Norðurland


Norðurland - 14.01.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 14.01.1905, Blaðsíða 3
þcss, að í boðsbréfi sýningarnefndar- innar, er ísland hvorki kallað hjálenda né nýlenda. Það er þar gerður munur á íslandi, Grænlandi og vesturindversku eyjunum — á pappírnum. En í öllum blöðum hefir íslandi verið slengt sam- an við þá ríkishluta Danaveldis. En það er með öllu óhafandi. Þó að það sé sorgleg sannindi, að nótíðarmenning vor íslendinga sé á mjög lágu stigi, þá höfum vér samt þá menning, að það getur ekki kal'last annað en að vér séum sm'naðir, ef oss er í orði* skipað á bekk með gersamlega sið- lausum þjóðum, hvað þá heldur í verki. Og þó að sýningarnefndin hafi ekki gert það í orði, þá hefir hún gert það í verki, og það er miklu verra. Því að eí það er ekki smán að skipa þjóð, sem með réttu á að kallast siðuð þjóð, ( sama sess og skrælingjum og svert- ingjnm, villiþjóðum, þá veit eg satt að segja ekki, hvað það er. Vér er- um í verkinu spyrtir saman við þennan lýð, er vér erum sýndir á sama tíma og sama stað sem þeir. Og það tjóar ekki að bera það fyrir sig, að vér sé- um þar út af fyrir oss, eins og gert hefir verið hér í Höfn. Það eru Græn- lendingar og svertingjar lfka. Þjóðirnar eru »sorteraðar< áhorfendum sýningar- innar til hægðarauka. Það má og minna á það, að vér íslendingar höfum ekkert að sýna, er geti gert oss nokkurn sóma. Það hefir áður verið sýnt ýmislegt frá íslandi hér í Höfn, seinast árið 1900, og til þeirrar sýningar þótti Dönum mjög lítið koma. Þess er áður getið, að á hinu fyrir- hugaða sýningarsvæði hafa viltar eða hálfviltar þjóðir sýnt sig eða verið sýndar. Og í sumar á að sýna þar villiþjóðir og vér íslendingar látnir fljóta með. Forstöðukona sýningarinn- ar, frú Emma Gad, aðmírálynja, er borin fyrir því í »Politiken« að það eigi »að drepa upp í skörðin* (fylde op med) með íslendingum og Færey- ingum — og sjá allir, hvað virðulega er um oss talað, ef hér er rétt með farið. Nú er spurningin þessi: Eigum vér íslendingar að lúta svo lágt, að lítillækka oss svo, að vér göngum í félag með þessum þjóðum, er hafðar eru til sýnis, sakir skrælingjaskapar og menningarskorts. Ef vér lítillækk- um oss svo sjálfir, verðum vér seint upphafnir. Því að hver mun upphefja oss, ef ekki vér sjálfir ? Getum vér ekki haft þarfara fyrir stafni en að koma fram hér suður í Kaupmanna- höfn sem félagar slíkra þjóða og gefa öðrum þjóðum ramskakka hugmynd um menning vora og líf. Eigum vér ekki heldur að kosta kapps um að verða þjóð með siðuðum þjóðum en að smána svo þessa menning, sem vér eigum, þjóð- erni vort og sögu, með því að sýna oss á almannafæri í félagi með siðlausum þjóðflokkumf Vér fslenzkir stúdentar í Kaup- mannahöfn höfum gert alt, sem í voru valdi stendur til að varna slíkri óhæfu. Vér mótmælum því, bæði í íslenzkum og dönskum blöðum. Og í alyfirlýsing þeirri, er vér sendum til danskra blaða um þetta mál, gátum * Þess skal getið, að nafnkunnur danskur vísindamaður, dr. Edvard Holm, hefir ritað grein í Berlingsk Tidende nú fyrir skömmu, þar sem hann talar um, að það sé með öllu rangt að hafa orðið hjálenda um oss ís- lendinga, sem hljóti að meiða þjóðernis- tilfinning vora og minni á alt annað en gleðilegt ástand og gleðilega tíma. 63 Nl. vér ekki annað en látið það 1' ljós, að vér hörmuðum framkomu þeirra íslendinga, er heitið hafa stuðningi sfnum til þess, að ísland taki þátt f sýningu þessari. Einkum er það illa farið, að ráðherrann hefir gerst sekur um þetta, hann, sem allra manna mest á að gæta sóma vors út á við. Enn er nógur tfminn til að varna því, að ís- lendingar taki þátt í téðri sýningu, og ætlun þessarar greinar var ekki önnur en sú, að vekja athygli þeirra á því, hve óviðurkvæmilegt sé að gera slíkt. Þess skal að sfðustu getið, að það er hvorki af pólitískum né persónu- legum ástæðum, að vér stúdentar höf- um hafist handa í þessu máli. Menn geta víst