Norðurland


Norðurland - 17.12.1904, Blaðsíða 4

Norðurland - 17.12.1904, Blaðsíða 4
Nl. 48 PRJÓJNJASAUJVI o, hausíull kaupir hæsta verði Jóh- Vigfússon. Sjóvetlingar bezt borgaðir hjá Otto Tiilinius. Nyíí! Nyffl f*eir; sem vilja panta hinar nauð- synlegu þvottavélar, lesi sér til leið- beiningar 7. tölublað af yfirstandandi árg. Norðurlands. Síðan um göngur s. 1. haust hefir verið hjá mér hestur, rauðgrár að lit, járnaður á premur fótum, klárgengur að eg held, á að gizka 6 vetra með mark: stúfrifað liægra. Eigandi vitji hans sem fyrst og borgi um leið áfallinn kostnað. Qásum 10. des. 1904. Björn Jósefsson. AAAAAAAAAAAAAJH.AAAAAA W slenzk frímerk i ▼VT’rVTTVTT'rVTVTTVTVVV J kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. Julius Ruben, Frederiksborggade 14, Köbenhavn, K. t>akkarávarp. Það hefir dregist alt of lengi fyrir mér að flytja þeim opinbert þakklæti mitt og konu minnar, sem hafa gefið mér eða hjálpað eftir að eg fótbrotn- aði við brunann á Sauðakoti í fyrra vetur. Nefni eg þá fyrst höfðingshjónin Kristján Jóhannesson og Karólínu Jóns- dóttur á Nýhól á Fjöllum, sem hafa gefið mér 60 kr. í peningum. Ennfremur var skotið saman handa mér á Akureyri og Oddeyri og urðu þau samskot 83 kr. Þá tóku þau skipstjóri Jón Magn- ússon á Upsum og kona hans Rósa Þorvaldsdóttir aí okkur barn í tvo mánuði meðan eg var á sjúkrahúsinu á Akureyri. Alt þetta bið eg góðan guð að launa þeim á þann hátt sem hann sér þeim hagfeldast og bezt. Snænesi á Upsaströnd 10/i2 1904. Jón Gíslason. Böggull fannst milli Oddeyrar og Akureyrar 12. p. in. með olíuföt- um í. Ritstjóri Norðurlands vísar á þann er geymir. Otto Monsteds dansHa smjorlíki ER BEZT. Skósmíðaverkstæöi höfum við undirritaðir sett á fót á Húsavík og tekur það að sér alt smíði og aðgerðir er að skófatnaði lýtur. Alt fljótt og vel af hendi leyst. Húsavík 1. desember 1904. Bjarni Benediktsson & Þórður Ingvarsson. Nýkomin til Höepfners verzlunar Joh. Christensen. Til jólanna mr vindlar -m með verksmiðjuverði. Flestir kaupmenn hér selja nú vindla frá mér. Verða seldir í smáum köss- um (25 — 50 stk.). Eru beztu og ódýrustu vindlarnir, sem fást í bænum. Ágæt JÓLAQJÖF. Otto Tulinius. Mustads ? _________ m smjöriíki ? er bezta smjör- líki, sem hingað flyzt, og fæst hjá flesfum haup- mönnum. Nægar birgðir HANDA KAUPMÖNNUM í allan vetur og vor hjá Otto Tulinius. Lífsábyrgð. Það er tilfinnanlegt tjón, sem Eyjafjörður eða nærsveitirnar hafa orðið fyrir undanfarandi ár hvað snertir skiptapa hér úr firðinum og hið mikla manntjón, sem af því hefir hlotist. Eitt af þessum slysum kom fyrir í vor s. 1., þegar skipið wKristján" fórst með allri skipshöfninni. Þetta er ómet- anlegt tjón og tilfinnanlegast fyrir fámennar sveitir; en dálítið er hægt að draga úr hinum báglegu afleiðingum, sem slík slys hafa oftast í för með sér (í efnalegu tilliti). Það eru lífsábyrgðarfélögin, sem gefa kost á því að bæta upp gildi mannsins að nokkuru leyti með því að tryggja ættingjun- um vissa fjárupphæð. Ef menn viija íhuga þetta, þá hljóta þeir að viður- kenna nauðsyn lífsábyrgðarinnar og skoða það sem skyldu gagnvart sér, ættingjum sínum og þjóðfélaginu í heild sinni að vátryggja sig. Eg vil geta þess, að einn af hásetunum á „Kristjáni" hafði nýlega trygt sig í lífsábyrgðarfélaginu „Standard"; var hann búinn að borga fyrsta árs iðgjald kr. 29.80 og fá nú ættingjarnir úrborgaðar 1000 kr. Þó þetta sé ekki stór fjárupphæð, þá er það talsverður styrkur fyrir efnalitla foreldra, eins og hér eiga í hlut, og þetta litla dæmi ætti að verða hvöt fyrir aðra — að þeir dragi ekki Iengur það sem nauðsynlegt er fyrir sérhvern mann: að tryggja líf sitt. Lífsábyrgðarfélagið „Standard" bendir á sig sem eitt af hinum elztu og beztu félögum heiinsins. Virðingarfylst H. Hinarsson. Steinolíumótorinn „D-A-N“ er bezti mótorinn. Umboðsmaður hér er OTTO TULINIUS. Hausíull °g prjónasaum kaupir Carl Höepfners verzlun HÆSTA VERÐI. Sæll vertu nú, Jón minn, sagði Sveinn úr sveitinni, þegar hann mætti J. kunningja sfn- um úr bænum á götunni. Get- urðu sagt mér hvar hægt er að fá beztar og ódýrastar Jólagjafir hérna í bænum núna? J. það held eg nú. S. í einhverri nýrri verzlun vænti eg? J. já, það er hjá honum Magnúsi Þórð- arsyni, Hafnarstræti 19. Þar kaupa að minsta kosti allir Jólagjafir núna. S. þakka þér fyrir upplýsinguna, og vertu nú sæll, eg fer þangað. ».NorÖurland“ kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, U/2 dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.