Norðurland


Norðurland - 14.01.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 14.01.1905, Blaðsíða 2
Nl. þá skoðun á oss að vér séum langt á eftir öðrum siðuðum þjóðum, og sjálfir getum vér ekkert af henni lært, því vér sjáum hana ekki. Þeir, sem svo eru gerðir, að þeir eru menn lítilþægir, geta haft það sér til huggunar að vér höfum ekki úr háum söðli að detta hjá heim- inum. % Öfgar í /Vldamótum 1903. Eftir Guðmund Friðjónsson. (Síðari kafli.) Síra Friðrik lætur vaka í veðrinu að peningar séu sendir hingað að vestan. Getur verið að svo sé. — En ekki veit eg til þess í nágrenni mínu. Síra Friðrik er altaf að tala um blóðtöku þjóðar vorrar. Missa er forn- yrði, kvenkynsorð, og er dónaskapur að blanda því saman við annað orð, sem haft er í daglegu máli í alt ann- ari þýðingu. Lítum nú á hvað blóðið er fyrir líkamann. Það er næringarvökvi hans, byggingarefni, viðhalds-kraftgjafi og vaxtarefni. Það er auk blóðvatnsins samsafn blóðkornanna, sem bygga upp og verja lfkamann. Þegar þeim er fækk- að, þá er drepinn vinnulýður hans og landvarnarher. Er nú Fjallkonan of blóðrík? Hefir hún of mörg blóðkornin, rauð og hvít? Því fer fjærri að svo sé. Fjallkonan er áþekk yngismey, sem hefir »jómfrú- gulu« (bleiksótt). Þeirri sýki er þannig háttað, að blóðið er ranglega saman- sett að efnum, rauðu blóðkornin of fá, blóðið of lítið o. s. frv. Hverjum lækni mundi þykja það ráð að taka þessum sjúklingum blóð — fækka enn þá meira starfskröftum og varnarfrumherjum líkamans ? — Engum. Með þessu er því eigi neitað, að einstaklingurinn græði á því að flytja til Vesturheims. Allar lfkur mæla ein- mitt með því. Hvað er líklegra, en að liðsmaðurinn komist að betri kjörum, sá sem fer frá liðlitium hershöfðinga til hins, sem ræður fyrir fjölda liðs, auðugs stórhöfðinga. Síra Friðrik vitnar til stórveldanna. Hann segir að útflutningurinn sé þeim til góðs; hann haldi við jafnvæginu og komi í veg fyrir, eða haldi í skefjum, byltingahug þjóðanna. En hér er alt öðru máli að gegna. Hér er ekki ofþröng á þingi. Hér er ekki byltingahugur né barmafylli í ólgusæ mannfélagsins. Þar er þéttbýli um of. Hér er strjálbýli til mikilla muna. Eg vil minnast betur á áhrífin. Ritstjórinn segir fullum hálsi, að eg hafi »orðið fyrir áhrifum að vestan«, og áður hefir hann Iátið þetta í veðri vaka. Skammlaust hefði eg talið mér þetta, ef satt hefði verið. En af því að þetta er ósatt, vil eg mótmæla því. Þess er þá að geta, að svo mætur maður sem ritstjóri Aldamóta er, þá hefir hann þó ekki fyr en nýlega, eftir að kvæði mín komu út, talað til mfn í þeim tón, sem eg taldi mér rétt að taka til greina. Síra Jón Bjarnason er annar höfuðgarpur landa vorra í Vestur- heimi, þ. e. þess flokksins, sem meira ber á. Hann hefir eitt sinn kveykt á týrunni hjá mér, en Ijós sitt hefir hann eigi látið skína yfir höfði mfnu, svo að 62 mér sé kunnugt. — Sigtryggur Jónas- son er af sumum talinn þriðji höfuð- garpurinn í þeim flokki. Hann hefir víst eigi nefnt mig á nafn opinberlega öðruvfsi en í sambandi óbóta skamma, sem hann hóf að fyrra bragði í minn garð. Stephán G. Stephánsson er vafalaust stórgáfumaðurinn mestur og frumlegast- ur allra Vestur-íslendinga. Líklegt mætti vera, að eg hefði orðið fyrir áhrifum frá honum. — Ritstjóri Aldamóta getur leitað undir Linditrjám sínum að á- hrifum þeim, sem eg hefi orðið fyrir frá Stepháni. Eg ætla að það sé eigi á færi annara manna, að finna þau. Hinsvegar get eg gert þá játningu, að eg hefi orðið fyrir áhrifum frá Ameríku. En það er á alt annan hátt, heldur en síra Friðrik mundi ætla. Tambs sál. Lyche, ritstjóri Kringsjár, og Chr. Collin, kennari í fagurfræði(?) við háskóla Norðmanna, hafa haft á- hrif á mig með ritnm sfnum. En þeir höfðu lífsskoðanir sfnar frá enskumæl- andi þjóðum, Bretum og Vesturheims- mönnum, t. d. Emerson. Hér ber nú að þeim gamla brunni, að vér íslend- ingar höfum náð í sólargeisla menn- ingarinnar sunnan og austan yfir hafið. Nú eru þeir tímar að koma yfir þjóð vora, að málefnin eru að skýrast og