Norðurland


Norðurland - 04.02.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 04.02.1905, Blaðsíða 2
Nl. 74 sér það, en mikið var haft til hunda- fæðu. Svona er þessi saga, óneitanlega hryggileg, því hér er farið illa með aðalafurð landbóndans A íslandi, sem er fátækur og hefir við þrönga kosti að búa. Beri einhver brygður á hana, þá skal hún sönnuð verða. Ekki veit eg hvaðan þetta kjöt hefir verið af Norður- eða Austur-ís- landi, enda skiftir það litlu, því al- staðar er pottur brotinn að meira eða minna leyti. í Noregi selst mjög mikið af ís- Ienzku sauðakjöti; meðal annara kaupa það bændur út um land, af því það er ódýrara en það kjöt, er þeir fram- leiða sjálfir, og er þó nokkur tollur á því í Noregi. Undantekningarlaust kvörtuðu allir yfir því að kjötið væri með ullarhár- um og öðrum skít og óþverra, sem lítt mögulegt væri að þvo af því, að þeir vissu ekki hvað þeir keyptu, eða- að kjötið væri óaðgreint og að það reyndist ódrjúgt við suðu eða rýrnaði og misti mikla feiti við hana. Jafnframt gátu menn þess, að oft væri kjötið gott í eðli sínu, ef það væri ekki svo illa með farið. Þá sá eg, að töluverð gremja lýsti sér hjá mörgum yfir því að vér íslendingar skyldum senda sér svo óhreinlegan mat. Þá er og slátrunaraðferð vor ill- ræmd hjá alþýðu í viðskiftalöndum vorum. Fiskimenn frá þessum lönd- um, sem árlega eru við ísland, sjá hana, segja frá henni heima hjá sér, fegra hana alls ekki, heldur skýra frá henni ennþá villumannlegar, en hún í rauninni er, því, eins og kunnugt er, eru það tíðum óhlutvandir menn. — Hinsvegar verður ekki slátrunaraðferð vorri bót mælt, enda er nú komið á dagskrá að vér þurfum að byggja slátrunarhús, sem eg vil ásamt fleir- um gefa mín beztu meðmæli. Eg hefi komið inn á slátrunarhús í Noregi og séð á aðfarir þar. Vil eg stuttlega minnast á slátrunaraðferð á slátrunarhúsinu í Stafangri. Þar kliptu menn féð áður en þvf var slátrað; er mjög mikið betra að verja kjötið fyrir ullarhárum með því móti. Að aflífun- inni unnu 4 menn: Einn tók kindina og hélt henni á lofti, en annar stóð með trésleggju og sló hana í höfuðið til dauðs. Að því búnu var hún lögð á stól, sem var íhvolíur, þar tók sá þriðji fætur hennar og hélt þeim, en sá fjórði stakk hana í hjartað framan í brjóstholið og rann blóðið niður í rennu og vatn skolaði þvf burtu, því það er víst vanalega ekki hirt þar. Menn stóðu við að flá og höfðu kind- urnar á stólum, sem smíðaðir eru til þess; byrjuðu þeir á því, að skera sundur skinnið eftir endilöngum kviðn- um, eða rista fyrir á sama hátt og gert er á nautgripum; notuðu þeir mikið hníf og birktu þar sem skinnið er fastast, en rifu mikið þar, sem skinnið er laus- ast, og skinnið af hrygnum rifu þeir laust, þá er búið var að hengja skrokkinn upp á krók. Innanmatinn tóku þeir úr kindunum á líkan hátt og gert er í gálga heima; en höfuðið skáru þeir ekki af fyr en þeir höfðu tekið innan úr og var það til þess gert, að strjúpinn gæti ekki skitnað, og komast hjá að ata sig út á blóði hans. Þeir sem unnu að því, að flá og taka innanúr höfðu hvítleitar striga- svuntur og bera handleggi; fórst þeim fimlega og hreinlega að verki, enda voru þeir æfðir. Kjötið var hengt upp í sérstöku húsi; um það var þéttur loftstraumur þá er veður blés. Skoð- aði eg þar mörg hundruð skrokka, en hvergi sá eg skít né ullhár á þeim, enda var ekki ástæða til þess. Slátr- unarhúsið var bygt úr múrsteini, með steinsteyptu gólfi og voru hér og þar rennur f því, er fluttu óhreinindi til sjávar; þá var og heit og köld vatns- leiðsla um húsið. Annars ætla eg ekki að lýsa húsinu meira, því ekki verður gefin rétt eða gagnleg hugmynd um það, nema með teikningu. Slátrarar keyptu féð og sláturgripi af bændum og höfðu stöðugt sömu menn til að slátra. Þá hefi eg og komið inn á slátr- unarhús í Edinburgh í Skotlandi. Þar fóru menn að sumu leyti öðruvísi að, en í Noregi. Þar kliptu þeir ekki féð áður en því var slátrað. Aflífunin