Norðurland


Norðurland - 04.02.1905, Qupperneq 1

Norðurland - 04.02.1905, Qupperneq 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 19. blað. \ Akureyri, 4. febrúar 1905. j IV. ár. /tf 4. árgangi JM0RÐURLAND8 eru gefin út full 1900 eintök af hverju blaði. Nálega öll þessi blöð eru send út, en þó eru nokkur eintök til óseld. Nýir kaupendur 4. árgangs geta nú, meðan upplagið hrekkur, feng- ið blaðið fyrir einar s*r 2 krónur -w og fá auk þess í kaupbæti, þegar þeir borga blaðið, rétt til þess að fá alla söguna „Spæjarinn", fyrir- taks skemtilega sögu, 4 — 500 þétt- prentaðar bls. Fyrri helmingur sög- unnar er kominn út fyrir löngu, en síðari helmingurinn verður væntan- lega til í lok febrúarmánaðar og verður þá sendur út þeim, er skuld- lausir eru við blaðið fyrir 3 fyrstu árgangana, eða þeim sem gerst hafa nýir kaupendur að 4. árg. og borgað þessar 2 kr. Þeir sern vilja sœta þessu boði þurfa að flýta sér að ná í það, áður en upp- lagið er þrolið. Skipakvíin uið Syjafjörð °s forusfa stjórnarinnar. Verkfræðingurinn á uiIHgöfum. (Síðari kafli.) í síðasta blaði Norðurlands var gerð ljós grein fyrir því að stjórn vor hafði lofað Akureyrarbæ því að verkfræðingur Jón Þorláksson skyldi skoða hið fyrirhugaða skipakvíar- stæði við Eyjafjörð, og að hún hafði að eins beðið hann að rannsaka Odd- eyrarbótina. Fyrir þessu voru færð svo augljós rök að engum blekking- um ætti að vera hægt að koma við um það. Með því er líka alt það sannað, sem sagt var um skipakví- armálið í 7. bl. Norðurlands þ. á. og það, sem móti því hefir verið sagt, verður ekki annað en heilaspuni, eða þá annað lakara. Bæði verkfræðingurinn og blað það hér í bænum, sem lengi hefir verið að gera sig út í skipakvíar- leiðangur, eru að reyna til þess að fóta sig á þeirri tó, að Norðurland hefir sagt að verkfræðingurinn hafi, samkvæmt fyrirmælum stjórnarinnar, færst undan því að rannsaka skipa- kvíarstæði hér við fjörðinn annars- staðar en í Oddeyrarbótinni. Pessu er snúið svo við sem Norðurland hafi sagt að stjórnin hafi bannað verkfræðingnum að rannsaka skipa- kvíarstæði annarsstaðar. Um það hef- ir Norðurland ekkert sagt og ætlar sér ekki að dæma um það hvort svo hafi verið, en hitt er víst að verkfræðíngurinn tók það Ijóslega fram hér í sumar, að stjórnin hefði ekki beðið sig að rannsaka aðra staði en Oddeyrarbótina og sam- kvæmt því sæi hann eigi ástæðu til þess fyrir sig að fara út á Hjalteyri í þeim erindum. Auk þess bar hann við tímaleysi. Ekki var honutn neitt ókunnugt um það, að ýmsir menn hér nyðra töldu það einkar nauðsynlegt að hann færi út á Hjalteyri til þess að líta eftir skipakvíarstæði. Norðurlandi er kunnugt um fjóra merka menn er töluðu utn þetta við hann. Einn þeirra var úr hafnarnefnd Akureyrar- kaupstaðar, Friðrik kaupm. Kristjáns- son, sá maðurinn í nefndinni, ermest hafði látið málið til sín taka þegar frá upphafi. Hann bauð honum til þess hesta og fylgd sína. Stefán kennari, alþingismaður á Möðruvöll- um bauð honum lík eða sömu boð, Stefán Stefánsson alþingismaður í Fagraskógi bað hann enn hins sama og loks gerði eigandi tjarnarinnar á Hjalteyri, Jón Antonsson, sér ferð til verkfræðingsins, líka í þeim er- indum að fá hann til þess að