Norðurland


Norðurland - 21.01.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 21.01.1905, Blaðsíða 2
Nl. Ýmislegt fleira mætti tilfæra næsta fljótfærnislegt í »íslenzku þjóðerni<, og ekki alt sem sjálfu sér samkvæmast. En eg læt mér nægja að minnast að eins á eitt, það sem sagnfræðingurinn segir um húsaga-tilskipunina frá 1746, bls. 176. Þar talar hann um, hversu kon- ungsvaldið hafi krept meir og meir að frelsi manna á 17. öldinni f andlegum efnum ekki síður en veraldlegum, og siðan segir hann: »Það má segja að smiðshöggið hafi verið rekið á með hús- aga-tilskipuninni nafnkunnu frá 1746- Þar kemur þetta andlega hirtingarvald fram í allri sinni hégómlegu og hjá- kátlegu dýrð, og herðir fjötrana utan að sjálfstæði manna og samvizkufrelsi. En í stað þess að bæta siðfcrði manna og breytni höfðu þessar smásmuglegu ráðstafanir illar afleiðingar í för með sér. Þær fæddu af sér á annan bóg- inn þrællyndi, skinhelgi og hræsni og á hinn bóginn óbilgirni, undirferli og róg.< Þess ber að gæta, að höfundurinn er að lýsa 17. öldinni, en er þá alt í einu kominn alt að því fram til miðr- ar 18. aldar. Á öðrum stað, nokkuru aftar í bókinni, getur hann um sendi- för Lárits Gottrúps til Kaupmanna- hafnar 1701, og fer mörgum orðum um, hversu miklar og margvíslegar afleiðingar hún hafi haft landi og lýð til góðs. Sendiför Gottrúps tákni stefnu- breyting í stjórn landsins. »Upp frá þessum tíma«, segir hann á bls. 187, »og alla 18. öldina út í gegn kennir hjá stjórninni stöðugrar viðleitni í endur- bótaáttina og jafnvel alvarlegrar mann- úðar, rausnar og ósérplægni, þegar fram í sækir«. En mitt í slíkum endur- bótaáhuga hefir þá stjórnin »rekið smiðshöggið« á kúgun sína, nefnilega með áðurnefndri tilskipun. Slíkt væri að minsta kosti nokkuð óeðlilegt, enda er fjarri því að hér sé rétt á litið. Til þess að geta skilið, hvernig húsaga-tilskipunin er til komin, þurf- um vér að bregða oss til Þýzkalands. Þar kom upp meðal Lúterstrúarmanna skömmu fyrir 1700 stefna sú í trúar- efnum, er nefnd var pietistastefna (pietisme). Áður hafði alllengi meðal lúterskra kennimanna öll áherslan ver- ið lögð á skilninginn og hreina og ómengaða kenningu. En sú kenning þótti ærið köld, og vaknaði því hjá mörgum löngun eftir kenningu, sem væri hlýlegri og innilegri. Þannig kom upp píetistastefnan, og væri ef til vill næst að nefna hana á íslenzku guð- ræknisstefnu eða guðræknistrú. Fólk flyktist að píetistisku prestunum, til að heyra hinar hlýju og hjartnæmu kenningar þeirra, og þannig fór þessi stefna sigurför gegnum öll lútersk lönd, þar á meðal Norðurlönd, og var um tíma mjög rfk í Danmörku. í henni var aðaláherslan lögð á tilfinningarnar. hugarfarið og guðfræðsluna. Einna helzti kostur hennar var sá, aðmenn létu sér ant um að endurbæta alþýðuskóla; en með kostunum hafði hún einnig ýmsa ó- kosti, gekk hjá ýmsum út í margvís- legar öfgar, svo sem að hatast ekki einungis við allar skemtanir, heldur einnig við veraldleg vísindi o. s. frv. Lengi gat þessi stefna því ekki stað- ið, og hvarf hún aftur í hinum Iútersku löndum um miðja 18. öld. Það var einn af ávöxtum pietista- stefnunnar, að Danastjórn sendi mann einn hingað til lands 1741, til að líta eftir kristnihaldi og endurbæta skólamentun 66 á íslandi. Maður þessi hét Lúðvfk Harbó, hinn mesti öðlingur, og hefir hann að óhætt má telja haft meiri og varanlegri áhrif á íslendinga en nokkur maður annar á seinni öldum. Hjá honum kom píetistastefnan fram í sinni fegurstu og göfugustu mynd. Hann hafði alla henn- ar kosti, en við ókosti hennar var hann laus, og fyrir hans aðgjörðir festi pietistastefnan þær rætur hér á landi, að þess má glögt sjámerki ennf dag. Fá- fræði mikil var meðal almennings, þegar Harbó kom til íslands, en honum tókst á þeim fjórum árum, sem hann dvaldi hér, að vekja áhuga hjá mönnum ekki einungis í trúarefnum og fyrir því að vanda líferni sitt, heldur einnig fyrir því að afla sér mentunar. Að hans til- stuðlun voru sfðan lög sett