Norðurland


Norðurland - 07.01.1905, Síða 1

Norðurland - 07.01.1905, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 15. blað. j Akureyri, 7. janúar 1905. j IV. ár. Jónas Hallgrímsson t Þann 2. janúar þóknaðist guði að burtkalla okkar elsku- lega einkason cand. phil. Bern- harð Ágúst Laxdal, eftir rúma 1 '/2 árs þunga sjúkdómslegu. Jarðarförin er ákveðið að fari fram laugardaginn 14. þ. m. kl. 12. t>etta tilkynnist hér með ætt- ingjum og vinum. Akureyri, 4. janúar 1905. Rannveig Laxdal. Eggert Laxdal. Brot úr sögu heilbrigðismálanna á Austurlandi. Áður en lögin um skipun læknis- héraða frá 13. okt. 1899 voru sett, var alt Fljótsdalshérað eitt læknishér- að, eins og kunnugt er. Hérað þetta var þá sjálfsagt eitt lang- erfiðasta læknishérað landsins, enda þótt að læknirinn sæti á hagkvæmum stað í héraðinu miðju. Efri hlutinn var því gerður að aukalæknishéraði og stóð svo á fjárlögunum nokkur ár, en eng- inn sótti um það. Fögnuður manna var því almennur, er héraðinu var skift í 2 læknishéruð, og sú heppilega breyting ennfremur gerð, að Borgarfjörður var lagður til úthéraðsins. Og sá fögnuður varð enn meiri er efnilegur læknir »ótti um efra hlutann, Fljótsdalshérað. Læknirinn, sem áður hafði þjónað öllu héraðinu, átti nú að taka við ytri hlutanum Hróarstunguhéraði. Nú væntu menn fastlega, að ýms óþægindi, er hið erfiða læknishérað hafði bakað, væru á enda, og hin nýja læknaskipun mundi þegar bera góða ávexti. En >veiðin var sýnd, en ekki gefin*. Ekki fyrir það, að viðbótin við lækna- kraftana væri eigi mjög mikilsverð, heldur vegna þess, að héraðslæknir Stefán Gíslason neitaði að flytja í lækn- ishérað sftt. Eigi skal því neitað, að Stefán laek- ir hafði að ýmsu leyti orðið hart úti og flutningurinn hefði orðið honum ó- þægilegur kostnaðarauki, en samt er engum blöðum um það að fletta, að það var skylda hans að flytja sig og skylda landstjórnarinnar, að sjá um að hann gerði það. En þrátt fyrir það er hann látinn sitja full 3 ár fyrir utan læknisum- dæmi sitt, þannig settur, að nálega mátti heita frágangssök, að vitja hans úr læknishéraðinu. Þetta dæmi úr stjórnarfarssögu vorri er víst alveg einstakt í sinni röð. Endirinn á þessum þætti sögunnar verður svo sá, að Stefáni lækni er í sumar veitt Mýrdalshérað, og hann flytur þangað alfarinn í septembermán- uði f haust. * * * »Lengi getur ilt versnað« segir hið fornkveðna. Þó að Stefán lxknir sæti uppi á Fljótsdalihéraði var þó ekki alveg ó- mögulegt, að ná til hans, ef tími og efni leyfðu, hann var skyldugur að gegna kalli og kxmu upp drepsóttir skyldugur til að veita læknishéraðinu meira athygli, en ella, beita sóttvörn- um o. s. frv. Þegar hann var farinn mátti ætla að stjórnin gerði sér far um að bæta þau bersýnilegu rangindi er héraðið hefir orðið fyrir og eins mátti búast við, að hún væri svo kunnug staðhátt- um, að hún vissi að víðast af Uthér- aði og úr Borgarfirði ganga 3 — 5 dag- ar til að ná lækni frá Bakka eða Seyðis- firði, ef nokkuð er að færð og að stjórnin hefði með tilliti til þessa, sett sérstakann mann til að þjóna læknis- héraðinu, ef hans hefði