hugsanirnar settar á odd. — Mörgum málum má miðla svo, að báðum þeim, sem hlut eiga að málunum, megi dá- vel hugna. En eitt mál er það, meðal margra að vísu, sem eg get ekki miðlað fyrir mitt leyti. Það er málið um vestur- flutning þjóðarinnar. Einn sannleiki er til í því máli og ekki nema einungis einn. Hann er sá, að fsland þarf að halda á ÖLLUM sonum sínum og dœlrum. Síra Friðrik vitnar í prest nokkurn máli sínu til stuðnings og sönnunar. Hann segist hafa talað við ungan, skynsaman, áhugamann og búhygginn sálnahirði í sveit, um árið, þegar hann væri á ferðinni. Þessi prestur bjó á meðal vesalinga. Hann kvaðst hafa brotið heilann um orsakirnar til vesal- menskunnar og loksins fundið ástæð- una fyrir því, að sveitungar hans og sóknarbörn voru á eftir öðrum lands- mönnum, flestum, á menningarbraut- inni. Orsökin var sú, eða átti að vera, að engir höfðu farið til Vesturheims þaðan úr sókninni! »Og nú er eg farinn að starfa að útflutningi — í kyrþey«, mælti prestur. Utflutningurinn kemur róti á fólkið, vekur það af svefnmókinu, »örfar blóð- rásina«, segir síra Friðrik. Mér kemur þetta alt öðru vísi fyrir sjónir. Mér finst framfarahugurinn tœm- ast við þetta. Margir þeir, sem heima sitja og ekki geta farið að svo búnu, ^eggja arar 1 bát sinn. Þeir hugsa sem svo: eg fer, þegar eg get; að minsta kosti fara börn mín á sínum tíma. Réttast er að leggja sem minst á sig. Til hvers er að slíta kröftum sínum fyrir þetta land? Fátæka vesala land! Sama hugsunin kemur fram hjá sum- um prestum vorum, sem sitja á rýrð- arbrauðum. Þeir hressa varla við fjár- hús, aakheldur hús staðarins (bæjar- ins), vegna þess, að þeir sitja um hvert tækifæri, til að komast burt, komast að »feitara brauði*. Brottfarar- hugurínn drepur framfaraandann, hvar sem er, bæði hjá bóndanum og hinum. Þeir menn eru til að vísu, sem hafa svo sterka starfshvöt og göfuga mann- rænu, að þeir slíta kröftum sínum með því augnamiði einu, að einhver hafi gagn af verkum þeirra, hvernig sem alt velt- ur. En fáir eru þeir, sem svo eru ó- eigingj^rnir. Þorvaldur Thóroddsen kallar »Ame- ríku-flanið« »átumein Norðurlands«. Hann er vafalaust kunnugastur allra íslendinga skaða þeim, sem útflutn- ingurinn hefir bakað þjóðfélaginu, þar sem hann hefir ferðast um alt land mörgum árum saman og er gagnkunn- ugur landi og lýð og auk þess glögg- skygn maður og gáfaður, vfðsýnn og þjóðhollur. Þó að síra Friðrik sé vel gefinn, þá er hann samt enginn maður móti Þorvaldi í þessu efni. — Þorvald- ur mælir þessum orðum, eftir að hann hafði ferðast um Þistilfjörð og Vopna- fjörð. En í báðum þeim stöðum hafa jarðir lagst alveg í eyði vegna burt- flutnings til Ameríku — að sögn. Veit eg það að vísu, að fast hefir krept að mörgum útflytjanda, áður en hann fór, fátækt og harðæri. Eg fæ mig ekki til þess að ámæla þeim fyrir tiltekjurnar. Þeir hafa og sjálfsagt grætt á viðskiftunum, sumir hverjir. En það verð eg að segja, að þegar embættis- menn þjóðfélagsins, sem það hefir borið á höndum sér, fyrst gegn um skólana og síðan séð þeim fyrir sæmilegu em- bætti — þegar þeir fara að starfa að útflutningi fólks, fara að svifta þjóð- félagið dýrmætustu eign sinni, — þá fer skörin alveg upp í bekkinn. Slíkir menn eru föðurlandssvikarar og ættu skilið að »visna eitraðir niður í tær«, eins og Hjálmar kvað forðum. í síðasta hefti Eimreiðarinnar segir Jón Krabbe í þaulskynsamlegri grein um skattamál lands vors, að útflutn- ingur fólksins sé »svartasti bletturinn á þjóðinni«. Eg stend ekki einn uppi, Friðrik minn! '4 J'Jýlendusýningiij í Khöfij. Lesendum Norðurlands er það ef til vill kunnugt, að það er í ráði á næsta sumri, að halda sýning nokkura hér f Kaupmannahöfn, er Danir kalla nýlendu- sýning (»Koloni-Udstilling«) Þar á að sýna landslag og atvinnuvegi, fólk og fé frá þeim hluta Danaveldis, er Danir sjálfir kalla nýlendur (Kolonier) eða hjálendur (Bilande), en í þeim hug- tökum fela Danir vestindversku eyj- arnar, Grænland, Færeyjar og ísland. Þar á að sýna blámenn við vinnu sína og skrælingja