Norðurland


Norðurland - 21.01.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 21.01.1905, Blaðsíða 1
Sjúkrahúsið á Akureyri. Forstöðumannsstarfið við sjúkra- húsið er laust frá 14. maí þ. á. Starf þetta er að eins hent þeim, sem ekki hafa stóra fjölskyldu. Kjörin verða nokkuru betri en undanfarin ár. Um- sækendur snúi sér til spítalanefndar- innar, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir miðjan marz. Hjáleigusýningir) í Tivoli. Ekki lýtur byrlcga út fyrir henni nú, því þau undur hafa skeð, að öll blöðin í Rcykjavík eru samhuga um að vera henni andvíg. Sýningarnefnd- in í Reykjavík hefir hætt starfi sínu, að minsta kosti fyrst um sinn og ráð- herra vor hefir tekið það fangaráð að fylgja meirihlutanum og sagt sig úr forstöðunefnd sýningarinnar Þetta er óvanaleg og gleðileg ein- drægni og meiri en við var að búast og ætti líka að nægja til þess að ekkert verði af sýningu þessari. íslenzku stúdentarnir eiga skilið þakkir allra íslendinga fyrir tiltögu þeirra og afskifti af málinu. Frá Iðnaðarmannafélaginu á Akureyri hefir Nl. fengið þessa áskorun, er sam- þykt var í einu hljóði á aðalfundi þess með 54 atkvæðum. oFundurinn mótmœlir því, að íslenditigar taki nokkurn þátt í hinni fyrirhuguðu hjá- lendusýningu í Tivólí í Kaupmannahöfn, nœsta sumar, og skorar á alla íslendinga að gera alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir, að hún verði styrkt héðan af landi.« X Vafnsveifan í Reykjavík. Allar líkur eru til þess að Reykja- víkurbúar fái vatn leitt í hús sín áð- ur en langt um líður. Rvík hefir orð- ið á eftir hinum kaupstöðunum í þess- ari gagnlegu nýbreytni, enda átt við miklu meiri erfiðleika að stríða. Hring- inn í kringum borgina er gamalt vatns- laust hraun, þó gróið sé það að mestu, en erfitt að veita vatni úr fjarlægum ám eða vötnum. Vatnsleysið var þyngsta þrautin. Nú hefir verið reynt að bæta úr því með því að bora eftir vatni langar leiðir ofan í jörðinna. Þetta hefir ekki verið reynt fyr hér á landi og er því nýlunda sem vert er um að geta. Fyrir einum manns- aldri kunnu Islendingar lítið frekar til steinsmíðis, en þurfti til þess að slysa gat á hestastein; flestum mun því þykja það vel gert að bora á stuttum tima 50 álna djúpa holu mestmegnis gegnum berg, en þetta hefir danskur verkamaður leikið sér að að gera þar syðra, enda ekki talið stórvirki í út- löndum. Árangurinn af boruninni er sá, að upp úr einni holu fæst daglega um 1000 tunnur af ágætu vatni, sem Helgi Pétursson segir að sé 100 ára gamalt, þó ekki standi á því ártalið. Svo stutt erum vér íslendingar á veg komnir, í verklegum efnum, að vér verðum að fá útlendinga til þess, að vinna fyrir oss hvert smáræðið og tcljum það með stórtíðindum. t PÁLL BRIEM amtmaður f. 19. okt. 1856, d. 17. des. 1904. Páll Briem — dáinn. Þessi orð flugu eins og eldur í sinu uni Akureyrarbæ að kveldi hins 16. j3. m., strax þegar pósturinn var kotninn í bæinn og eftir það hættu menn að spyrja fréttanna. Menn fundu til þess að þeir höfðu heyrt sagt frá þýðingarmiklum sögulegum viðburði, sem ekki að eins er mikilsverður fyrir þenna bæ, heldur líka fyrir alt landið. Ekki eru liðnir nema örfáir mánuðir síðan Akureyrarbúar kvöddu hann með fjölmennu heiðurssamsæti og færðu honum