líta á tjörnina. Nl. vill á engan hátt gera lítið úr starfi því, er Jón Þorláksson hef- ir þegar unnið að byggingarrann- sóknum, né kappi hans við þau störf, en örðugt á það tneð að trúa því að hann hafi átt svo annríkt, að hann hafi með engu móti getað farið héð- an af Akureyri út á Hjalteyri og gert sér þar nokkura grein fyrir hvort þar væri heppilegt skipakvíarstæði, ef áhuginn á því hefði verið mjög brennandi. Verkfræðingurinn lætur undrun sína í Ijós yfir því, að Akureyrarbær skuli nú hafa leyft sér að gera ráð- stafanir til þess að riokkur hluti skipakvíarinnar verði bygðurá næsta sumri, án þess að hafa verkfræðing stjórnarinnar til þess að standa fyrir því smíði, ekki betur en bænum hefir gengið að fá hanrt. Getur hann þá ekki skilið enn þá, að stjórnin hefir séð fyrir því að bærinn getur ekki fengið, á þessu fjárhagsári, fé það er veitt var til skipakvíarinnar? Hér er því ekki lengur um þessa fjár- veitingu þingsins að ræða, né held- ur um skilyrði þau, er hún var bund- in. Bærinn verður að vænta þess að betur verði hægt að búa um hnút- ana á næsta þingi. Málið getur hann ekki látið falla niður. Eitt er þó gleðilegt við þetta skipa- kvíarmál. Þokunni hlýtur að létta upp bráðlega. Það hlýtur að koma í ljós innan skatnms hvaða fylgi stjórnin ætlar að veita því framveg- is, hvort hún tekur fjárveitingu til skipakvíarinnar upp á fjárlögin og hvort hún býr svo um þá fjárveit- ingu, að hún treysti sér til þess að láta hana verða að einhverju gagni, eða hún reynir en að flækja málið eða svæfa það. Þess getur ekki verið Iengi að bíða að þetta verði ölium ljóst. Henni hefir hvorki tekist fimlega né heldur mikilmannlega að þessu, nú reynir á það hve góðan vilja hún hefir til þess að bæta það upp aft- ur, á næsta þingi. X Kosningaundirbúningurinn. I. í síöasta blaði Norðurlands birtist hugvekja frá Guðmundi lækni Hann- essyni með sömu yfirskrift og hér að ofan. Hann getur þess þar, að hann hafi hugsað sér að leiða hjá sér kosn- ingaundirbúninginn í þetta sinn; en af því mér finst að hann með þess- ari hugvekju sinni, sem eg svo kalla, geri einmitt hið gagnstæða; geri freka tilraun til að æsa kjósendur hér gegn þeim undirbúningi, sem búið er að gera, þá vil eg láta þess getið hér, að áður en að Verzlunarmannafé- lagið tók að sér, að gangast fyrir kosningaundirbúningi í þetta sinn, var fengin full vissa fyrir því, að meiri hluti kjósenda hér vilja fúsir kjósa þann mann, sem félagið hefir skorað á og ætla ekki að láta telja sér hughvarf í því máli. Vilji kjósendanna í þessu efni er rannsakaður fyrirfiam, svo að jafn- vel Guðmundur Hannesson ætti að telja vel að verið. Má vera að hon- um hafi ekki verið þetta kunnugt, en það má hann sjálfum sér um kenna. Hann átti að vita það úr því að hann fór að skifta sér nokkuð af málinu. Akureyri 1. febr. 1905. Fr. K'ristjánsson. * * * Mér er sönn ánægja að fræðast um það af ofanritaðri grein hr. kaup- manns Fr. Kristjánssonar að fengin var full vissa fyrir því, að meiri hluti kjósenda vildi fúslega kjósa Magnús kaupmann Kristjánsson, áður en að Verzlunarmannafélagið tók að sér að gangast fyrir kosningaundirbúningn- um. Mér var þetta ókunnugt, og ókunn- ugt var það einnig 20 — 30 