frá Grænlandi í kofum sínum. Þar eiga Færeyingar að skarta og íslendingar að prýða hópinn, það er að segja ef þeir gerast svo leiði- tamir forgöngumönnum sýningar þess- arar, að þeir ljá sig til þeirra hluta. Hefir forstöðunefnd sýningar þessarar hugkvæmst að fá íslenzkar konur til þess að Ieika þar listir sínar, eða svo herma Hafnarblöðin frá. Sýningarstað- urinn Tivoli, er einhver fjölsóttasti skemtistaður hér f borg. A þessu aðalbóli allra trúða og hverskonar loddaralista hafa áður verið sýndir Kínverjar, Arabar og Hottentottar og »margskonar undarlegar þjóðir«, sem hafa átt sammerkt að því leyti, að allar hafa þær annaðhvort dregist eða slitnað aftur úr siðmenningunni eða þá að þær hafa ekki komist enn þá svo langt á hinni löngu leið breytiþróun- arinnar, að þær séu komnar í töíu siðmentra þjóða. Inn í þenna helgi- dóm á nú að hleypa íslendingum, þar eiga þeir að sýna sig, og er þar skipað á bekk með blökkumönnum og grænlenzkum skrælingjum. Þar eiga þeir að sýna sig við daglega vinnu, að þvf er mér hefir skilist, þar á að sýna híbýli vor og lifnaðarháttu, alt til þess, meðal annars, að gefa Dönum hugmynd um vora fátæku og fábrotnu menning. Og þó að undarlegt megi virðast, þá hafa fáeinir íslendingar gerst til þess að heita hinum dönsku forsprökkum sýn- ingarinnar liðsinni sínu til þess að koma íslendingum á framfæri f þess- ari frfðu sveit. Og það eru menn, sem á almennan og borgaralegan mæli- kvarða eru í röð hinna helztu núlifandi íslendinga, menn, sem sakir stöðu sinn- ar og nafns áttu að vera fremstir í flokki að gæta þess, að þjóð vorri og þjóð- erni væri ekki ger minkun eða hneisa. Þessir menn eru sjálfur ráðherrann, hr. Hannes Hafstein, dr. Finnur prófessor Jónsson og forseti Hafnardeildar hins íslenzka bókmentafélags, dr. Valtýr Guðmundsson, docent og alþm. Mál þetta hefir vakið mikla athygli meðal íslenzkra stúdenta hér í Höfn. Fundir hafa verið haldnir til að ræða það, ályktanir samþyktar í einu hljóði, bæði á dönsku og fslenzku. Hefir hin danska ályktun verið send til danskra blaða og birt í þeim, flestöllum. Is- lenzka ályktunin verður send til allra blaða heima á Fróni og væntanlega birt á þeim, þar sem vér stúdentar mótmælum öllu þessu atferli, er nú hefir verið skýrt frá, og skorum á íslendinga að afstýra allri hluttöku íslands í nefndri sýning. í dönsku ályktuninni var þess fyrst getið, að stúdentafélagið mótmælti því kröftuglega, að ísland væri kallað dönsk hjálenda eða nýlenda. — Mönnum kann nú að þykja svo sem á sama standi, hverjum nöfnum Danir nefni oss ís- lendinga. Og þeim, sem ekki hugsa um annað en að fá eitthvað í askinn sinn, þykir slíkt auðvitað ekki miklu máli skifta. En gáum nú að. Stendur einstaklingunum á sama um það, ef þeim eru valin háðuleg og óvirðuleg nöfn? Þeir, sem vilja rannsaka hjörtu sín og huga um þetta, munu víst kom- ast að raun um, að svo er eigi. Og ekkert er mannlegra. Því að nöfnin ein geta haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Þau geta gefið ramskakkar hugmyndir um hlutaðeigandi menn og komið því til leiðar, að þeim verði skipað á lægra sess í þjóðfélaginu en þeim ber að réttu lagi, samkvæmt hæfi- leikum sínum og eðlisfari, sem er jafn- skaðsamlegt manni og heild. Og eins er þessu farið um þjóðirnar. Enginn hlutur er sjálfsagðari, en að þær gæti þess, að virðingu sinni sé ekki misboðið. Það gengur svo hér í lífi, að ef einhver lætur ganga á hlut sinn í orði eða verki, hvort sem það eru einstakir menn eða ein,stakar þjóðir, að þá hættir náung- anum til að ganga á það lagið, færa sér meinleysið í nyt og troða mann eða þjóð undir tær. Og nú getur víst enginn neitað þvf, að nafnið hjálenda er óvirðingarnafn, og gefur í skyn, að vér íslendingar höfum ekkert stjórn- skipulegt sjálfstæði, sem er svo fjarri öllum sanni, sem framast er unt, eins og allir íslendingar vita. Og orðið ný- lenda er alveg rangt. ísland er ekki og hefir aldrei verið dönsk nýlenda. Það er nú ekki nema skylt að geta

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.