gjafir frá sér og Norðuramtinu í þakklætisskyni fyrir hið mikla starf, er hann hafði unnið, bæði fyrir bæinn og landið. Það var eitthvað svo sárt að missa hann burtu úr bæjarfélaginu og landsfjórðungnum, ein- mitt þá þegar skilningurinn á þýðingu hans og kostum var mikið farinn að skýrast. Til þess að njóta hans þó að nokkuru leyti lögðu Akureyrarbúar á herðar hans mikið af fraintíðarvonum þessa bæjar. Hatin tók við þeim með fúsu geði, hann sá hér ótal margt er verða mætti til vaxtar og viðgangs. Hverjum datt þá í hug að lífsstarfi hans væri nær því lokið? Því þurfa allar þessar góðu og einlægu vonir að hrynja eins og spilahús? Hér verður ekki sagt frá æfiatriðum P. B. og því síður er rúm til þess að segja frá lífsstarfi hans, enda ætti þess varla að gerast þörf. Lesendum Nl. er það kunnara en lesendum nokkurra annarra íslenzkra blaða. En jaað er einkum eitt atriði, sem blaðið vill leyt- ast við að gera grein fyrir, ef það mætti verða til skilningsauka. Mörgum þótti hann oft vera of harðorður við þjóð sína. Hefðu dómar hans verið mýkri og vægilegri þótti þeim sem þeir hefðu orðið sanngjarnari. Að nokkuru Ieyti átti þetta rót sína í þeirn tak- mörkum, sem honum voru sett. Honum veitti ekki létt að klæða orð sín í glæsilegan og áferðarfínan búning, en hitt réð þó mesíu, að hann hafði þá trú að hann þyrfti að segja skoðanir sínar svo, að allir neyddust til þess að taka eftir þeitn. Hann var sannfærður um að með því gerði hann máleínunum mest gagn; á þau trúði hann, var sannfærður um sigur þeirra að lokum; þeirra vegna gat hann einskis látið ófreistað. Iiann vissi vel að þetta hlaut oft að baka honum óvinsæida og valda misskilningi í bili; til þess tók hann ekki tillit; hann trúði því að þjóðin mundi bráðlega átta sig á þessu, eins og raun hefir orðið á. Að nokkuru leyti skýrist þetta líka, ef á það er litið hve einbeittan vilja hann hafði og hvað starfs- þrekið var mikið, í honum bjó sá kraftur, sem breytir hugmynd- unum í hluti, en þann kraft hafa þeir sjaldan, sem sléttmálastir eru. Enginn maður gat dáið í þessu landi sem meiri tíðindi þættu í vera en P. B. svo var hann þektur og svo miklar vonir voru á honum bygðar, en þó er því ekki að leyna að þeir einir, sem þektu hann persónulega, gátu til fulls inetið hann og skilið. Veik- ari hliðarnar gátu allir séð; liann var ekki mælskumaður né stór- mannlegur að ytra útliti; þó bar hann höfuð og herðar yfir alla jafnaldra sína í þessu landi; meiri áhugatnaður en hann um öll þau mál, er þjóðinni mega verða til farsældar, er ekki í þessu landi, en þó var eitt þýðingarmeira að hann hafði meiri þekkingu á þeim en allir aðrir og var jafnfraint gæddur þeim hæfileika að taka sífeldum frainförutn. Alt líf sitt helgaði hann þjóðinni. Hann lét enga tómstund ónot- aða til þess að leita sér þekkingar um mál þessa lands, og hann hafði safnað sér alveg óvanalega miklutn þekkingarforða. Þó hann liafi afkastað miklu er það varla vafa undirorpið að hann átti eftir þýðingarmesta hlutann af æfistarfi sínu; námsárin sýndust liðin. Hin fátæka og efasjúka Jajóð, sem stendur á vegamótum úreltrar fortíðar og óþektrar frarntíðar gat ekki lengur séð af óskertum kröftuin þess sottar síns, er líklegastur var til þess að verða stór- virkastur