Norðurland


Norðurland - 31.12.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 31.12.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, laeknir. 14. blað. Jónas Hallgrímssoi) Kvöldskemtun verður haldin á ný- ársdagskvöld kl. 8 á Hotel Akureyri og verður öllum ágóðanum varið til minnisvarða Jónasar Hallgrímssonar. Aðgöngumiðar fást í dag hjá J. Dahl- mann og Jóh. Viglússyni. Mentamál. >ísafold< flytur 26. þ. m. grein eftir Þ. Egilsson í Hafnarfirði um mentamál. í grein þessari koma fram svo afar einkennilegar skoðanir á þessu helzta velferðarmáli voru, og að mínu áliti svo rangar, að eg tel nauðsyn á að andmæli gegn þeim komi úr sem flest- um áttum. Um grein þessa er það fyrst að segja, að hún er fjarri því að vera svo vel rökstudd, sem sæmir góðrí ritsmíð. Á einum stað farast t. d. höf. orð á þessa leið: »Að skólaskylda sé ó- hafandi hér, er svo ljóst, að það þarf ekki útskýringar við.« Fyrir þessari staðhæfingu sinni færir höf. heldur ekki eina einustu ástæðu, sem er heldur ekki við að búast eftir orða- laginu að dæma. Það er vitanlegt, að ef þetta væri öllum fullljóst, þá þyrfti það ekki útskýringar við. En nú hlýtur höf. að vera það ljóst, að sumir þeirra manna, er rækilegast hafa um menta- málið hugsað og borið það ríkast fyrir brjósti, telja skólaskyldu alveg óhjá- kvæmilegt skilyrði þess, að alþýðu- mentun taki verulegum framförum hjá oss. Og fyrir þessu hafa verið færðar allgildar ástæður. Að sjálfsögðn var það því skylda höf., að leitast við að hrinda þessum ástæðum, en færa rök fyrir sinni skoðun, reyna að sannfæra þá, er á annari skoðun eru; en stað- hæfing lík þessari, sem slegið er fram án nokkurrar rökfærslu, hefir ekkert gildi. Þá er höf. algerlega andstæður hugmyndinni um fjölgun alþýðuskóla, telur stofnun þeirra ókleifan kostnað og fé því, er til þess yrði varið, alveg á glæ kastað. Alt þetta er illa eða nálega ekkert rökstutt. En svo segir höf. skýrum orðum, að íslendingar séu orðnir nógu ment- aðir. >Það er ekki skortur á andlegri mentun, sem stendur íslendingum fyrir þrifum,* segir hann. Nú er það alkunnugt, að aðrar þjóðir verja árlega stórfé til að öðlast meiri andlega mentun en áður var. Flestir vitrustu og beztu menn heimsins telja einmitt skort andlegrarmenningar aðal- lega standa mannkyninu í heild sinni fyrir þrifum og margir þeirra verja allri sinni æfi og öllum sínum kröftum til rannsókna um, hvernig andleg menn- ing þjóðanna verði efld á hagkvæmast- an hátt. En svo kemur Þ. Egilsson skyndi- lega með þá nýju kenningu í Isafold, að vér íslendingar séum komnir á Akureyri, 31. desember 1904. nægilega hátt mentunarstig og að þjóðþrif vor tækju engum framförum, þó mentunin ykist í landinu, og alt þetta er framsett án þess nokkurar sannanir eða skýringar fylgi. Furðu mikla skammsýni virðist þurfa til þess að mynda sér þá skoðun, að skortur andlegrar menningar standi oss íslendingum ekki fyrir þjóðþrifum. Að halda fram þeirri skoðun er sama og að segja, að vér séum nægilega félagslyndir, nægilega áhugasamir og nægilega viljasterkir, höfum næga ætt- jarðarást, næga sannleiksást og nægan kærleika, séum gæddir nógu siðferðis- legu þreki o. s. frv., eða er ekki ein- mitt skortur á öllu þessu hið sama og skortur andlegrar menningari1 Hvað er andleg menning annað en efling siðferðisins, styrking allra góðra afla, er í mannsandanum búa? Og er þá nokkurt vit í þeirri skoðun, að þjóð- þrif vor séu ekki háð andlegri