Norðurland


Norðurland - 24.12.1904, Side 1

Norðurland - 24.12.1904, Side 1
RÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 13. blað. Akureyri, 24. desember 1904. IV. ár. Bókasafnsfundurinn, sem boðað var til hér á Akureyri af I 7 borgurum bæjarins, var haldinn á Hotel Akureyri 20. þ. m. Til fundarstjóra var kosin Friðrik Kristjánsson kaupmaður, en skrifari var Ingólfur Bjarnarson sýsluskrifari. Aðalframsögu málsins fyrir hönd fundarboðenda hafði bæjarfógeti Guð- laugur Guðmundsson. Eftir ítarlegar umræður um málið, sem einkum lutu að því hver nauðsyn bæri til þess fyrir Akureyrarbæ að tryggja sér gott bóka- safn framvegis og að fyrsta skilyrðið fyrir því væri, að koma upp tryggum og góðum geymslustað handa bókun- um voru tillögur fundarboðenda (sbr. fundarboðið í síðasta blaði) bornar upp lið fyrir lið og þær allar samþyktar, með öllum meiri hluta atkvæða. Til þess að hafa í hendi allar fram- kvæmdir málsins var kosin þriggja manna nefnd og hlutu kosningu Guð- laugur Guðmundsson, Stefán Stefáns- son og Guðmundur Hannesson. Á fundinum var leitað samskota til byggingar bókasafnsins og var þegar lofað 640 kr. af 22 gefendum. Loforð þessi voru bundin því skilyrði að Akur- eyrarkaupstaður haldi framvegis rétti til þess að nota bókasafn Norðuramts- ins og að það verði varðveitt óskift í kaupstaðnum. Óneitanlega er þetta laglega byrjað. Sjúkraskýli á Eskifirði. Fyrir góða forgöngu héraðslæknis- ins, Friðjóns Jenssonar, hefir þar orðið mjög myndarlegur undirbúningur til sjúkraskýlisstofnunar. Héraðslæknirinn vakti fyrst máls á þessu síðastliðið sumar og tóku héraðsbúar hans þvf fagnandi. Nefnd var kosin til þess að veita málinu forstöðu og koma því í framkvæmd. Nefndin er nú þegar búin að safna innanhéraðs um 2500 kr. og gerir sér von um álitlega við- bót til vors. í öllu þessu læknishéraði eru um 1500 manna og er það til ekki lítils sóma fyrir svo fáment læknishérað, að hafa farist þetta svona mannlega. Því fremur er þetta lofsvert sem það er kunnugt, að undanfarin ár hafa verið héraðsbúum fremur erfið fjárhagslega. Manni verður að hugsa til síldaráranna góðu þar eystra, um og eftir 1890, þegar allir vasar voru fullir af gulli, hve létt mundi þetta þá ekki hafa veitt? Og jafnframt verður manni að hugsa til allra þeirra góðu ára, er liðið liafa yfir þetta land, hver ógrynni mætti ekki vera búið að gera, til þess að gera þetta land byggilegra, ef tæki- færin hefðu verið notuð, hæfilega miklu af þeim gróða, er landinu hefir borizt, varið til eflingar menningarinnar? S Á jólum IQ04. Stafa frá stjörnu storðar börnum enn þá blessaðar barnafingur; sjáið ljós loga um Iága jötu — Jesú jólaljós jarðarstráum! Bjartara, bjartara yfir barni ljúfu hvelfast Guðs hallir á helgri nóttu; og herskarar himinbúa flytja Guðs föður frið á jörðu. Hlustar húm, hlusta þjóðir, hlusta helheimar, hlusta uppsalir; hlustar hvert hjarta, pví að heimi brennur ein óprotleg ódauðleg prá. . . Hlusta heimur, svo heyra megir enn pá in yndælu englakvæði; vakið dauðans börn, dveljið ekki, sjáið yfir Líbanon ljós Guðs hjarta! . . . En peim hersöng annar svarar, en peim ljóma eldar mæta: Austar, austar ógnir