Norðurland


Norðurland - 04.02.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 04.02.1905, Blaðsíða 3
1 áttu. Karlinn þóttist þess fullviss að kunnátta hestsins bygðist ekki á hugsunariausum utanaðlærdómi, heldur fullum skilningi og skynsamlegri yfir- vegun, engu síður en mannanna, og það var einkum þetta sem hann vildi leggja undir dóm annarra fróðra manna. Fyrst prófaði v. Osten sjálfur hestinn í viðurvist nefndarinnar og þeirra sem boðnir voru. Hann krítaði upp hvert reikningsdæmið á fætur öðru í sam- lagningu, frádrætti, margföldun og deilingu, og reiknaði klárinn öll dæm- in viðstöðulaust og keiprétt. Tölurn- ar gaf hann til kynna með því að slá jafnmörg högg með hægra fætinum og tölustafurinn sagði til, sem skrifa skyldi. Tugabrot kunni hann einnig sæmilega og nokkuð í þríliðu. Árangurslaust var að rengja klárinn um að útkoman væri rétt. Hann lét ekki telja sér trú um það, og stóð fast á því að rétt væri reiknað. Skiljanlegan gjörir hesturinn sig með bendingum. Hann hneigir höfuðið þeg- ar hann játar og hristir það þegar hann neitar, slær ákveðin högg með fótunum til þess að gefa stafi o. fl. til kynna, eftir reglum sem honum hafa verið kendar. Þarnæst var sýnt að hesturinn þekti gildi þýzkra peninga og gat óðara bent á hverja mynt sem til var nefnd. Gildi spila þekti hann á sama hátt og einnig á klukkuna. Væri honum sýnt úr og spurður hve framorðið væri, sló hann fyrst jafnmörg högg og tímarnir voru en síðan jafnmörg smáhögg og mfnút- ur voru umfram; svo mannglöggur er hann að hann gat bent á hvern, sem viðstaddur var, ef honum var sýnd ljósmynd af manninum. Liti greindi hann svo vel, að af n litum, sem settir voru fyrir hann, þekti hann alla og gat týnt til samskonar lit úr mis- litum pjötlum, sem lagðar voru fyrir hann. Tóna þekti hann svo næmt að hann gat bent á hvar nótan var, sem hann heyrði blásna í hljóðpípu. Hann var spurður, hve margir vætu viðstaddir. Hann svaraði því rétt, og sömuleiðis hve margir af þeim hefðu gleraugu. Hann var spurður hver af komumönnum hefði grænan hatt, og benti hann þá á stúlku eina, sem ein- mitt hafði grænan hatt á hötðinu. Hann skilur flest sem við hann er sagt á þýzku, en auk þess þekkir hann orðin, ef þau eru skrifuð, og kann því að nokkru leyti að lesa. Eins getur hann stafað orðin rétt, þó framburður sé frábrugðinn stafsetn- ingunni. Þegar karlinn hafði sýnt öll þessi undur, gaf hann nefndinni leyfi til að prófa hestinn, án þess, að hann væri viðstaddur, eða nokkur sem hestinn þekti. Það fór á sömu leið. Klárinn svaraði öllum spurningum rétt, sem fyrir hann voru lagðar. Dómur nefndarinnar, um hestinn, var sá, að álit eigandans um skyn- semi hestsins og mannvit væri á góð- um rökum bygt. Nokkuru sfðar voru karli boðnar 150,000 krónur fyrir hestinn. Það bauð maður ameriskur. En karl kvað hann ekki falan hvað sem í boði væri; en hitt kvaðst hann mikils meta, að hinir lærðu nefndarmenn hefðu verið sér samdóma um gáfu hans. Þó öll þessi saga sé næsta ótrúleg, þá hlýtur hún að vera á góðum at- hugunum bygð, þvf í nefndinni, sem 75 athugaði hestinn, voru ýmsir háskóla- kennarar þýzkir og aðrir frægir vís- indamenn, en af gestum var t. d. her- toginn af Coburg-Gotha, hertoginn af Wúrtemberg, prinsinn af Slesvík-Hol- stein, Moltke greifi, kenslumálaráðgjaf- inn þýzki og margt fleira stórmenni. Svo kvað síra Matthías: — — milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. X Berlitzskólarnir. Málfræðingur, sem Berlitz heitir, hefir stofnað nýja kensluaðferð við tungumál, og þykir sannreynt að hver maður meðalgreindur nemur hverja tungu, sem er, á 80 k!. stundum, svo hann sé vel fær að tala málið. Á fám árum hafa komið 200 slíkir skólar á stofn, þar á meðal 30 á Englandi. Hin nýja aðferð er í því fólgin, að láta menn læra sem mest án þess að nota móðurmál sitt, heldur læra eftir tilvís- an augna og eyrna (0: hlutina af að horfa á þá og heyra nöfn þeirra), en nota ekki til aðstoðár neitt annað mál. Þannig læra börnin málið. Síðan, þeg- ar nemandinn hefir lært vissan forða af orðum, t. d. 