Norðurland


Norðurland - 31.12.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 31.12.1904, Blaðsíða 3
55 NI. Húsbruni á jólanóffinni. Á aðfangadagskvöldi jóla brann til kaldra kola íbúðarhús Björns bónda Jörundssonar í Hrísey, er hann hafði skírt Selaklöpp, og mörgum er kunn- ugt fyrir rausm og híbýlaprýði hús- bændanna. Eldurinn kviknaði uppi á lofti; miklu af innanhúsmunum varð bjargað, en nokkuð af þeim brann. Húsið var vátrygt fyrir 4000 kr., en innanstoksmunir ekki vátrygðir. Tjón eigandans því mikið. Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.) XXVII. Á borðinu stóð flaska með víni frá Eyj- álfunni. Marian helti víninu og sódavatni til belminga í glas. Hún hafði ekki fyr veitt því eftirtekt hve fátæklegt var í kringum hana, en nú varð henni það alt ljóst er hún horfði á þetta stórmenni, er bæði var tígulega klæddur og hafði á sér höfðingja siði. Hún gekk léttilega um gólfið og sagði: >Mér þykir fyrir því hvað tröppurnar hérna eru skelfilegar. Ef eg hefði ekki vitað að að þér eruð vinur Páls —«. »Það gerir ekkert til«, sagði furstinn og tók glasið. »Það vinnur sig fullkomlega upp, að fá að sjá yður hér í stofunni, hér þarf ekkert annað til prýðis, vina mín. Augun yðar og sólskinið, það nægir. Ef eg væri ungur mundi eg koma hér á hverjum degi og heimsækja yður. Menn telja ekki rimarnar í stiganum, sem liggur upp í paradís. Hann var ekki annað en kurteisin sjálf og hann mintist þeirra daganna, frá æsku árum, er hann ástasjúkur hafði hlaupið upp á margt kvistherbergið í Parísarborg. Hann drakk út úr glasinu og setti það svo frá sér og fór svo aftur að tala við hana. Hann studdi sig við göngustafinn sinn, með gullhnúðnum og horfði svo fast á Marian að hún roðnaði. »Svo þér eruð ungfrúin«, sagði hann og kinkaði höfðinu kankvíslega, »og það eruð þér, sem hafið flutt drenginn minn til Englands? Það er yðar vegna að hann hefir svikið vini sína og hlaupíð í burtu frá fósturjörð sinni. Æ, já, vina mín, eg ætti að byrja á því að veita yður ákúrur. Eg ásetti mér fyrst að snupra yður, en nú er eg örbjarga, eins og þér sjáið, — þá það, komið þér og setjist við hliðina á mér, við skulum tala dálítið saman«. Hann benti á lágan stól og hún hlýdd honum, settist nálega við fætur honum. Hún hafði aldrei fyr hitt mann, sem hún hafði jafn einlægt traust á. Hún mintist föður síns, þó nú væri hann fyrir Iöngu dáinn, hvað bækurnar hans voru rykugar og prédikana lestur hans þur, hún hafði aumkvast yfir hann. Fallega andlitið á þessum tígumannlega Rússa, málrómurinn, þýður og Iaðandi og vingjarnlega látbragð- ið hans, alt þetta gerði það að verkum að hún spurði sjálfa sig hvernig líf henn- ar sjálfrar hefði orðið, ef annar eins mað- ur hefði verið faðir hennar. »Þér sýnið mér mikla vinsemd«, sagði hún blátt áfram, það er langt síðan eg hitti fyrir vin. Mér finst stundum að eg muni aldrei hitta neinn. Eg get ekki kallað Pál vin minn, því hann er meira en það. En nú hefir hann skilið mig hér eftir eina. —« Hún roðnaði og þagnaði. Tolma klapp- aði á handlegginn á henni til þess hún næði sér. »Þér þurfið ekki að vera hræddar við að tala við mig«, sagði hann. >Eg þekki sögu yðar, en hún lætur vel I eyrum, er hún kemur frá þessum fögru vörum. Þér kallið Pál ekki vin yðar, því hann sé meira en það og ef hann ekki væri það, þá skyldi eB gera hann arflusan«. Hugrekki hennar fór vaxandi og hún sagði: »Eg elska hann. Hvað sem hann gerir get eg ekki ásakað hann. Hann hefir yfir- gefið alt mín vegna — guð einn veit hvað eg tek mér það nærri, ef það verður ekki honum til gagns. Og þá, hvernig á kven- inaður að svara þeirri spurningu? Hvernig á hún að vita um styrkleik ástarinnar hjá karlniönnunum ? Ef þér og vinir hans óskið þess að hann yfirgefi mig, ef þér haldið að það sé honum fyrir beztu, þá hefi eg engan rétt til þess að setja mig upp á móti því. Það verður mín hamingja að vita að hann verði lánsamur.