boða heiftir helvítis heimsins pjóðum. Drepinn kveðst úr dróma drekinn forni, en blóði rignir á berar pjóðir. Hlóð eigi Níðhöggur í nítján aldir á misseri meiri valköst. Leika með líf manna leiftratundur sem prumuveður í purru laufi. Hristast heimslönd; hvað er til ráða? — spyr fold felmtruð —mun fjandinn laus? . . Mana eg pig Níðhöggr, að í návíg gangir við Ijósvald vorn og leiðarstjörnu! Hrósa skalt ei happi, heyrðu spá mína: aldrei muntu hærra haus pinn bera! Lítt veistu pað, að lúður Drottins pjóðum að peyta pér er falið! Blás pú betur! blás inn síðasta lúðurhljóm yfir lífs og dauðum! Drúpa dróttir, Drottinn Kristur, syndugra sálna sólarljómi! Ljá oss, lávarður, lítinn fingur, læg pann helstorm og heimi gefðu frið píns föður og fögnuð jóla! Jíiatth. Jochumssort. Alla þá miklu og einlægu hluttekningu, sem okkur hefir verið sýnd í sjúkdómf og við dauða Sæmundar litla sonar okkar — og nú síðast í dag við jarðarför hans — þökkum við hér tneð af hjarta. Akureyri 20. desbr. 1904. Sigríður Sœmundsson. Geir Sœmundsson. EnsK bóK um fornfræði. íslandsvinurinn W. P. Ker. háskóla- kennari í Lundunum, hefir aftur ritað um fornnorrænan (og ísl.) kveðskap og bragfræði. The dark Ages (hinar dimmu aldir). Bókin er um skáldskap hinna ýmsu Evrópuþjóða á miðöldum og er »lærð« mjög, en þó skarplega rituð og skinsamlega. Það er einkenni enskra fornfræðinga, að þeir leita eftir samanhengi í öllum andans fyrirburð- um, jafnvel hinna ólíkustu þjóða Norð- urálfunnar, því að þeir skoða álfuna í þeim efnum eins og heild, og mun hár- rétt. Tungurnar stía þjóðunum minna sundur en margir hafa ætlað. Allar andlegar hreyfingar fljúga í loftinu fjallasýn og finna forgöngumenn hér og hvar. Og þótt form og búningur gjörist með ýmsu móti, eftir skapferli og hlutföllum þjóða, má ávalt búast við og finna eitthvað áþekt og skylt hjá sama aldarhætti, hvar og hvenær sem athugað er. Þessari skoðun fylgir prófessor Ker. Hinum nýju skoðunum þeirra Sievers, Finns Jónssonar, og fl. virðist höfundurinn að fylgja um elztu hætti (svo sem ljóða- og fornyrðislag, samstöfur og hljóðþunga). Er sumt af því athugavert; ætla eg rangt sé að »slá föstu< vissum tilbreytingum hátta hjá fornskáldum. Þar leiðast menn of mikið af Háttatali og hótfyndni Snorra, en stundum af hárfínum þýzkum »kóla<- röksemdum. Hið sannara mun vera, að f elztu háttunum (í Eddu) eru á- herzlur og samstöfur alt á reiki og óbundið. Próf. Ker lýkur enn miklu lofsorði á forfeður vora og bókfræðilega snilli þeirra. Hann tekur fyrstur manna vel og ljóslega fram þann merkilega sann- leik, að elztu höfundar vorir hófu ekki að rita bækur á sínu máli af því að þeir kunnu ekki latínu og latneskan rithátt, heldur höfnuðu þeir þeirri tungu og þeirri list og lærðu eigin rithátt. Það kallar próf. Ker kraftaverk og kemht svo að orði: »íslendingar höfðu ærið nóg ítf öðrum fróðleik en sögu- efni sfn; þeir voru menn kristnir og stunduðu sömu hugsjónir og þjóðversk- ir menn og franskir. En ekki verða íslenzku bókmentirnar síður kraftaverk fyrir það. Kraftaverkið verður bersýni- legast þegar þess er gætt, að hættan,

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.