Norðurland


Norðurland - 11.02.1905, Síða 1

Norðurland - 11.02.1905, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 20. b!að. Akureyri, 11. febrúar 1905. IV. ár. 2>ókasafn Norouramtsins verður tíl 1. maí opið á miðviku- dögum kl. 4 — 5 e. h. og á laugar- dögum kl. 12 — 2 e. h. Ófriðurinn í Austurheimi. Japanar hafa unnið Port Arthur. Þar var síðast komið sögunni af hinum blóðuga hildarleik við Port Arthur, að Japanar höfðu náð 203 metra hæðinni á vald sitt; höfðu þeir skotið á hana með 400 fall- byssum í einu og höfðu þá Rússar mist 5000 manna. Eftir það veitti Japönum sífelt betur, er þeir áttu hægra aðstöðu en áður. Var nú enn barist með hfnni rnestu grimd og síðustu vikurnar börðust menn jafn- vel með byssustingjunum og þegar öðru varð ekki við komið börðust menn með hnefunum og bitu og rifu hver annan, eins og villidýr og stungu jafnvel augun hver úr öðrum. Yfir öllu þessu djöfulæði mannanna þutu svo sprengikúlur Japana og lömdu á virkjum Rússa. Fylgdi þeim svo mikill kraftur, að þær fóru í gegnum 18 þurnlunga stálþlötur eins og pappír. Engu var þyrmt, mörg skot hittu sjúkrahúsin og skriðu þeir sjúklingarnir, sem gátu hreyft sig, út á göturnar og lágu þar hjalparlausir í kuldanum. Loks gáfust Rússar upp á nýársdag um kvöldið, enda gátu þeir þá litlar varnir veitt og höfðu liershöfðingjar þeir, er þar voru með Stössel, viljað gefast upp miklu fyrri, en hann hafði jafnan þvertekið fyrir það og full alvara var honum með það, að vilja heldur láta þar líf sitt en að gefast á vald Japana. Pó lét hann loks undan við fortölur hers- höfðingja sinna. Sögðu þeir, eins og satt er, að lítill ávinningur væri Rúss- um að því, að þeir væru þar allir strádrepnir, er þeir mættu ekki lengur halda kastalum hvort sem var. Nálægt 25 þúsund hermanna voru eftir í P. A., er hún var unnin; af þeim voru um 16 þúsund manna sjúkir, og ekki nema 5 — 6000, er voru vopnfærir. Mjög fer ýmsum sögum uin það, hve margir hafi fallið, bæði af Rúss- um og umsáturshernum. Japanar skýra svo frá, að Rússar hafi mist um 25 þúsund manna og sjálfir þykjast þeir hafa mist álíka mikið lið, en aðrir fullyrða að þeir muni hafa mist um 80 þúsundir manna. Sennilegt er það talið, að engin þjóð heimsins mundi hafa unnið P. A., nema Japanar einir, því allir hefðu hlíft mönnum sínum meira en þeir gerðu og aldrei telja menn að vígi hafi verið varið af meiri hreysti, en hér var gert. Nogi hershöfðingi Japana við P. A. hefir orðið ákaflega frægur af þessari sigurvinningu, enda Iætur hann sér ekki alt fyrir brjósti brenna, svo aðrir sjái að minsta kosti. 2 syni átti hann og hafa þeir báðir fallið í ófriðinum, annar þeirra nýlega við P. A., en hinn var fallinn áður. Hef- ir hann sagt, að þetta væri sér fagn- aðarefni, því meiri heiður gæti eng- um hlotnast, en að láta lífið fyrir ættjörð sína. Mjög fór vel á með þeirn Nogi og Stössel eftir að borgin gafst upp og vottuðu þeir hvor öðruin virð- ingu sína og töluðu sarnan eins og vinir. Sammála höfðu þeir verið um það báðir, að það sem reið bagga- rnuninn, svo að Japanar náðu borg- inni, hafi það verið, að þeir höfðu nýlega fengið ágætar, nýjar fallbyss- ur og var hlaup þeirra með 11 þml. þvermáli. Japanskeisari bauð Stössel á sinn fund, en ekki þektist hann það, ætlar heirn aftur til Rússlands. Mjög er af því látið, hve mildur Nogi sé hinum herteknu mönnum, öllum herforingjum gaf hann heim- fararleyfi, ef þeir lofuðu því, að taka ekki síðar þátt í ófriði