof hans um alla þá Dani, er eitt- hvað hafa verið við ritsímamálið riðn- ir, svo sem Hage fjármálaráðherra, lík- lega fyrir það, að hann gekk á vits- muni við Hannes, er hann lét hann (d: H. H.) afsala sér öllu valdi til að ákveða um verð á símskeytum landa í milli. Og svo er norræna ritsímafé- laginu ekki gleymt, enda væri það líka annaðhvort, þar sem því hefir tekizt að draga mál þetta á langinn meir en hálfa öld og gat ekki með nokkuru móti hliðrað sér hjá og skotið því lengur á frest. En annars virðist ekki vanþörf að minna þá menn á það, sem nú skjalla Dani hvað ákafast, ao sannur bróðurkærleiki og hlýtt vináttuþel hefir frá upphafi alda aldrei verið alið af smjaðri eða flaðri og mun aldrei verða. Heimkoman. Svo heitir leikur sá, er Leikfélag Akureyrar hefir leikið hér í 2 kvöld. Leikurinn er vandað listasmíði, tilkomu- mikiíl en jafnframt nokkuð örðugur viðfangs fyrir leikendur, sem ekki hafa nema litla æfingu í ment sinni og fá- um leikendum á að skipa. Það mun því hafa verið með háltum hug að þeir réðust í að sýna Ieikinn. Þeim mun ánægjulegra er það að geta sagt það, að leikendunum tekst mjög mynd- arlega. Kraftarnir hafa vaxið við örð- ugleikana. Allir leika sxmilega, en flestir vel. Vilh. Knuðsen hefir stærsta verkefnið og jafnframt það örðugasta. Yfirleitt fer hann mjög vel með það, sumstaðar ágætlega. Hann leikur heim- komna soninn, Robert Heinecke. Gamla Heinecke leikur Páll Jónsson. Er að því góð skemtun og sýnilega hefir hann allmikla hæfilegleika. Lothar Brandt og Trast greifi eru og vel leiknir; það gera þeir Halldór Gunn- iaugsson og 0. G. Eyjólfsson. Og ekki leikur kvenþjóðin lakar en karlmenn- irnir. Frú Halldóra Vigfúsdóttir leikur frú Heinecke og gerir það prýðisvcl. Fröken Margrét Valdimarsdóttir leik- ur 01mu. Henni er svo margt vel gefið til leikmentar, að æskilegt væri að hún ætti kost á að sjá meira af henni en hér er kostur á. Fröken Friðrika Valdi- marsdóttir kann vel að haga sér á leiksviði, en er of ungleg í þessum leik. Frú Svafa Jónsdóttir leikur vel, en stundum heyrist ekki eins vel til hennar og æskilegt væri. Leikur þessi á það skilið að menn sæki hann vel. Enginn mun sjá eftir þeim aurum er hann ver til þess að horfa á hann og leikendurnir eiga all- ir Iof skilið fyrír að sýna hann og þökk bæjarbúa. % Hæstaréttardómur var kveðinn upp 26. október þ. á. í máli, er staðið hefir yfir um nokkur undanfarinármilliumboðsstjórnarVaðla- umboðs og Jóns Jónssonar bónda á Munkaþverá. Mál þetta er svo til kom- ið að sumarið 1897 voru miklir vatna- vextir í Eyjafirði; barst þá leir og sandur yfir mikið af engjum jarðar- innar Munkaþverár; skemdir þessar voru svo metnar til eftirgjaldslækkun- ar, samkvæmt lögum 12. jan. 1884 og var lækkunin metin kr. 52.78 fyr- ir það ár. Þessa lækkun vildi umboðs- stjórnin ekki taka til greina, en á- búandinn Jón Jónsson hélt upphæðinni eftir þegar hann borgaði eftir jörðina. Fyrir þessar sakir bygði umboðsmað- ur Jóni út af jörðinni og jafnframt var höfðað mál á móti honum fyrir vangreiðsluna. í héraði var málið dæmt 14. aprfl 1900 og var Jón þar sýkn- aður af kröfum sækjanda og málskostn- aður látinn falla niður. Landsyfirrétt- ur dæmdi í málinu 15. apríl 1901 og