« Tolma réri óþolinmóðlega fram og aftur á stólnum. Hann hafði komið til þess að ná arfþega sínum úr þeirri gildru, er hann hugði að hann væri í. Hann hafði komið til að sannfæra Pál um að þessi kona væri loddara kvensnipt, svikakvendi, verkfæri í hendi ensku stjórnarinnar. Til þessa hafði hann farið alla þessa leið frá Parísarborg til Lundúna og þegar hann fór af stað hafði honum fundist að þetta væri ofur auðgert verk. Hann taldi sér trú um að enginn maður þekti bctur kvenþjóðina cn harjn og hann var dálítið hreykinn af því með sjálfum ser. Hann hélt hann mundi hitta bróðurson sinn með einhverri vika- stúlkunni hjá njósnarliði Norðurálfunnar, dansmey úr leikhúsi eða konu einhvers féglæfraroanns, er tarið hcfði á höfuðið. En hann hefði ekki þurft að tala við hana nerna örfá orð, til þess að komast að annar: skoðun. »Hún cr cnsk hefðarkorta og hún býr ckki yfir svÍMim,« sagoi hann • við sjálfan sig; »þetta verður vandamál við að eiga.« tók frammí fyrir Marían. »Þið haldið að alt sé leikur — herskip Rússlands og her þess haldið þið. að sé ekki annað en Ieik- fang og þó getið þið látið peninga detta ykkur í hug, eins og það fólk, sem eldra er og ráðsettara.« Snotur og ódýr Kvenbúningur á Qrlmuball er til sölu. Ritstjór- inn vísar á seljanda. — \ ▲▲▲▲▲ ▲▲▲ ▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲▲ slenzk frímerk ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. Julius Ruben, Frederiksborggade 14, Köbenhavn, K. Sölubúð mín verður lokuð frá 1. til 8. janúar. Otto Tulinius. Undirritaður hefir mikið af bréfspjöldum til sölu, alls 11 sortir. Fg vil leyfa mér að leiða athygli póstafgreiðslumanna að því, hve bréfspjöld þessi hafa selst vel, sérstaklega útlendingum, og ættu þau því að vera til sölu á sem flestum pósthúsum. — Séu peningar sendir jafnframt pöntuninni þá fær kaupandi 60%; einnig sendi eg bréfspjöld þessi til útsölu og gef þá útsölum. 25 %, — Útsöluverð á spjöld- unum er 10 aurar pr. stk. _ _ H. Einarssor}. Lífsábypgð. t>að er tilfinnanlegt tjón, sem Eyjafjörður eða nærsveitirnar hafa orðið fyrir undanfarandi ár hvað snertir skiptapa hér úr firðinum og hið mikla manntjón, sem af pví hefir hlotist. Eitt af þessum slysum kom fyrir í vor s. 1., þegar skipið „Kristján" fórst með allri skipshöfninni. Þetta er ómet- anlegt tjón og tilfinnanlegast fyrir fámennar sveitir; en dálítið er hægt að draga úr hinum báglegu afleiðingum, sem slík slys hafa oftast í för með sér (í efnalegu tilliti). Það eru lífsábyrgðarfélögin, sem gefa kost á því að bæta upp gildi mannsins að nokkuru leyti með því að tryggja ættingjun- um vissa fjárupphæð. Ef menn vilja íhuga petta, þá hljóta þeir að viður- kenna nauðsyn lífsábyrgðarinnar og skoða það sem skyldu gagnvart sér, ættingjum sínum og þjóðfélaginu í heild sinni að vátryggja sig. Eg vi! geta þess, að einn af hásetunum á „Kristjáni" hafði nýlega trygt sig í lífsábyrgðarfélaginu „Standard"; var hann búinn að borga fyrsta árs iðgjald kr. 29.80 og fá nú ættingjarnir úrborgaðar 1000 kr. Þó þetta sé ekki stór fjárupphæð, þá er það talsveröur styrkur fyrir efnalitla foreldra, eins 0g hér eiga í hlut, og þetta litla dæmi ætti að verða hvöt fyrir aðra — að þeir dragi ekki lengur það sem nauðsynlegt er fyrir sérhvern mann: ^kkorð. Peir sem kynnu að vilja taka að sér að byggja á næsta sumri, Þing- hús Öngulsstaðahrepps, 14x10 ál. að stærð, snúi sér til undirritaðs, fyrir 14. janúar n. k., sem gefur allar nánari upplýsingar bygging- unni viðvíkjandi. Litla-Eyrarlandi 28. des. 1904. Cinar jlrnason. A uglýsing. Ákveðið er að byggja rjómaskála úr steini við Þverá í Öngulsstaða- hreppi á komandi vori: 14x10 ál. að stærð. Vegghæð 4 ál. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sér verk þetta fyrir ákveðið verð, snúi sér til undirritaðs, fyrir 14. janúar n. k., er gefur nánari upplýsingar. Varðgjá 27. des. 1904. Stefán Stefánsson. að tryggja líf sitt. Lífsábyrgðarfélagið „Standard" bendir á sig sem eitt af hinurrí elztu og beztu félögum heimsins. Virðingarfylst H. Einarsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.