verið kostur. Ef til vill hafði stjórnin engan sér- stakan handbæran, sem hún gat skip- að til að þjóna því. Mér er það ó- kunnugt. En annað gat hún þó gert að minsta- kosti. Hún gat falið nágrannalæknunum f Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarhéraði (öðrum er varla að dreifa) að þjóna því. En það hefir hún heldur ekki gert. Þetta Iæknishérað er því algjörlega læknislaust. Enginn læknir er nú sem stendur skyldugur til að sinna sjúklingum hér eða heilbrigðismálum að neinu leyti. Vel geta menn sjálfsagt skilið að kjör sjúklinga f þessu héraði og að- standenda þeirra, eru ekki öfundsverð. Torskilið er það heldur ekki til hvers ástand þetta gæti leitt ef næm- ar drepsóttir kæmu upp í þessu læknis- héraði. En hvernig vér, sem við þetta á- stand eigum að búa, eigum að sam- rýma það við landsföðurlega umhyggju stjórnarinnar. — Það þarf útlistunar við. Bakka i. des. I904. Einar Pórðarson. «««»««« «~T Jónasarkvöldið. Húsfyllir var á samkomunni á ný- ársdag. Síra Matthías hafði ort kvæði um Jónas, er hann las upp, og er það prentað á öðrum stað hér í blaðinu. Þeir Stefán Stefánsson og J. A. Hjalta- lín lásu upp kafla eftir Jónas og síra Matthías flutti fyrirlestur um hann en söngfélagið »Hekla« söng nokkur kvæði eftir hann o. fl. Yfir höfuð þótti skemt- unin góð, ekki sízt samspil þeirra fröken M. Stephensen og Bernburgs. ’i Hátt yfir Dranga stafar ástarstjarna og starir blítt á skáldsins æskudal; en kalt er enn í bygðum héraðsbarna og bert og snautt urn háan fjallasal. Vér ininnumst því á fegri tíma farna, er fossinn hló og brosti jurtaval, og gleðjum sál með gullinstrengjum Ijóða — og göfgum minni listaskáldsins góða. Vakna pú,hérað hans,sem er þinn sómi, og hlýð þú enn á skáldsins guðamál! Vaknaðu,Snæland;íhanshörpuhljómi sló hjarta þitt, og bjó þín insta sál! Fífill og sóley, barr á hverju blómi, hver björk, h vert strá og kalin vetrarnál: vakið og fjöri fyllið strenginn ljóða um fagurmilda listaskáldið góða! Þá skein á hausti skær og blíður dagur, er skáldið góða fæddist vorri sveit; á fjöll og dali færðist sumarbragur, um fjör og yndi dreymdi liljureit, þá söng í lofti svanahópur fagur um sól og alt sem fegurst hjartað veit, því fæddan vissi fræga svaninn ljóða við fjörðinn Eyja: listaskáldið góða. Um haust hann fór úr fátæklegum garði, og föðurlands, en hitti dýran sjóð, er síðan óx og varð að yndisarði, sem öldum saman nærir heila þjóð. Því lands síns Bragi varð hann fyr en vaiði. Þá vöktu fólkið stór og máttug ljóð, Öfgar í y\ldamótum 1903. Eftír Ouðmund Friðjónsson. Síra Friðrik J. Bergmann hefir nú sent 13. árg. Aldamóta út í veröldina og er margt gott í ritinu enn sem fyrri. Ritstjóranum fer fram, svo að miklu munar nú, frá því sem áður var, þegar hann hóf ritstörf sín á gelgjuskeiðinu. Rétt er að gleðjast yfir vexti og við- gangi, hvar sem þeir koma fram, og vegsama gjafara góðu hlutanna og skyldi þetta eigi vanrækt, þegar hlut á að máli þessi góði eldkveykjumaður og ágæti ljósberi í vestrinu. Eg nefni ljós og eld, því að ritstjóri Aldamóta er alt af að blása að eldi trúar og kærleika. Hann