500 til 800 (fleiri otð eru ekki notuð í daglegum viðskiftum), þá er meiri áherzla lögð á setningarn- ar og málsbygginguna, en þó hið ein- faldasta í hneigingum og beygingum nafna og sagna fyrst; alt með ljósum og léttum dæmum. Þannig er fyrstu 40 tímana kend 20 orð á dag, það verða 800 orð samanlagt. Eftir það er nemandanum óhætt að fara allra sinna ferða í viðskiftum við þá sem málið tala, hvort heldur hann á við húsbóndann í gistihúsinu á brautar- stöðum, við ökumann, matsvein, lög- reglumann o. s. frv. Reyndar hefir hann ekki enn þá lært þálega tíð eða þáliðna tíð sagna, né viðtengingarhátt þeirra og annað myrkviðri, en nátíð kann hann og þátíð, svo og helztu hœtti, áhrifsmynd og þolmynd, og annað lífsnauðsynlegt, svo og sæmi- lega skýran framburð. Næstu 40 tím- ana nemur hann svo áframhald mál- fræðinnar. Að því búnu er nemandinn öruggur, og þó hann í raun réttri eigi eftir 3/4 parta málsins, eða þekkir, segj- um 5000 orð, af 20,000, talar hann skýrt og rétt við hvern sem er um alt, sem hann þarf og — treystir sér til. Sú grýla, sem honum sýndist hin ókunna tunga vera tveim mánuðum áður, hún er nú orðin kunningjakona og búin að ávinna sér þokka hans. En ætli nemandi að trúlofast meyj- unni, þarf hann að kynnast henni þriðja 40 stunda tímabilið. Ur því er hann og hin nýja tunga orðin hjðn, og hann orðinn hennar eðli kunnugur til sálar og líkama. M , Söngfélagið »Tíbrá« hefir nýlega haldið samsöngva nokk- urum sinnum hér í kirkjunni. Þeir sem á þá hafa hlustað, láta mjögvel af þeim, enda er kirkjan eina húsið hér í bæn- um, sem söngur getur notið sín sæmi- lega vel í. Aðsókn var með minna móti, eftir því sem vænta mátti og eru ýms- ar orsakir til þess, bæði ill veðrátta og það ekki síður að kirkjan er á öðrum enda bæjarins o. fl. $ Fréííabréf úr Flaíey á Skjálfanda. Það er víst fágætt að héðan séu ritaðar blaðagreinir og þó búa hér menn með lífi og fjöri eins og annar- staðar á landi voru. Eins og flestum er kunnugt er eyja vor vestan til á Skjálfanda og liggur um hálfa mflu frá meginlandi, þar sem styzt er til Iands og heitir þar á Flat- eyjardal. Bújarðirnar eru 4, en býlin öll 8, íbúar nú um 70. Hér eru tvær verzlanir, hin stærri þeirra er útbú frá Öi ’m & Wulfs verzl- un á Húsavík, en hin minni er innlend stofnun. Hingað sækja f verzlunarerind- um menn af Flateyjardal, frá Hval- vatnsfirði og Þorgeirsfirði. Eyjarskeggj- ar lifa að mestu á sjávarafla, en þó eru hér oftast um 8 kýr og 2—300 fj-'r. Æðarvarp er hér ofurlítið og kríuvarp gott. íshús var bygt hér í haust og vænta menn góðs af því. Næstliðið sumar var fremur aflalítið, grasspretta og nýting ágæt, haustið ákaflega ógæftasamt og aflalaust, heilsur far yfir höfuð gott. Eyjan er talsvert vogskorin mót suðvestri og þar er bygðin, lendingar- staðir og skipalega. Vestur og upp af eyjunni eru grynningar og aðrar suður frá henni og draga þær mjög úr öldunum, er þær æða inn á hafnar- leguna og lendingarstaðina. Flér er því hægt að liggja á höfninni og lenda smærri skipum meðan sjór er ferðafær. Eins og nafn eyjarinnar bendir til, liggur hún eigi hátt yfir sjávarflöt og þeim mun hægra veitir Ægisdætrum að nálgast bygðir manna, þegar þær verða skapæstar. Aðfaranóttina 8. jan. þ. á. gerði hér ofsaveður, fyrst á aust- an, en gekk meira til norðurs um dög- un. Þessu stórviðri fylgdi voða dimm hríð og svo mikill sjávargangur að fádæmum sætti. í víkinni, suðvestan á eyjunni gekk sjór 30—40 faðma á land upp. í Utgörðum gekk brimið 22 faðma á land upp, braut tvíhlaðinn grjótgarð og kastaði grjótinu víðsveg- ar, fylti fjárhús og gekk fast upp að íbúðarhúsinu. Svo var brimkrafturinn mikill, að sumstaðar reif hann grjót- garðinn niður til grunna. Nokkuð fyr- ir vestan Utgarða er lágt bjarg, um 30 fet á hæð. Þar gekk brimið upp fyrir og á einum stað 10 faðma upp fyrir bakkabrún, braut upp frosna jörð og færði til björg, er voru mörg þús- und pund, skemdi nokkuð engjar og ýmsar fleiri skráveifur gerði þetta tröll- eflda náttúruafl. j £ X Amfsbókasafnið. Nefnd sú er kosin var á fundi