fljótt séð, að það getur ekki verið af pólitískum ástæðum, þar sem svo vill til, að foringjar beggja flokka eiga hér hlut að máli (dr. V. G. og ráðherrann). Og mönnum er óhætt að trúa því, að það er ekki af persónulegum ástæðum. Hvorugur þeirra dr. V. G. né dr. F. J. eru ó- vinsælir meðal stúdenta hér í Höfn. Er þetta tekið fram af því, að menn heima virðast eiga svo bágt með að skilja, að menn geti látið annað stjórna framkomu sinni f þjóðarmálum en gagn flokks síns eða sjálfra sín eða ógagn fjandmanna sinna. En þó að sú sé oft raunin á, þá er það ekki í þetta skiftið. Khöfn 9. des. 1904. Sigurður Guðmundsson. X Pegasus. »Sárt ertú leikinn, Sámur fóstril* sagði eg á dögunum. Eg kom út í birting og sá hann Pegasus okkar — þvf ekki á eg hann einn, nafn eiganda han* er legió hér á landi, — sá hann Pegasus, segi eg. Því lík sjón! útrið- in, meiddan í miðju baki og víxlaðan á öllum fótum! Hesturinn draup höfði niður og leit til mín all-raunalega. Hver hefir svo grátt leikið þig, fóstri? segi eg. Þeir Sendlingar, segir hann. Þá hafa þeir ætlað að opna sér nýja Hippokrene eins og húsbóndi þinn Bellerofon, segi eg. Eigi var það, segir hann, heldur hleyptu þeir mér hvor eftir annan á forræði það, er dróttkvœða heitir sext- ánmœlt; hefi eg aldrei í verri klung- ur komið; skyldi eg og sjálfur halda bragtaumunum, en eigi þeir. Eða hvar vissu menn slíku belt við guðborna gæðinga? Sfðan las hesturinn mér allar vísur hans og Sendlinga. Sá eg að klárnum létti heldur við það, enda tók feginsamlega til tuggunnar, er eg bar honum. Eg stóð hljóður og horfði á skepnuna, enda hugleiddi um leið braglýtin á vísunum. En er Pegasus lauk tuggunni, reisti hann sig og gneggjaði svo hátt að mér þótti með ódæmum vera. Hað er nú, fóstri? sputði eg. Það, segir hann, að þeir Sendling- ar drógu dár að mér. Hví þá það? spurði eg. Þeir eru nú »staddir á steddu* og tóku merhryssi eitt fram hjá mér, og yrkja mannsöngva um. Grátum aldregi það, fóstri, mælti eg. Þeir eru ungir menn og léttir enn á kostunum. Nú munum við jafna á þeim, og þó hóflega, enda bíðum þess er báðum verður gott í skapi. Síðan lét eg leiða hestinn á stall og hirða vel, og hét því að hans skyldi betur gæta, að eigi hlypi hann um hávetur norður um heiðar til að sæta hrakningum. M. X Hvernig á ekki aö kveða dróttkvætt? Það á ekki að kveða þær eftir öðr- um reglum en nákvæmlega (0: vís- indalega) er sýnt og sagt í Háttatali Snorra, og fornvísur óaflagaðar hver- vetna sanna. * Hver »vísa« skiftist í fjóra vísufjórðunga, en er öll átta lfn- ur (vísuorð). Hvern fjórðung bindur höfuðstafur saman. Þetta skilja nú allir. En svo er föst regla, að í fyrra vísuorði skuli vera skothendur, en aðalhendur í hinu síðara. Sbr. »Vex iðn. Vellir roðna. Verpr lind. Þrymu snerptir.< í stöku vfsum forn- manna finst að vísu aðalhendingar í fyrra vísuorði (ef eigi eru afbakanir), en aldrei (nema afbakað sé) skothendur í síðara vísuorði fjórðungserindis. Forn- menn botnuðu aldrei vfsu eins og með þessu: »Sjón sparast. Dregur að vori. < Ekki heldur hefðu þeir þolað mér að vilja leiðrétta kveðandina með því að hafa hendingarnar svo: Sjón sparast. Margt er að varast. Hvers vegna? Hljóðnæmi þeirra bannaði, að hend- ingar sömu línu enduðu á alveg sömu endasamstöfu, t. d. »Mál lækkar Hug- sýn stækka/-.« Von hækkar Sjóndeild stækka/-. < Hér eru og sjö samstöfur í vísuorði, en það forðuðust fornmenn að hafa, þótt skáldaleyfi þætti vera, enda tíðkaðist aldrei hjá góðskáldum. Endingin ur var og þá eigi til. Blaðið leyfir eigi fleiri athuganir í þetta sinn. Að yrkja sextánmœlt, ref- hvörf og rekna hætti er eigi heiglum hent og lærist trauðlega framar, svo eigi verði viðvaningsskapur. Matlh. J. X Jónasarkvöldið. »Gjallarhorn< er að punta sig með því, að setja nafn sitt í samband við skemtun þá, er fór fram hér á nýárs- dag og haldinn var til þess að efla sjóðinn til minnisvarða Jónasar Hall- grímssonar, telur