að endurreisn Iands og lýðs. Mikið starfsþrek og mikil þekking eru ekki fátíð í heiminum. En því miður eru þau of sjaldan samfara. Hvorttveggja hafði Páll Briem, hjá honum fór það saman, og það meira en hjá nokkur- um öðrum tnanni þjóðarinnar, þeirra sem nú eru uppi. Dauðann ber að höndum þegar útlitið var bezt fyrir því að þjóðin fengi að njóta fullra ávaxta af hæfilegleikum hans. Þetta er sárasta tilhugsunin við andlát hans. Jáein orð viðoíkjartdi sögu Js/ands. Það lítur út eins og sumum góðum mönnum hafi komið það fremur illa, er eg gaf út Ágrip af sögu íslands 1903. Jón Jónsson, er nefnir sig sagn- fræðing, heiðursmaður mesti, skrifar í blaðið »Ingólf« í sumar, og þykir bókin ófögnuður mikill, og nú skrifar nýlega annar heiðursmaður, er markar sig með þremur stjörnum, í Þjóðólf, og ræður sér varla fyrir sorg og harmi út af þessum sama óhappa-atburði. í kveini þessa þrístjörnungs stendur meðal ann- ars, »að viðburðir séu taldir upp í ár- bókarformi* (!). Eg hugsaði þó, að bókin væri prentuð með nokkurn veginn skýru letri, en séu augun hálfblind af tárum, þá er skiljanlegt, að erfitt sé að lesa rétt. En nú er komið sem komið er. Bókin er nú einu sinni komin út. Hér er því ekki um annað að gera fyrir þessa mæddu menn, en að taka þessu eins og öðru mótlæti í heimi þessum, þurka tárin úr augunum og reyna að láta huggast. Um þrístjörnung, þessa óþektu stærð, tala eg svo ekki meira, en sagnfræð- inginn vildi eg minnast lítið eitt frek- ar á. Eins og kunnugt er, gaf hann út um sama leyti, og eg gaf út sögu- ágripið, bók eina, er hann nefnir »ís- lenzkt Þjóðerni*. Þar getur hann meðal annars um einokunina sælu, og kemst þá svo að orði á bls. 161 : »Það hefir alment verið álit manna á íslandi, að einokunarverzlunin hafi eingöngu verið stofnuð í gróða skyni, en það er þð ekki alls kostar rétt.« * Það væri fróð- legt að fá að vita, í hvaða skyni ein- okunarverzlunin hefir verið stofnuð, ef ekki eingöngu til að afla Dönum fjár, og það á tvennan hátt, fyrst og fremst að afla fjár í ríkissjóð Dana, þar sem afgjaldið af verzluninni rann þangað, og síðan sjá um að arðurinn af verzl- uninni Ienti eingöngu í Danmörku, þar ■ sem verzlunin var að eins Ieigð Dön- um. Seinna stendur á bls. 162, þar sem þess er getið að Kristján 4. hóf einokunina: »enda verður því heldur ekki neitað, að bæði hann og eftir- komendur hans reyndu af fremsta megni* að sporna við yfirtroðslum af hálfu kaupmanna með ströngum Iaga- fyrirmælum«. Litlu seinna er gefið í skyn, að lögunum hafi nú ekki meir en svo verið framfylgt á hendur kaup- mönnum, sem einnig var hið sanna, en hvernig verður því þá haldið fram, að reynt hafi verið af fremsta megni að sporna við yfirtroðslum af hendi kaup- manna, þegar kaupmönnum hélst uppi að brjóta flest ef ekki alt sem fyrir þá var lagt. Hér fer að minsta kosti að nálgast það, sem kallast mótsagnir. Á hinn bóginn mun tæpiega nokkrum manni með heilbrigðri skynsemi hafa dottið það í hug, sem sagnfræðingur- inn kveður menn á íslandi alment hafa álitið, að einokunin hafi eingöngu verið stofnuð landinu til niðurdreps, eða eins og hann kemst að or$i »til örbyrgðar og eyðileggingar« fyrir landið. * Auðkent af mér.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.