var ólík að því leyti, að þar bundu þeir saman þrjá fætur kindarinnar; hægri afturfóturinn var laus; því næst lögðu þeir hana á vinstri hlið á íhvolfann stól og stakk drápsmaðurinn oddhvöss- um hníf í gegnum háls hennar og skar sundur báðar hálsæðarnar um leið, og því næst stakk hann hnífnum í mæn- una við banakringluna; en ekki skar hann sundur vélindi eða barka; var hann mjög fljótur að þessu verki og skepnunni blóðrann um þetta gat á svipstundu. Slátrararnir höfðu striga- svuntur og belti um mittið; hékk í því brýni á vinstri hlið, en hnífataska á hægri hlið. Ristu þeir fyrir á sama hátt og í Noregi og notuðu mikið hníf og gaffal við að flá, en aldrei skáru þeir kjöt né skinn til skemda eða ó- prýðis. Voru þeir fljótir að flá og taka innan úr; röktu garnirnar fjórfaldar, slitu aldrei og fórst alt hreinlega. Höf- uðið skáru þeir aldrei af. Yms smá handtök fljótleg og góð og frábrugðin því, sem eg hefi áður séð, sá eg viðhöfð á þessum stöðum, en sem ekki er hægt að skýra ítar- lega frá í stuttri blaðgrein. Hér kem eg þá að því, sem eg vildi helzt segja: Vér þurfutn að hœtta við hina gömlu slátrunaraðferð, kotna henni jyrir kattarnef, því fyr, því betra, því hún er oss til skammar. Og vér þurf- um að taka upp útlendar slátrunarað- ferðir í staðinn. I Noregi er langur lagabálkur um slátrun og kjötsölu í landinu. Eftir honum eru nefndir skipaðar í bæjar- félögum og sveitarfélögum til þess, að hafa eftirlit með þeim. Hafa þær vald með dýralækni til þess að ákveða hvort kjötið er hæft til manneldi seð- ur ekki. Þá er þeim og falið að að- greina kjötið, setja á það tölu (númer) eftir gæðum og stimpla það. Hreinlæti í mat, drykk og öllu líf- erni í viðskiftalöndum vorum er komið á svo hátt stig, að almenningur á ís- landi hefir ekki hugmynd um slíkt. Og svo mikið óorð er á íslenzku saltkjöti í Noregi, einkum fyrir illa meðferð (Haandtering), að töluverðar líkur eru fyrir því, að innan skamms fyrirbjóði stjórnarvöld þar innflutning á íslenzku saltkjöti, ef ekki ræðst bráð bót á með- ferðinni. Það er kunnugt að kaupmenn á ís- landi gera lítið, er dugar, til þess að bæta kjötverzlun landsins. Það er og kunnugt, að ekki verður hægt að senda hreint og gott kjöt á markað- inn í öðrum löndum, ef fénu verður slátrað með þeirri aðferð, sem nú tíðkast og hefir tíðkast frá alda öðli á íslandi. Það er Ioks auðvitað, að það stendur bændum næst að reyna að ráða bót á þessu ólagi. Þeir þola ekki lengur að fá ekki meira verð fyrir pundið í kjötinu en 14—18 aura að meðaltali, og er það heldur ekki von, þegar bændur í nágrannalöndunum fá 40—50 aura að meðaltali fyrir pundið þar, sem sauðfjárræktin er lítið og sum- staðar ekkert dýrari en á íslandi. Búnaðarfélag íslands hefir fyrir nokk- uru boðið sumum sýslufélögum landsins styrk til byggingar slátrunarbúsa, og er þeim það láandi, að þau skuli ekki hafa notað hann enn þá. Bændur þurfa að hlutast til um það, að samin séu lög og reglur um slátrun sauðfjár, sölu og útflutning á kjöti er miði að því, að gera þessa afurðagrein mun arðmeiri — því það er full þörf á því — með því að innleiða útlendar góðar slátrunaraðferðir og slátra í slátr- unarhúsum, aðgreina kjötið, merkja það, vanda söltunina o. s. frv. Þeir þurfa að hlutast til um það, að útnefndir séu verzlunarræðismenn í viðskiftalöndunum. Þar þarf að gæta að því, að íslenzkir kaupmenn græði ekki 20 °/o á kjötinu þeirra á 4 mán- uðum eða 60 °/0 á ári, því það er of mikið. Þeir mega ekki gefa Zöllner gærur, þegar Garðar Gíslason selur íslenzkar gærur fyrir 4 kr. í Skot- landi. ísland hefir frá náttúrunnar hlið mörg ágæt skilyrði fyrir sauðfjárrækt, og þau sem vanta, má uppfylla. Eg hefi hér að framan minst á, hvað Norðmenn finna kjöti voru til foráttu. Einnig hefi eg minst á, hver ráð eru til að bæta úr þessu ólagi og styðj- ast þau mörg við það, sem oftsinnis áður er búið að taka fram af öðrum. Að feitin er aðallega í lögum utan á