kvæði síra Matth. Jochumssonar ort fyrir sig o. s. frv. Rétt er því að geta þess að blaðið átti engan þátt í þessari skemtun á nokkurn hátt. Upptökin áttu þau frú Anna Stephensen og Stefán Stefánsson kennari og mun hann ekki minst hafa fyrir þvf unnið að koma málinu í fram- kvæmd. Bæjarstjórnarfundir. Þriðjudaginn 10. janúar. Lagðir fram reikningar frá Hassel & Tendt yfir slökkvitól þau, er keypt höfðu verið fyrir bæinn og bæjarfógeta falið að taka 3000 kr. lán til greiðslu nefndra reikninga. Samþykt að kjósa tvo menn utan bæjar- stjórnar og tvo tnenn innan bæjarstjórnar ásamt bæjarfógetanum í nefnd til þess að koma slökkvimálinu í framkvæmd og undir- búa stofnun slökkviliðs í bænum og hlutu kosningu J. V. Havsteen, M. B. Blöndal, Sigmundur Sigurðsson og Axel Schiöth. Lögð fram og lesin kæra frá 10 kjósend- um Akureyrarkaupstaðar yfir kosningu þeirri til bæjarstjórnar, er fram fór þ. 4. þ. mán. þar sem skorað er á bæjarstjórnina að úr- skurða C-listann ógildan, sökum formgaila. Jafnframt var lögð fram urnsögn kjörstjórn- arinnar um þessa kæru. Eftir langar umræður * En hvernig á dróttkvætt að kveða? úrskurðaði meiri hluti bæjarstjórnarinnar að C-listinn væri gildur og kosning 1. rnanns á Iistanum því lögleg. Fimtudaginn 12. janúar. Framlagðar tvær kærur yfir kosningunni til bæjarstjórnar, 4. þ. m., undirskrifaðar af mörgum kjósenduni kaupstaðarins, þar sem farið er fram á að kosningagerðin sé ónýtt í heild sinni vegna formgalla á listum þeim, er kosið var eftir, en eftir nokkurar umræður samþykti bæjarstjórnin að kosningagerðin skyldi standa óbreytt. X Stórbrim. Ólafsfirði 11. jan. 1905. Aðfaranótt sunnudagsins 8. þ. m. gerði hér ofsaveður norðaustan með hörkufrosti og óefað meira brimi en elztu núlifandi menn hér muna eftir. Skömmu fyrir fullbirtingu fór sjór að ganga langt upp og kom fyrsta ólagið um kl. 8. Mölvaði það sex-róinn fiski- bát og færði úr stað fjóra báta sem voru á hvolfi utanundir verzlunarhús- inu og sprengdi upp dyr á pakkhúsi P. Bergssonar. Fóru menn þá að taka báta sína, en urðu að hafa sig alla við með köflum að lenda ekki í ólög- unum. Um kl. 9—10 varð ólgan svo mikil að gekk suður fyrir verzlunar- húsin öll og fylti svo að næstum rann inn 1' húsin, en þau standa um 20 faðma frá sjó og um 18 fet yfir sjávarmál. Var þá ljótt að sjá út eftir Horninu. Tunnum, pakkfötum, fiskköss- um, trjáviði, bátum og ýmsu fleiru ægði saman uppi við fiskitökuhúsin og mölv- aði sum þeirra upp. Gekk þá sjór inn í þrjú býli við austanvert Hornið, svo að sængurfót urðu vot og tólkið varð að flýja burt, en matvæli og eldiviðua skemdist mikið. Þurfisksskúr P. Bergs- sonar tók ólgan og flutti annan enda hans næstum 11 álnir, en hinn um 7 álnir upp fyrir grunninn og setti hann þar niður réttan og hallalausan. Skúr- inn er 24X6 ál. og höfðu nokkurir Hornbúar hann leigðan til sjónleika. Stóð borð með lampa á á leiksviðinu og var alt óskaddað, þegar að var gætt. Yzt húsa mölvaði sjórinn gcimsluskúr nýbygðan um 15 álnir á lengd. Voru þar. geymd matvæli, þar á meðal 20 skp, af saltfiski, fatnaður, alls konar veiðarfæri o. fl. barst þetta upp fyrir kambinn og lá þar vítt og dreift. Urðu þar miklar skemdir einkum á kornmat og þess háttar, en mestu af saltfiskinum og öðru varð náð. Alls brotnuðu hér í Horninu og vestan við ijörðinn (í Arfjöru) 12 bát- ar meira og minna, en 5 eyðilögðust. Þótt eigi sé hægt að segja menn hér hafi liðið stórskaða við sjógang þenna, má þó svo heita að hagur sumra hafi srórum hnignað, í saman- burði við eignir hafa sumir mist mikið. Guðmundur þurrabúðarmaður Ólafsson hefir orðið fyrir mestum skaða. J. B. * * * A Framnesi hjá Kristjáni Þórðar- syni skipstjóra hafði tekið út bát og á Nolli töluvert af síldartunnum. Þvf miður er hætt við að fleiri hafi orðið fyrir tjóni af briminu, þó ekki séu fréttir um það komnar. X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.