hér í vetur, til þess að hafa á hendi fram- kvæmdir til þess að Akureyrarbær gæti fengið gott bókasafn og ætti greiðan aðgang að því, hefir afráðið að láta á næstu dögum fara hér um bæinn og leita samskota handa safninu, sérstak- lega til væntanlegrar húsbyggingar. Vonandi taka bæjarbúar drengilega undir þetta. Víða mun reyndar svo vera að menn þykjast nú hafa þörf á öllu sínu, en aðgætandi er, að ekki er til þess ætlast að menn borgi gjafir sínar út nú þegar. Annars er vert að geta þess, að aðsóknin að safninu er nú svo mikil af bæjarbúum, að ómögulegt er að af- greiða þá á þeim stutta tíma, sem á- kveðinn er til þess af Amtsráði Norð- uramtsins. Bæjarbúar ættu að líta svo á, að þeim væri skyldast að hlaupa NI. svo undir bagga,. að hægt væri að hafa safnið lengur opið. Bankaúfbú vilja Skagfirðingar fá hjá sér á Sauð- árkrók. Fundahöld um það hafa verið þar í héraði, en ekki eru enn komnar greinilegar fréttir af þeim. Samkoma var hér 1. þ. m. í leikhúsi bæjar- ins, til þess að minnast stjórnarbót- arinnar og fóru þar fram ræðuhöld. Síðar um kvöldið var dálítið samsæti í sal Boga Daníelssonar. X Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. XXVIII. [Framhald.] »Eg skal sanna sögu mína hvenær sem þér óskið þess og hvar sem þér vilið að eg geri það. Ef þér vilið doka við meðan eg sæki blek og penna, þá skal eg gera það nú þegar.« Tolma lyfti upp hendinni. »Ekki hér,« sagði hann með látæði Ieik- ara, »en gerið það í kvöld í húsi Feodors greifa. Eg skal Iáta flytja yður þangað í vagni mínum. Verið þér alls óhræddar, yður er það óhætt, það er Tolma sem lofar því.« Hann staulaðist niður tröppurnar og kallaði hátt á þjón sinn. Marian stóð eft- ir höggdofa, en það var gleðin sem gerði hana ringlaða. XXV. Loforð Tolma. Kvöld var komið og þrír menn biðu í hinum mikla sal í húsi Talví greifa í South Andeygötu. Silfurklukkan á ofnhillunni var nýbúin að slá níu og tifiið í henni var eina hljóðið sem hægt var að heyra. Af þeim þremur mönnum, er biðu þarna, var Tolma einn rólegur. Hann sat makinda- legur í hægindastól, reykti í sífellu rúss- neska smávindla og bar oft upp að vörum sér staup með kiyddlegi Chartreusemunka. Andlit hans brosti vingjarnlega, eins og á manni er spilað hefir út háu spili og býð- ur þess að þeir gefi í, sem etu mótstöðu- menn hans í spilinu. Hann horfði við og við á Bonzo, sem var annar af þeim þrem mönnum, er þarna voru inni. Bonzo gekk um gólf, fram og aftur, á hinu þykka gólf- teppi, ýmist inn í skuggann frá ljóshlífum lampanna, eða út úr honum aftur. Bonzo vissi ekki að furstinn horfði á hann. Hann gekk i sífellu fram og aftur, með hendurn- ar fyrir aftan bakið. Hann reykti ekki. Ef hann tók eftir nokkuru þá var það hvít pappírsörk, sem lá á skrifborði i múrskot- inu undir glugganum. Hann leit oft á það, eins og einhver ósýnileg hönd ætti að gera þar eitthvert furðuverk. Hann var hrædd- ur um að einhver stryk kynnu að sjást á papptrnum. Þriðji maðurinn þarna inni var Feodor greifi. Hann sat í legubekk nálægt dyrun- um. Hann hélt á rússnesku fréttablaði í hendinni, en hann las ekkert í þvi. Oft horfði hann á silfurklukkuna. Það Ieit út fyrir að hann ætti von á því, að einhver mundi verða til þess að rjúfa þögnina. Þeg- ar klukkan var fimm mínútur yfir níu, heyrð- ist ekið í vagni fyrir framan húsdyrnar, þá stóð hann upp og varpaði öndinni létti- lega. í sama augnablikinu nam Bonzo staðar á gólfinu og sagði með ánægjusvip: »Já, já, svo þau eru að koma!« »Þér eigið við að það er hún sem er að koma«, sagði Tolma. »Eg bíð átekta«, sagði Bonzo með kæn- legri forsjálni. »Eg ætlast til einskis af konu, herra fursti«. »Og þó eruð þér konu skyldugur um alt, kæri hersir«. Bonzo hélt áfram að ganga um gólf, e» alt í einu staðnæmdist hann við dyrnar. Þar stóð þjónn til þess að boða gestkomu. »Ungfrú Best«, sagði pilturinn hátt. Marian gekk inn í stofuna. »Þetta gleður mig, það var ágætt« sagði Tolma og reyndi til að standa upp úr stólnum. »Eg sagði þeim að þér munduð

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.