kjötinu og að það reynist ódrjúgt við suðu, er að kenna þeim lífskilyrð- um, sem sauðféð á Islandi hefir við að lifa, en sem hér verða ekki gerð að umtalsefni. Hallgr. Þorbergsson. Skipakvíin enn. Norðurland flytur hér yfirlýsingar þt'ggja þeirra manna, er nefndir eru í grein hér að framan, til þess að styðja það að Norðurland fari með rétt mál, er það segir að ýmsum merk- um mönnum hér nyðra hafi verið það áhugamál að Hjalteyrartjörn væri rann- sökuð af verkfræðingi Jóni Þorlákssyni og að honum hafi ekki getað verið ókunnugt um það. Jafnframt bera yfir- lýsingar þessar vitni um þann áhuga er hér hefir verið á þessu máli. Því miður átti blaðið ekki kost á að flytja líka yfirlýsingu frá alþingis- manni Stefáni Stefánssyni íFagraskógi, af því blaðið hefir ekki náð til hans. Þegar Jón Þorláksson verkfræðing- ur var hér á ferð á síðastliðnu sumri í þeim erindum — að eg hugði — að ákveða skipakvíarstæði við Eyja- fjörð, lét eg, sem hafnarnefndarmaður, þá ósk mína í ljósi við hann, að hann skoðaði Hjalteyri og Hjalteyrartjörn í því skyni og bauð eg honum þar til fylgd mína þangað og hesta ókeypis. Hann neitaði þessum tilmælum mínum vegna þess, að hann hefði ekki tíma til að rannsaka víðar en'hér, og gat þess jafnframt að hann hefði engar fyrirskipanir í þá átt, að rannsaka þetta þar, eða annarstaðar við fjörðinn en hér á Akureyri. Með tilliti til þessa, og eftir að rannsóknir Jóns hér á staðnum höfðu Ieitt í ljós, að hér mætti byggja skipakví með tiltölulega litlum kostnaði, leit eg svo á sem lokið væri undirbúningsrannsóknum í þessu máli. Ákureyri 1. febrúar 1905. Fr. Kristjánsson. Þegar herra verkfræðingur Jón Þor- láksson var á ferð hér í sumar, hitti eg hann að máli hér á Akureyri og þrábað hann að koma með mér út á Hjalteyri til þess að líta eftir hvort tiltækilegt væri að byggja þar skipakví, af því eg Ieit svo á að nauðsynlegt væri að fá áreiðanlega vitneskju um þetta, áður en fastákveðið væri hvar skipakvíin yrði bygð. Verkfræðingur- inn var ófáanlegur til að fara út eftir og bar það tvent fyrir, að sig skorti tíma og að stjórnin hefði ekki lagt fyrir sig að rannsaka skipakvíarstæði annarstaðar en í Oddeyrarbót. Akureyri 1. febrúar 1905. Stefán Stefánsson frá Möðruvöllum. Samkvæmt ósk ritstjóra Norðurlands votta eg hér með, að eg fór þess á leit á síðastliðnu sumri við herra verk- fræðing Jón Þoríáksson að hann at- hugaði skipakvíarstæðið í Hjalteyrar- tjörn, bauð honum til þess fylgd mfna út á Hjalteyri og þá aðstoð sem eg gæti í té látið og hefði fúslega borg- að honum ómak hans, enda drap á það við hann lítillega, en viðræður okkar urðu minni en eg óskaði, af því hann þvertók þegar fyrir það að fara með mér. p. t. Akureyri 23. jan. 1905. Jón Antonsson. % Lærdómsljesturinij. Flestum íslendingum eru kunnar og minnisstæðar ýmsar sögur um hygg- indi dýra. Þeir sem átt hafa hunda og hirt lengi skepnur, kunna allir margt frá skynsemi þeirra að segja af eigin reynd, jafnvel sögur sem í fljótu bili sýnast næsta ótrúlegar. Eng- inn mun þó hafa heyrt um aðra eins undra-skepnu getið og hest nokkurn, sem sýndur var valinni nefnd vísinda- manna og ýmsum stórmennum í Ber- lín fýrir fám mánuðum. Hestur þessi er af rússnesku kyni og kallaður Hans vitri. Eigandinn er gamall skólakennari að nafni von Osten. Hann hefir á elliárunum haft sér það til dægrastyttingar að athuga náttúru- vit dýra og fengist við það í 14 ár samfleytt. Ekki fara þó neinar sögur af athugunum hans, fyr en að hann fyrir 4 árum síðan veitti því eftirtekt að hestur þessi var óvenjulega skyn- samur og leiddi það til þess að karl fór að reyna hvort ekki mætti kenna klárnum líkt og sumum treggáfuðu börnunum. Hann hefir nú kent honum eina stund á degi hverjum í 4 ár og lét síðan klárinn ganga undir nokkurs- konar próf hjá nokkrum fræðimönnum borgarinnar, svo hann væri ekki einn til frásagna um lærdóm hans og kunn-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.