þessum, en ýmsir þeirra höfðu þó kosið heldur að fara í útlegð til Japan. Stössel endaði skýrslu sína til keisarans á þessa leið: „Fyrirgefið þér oss, mikli ein- valdur! Vér höfum gert alt sem stóð í mannlegu valdi. Dæmið oss, en verið oss náðugur. Mánuðum saman höfum vér barist hvíldar- laust og nú eru kraftar vorir þrotn- ir. Að eins fjórði hluti af oss er á lífi og helmingurinn af honum eru sjúkir* menn. Mennirnir eru að sjá eins og svipir einir." * * * Inni í Mandshuríulandi gerist lít- ið sögulegt, en þungt hafði Kuro- patkín þótt að frétta að P. A. væri unnin. Sumir telja líkur til þess að friður sé í nánd, því horfur Kuro- patkíns verði stórum verri þegar umsátursherinn kemur sunnan að, en örðugt er að leiða getum að því hvernig fer. Frönsk blöð segja að Rússar ætli að senda Kuropatkín ógrynni liðs með vorinu, svo hann hafi þar um eina miljón hermanna og muni það ríða Japönum að fullu. Hinsvegar er það víst að ekki eru Japanar iðjulausir og draga lið sam- an úr öllum áttum og nýlega hefir ríkið enn tekið stórlán. Um 110 þúsund tnenn er sagt að séu kotnnir heim til Rússa aftur úr ófriðinum, af þeim voru 54 þús. særðir en 56 þúsund voru sjúkir. Til Eystrasaltsflotans fréttist síðast á Madagaskar. Óvíst þykir hvort hann heldur áfram ferð sinni austur. * * * Daginn áður en Port Arthur var unnin er sagt að Rússakeisari hafi heitið þjóðinni stjórnarbót, þegar ó- friðnum sé lokið, en þess er jafnframt getið að keisarinn hafi lofað þjóðinni þessu áður, en lítið orðið utn efnd- irnar. % Stefnissannleikur. — Skipakvíarmálið á þingi. Góðkunningi minn skaut því að mér fyrir nokkurum dögum, að ritstjóri Stefnis ætti við mig, þar sem hann segir í greininni »Óverðskuldað stjórn- arlast« : »einn af útgefendum Norður- lands er grunaður um að eiga þátt í að sýslunni var blandað inn í þetta mál« . . . og enn fremur »það eru því þeir, sem hafa komið þinginu til að setja þau skilyrði fyrir styrk og fjárveitingu til skipakvíarinnar, sem erfitt getur orðið að fullnægja, sem líklegastir eru til að tefja fyrir málinu«. Þó eg eigi örðugt með að trúa því að þessu sé beint að mér, þá neyðist eg samt til þess, því maðurinn sem sagði mér þetta er skilvís og hand- genginn ritstjóranum. Hann benti mér líka á að hér gæti ekki um aðra út- gefendur Norðurlands verið að ræða og varð eg að fallast á það. Það þarf ekki stórgáfaðan mann til þess að sjá, að í þessum ummælum »Stefnis« felst sú aðdróttun til mín að eg hafi verið og sé óvinveittur framfaramáli því, sem hér er um að ræða (sbr. »líkleg- astir til að tefja fyrir málinu«). Þótt eg leggi það ekki í vaní^minn að henda á lofti hnútur, sem ao mér er kastað í sumum blöðum og beina þeim aftur til eigandans, þá verð eg þó að víkja frá reglunni í þetta sinn. Aðdróttunin er svo frámunalega rang- lát og sannleikurinn svo hrapallega fyrir borð borinn. Saga málsins á þingi sýnir þetta Ijósast. Eins og kunnugt er lá fyrir þinginu beiðni um 45 þús. kr. stýrk til skipakvíar í Oddeyrarbót. Þegar beiðni þessi kom til umræðu í fjárlaga- nefndinni, þótti meiri hluta nefndar- innar ekki takandi í mál að veita svo mikinn styrk til þessa fyrirtækis. Þeir menn voru í nefndinni, sem gagnkunn- ugir voru hér á Eyjafirði og ástæða var til að ætla að hefðu miklu betra vit á þessu og öllu, sem að sjávarút- vegi lýtur, en eg og mínir líkar, sem aldrei hafa við slíkt fengist. Þessir menn héldu því fram að Oddeyrarbót væri óheppilegt skipakvfarstæði og miklar líkur