kjósend- um, sem hafa átt tal við mig um kosninguna. Þessi rannsókn á vilja kjósendanna hefir því farið furðan- lega leynt. Annars hygg eg að grein Fr. Kr. verði meira hugvekju- og æsinga- efni, en mín stutta grein uin „prin- cip". Flestir hafa ætlað að verzlunar- mannafél. stæði fyrir kosningaundir- búningnum en nú sést að svo er ekki eða hefir ekki verið. Hafi aðrir aflað sér fullrar vissu fyrir því að meiri hluti kjósenda vilji fúslega kjósa M. Kr., þá get eg ekki betur séð en að þeir, en ekki verzlunarmannafél., hafi undirbúið kosninguna. Hún siglir þá blátt áfram undir fölsku flaggi og er von til að kjósendur vilji vita nánar um þetta. Nú segir Fr. Kr. að full vissa sé fengin um vilja kjósendanna. Því er þeim þá skift milli atkvæðasmala, því reynt að binda þá skriflegum loforðum og agitation hafin þó eng- inn sé keppinautur? Efast menn um vilja kjósendanna eftir að full vissa er fengin? Ouðm. Hannesson. X Kjötverzluij og slátrunaraðferð vor. Kvartanir heyrast hvaðanæfa um efnaleysi á meðal bænda í landi voru. Þær eru ekki að ástæðulausu, enda hefir töluvert verið gert nú á seinni tíð til þess, að ráða bót á því, einkum með því að auka jarðræktina og draga meiri arð af henni. En alt gengur hægt, því efni vanta. En það er einn þáttur, að minsta kosti, í búnaðarkeðju íslands, sem er í hinu mesta ólagi, en lítið' er gert til þess að lagfæra, ómaklega þó, því á hann reynir mest og ef hann slitn- ar, þá er illa farið. Þetta vita menn og ætti því að vinda bráðan bug að því, að setja undir þann leka. Þessi þáttur, eða kjötverslun vor, er í sorglegu ástandi og ekki nærri svo arðberandi, sem verið gæti. Og öllum hlutaðeigendum er það víst vit- anlegt að megin orsökin liggur í með- ferð kjötsins. Þegar það kemur á mark- aðina í öðrum löndum, þá er það volkað eða blandað ýmsum skít og ull, aðgrein- ingin er engin eða reglulaus, söltunin er í ólagi, það er ýmist of mikið eða lítið saltað o. s. frv. Eg hefi orðið svo frægur að sjá og reyna íslenzkt sauðakjöt utanlands. Um þá reynslu skal þetta dæmi tilfært: Þegar eg var á Hodne í Noregi, keypti forstöðum. þar i tunnu (244 pd.), af íslenzku kjöti hjá Thorstein Bryne kaupmanni í Stafangri, kostaði 30 aura pd., en leit út fyrir, að hafa náð 14—16 aura verði á íslandi. Hann (kaupm.) kvað kjötið vera af beztu teg- und og að fénu hafði verið slátrað með nýrri og hreinlegri aðferð. En þá er heim kom og tunnan var opnuð, sást strax að ekki var alt með feldu; öllu ægði þar saman: Pörtum af dável feit- um kindum og mögrum kindum, ullar- fliksum, skinntætlum, saltköglum og svört skítalög voru sumstaðar á út- hlið kjötsins. Þannig leit út og þann- ig reyndist kjötið í þessari tunnu og svo mun um fleiri vera. Þetta kjöt var svo salt, að lítt mögulegt var að afvatna það svo, að það yrði ætilegt. Ekki reyndist heldur mögulegt að gera það frítt við ullarhár, sand og skít, hvað lengi og oft sem það var þvegið. Sumt var gott kjöt í eðli sínu, en mest var gamalærkjöt, seigt bragð- vont og líktist horkjöti. Niðurstaðan með kjötið varð sú, að þetta heimili gat ekki notað það til manneldis. Gaf eigandinn það skásta til fátæklinga, er reyndu að hagnýta

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.