var Jón þar dæmdur til að borga þess- ar kr. 52.78, skyldi hann hafa fyrir- gert ábúðarréttinum og borga 80 kr. í málskostnað. Hæstiréttur hefir nú komist að þeirri niðurstöðu, að matsgjörðin hafi farið fram samkvæmt lögum, 12. jan. 1884 og með því að umboðsstjórnin hafi ekki gert tilraun til þess að hrekja hana, með því að láta yfirmatsgjörð fara fram, samkvæmt 34. gr. laganna, beri að álíta svo að krafa Jóns sé réttmæt. Samkvæmt þessu er Jón dæmdur sýkn af kröfum landssjóðs, málskostn- aður fyrir undirrétti og yfirrétti á að falla niður, en landssjóður að greiða Jóni 200 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti og borga auk þess 10 kr. til justitskassans. Mannaláf. Síra Arnljótur Ólafsson í Sauðanesi andaðist 29. oktoberm. — daginn eftir jarðarför konu sinnar, frú Hólmfríðar Þorsteinsdóttur. Hann var fæddur 21. nóv. 1823 og var því nær ári eldri en áttræður er hann Iézt. Aðaldrættirnir í lífsstarfi hans eru kunnir þjóðinni og allir munu hafa verið samdóma um það, að hann hafði verið hinn mesti gáfumaður og hitt líka að þekking hans hafði verið meiri en alment gerist. Einangrun hans frá mentalífi landsins og umheimsins gerðu það þó eðlilega að verkum, að hennar naut ekki í þjóðlífi voru jafnvel og annars hefði mátt vera. Sjálfsagt má búast við því að ná- kvæmlega verði gerð grein fyrir starfi .'ians og sérkennileik í einhverju af tímaritum vonim. Ræktunarfélag Norðurlands. »Norðurland« vonast eftir að geta, áður en lahgt um líður, flutt bending- ar frá Sigurði skólastjóra, samkvæmt árangrinum af tilraununum. sem gerð- ar voru í Tilraunastöðinni í sumar. Félagsstjórnin vill koma á fastri deildaskipun í sveitunum og hefir ný- lega sent út bréf um það til félags- manna. í bréfi þessu hvetur stjórnin menn til þess að stunda meira rófna- rækt en nú gerist. Eitt hið þýðingar- mesta atriði til þess að efla rófnarækt- ina er að menn alment færu að sá f vermireiti og hefir nú Ræktunarfélag- ið ákveðið að heita verðlaunum á næsta ári fyrir að koma upp vermireitum. Til þess komið geti til greina að veita verðlaun, mega vermireitakassarnir eigi vera minni en 40 þumlunga breiðir og 60 þumlunga langir og má uppsker- an af hinum gróðursettu rófum eigi nema minna en 7 tunnum. Verðlaunin verða einhver nauðsynleg garðyrkju- verkfæri 10—20 kr. virði. I ársskýrslu félagsins þetta ár verður prentaður leiðarvísir um rófnarækt. Ræktunarfélagið hefir ennfremur sent út verðlista yfir verkfæri, girðingaefni, fræ, plöntur og tilbúin áburðarefni, er það býðst til að útvega félögum sínum á næsta ári. Þeir sem ekki hafa verðskrá þessa í höndum, ættu að leita eftir henni hjá fulltrúum Ræktunarfé- lagsins frá síðasta aðalfundi félagsins. Verkfærin sýnast vera mjög ódýr og ættu bændur því að gera sér far um að verða við tilboði félagsins. Tilbúnu áburðarefnin eru áætluð svo : Superfosfat 20 % Fosfórsýra 100 pd.kr.4,35 Thomasfosfat 14% — — — 3,35 Klórkalium 48% Kalí — — 9,35 Kaliáburður 37 °/o — — — 7>00 Kainit i2°/o — — — 3.25 Chilcsaltpétur 15 % Köfnunar- efni...............— — 11,35 Brennisteinssúrt Ammoniak 20 % Köfnunarefni.........