til að efla hér mikillega mentun manna. Seinna varð Harbó biskup á Sjálandi og hafði þá vakandi eftirlit með því gegnum biskup- ana í Skálholti og á Hólum að lögum þessum væri hlýtt. Um aldamótin 1800 var alþýða hér á landi betur að sér en víða f öðrum löndum, og má ó- efað þakka það aðgjörðum Harbós. Þá vil eg aftur minnast á húsaga- tilskipunina frá 1746. Hún er einmitt einn árangurinn af starfsemi Harbós. í henni er húsbændum boðið að hafa strangar gætur á siðferði barna sinna og heimilisfólks, enda veitti ekki af eftir því, sem siðferði manna þá var, eftir hreðurnar á dögum Odds lög- manns Sigurðssonar. Því verður ekki neitað, að þar eru ýmsar ákvarðanir fremur smásmuglegar og næsta ófrjáls- Iegar eftir nútfðar anda, en þess bcr að gæta, að þá var aldarsiður að kveða á um hvað eina í lögum óþarflega ná- kvæmt, og annað var það, að eftir því sem aldarhátturinn var, veitti ekki af að taka öflugt í strenginn. Þegar þessa er gætt, að stefnan í húsagatilskipuninni er einmitt sú, að bæta menn, lyfta þeim upp, hefja þá í öllum greinum á hærra stig, þá er nokkurnveginn bersýnilegt, hvílík fjarstæða það er að telja hana í flokki þeirra laga og aðgjörða, sem eingöngu stefndu að því að keyra menn niður og draga úr þeim allan dug og dáð. Akureyri 2. jan. 1905. Halldór Briem. Kosninga-undirbúningur. Herra ritstjóri! Vér viljum hér með leyfa oss að biðja yður að birta í yðar heiðraða blaði eftirfarandi útdrátt úr fundar- gjörð á aukafundi »Verzlunarmanna- félagsins á Akureyri*, sem haldinn var í gær : Var þá borin upp svohljóðandi til- laga: »Verzlunarmannafélagið telur mik- ilsvert, að fá verzlunarmann, sjálfstæð- an í skoðunum og algerlega óháðan hinum pólitísku flokkum, sem nú eru í landinu, fyrir fulltrúa bæjarins á næstu þingum, og vill gera það að skilyrði fyrir fylgi sínu við væntan- legar aukakosningar á komandi vori. í fullu trausti til þess, að kaupmað- ur Magnús Kristjánsson fuilnægi þessu, vill félagið skora á hann að gefa kost á sér til þingmensku fyrir bæinn, og heitir honum öllum þeim styrk, er það getur veitt honum til þess.« Tillaga þessi var samþykt með öll- um atkvæðum. Magnús Kristjánsson lýsti því yfir á fundinum, að tillaga þessi væri í fullu samræmi við skoð- anir þær, sem hann hefði yfir lýst á þingmálafundi þeim, er hann hélt þ. 9. sept. síðastl., og væri hann þvf sam- þykkur því, sem í tillögunni stendur. Þá var borin upp svohljóðandi til- laga: »Stjórn Verzlunarmannafélagsins er falið að skora nú þegar á Magnús kaupmann Kristjánsson, að bjóða sig fram til þingmensku hér í bænum við væntanlegar þingkosningar í vor.« Tillagan var samþykt með öllum at- kvæðum. Akureyri 19. janúar 1905. í stjórn » Verzlunarmannafél. á Akureyri* Otto Tulinius. M. B. Blöndal. V. Sigfússon. % Slitsímamálið, sfjórnin 03 frjálsar umræður. (Eftir »Fjallkonunni«.) Ritsímamálið er eitt af vorum mestu velferðarmálum. En það er jafnframt eitt af vorum varhugaverðustu málum, frá hverri hlið, sem á það er litið. Fyrst er kostnaðarhliðin. Sæsíminn á að kosta oss 35 þús. kr. árlega um 20 ár. En auk þess eigum vér fyrir höndum landsímalagningu. Oss er gefið í skyn, að það muni ekki kosta oss meira en hátt upp í 100 þús. kr. að koma landsímanum frá Seyðisfirði til Reykjavíkur; enn vér höfum en ekki fengið snefil af sönnunum fyrir því, að það muni ekki verða oss miklu dýrara. Þá er ótalinn árlegur reksturs- kostnaður og viðgjörð. Og þó að vér komum landsímanum þessa leið, eigum vér eftir að koma honum nær því til allra kauptúna á landinu. Hann hefir þá ekki einu sinni komið við á nokkuru kauptúni á öllum Vestfjörðum, jafnmikla verzlun og jafn- miklar fiskiveiðar og þar er um að tefla. Og vitanlega eru það samt verzlun og fiskiveiðar landsmanna, sem einkum eiga að njóta góðs af símalagningunni. Málið hefir fleiri viðsjárverðar hliðar. Svo sem kunnugt er, er tveim að- ferðum beitt til þesa að koma hrað- skeytum um jörðina. Önnur er sú, að senda skeytin eftir þræði, síma. Hin er