mentun, sem þau einmitt byggjast á? Þá hefir Þ. Egilsson ekki mikla trú á skólum í sjóplássum. Um nemendur, er í þá hafa gengið, segir hann, að þeir séu ekkert betur að sér en menn ofan úr sveitum, er á engan slíkan skóla hafa gengið. En af hverju stafar þá þetta? Eg sé ekki betur en höf. sé hér í mótsögn við sjálfan sig. Hann segir að íslenginga skorti ekki andlega mentun, en þó viðheldur þjóðin skól- um, þar sem börnin, eftir dómi höf., læra ekki neitt fram yfir þá, er á eng- an skóla ganga. Er þetta ekki einmitt vottur um mentunarskort, sé það satt? Annars sannar nú þessi samanburður höf. harla lítið um gildi skólanna. Ef þessir menn, er gengið hafa í skóla í sjóplássum, hefðu aldrei notið þar neinnar fræðslu, væri þá ekki hugsan- legt, að þeir hefðu staðið nokkuð að baki þeim sveitamönnum, er höf. ræðir um? Og ef menn komast að raun um, að sjóplássalýður standi á lægra menn- ingarstigi en sveitamenn, er þá ekki nauðsynlegt að rannsókn sé hafin um, hverjar séu orsakir til þessa? Ekki er gott að sjá af hverju Þ. E. dregur þá ályktun, að fastir skólar útrými að sjálfsöpðu heimakenslunni. Ólíklegt er, að heimilin yrðu í fram- tíðinni óhæfari til að veita börnum fræðslu, ef fastir skólar yrðu almenn- ari en nú á sér stað. Afar stórt skil- yrði fyrir góðri fræðslu og uppeldi barna er, að góð samvinna geti kom- ist á meðal skólanna og heimilanna. Að þessu verður að vinna í framtíð- inni. Skólarnir eiga einmitt að styrkja heimilisfræðsluna, lyfta henni á hærra stig; og það munu þeir gera, svo fram- arlega sem allir leggjast á eitt með að gera þá sem bezt úr garði. Af því, sem á undan er komið, þarf eng- an að undra, þótt Þ. E. sé andstæður stofnun kennaraskóla hér á landi. Þess gerist heldur ekki þörf, ef mentun al- þýðu væri komin á nægilega hátt stig eins og höf. umræddrar greinar held- ur fram, en að slíkt sé fjarri sanni, mun fáum dyljast. Höf. virðist reyndar ekki vera því mótfallinn, að kennarafræðsludeild yrði stofnuð við gagnfræðaskólann á Akur- eyri, á sama hátt og kennarafræðslu- deildin í Flensborg er, en þó hún að sjálfsögðu geri nokkurt gagn, mun fjarri því að hún fullnægi kröfum tím- ans. Það er mín föst sannfæring, að þjóðin verði aldrei sannmentuð, fyr en upp- fræðsla og nálega öll meðhöndlun æsku- líðsins yfirleitt tekur stórum stakka- skiftum frá því, er nú á sér stað. Það er hún, sem þarf að umskapast, verða ný og betri. Það er ómótmælanlegt, að meiri hluti þeirra manna, sem nú eru að fást við barnafræðslu hér í landi, hafa nauðalitla þekkingu á því máli er þeir eru að vinna að. Hvað- an hefðu þeir átt að fá hana? Þó er auðsætt, að ekkert verk getur verið ábyrgðarmeira, útheimt meiri þekkingu og skilning, meiri vandvirkni og sam- viskusemi, en fræðsla og meðhöndlan barna. Og eg hygg að ekki sé of langt farið, þó svo sé kveðið að orði, að allar framfarir vorar, öll þjóðþrif, bæði hvað hina líkamlegu og andlegu hlið snertir, byggist einmitt á þessum grund- velli. Þetta ættu allir að gera sér sem ljósast; þá mun mönnum skiljast, hversu afar brýn nauðsyn er á, að stofnaður verði í nánustu framtíð öflugur kenn- araskóli, þar sem þeim, er finna köll- un hjá sér til að gera barnafræðslu að lífsstarfi sínu, verði veitt svo stað- góð þekking að þeir verði vel hæfir til þessa mjög svo þýðingarmikla starfs. Og eg hefi þá von, að frá þingmála- fundum í vor komi fram sterkar á- skoranir til þingsins um að hrinda þessu máli í