— — 13,4° Stjórnin tekur fram, að til þess að notkun tilbúinna áburðarefna komi að tilætluðum notum, þurfi að gera til- raunir með hver efni vantar sérstak- lega í jarðveginn, og býðst félagið til þess að gefa hverjum þeim, er óskar þess, leiðbeiningar um hvernig á að haga þeim. Ef menn samt vilja nota áburðarefnin, áður en búið er að gera tilraunir, þarf að bera öll efnin á, og ræður stjórnin til að blanda þeim þannig. Á vallardagsláttu, sem vaxin er með punttegundum: 200 pd. Superfosfat 20 pct. Fosfórsýra, 100 pd. Chilesaltpétur 15 pct. Köfnunarefni, 50 pd. Kaliáburður 37 pct. Kalí. Á vallardagsláttu í holtum, scrn hafa verið plœgð, herfuð og á að sá í höfrum eða grasfræi. 300 pd. Superfosfat 20 pct. Fosfórsýra, 100 pd. Chilesaltpétur 15 pct. Köfnunarefni, 50 pd. Brennisteinssúrt Ammoniak 20 pct. Köfnunarefni, 100 pd. Kaliáburður 37 pct. Kalí. Á 100 [_] faðma af rófnagörðum. 35 pd. Superfosfat 20 pct. Fosfórsýra, 70 pd. Kainit 12 pct. Kalí, 12 pd. Brennisteinssúrt Ammoniak 20 pct. Köfnunarefni, 6 Chilesaltpétur 15 pct. Köfnunarefni. Á 100 ? faðma af jarðeplagbrðum. 40 pd. Superfosfat 20 pct. Fosfórsýra, 25 pd. Kaliáburður 37 pct. Kalí, 12 pd. Brennisteinssúrt Ammoniak 20 pct. Köfnunarefni, 8 pd. Chilesaltpétur 15 pct. Köfnunarefni. \ Iðnaöarmannafélag hafa handiðnamenn hér á Akureyri stofnað nýlega. I félagið hafa þegar gengið rúmlega 50 iðnaðarmenn. Fé- lagið hefir samið sér lög og kosið sér stjórn. Oddur Björnsson prentsmiðju- eigandi er formaður, Sigtryggur Jóns- son timburmeistari ritari, en Dbrm. Friðbjörn Steinsson bóksali er féhirðir. Tilgangur félagsins er: 1. »að efla félagsskap og framfaraviðleitni iðnaðarmanna í Akureyrarbæ og nágrenni. 2. að styðja að þvi', að nýtir iðnaðarmenn alist upp, og að styrkja efnilega nemend- ur til uianferða, og tií menningar á ann- an hátt. 3. að hlynna að því, að innlendur iðnaður festi dýpri rætur, en nú er, í þjóðfélaginu. 4. að hlutast til um, að nýjar iðngreinar verði stofnsettar á Akureyri. 5. að styrkja ýms framfarafyrirtæki bæjar- félagsins." Árstillag í félaginu er 2 kr. en inn- göngueyrir 2 kr. Ætlast er þó til að þeir greiði ekki inngöngueyri, sem ganga í félagið fyrir nýár. Karlmannasöngfélagið »Hekla«, hér á Akureyri, er herra Magnús Einarsson veitir forstöðu, hélt samsöng á Hotel Akureyri 8. þ. m. Yms vandasöm lög voru sungin og fór söngurinn mjög vel fram, enda vel tekið af áheyrendum. Fríöur Magnúsdóffir kona Stefáns Sigurðssonar búfræð- ings hér á Akureyri, 32 ára, andaðist á sjúkrahúsinu 7. þ. m. eftir mjög stutta legu. Hafði þjáðst af langvarandi heilsuleysi. Nýkomin til Höepfners verzlunar ágæt epli. Joh. Christensen. og PRJÓJMASAUJVl hausfull kaupir hæsta verði Jol). Vigfússoi). Til jólanna mr vindlar -m með verksmiðjuverði. Flestir kaupmenn hér selja nú vindla frá mér. Verða seldir í smáum köss- um (25 — 50 stk.). Eru beztu og ódýrustu vindlarnir, sem fást í bænum. Ágæt JÓLAQJÖF. Otto Tulinius. Sigurður Halldórsson Arngrímur Sigurðsson, dánir 1904. ? Hlægjandi mun eg helveg troða* þannig kvað forðum þengils hlýri, þá er eldhrannir ógurlegar geistust yfir höfuð gylfa ríkum. Gekk þannig brosandi mót gnöpum öldum, helgrimman svip þó sýndist bera: hraustmennið, góðmennið hugumprúða: Sigurður frá Grund í Svarfaðardal.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.