Norðurland


Norðurland - 17.12.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 17.12.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 12. blað. } Akureyri, 17. desember 1904. Vér leyfum oss að boða til úhnenns fundar fyrir Akureyrarkaupstað til þess að ræða um betri tilhögun á bóka- safni í kaupstaðnum. Vér óskum þess að fundurinn \ᣠí ljós: 1. Að nauðsynlegt sé, að útlánsdögum sé fjölgað. 2. Að nauðsynlegt sé, að Iestrarstofa sé sett á stofn við safnið, þar sem menn geti fengið merkustu tímarit og nýútkomnar bækur. 3. að bæjarfélagið vilji leggja til safnsins árlegan styrk, til móts við Norður- amtið og landssjóðinn. 4. Að notendum safnsins verði, ef það reynist nauðsynlegt, gjört að greiða árstillag, er þó eigi sé hærra en 1 kr. Vér munum leggja það til, að fundurinn kjósi nefnd manna til þess að: 1. Taka það til íhugunar, hvort eigi sé hægt að útvega safninu betra húsnæði. 2. Fara þess á leit, að fyrirhugað sýslubókasafn Eyfirðinga verði sett í samband við safnið, sem deild af því. 3. Fara þess á leit, að bókasafn gagnfræðaskólans verði sett í samband við bókasafnið, sem deild af því. 4. Til þess að öðru leyti að bera fram og koma í framkvæmd ályktunum fundarins. Fundurinn verður haldinn þriðjudag 20. desbr., kl. 7 síðdegis á „Hotel Akureyri". Akureyri 11. desember 1904. JónA.Hjaltalín. JónNorðmann. Matth.Jochumsson. Frb.Steinsson. Guðl. Guðmundsson. M. Kristjdnsson. Stefdn Stefánsson. SigurðurHjörleifsson. Fr. Kristjánsson. V. Sigfásson. Kr. Sigurðsson. Joh. Christensen. Otto Tulinius. Sigurður Sigurðsson. Sigtryggur Jónsson. Guðm. Hannesson. Gddur Björnsson. 2>ókasöfn og lestrarsalir handa alþýðu. Á síðari árum hefir töluvert mikið verið rætt utn skóla hjá oss Islend- ingum. Vér höfum fengið nokkura fræðslu um það hve langt menning- arþjóðir heimsins eru komnar í skóla- málum og hjá oss hefir vaknað löngunin til þess að feta í fótsþor stórþjóðanna í þeim efnum. Pó því fari fjarri að trúin á skólana og nyt- semi þeirra sé enn orðin svo almenn hér í landi sem þörf er á, miðar oss þó áfram í skilningi á þeitn. Aftur er þjóðinni enn harla lítið kunnugt um annað af helztu menn- ingarfærum stórþjóðanna, en það eru bókasöfn og Iestrarsalir, sern allir eiga greiðan aðgang að. Meira en hálf öld er liðin síðan stórþjóðir Norðurálfunnar og Vesturheims hófu starfsemi sína til þess að korna þeim á legg og hafa þau náð frábærlega tniklum þroska. Ekki er því líkt, að úr þessum þroska sé farið að draga. Jafnfratnt því sem bókasöfn þau vaxa árlega, sem áður voru sett á stofn, eru og enn árlega stofnsett ný al- þýðubókasöfn m eð lestrarsölumog eru mörg þeirra hinar veglegustu bygg- ingar, með mörgum hundruðum þús- unda af bindum. Sveitarstjórnirnar leggja til þeirra fé, ríkið leggur þeim styrk, meiri eða minni, og auðmenn veraldarinnar og mentavinir keppast um að gera þau sem bezt úr garði og jafnframt sem nytsamlegust öll- um þorra manna. í fyrstu var bókasöfnum og lestr- arsölum handa alþýðu einkum kom- ið upp í stórbæjunum. En ekki hefir verið látið sitja við það. í smábæj- um og til sveita eru lestrarsalir og bókasöfn kornin upp. í