framkvæmd nú þegar. En um leið og kennaraskóli er stofn- aður, þarf að sjá þeim mönnum, er frá þeim koma, fyrir nægilegu verk- efni, og að þeir geti unnið að starfi sínu undir viðunanlegum skilyrðum. Nú á tímum mun margur, er að barnafræðslu starfar, skoða það verk sem neyðarúrræði er hann verði að hlýta, af því annað betra sé ekki fyrir hendi. Með öðrum orðum, barnafræðsla er nú víða skoðuð sem aukastarí. Þetta er háskasamlegur hugsunarháttur, sem verður að upprætast, því hann eyði- leggur allan áhuga, um leið og hann lýsir fyrirlitningu fyrir þessu starfi. Það þarf að komast inn í meðvitund allra þeirra, sem að barnafræðslu starfa, að verk þeirra sé veglegt og um leið ábyrgðarmikið og að það útheimti manninn óskiftan. Það þurfa allir að komast í skilning um, að kennarar verða að lifa undir svo góðum skilyrðum, að þeir geti gert starf sitt að aðal- starfi. Eg er samdóma Þ. Egilssyni í því atriði, að góðar bækur geti verið beztu umgangskennararnir, þó með því skil- yrði, að þeir, sem þeirra eiga að njóta, hafi nægilega andans mentun fyrir, svo að þeir geti fært sér í nyt þá fjársjóði er góðar bækur hafa að geyma. Þetta eiga einmitt skólarnir IV. ár. að gera að verkum, þeir eiga að undir- búa jarðveginn, hinn andlega jarðveg hjá börnunum. svo hann síðar verði hæfur til ræktunar. En eins og mentun' alþýðu er nú farið, eiga tíðum góðar og gagnlegar bækuf örðugra uppdráttar en þær, sem fánýtari eru og er það ein sönnun þess, hvað það er fjarri sanni, að oss skorti ekki andlega mentun. 21/l2 1904. Ingimar Eydal. Gamanvísur til JW. J., * úr Þingeyjarsýslu. Sæll vertu, séra Smellinn! Sól skíni á »Hæðir« þínar skínandi skeiðflöt grænan skemstu leið austan um Heiði — þó að bálhvassir byljir beri snæ norðan um ægi, rjúki í tívínandi rokum Ránarland upp til stranda. Sendin er sónar-blanda. Sullast úr Bragafulli. Brotsnjór á öllum brautum, brött leiðin Vaðlaheiðar. — Hvar sem fæst, höllu keri hugþokka kaupi eg nokkurn. Sjálfur eg hleif einn hálfan hefi til vináttu að gefa. Dá-vitur, daglangt heitur daglingur fslands bagla! Skallalaus Skáldaspillir, skjót-huga, þungur að fótum; létt-fleygur leiðir brattar, lang-ræður suður á græði; hólk-digur hróðrar-fylkir hæl-kystur veri' þér sælir! Sendlingur. % Fréttir um búnaðarmál. Eins og getið cr um áður hér í blaðinu, hefir Búnaðarfélag íslands á- kveðið að koma á í vetur í Reykjavík námskeiði fyrir eftirlitsmenn nautgripa- félaga. Verður það frá miðjum febrúar til miðs marzmánaðar. Kennarar verða Guðjón Guðmundsson, Sigurður Sig- urðsson og Magnús Einarsson. Kostn- aður við nám þetta er áætlaður 3 — 400 kr. og er þá búist við 6—8 piltum. Til styrktar nemendnm eru áætlaðar 160 kr. Nautgripafélögin, sem senda menn til námsins, fá og nokkurn styrk. Kaupa þarf fitumæli og bækur til kenslunnar. Rjómabúin. Sfðastliðið sumar voru þau 22 starfandi. Af þeim var helm- ingurinn, n, í Árnessýslu, 4 í Rang- árvallasýslu, I í Skaftafellssýslu, 2 { Kjósarsýslu, 1 í Borgarfjarðarsýslu, 1 f Húnavatnssýslu, 1 í Skagafjarðar- sýslu og 1 í Þingeyjarsýslu. Við þessa tölu bætast, búið á Hvítárvöllum og búið í Miðdölum í Dalasýslu, sem byrjuðu á þessu ári. Þá er enn víst um 6 rjómabú ný, sem taka til starfa á næstkomandi vori, 2 í Eyjafjarðar- sýslu, á Möðruvöllum og Þverá, 1 í Suður-Þingeyjarsýslu, í Ljósavatns- skarði og svo þrjú á Suðurlandi. * Sbr. Norðurland, nr. 9, 4. ár,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.