sú, Marconis-aðferðin, að senda þau gegnum loftið, símalaust, með þar til gerðum áhöldum. Símarnir eru í höndum stórauðugra félaga. Alkunnugt er, að þessi félög beita sínum miklu kröftum afarósleitu- lega til þess að afstýra því, að Mar- conis-aðferðin fari að tíðkast. Þau eru á nálum um, að eignir sínar geti fallið hættulega í verði. Þau láta einskis ófreistað til þess að afstýra þeim háska. Og þau mega sín mikils, af því að þau eru stórauðug og að þeim standa ýmsir af atkvæðamestu mönnum veraldarinnar. Enn eru fleiri hliðar á málinu var- hugaverðar. Ríkt orð leikur á því, að stóra norræna ritsímafélagið sé til neytt að leggja sæsíma hingað til lands, nú sem allra fyrst, — að það gæti, eftir samningum, orðið því miklu meira fjártjón að leggjast sfmalagning, hing- að til lands undir höfuð en að koma henni í framkvæmd, þó að það fengi engan styrk til hennar. Vér skulum ekkert um það fullyrða að svo stöddu, hvort þessi orðrómur er á verulegum rökum bygður. En hann á við þau líkindi að styðjast, að hann er sjálfsagt rannsóknarefni fyrir oss íslendinga. Meðal annarra líkinda er það, hvernig ritsímafélagið sjálft hefir tekið í málið. Hr. Tryggvi Gunnarsson fekk fyrir nokkuð mörg- um árum Tietgen heitinn til að reyna að vinna félagið til þess fyrirtækis, eftir þvf sem hr. Tr. G. hefir sjálfur frá skýrt. Nærri því var þá ekki komandi. H. Tr. G. lýsti yfir því nokkuru síðar, að þetta væri með öllu ókleift, og ekki til neins að vera neitt um það að tala. Svo verður sú breyting, að félagið fer að linast og gerir oss tilboð 1897, án þess nokkuð væri annars að málinu unnið frá vorri hálfu. Ekkert gengur samt né rekur með málið, þó að al- þingi gengi að tilboðinu; þá var alt af borið í vænginn, að styrk þyrfti að fá frá öðrum þjóðum. Sá styrkur hefir ekki fengist frá öðrum þjóðum. Samt er félagið nú svo áfjátt að koma í framkvæmd þessu fyrirtæki, sem það hefir svo lengi afsagt, að ekki má einu sinni bíða eftir sam- þykki alþingis á næsta sumri. Hvern- ig sem í þessum veðrabrigðum ligg- ur, getur hver maður séð, að ekki er ncma eðlilegt, að þau styrki þann orðróm, sem áður hefir verið um getið. Enn skal getið fjórðu hliðarinnar á málinu, sem er mjög íhugunar verð. Síðasta alþingi veitti 35 þús. kr. hvort árið, sem 1. og 2. afborgun af 20 ára tillagi til ritsíma milli ís- lands og útlanda. En það veitti ekk- ert frekara. í fjárlögum fyrri þinga stendur eftirfarandi klausa: »Auk þess er stjórninni heimilt, ef til þess kemur, að verja á fjárhags- tímabilinu alt að 75 þús. kr. til þess að undirbúa landsímalagninguna og til að útvega efni og áhöld til þess.« Því fer svo fjarri, að síðasta al- þingi hafi látið þessa fjárveiting standa óbreytta, að það beinlínis neitar henni. í stað þessarar fjárlagaklausu fyrri þinga, sem nefnd er hér að ofan, stendur eftir- farandi ákvæði í fjárlögum síðasta þings : »Til þess að koma sem fyrst á hraðskeyta snmbandi milii Reykjavík- ur og útlanda má verja allri upphæð- inni fyrra árið til þess sambands út af fyrir sig, ef það verður komið á í árslok 1904, og að því tilskildu, að nægileg trygging sé sett fyrir því, að sambandið við hina kaupstaðina þrjá verði komið á fyrir árslok 1905 án aukins tillags frá íslandi«. Svo gerir ráðherra vor samning um þetta »tillag«, sem síðasta þing hefir neitað skýlaust. Og í viðbót við það gengur ráðherrann alveg fram hjá ísa- firði í samningi sínum, að því er virð- ist, þó að fjárlögin tali um samband »við hina kaupstaðina þrjá«. Hvernig sem að öðru leyti er á málið litið, getur enginn sanngjarn og skynsamur maður annað sagt, en að það sé varhugavert að stjórn vor starfi beinlínis öfugt við fjárlögin. Það væri undarlegur maður, sem ekki teldi það skyldu blaðanna að ræða annað eins mál og þetta, koma með alla vitneskju um það, sem þau geta náð í. Flestum mun vera óljóst, til hvers blöðin eiga að vera. ef þeim er ekki ætlað að segja um annað eins mál og þetta, alt það, sem þau

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.