ýmsum ríkj- um eru þau tekin til mælikvarða fyrir mentun og menningu íbúanna. Peir þykja síður með mönnum telj- andi, er ekki hafa haft dáð til þess eða framtakssemi, að koma þeim á fót. Hugmyndin um bókasöfn og lestr- arsali handa alþýðu er komin frá enskumælandi þjóðunum. Það var nálega samtímis íEnglandi ogBanda- ríkjunum, að farið var að vinna að því, að koma þeim upp. Fyrsta spor- ið er það talið, að löggjafarþingið í Massachusetts leyfði Bostonbúum að leggja á sérstakan skatt til þess að koma upp bókasafni. Á Englandi tókst William Ewart að fá það gert að lögum 1850, að bæjarstjórnum væri heimilt að Ieggja á sérstakan bókasafnaskatt, er eigi mátti vera hærri en '/2 penny (penny=7!/2 eyrir) af hverju sterlingspundi af árstekjum bæjarins. Síðan hefir löguin þessurn verið breytt og skatturinn hækkað- ur upp í heilan penny. Svo telst til að hver einstaklingur borgi að með- altali 36 aura í bókasafnaskatt. Sérstaklega er það tekið fram, að þar sem sveitarfélögin séu fátæk, sé skatturinn að jafnaði hærri að tiltölu. Þetta sýnir hve vænt hinum fátæk- ari borgurum þykir um bókasöfnin, að þeir vilja leggja á sig töluverð gjöld fyrir þau, enda eru þau eink- uin þeim ætluð. Þess var áður getið að auðmenn veraldarinnar hefðu gefið stórfé til bókasafna. Árið 1895 taldist svo til í Bandaríkjunum að auðmenn þar í landi hefðu gefið til þessara bóka- safna um 70 milljónir króna. Fræg- astur þeirra og stórgjöfulastur er Andrew Cornegie. Hann einn hafði þá gefið yfir 20 milljónir kr. til þeirra. Eftirtektaverð saga er sögð um það hvernig á því stóð að hann gaf alt þetta fé til bókasafna. Þegar hann var bláfátækur drengur í Pittsburg hafði maður einn þar í bænum veitt ungum drengum ókeypis aðgang að bókasafni sínu, en í því voru um 400 bindi. Hafði hann þá strengt þess heit, að ef hann yrði nokkurn- tíina fjáður maður skyldi hann verja fé til þess að koma upp bókasöfn- um handa alþýðu, er menn hefðu aðgang að ókeypis og reyna með því að veita fátækum ungum mönn- um sama gagn og ánægju sem hann hafði haft af þessu bókasafni. Yfir höfuð hafa byggingar bóka- safna oft verið reistar af samskotum bæjarbúanna. Yfirleitt er það nú viðurkent, eink- um meðal enskumælandi manna, að bæði ríkið og sveitarstjórnir eigi að sjá fyrir bókasöfnum þessum, á sama hátt og ríki og sveitarfélög sjá fyrir skólunum í landinu. Formælendur bókasafnanna segja, eins og satt er, að það beri litla á- vexti að ríkin verji tíma og pening- um til þess að kenna börnunum að lesa — ef það svo, þegar skóla- náminu er lokið, sjái ekki ungling- unum fyrir því að þeir hafi, síðar meir, eitthvað það að lesa, er þeim geti orðið gagn og fróðleikur að. Bókasöfn þessi hafa líka verið nefnd „skólar fullorðna fólksins". Þá hefir verið bent á það hve afarmikla þýðingu þau hafi fyrir bjargræðisvegina í löndunum. Ríkin og sveitarfélögin styðja atvinnuskóla þá, sem ætlaðir eru til þess að bæta atvinnuna og þá er líka eðlilegt að þau styrki bókasöfnin. Frá þeirn berst út veigamikil þekking á iðn- aðargreinunum, þangað leita iðnað- armennirnir til þess að afla sér fróð- leiks og upplýsinga um