væru til þess, að hentugra og ódýrara skipakvíarstæði mætti finna hér við fjörðinn. Og ef skipakví í Oddeyrarbót yrði bygð fyrir 60 þús. kr. eins og áætlað var, þá mætti bú- ast við að 45 þús. kr. nægðu annar- staðar, enda óvíst nema þessi upphæð nægði einnig til Oddeyrarkvíarinnar, þegar betur væri aðgætt og viturlega að öllu farið. En réttast væri að fresta málinu alveg þar til málið væri betur undirbúið. A þetta félst meiri hluti nefndarinnar að nokkuru leyti, en minni hlutinn, þar á meðal framsögu- maður nefndarinnar og eg, héit því fram, að hér væri um mikið nauðsynja- mál að ræða, sem þingið mætti ekki leiða hjá sér. Við höfðum báðir verið sjónarvottar að þvf, hvílíkt afartjón skorturinn á öruggu skipalægi hér við fjörðinn hafði bakað skipseigendum hvað eftir annað. — Að lokum marðist sú til- laga gegnum fjárlaganefndina að veita V3 af því, sem um var beðið eða 15 þús. til skipakvíar við Eyjafjörð\ við annað var ekki komandi, enda gat það ekki út af fyrir sig spilt fyrir málinu að staðurinn var ótiltekinn. Ef það hefði sannast við frekari rannsókn, að skipakvíin væri betur sett annarstað- ar við fjörðinn, þá var ekki gott að halda því fram að þar ætti ekki að byggja hana, heldur á öðrum óhent- ugri stað. Þessi tillaga fjárlaganefndarinnar var samþykt við aðra umræðu með 18 atkvæðum. Þótt það sé venja, að fjárlaganefnd- in fylgi fram tillögum sfnum sem einn maður, þá kemur þó fyrir að einstak- ir nefndarmenn halda atkvæði sínu ó- bundnu, ef þeir hafa verið mjög óánægð- ir með ályktanir þær, sem ofaná hafa orðið í nefndinni, og svo var um mig hvað þessa tillögu snerti. Mér þótti styrkur þessi alt of lítill þegar um svo stórt og mikilsvert fyrirtæki var að ræða. Því var það að eg gerðist flutnings- maður ásamt Hannesi Hafstein að breytingartillögu, sem fór fram á 20 þús. kr. styrk, og 40 þús. kr. lán til skipakvíarinnar, gegn ábyrgð bæjarfé- lags Akureyrar og sýslusjóðs Eyja- fjarðarsýslu; gerðum við þetta í sam- ráði við 1. þingmann Eyjafjarðar Klem- ens Jónsson. Var ákvæði þetta sjálfsögð afleiðing af því, að styrkurinn var veitt- ur til óákveðins staðar við Eyjafjörð. Hefði því fengist framgengt að styrk- urinn væri veittur til skipakvíar f Oddeyrarbót, þá hefði sýslusjóði aldrei verið dreift við mál þetta. Það voru því mótstöðumenn skipakvíarinnar en ekki við stuðningsmenn hennar, sem urðu þess valdandi að þetta skilyrði um ábyrgð sýslusjóðs komst inn í fjár- lögin. Við þriðju umræðu í Nd. var tillag- an um 20 þús. kr. styrkinn feld með nafnakalli (13 atkv. : 10). Kom þar skýrast fram afstaða fjárlaganefndar- innar til málsins, þar sem 4 af nefnd- armönnunum þar á meðal formaðurinn, hinn mikli útgerðarfrömuður Tryggvi Gunnarsson greiddi atkvæði á móti tillögunni, en 3 með henni Jóh. Jó- hannesson, Pétur Jónsson og eg. Til- lagan um lánið var aftur á móti sam- þykt. Efrideild feldi svo hvorttveggja, að tillögum fjárlaganefndar þar. Neðri- deild setur það inn við eina umræðu eftir tillögu fjárlaganefndar og það varð úr að Efrideild lofaði því að standa, þegar fjárlögin komu til henn- ar í öðru sinni. En í sanieinuðu þingi kom enn tillaga um að fella bæði styrkinn og lánið úr fjárlögunum, en hún náði ekki fram að ganga. A þessari sögu sjá allir að málið átti afarerfitt uppdráttar á þingi og það þurfti bæði lag og eindregið og fast fylgi tll þess, að fá jafnvel því framgengt, sem fekst þótt lítið væri.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.