eggjar landa sína lögeggjan, til þess að færast í menningaraukana og seilast æ lengra og hærra eftir »Prómeþevs eilífa eldi«. Mikill munur er á því að hgiia kröft- um sínum til svo ágætrar iðju og á hinu að þyrla mold og milsnu og reginryki í augu alþjóðar. En það er nú, sem alkunnugt er, dagleg iðja margra manna þeirra, sem rita og mæla á þá tungu, sem í munni sumra manna er göfug og gull-falleg. Þó að eg sé eigi jafnan samþykkur skoðunum né kenningum Aldamóta, þá finst mér þó þvílíkt að lesa þau í seinni tíð og að setjast við arineld, þegar kalt er úti. Kærleikur ritstjórans til manna og málefna er svo hugnæmur og hlýr. er heilla alda söng oss sumargróða í siguróði listaskáldið góða. Hugljúfa skáld! hve töfrar oss þfn tunga tneð tignarmildan, engilfagran hreim! Hve slær og dillar ljúflingsljóð þitt unga og landsins hulduspil í strengjum þeim! Þú varpar frá oss víli, neyð og þunga og vekur hjá oss nýjan sólarheim. Hugljúfa skáld! í munarmildum tárum vér minnumst þín að liðnum hundrað árum! Hvað er svo blítt sem blóm á þess manns leiði, sem blessar þannig sína fósturslóð, og dáinn skín sem heilög sól í heiði og hæstum sóma krýnir land og þjóð! Og hvað er fast á fleygu tímans skeiði, ef fölna, skáld, þín guði vígðu ljóð? — Hugljúfi vin, að hundrað liðnum árum þig hyllir ísland mildutn þakkartárum! Á Sjálandsströnd þú sefur undir leiði. Ó, svanur íslands, hvíldu vært og rótt! Vor góði engill báða vængi breiði um beðinn þinn og helgi þína nótt! Og þegar síðast sólin rís í heiði, þá svíf þú fram með nýjan guðaþrótt! En sérhvert vor er sumar lýsir bárum vér sendum blómstur laugað vinar- tárum! Ritstjórinn hefir samið þennan ár- gang að mestu leyti. Nafni hans, sonur Hallgríms biskups, á þar þó ræðustúf um bindindi, undarlega vel saminn um það marg-tugna efni, svo að furðu gegn- ir næstum því. Mannfæðin stendur þjóðinni fyrir þrifum. Einstaklingurinn getur grætt á burtflutningi. En þjóðfélagið gefur ekki grætt, það sem manninn missir. Það hlýtur að tapa og því meira er tapið, sem mannfæðin er meiri. Allar »röksemdir« sem færðar eru og færð- ar verða fram gegn þessum algilda sannleika eru ekkert annað en reyk- ur, bóla og fis, lausung og lýgi. Eg ann einstaklingnum allra þrifa. En eg geri þó hamingju þjóðarinnar hærra undir höfði. Eins og nærri má geta, hefi eg ekki fundið upp þetta púður, að ein- staklingurinn eigi að lúta þjóðfélaginu. Á þessari grundvallarreglu er bygður rétturinn til að krefja hvern mann um þegnskyldu sína til sveitar og lands- þarfa. Landvarnarskyldan er lögleidd og hennar krafist sökum þess, að talið er rétt að fórna lífinu fyrir fósturjörð- ina — lífi einstaklingsins. Trúarbrögðin og höfundar þeirra heimta það, að einstaklingurinn fórni sér (þ. e. kröftum sínum og þægindum) á altari hugsjónar og hamingju heildarinnar. Það væri að vísu stærri hugsjón, að íslendingar gerðust ljósberendur Matth. Jochumsson. ♦♦♦»»♦»♦♦♦ ♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦♦ ♦»♦»♦♦•♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦*» ♦♦♦♦♦♦♦’♦♦♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.