þau efni, er þeir hafa mesta þörf á í hvert skifti. Það þykir svara kostnaði að verja fé til þess að bæta þær vinnu- vélar, er menn þurfa að vinna með, og þá ætti það ekki síður að borga sig að bæta það aflið, er vélunuin á að stjórna, vitsmuni mannanna. Ógurleg breyting hefir orðið í heiminum á síðustu hundrað árum. Einna stórfeldasta breytingin er sú, að valdið yfir málum þjóðanna hefir fluzt úr höndum einstakra manna yfir til fjöldans; sífelt þokar að því takmarki að einstaklingar þjóðfélags- ins hafi setn jafnastan réttinn. Full- trúar þjóðfélaganna geta því ekki látið sér standa á sama um hvernig | IV. ár. einstaklingarnir eru undir það bún- ir að nota þennan rétt. Þekkingin eflir dómgreind mannanna, gerir þá bæði víðsýnni og djúpsýnni; því er líka því fé vel varið, sem varið er til þess að auka þekkinguna með bókasöfnum og lestrarsölum. Eins og sjá má af auglýsingu sem prentuð er hér fremst í blaðinu, hafa 17 borgarar hér í bænum boðað til almenns fundar, til þess að ræða um betra fyrirkomulag á bókasafni hér í bænum. Þetta er gert af tilfinning- unni fyrir því, að bækurnar verða mönnum ekki að þeim notum sem þær gætu orðið, ef fyrirkomulagið væri hentugra og jafnframt í því trausti að borgarar bæjarins muni vilja glaðir bera lítilfjörleg álög, til þess að bætt verði úr þessum vand- kvæðum. Á síðasta þingi var sýslufélögun- um boðinn 100 kr. styrkur móti jafnmiklu fé frá sýslubúum til þess að koma upp sýslubókasöfnum. Þó ekki sé um meira fé að ræða, getur þetta orðið að miklu gagni, ef þjóð- in hefir dug og framtakssemi til þess að færa sér þetta boð vel í nyt. Um þessi sýslubókasöfn verður væntan- lega talað ýtarlegar hér í blaðinu áður en langt um líður. X Ferð Hólasveina um Skagafjörð til búnaðarathugana. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal, var hafin athugunarferð um Skagafjörð af kennurum og lærisveinum skólans á fimtudaginn 3. þ. m. kl. 7U2 um morguninn. í förinni voru kennararnir þrír og 49 lærisveinar (einn var veik- ur og því heima). Fórum vér fyr- ir utan fjöllin vestur yfir Hrísháls, fram Viðvíkursveit, Hofstaðasókn og Blönduhlíð, yfir Héraðsvötnin, sumir hjá Grund á ferju, en hinir hjá Ökr- um á svifferjunni, yfir Hólminn sunn- anverðan að Reykjarhólsgarði, þaðan út Langholt að Sauðárkróki, síðan austur yfir Héraðsvötn við ósinn, og þaðan sem leið liggur heim að Hól- um og komum þangað um háttatíma næsta sunnudag. Þeir staðir, sem vér gerðum athug- anir á, voru : Hofstaðir, Framnes, Þver- á, Frostastaðir, Flugumýri, Djúpidalur, Víðivellir, Réttarholt, Víðimýri, Reykj- arhólsgarður, Litla-Seila, Marbæli, Páfa- staðir, Reynistaður, Hafsteinsstaðir, Sauðárkrókur, Helluland og Vatnsleysa. Veður var bjart og gott alla dag- ana, svo vér nutum útsýnisins svo vel sem hugsanlegt var á þessum tíma árs, enda fanst oss mikið til um hinn hreina og þýðlega svip Skagafjarðar. Athugunum var hagað þannig, að lærisveinunum var skift í þrjár deildir. Voru kennararnir formenn fyrir sinni deildinni hver. Hverri deild var svo aftur skift í flokka, sem hver hafði

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.