Norðurland


Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 2
Nl. til þess að fræðast um það, hvar forfeður hans hittu bezta hagana og bezta vistina. Kynni hestur að lesa og skrifa og gæti þannig fræðst um liðna hluti og geymt eftirkomend- unum hugmyndir sínar, þá mundi oss liggja við að kalla hann mann en ekki hest. Það liggur í augum uþþi, hve af- skaplega þýðingu þetta hefir. Afskekti maðurinn, sem lifir sínu tilbreytinga- og viðburðasnauða iífi og umgengst fáa eins og heimspekingurinn Kant, hann getur talað við beztu menn sam- tíðar sinnar í fjarlægum löndum og stórmenni liðinna alda, hvenær sem hann vill og um hvert efni sem hug- urinn girnist. Mannsæfin og lífsreynsl- an nær nú ekki aðeins yfir 40 — 50 ár, heldur yfir 40 — 50 aldir og menn- irnir sem læra má af og umgangast, eru ekki lengur fámenni og fáfróði hópurinn í bænum, eða sveitinni, sem maður lifir í, heldur hin glæsilega hirð óteljandi andans stórmenna, að fornu og nýju! — Eins og allir vita geymast hug- myndir manna á tvennan hátt; fyrst og fremst í rituðu og prentuðu máli og að öðru leyti íýmsum mannvirkj- um, sem öld eftir öld geta prédikað hugmynd mannsins sem framkvæmdi þau, eða lét framkvæma. Hið fyrra er að sjálfsögðu aðalatriðið, sem flest- ir geta hagnýtt sér að miklum mun. Hið síðara kemur þeim einum að notum, sem ferðast geta og séð lönd og listaverk. Allir vilja mentast, þó engum komi saman um hvað mentun sé. Fátt ein- kennir mentuðu mennina frá óment- uðu mönnunum eins og það, að ment- uðu mennirnir hafa fengið greiðari aðgang að hugmyndaauði bókment- anna en hinir ómentuðu og notið meira góðs af honum. Þeir sem fara á mis við hann, hafa ekki úr öðru að spila en sínu litla fátæklega lífi og hugmyndum þeirra fáu manna, sem þeir hafa kynst. Bókalausu heim- ilin, þar sem lítið eða ekkert er lesið, eru köldu gróðurlausu blettirnir, sem oftast framleiða h'tið sem ekkert af nýjum hugmyndum og þar geta tæp- ast aðrar framkvæmdir þrifist, en að feta í fótspor annarra hugsunarlítið. Þau eru jarðvegur, sem vantar all- an áburð og hættir því við að blása upp og verða að flagi. Sumum finst nú ef til vill að eg geri helzt til mikið úr þýðingu bóka og bókiegrar fræðslu, en eg get full- vissað þá um, að eg get fært ótal sannanir fyrir mínu ináli, þó fleira en bókmentir sé nauðsynlegt til þjóðþrifa. Eg skal taka eitt eða tvö dæmi sem næst oss liggja. Akureyrarbúar telja það oftast sjálf- sagt að þessi bær sé og eigi að vera miðpunktur andlegrar menningar í þessurn landsfjórðungi, en ef það skai dæmt eftir húsa- og íbúafjöld- anum, þá er sá mælikvarði eflaust rangur. Þó hér söfnuðust saman margar þúsundir fáfróðra manna, sem úr litiu öðru hefðu að spila en því sem hver talaði við annan og daglega bæri fyrir eyrun og aug- un, en væru annars útilokaðir frá hug- myndaauð fortíðarinnar og hugsana- straum samtíðarinnar, þá gætu þeir ekki, allir til samans, vegið á rnóti einum vel settum fræðimanni í öðru héraði. Það stendur á sama hve mörg- 82 sýslu. Mál þctta er ekki eins vel undir- búið og þörf er á, en af því hér er að ræöa um afarmikið nauðsynjamál, virðist þó réttast að sýslunefndirnar og bærinn kysu menn til þess að leita nákvæmari upplýsinga og semja um ferðirnar ef tiltækilegt þætti. Sýsíufundur Eyjafjarðarsýslu hefst 2. dag marzmánaðar. Skarlafssóffin er nú komin að Garðsvík á Sval- barðsströnd. Eftir því sem Halldór læknir Gunnlaugsson skýrir oss frá, er hætt við að hún hafi verið þar nálægt því einn mánuð. Tveir ung- lingar hafa legið og hinn þriðji er sjúkur af skariatssótt. Sýkin er þá komin að takmörkum Höfðahverfishéraðs og er þar enginn læknir til þess að taka á móti henni, því landsstjórninni hefir þótt óþarft að setja þar lækni. Vonandi bregðast umdæmisbúar þar vel við henni og reyna til þess, eftir föngum, að stemma stigu hennar. Er þess full þörf, því þungur gestur getur hún orðið. Rifsfjóraskiffi hafa orðið við blaðið Ingólf. Cand. mag. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir > látið af ritstjórn fyrir þá sök að hann vildi eigi við hlýta þau kjör, er hlutafélagið gat boðið«. Benedikt Sveins-* son kandidat frá Húsavík hefir tekið við ritstjórninni. um flónum vér söfnum saman, það verður aldrei úr þeim einn speking- ur. Ef vér eigum að hafa nokkra von um það að halda hér uppi andlegri og líkamlegri menningu, þá má segja að tvent þurfi til þess: nokkra hæfi- legleikamenn og nóg af andans vopn- um, góðum bókum. Vanti annaðhvort er hitt ónýtt, eða kemur ekki að hálf- um notum. Að sjálfsögðu er það æski- legt að sem allra flestir geti tekið þátt í menningunni, en strangt tekið þarf hér ekki nema einn einasta mann til þess að gera garðinn frægan og varpa ljósi jafnvel yfir alt landið. Undan- farin ár höfum vér átt því láni að fagna að hér hefir búið landsins frægasta skáld. Til skamms tíma bjó hér ritfærasti ritstjóri landsins og enn- fremur fróðasti maðurinn í landsmál- um; nú er það síra Matthías einn, sem kastar ljósi yfir þennan bæ, svo að sjáist út um landið. Allir undiast það hve ellin fær lítið á honum og hve ungur hann er í anda. Orsakir þessa eru alls ekki meðfæddir hæfi- legleikar. Hann hefir úr margbreyttri Iífsreynslu að spila, hefir víða farið, kynnst mörgum og margt séð, en umfram alt er orsökin sú, að hann les allra manna mest. Hver póstur flytur honum nýjan hugmyndaauð með bókum og tímaritum og það er þessi lind, sem hann eys úr og aðrir njóta góðs af, þegar hún birt- ist, séð með hans augutn og um- myndað af einkennilegri skáldgáfu, í kvæðum hans. Hann lifir innan um fjölmenni menningarstraumsins, þrátt fyrir það að hann býr hér í fámennum bæ. Akureyrarbúar þurfa að gera sér Ijóst hvað til þess þarf að bærinn geti heitið miðdepill menningar í þessum landshluta. Til þass þarf bærinn að vera hugsandi heili fjórð- ungsins, staður sem aðrir leita til, ekki eingöngu eftir læknishjálp og búðarvörum, heldur snjallræðum í atvinnuvegunum á sjó og landi, vit- urlegum tillögum í pólitíkinni, nýj- um gróðri í vísindum og fögrum listum — í stuttu máli öllum andans auði, sem gieður sálir, eykur áhug- ann, víkkar sjóndeildarhringinn og sýnir hvað betur má fara. Mér er sama hvert af þessum at- riðum er tekið. Alstaðar rekur mað- ur síg á bækur og blöð sem skil- yrði fyrir öllum þroska. Ef eg t. d. vil setja mig inn í landsmál, til þess að geta gengið á undan öðrutn, hvort heldur sem er á þingi eða sem rit- höfundur, þá getur lífsreynslan bent mér næsta lítið í flestum greinum. Hver hefir eigin reynsiu, svo nokk- uð sé byggjandi á, í fátækramálum, í fyrirkomulagi ríkis og kirkju, í bankamálum og öllum þeim óíal málum, sem ekki beinlínis snerta manns eigin störf. Upp á sínar eig- in spýtur kemst maður jafnlangt í þessum efnum og sá maður í reikn- ingi sem aldrei hefir verið kendur hann, og það er harla skamt. Það er heldur ekki inikið úr því gerandi, sem vér getum lært hver af öðrum í |þessum efnum. Oftast leiðir þar blindur blindan. Eini vegurinn er og verður sá, að afla sér þekking- ar, kynnast hugmyndum samtíðar- inannanna og reynslu þeirra. Jafn- framt því sem maður sjálfur reynir að hugsa sem sjálfstæðast. Tii þessa eru bækur eina ráðið, því enginn getur verið á sífeldu ferðalagi út um öll lönd til þess að tala við aðra menn. Framh. Klipf var það—'Skorið var það. í síðasta blaði Nls. reynir kaupmað- ur Friðrik Kristjánsson að fara út í gegn um skráargat eins og vofa. Fyrst hafði hann frætt á því, að full viisa hafi verið fengin fyrir því, að meiri hluti kjósenda vildi fylgja Magnúsi Kristjánssyni, áður en Verzlunarmanna- félagið tók kosningaundirbúninginn að sér. Eigi að síður heldur hann því nú fram að fyrsti kosningaundirbúningur- inn sé nákvæmlega sama sem félags- ins verk, því hann hafi verið gerður af meðlimum félagsins. Eg get frætt hann á því, að undirbúningur þessi var að mestu leyti þeirra manna verk, sem ekki eru í Verzlunarmannafélag- inu, og er þá grein hans svarað. Honum þykir eg rangfæra orð sín og ófrægja Verzlunarmannafélag- ið. Hvorugt hefi eg gert til þessa, en ekki get eg að því gert, þó hann sjái ofsjónir. * * * Herra Otto kaupm. Tulinius segir í sama blaði að eg hafi látið í ljós óánægju yfir því að menn skori skrif- lega á Magnús Kristjánsson, og sé það þó sama aðferð, sem eg hafi fylgt í fyrra. Eg hefi enga óánægju látið í ljósi yfir þessu. Óánægja mfn snertir önnur atriði við kosningaundirbúning- inn, sem er allur annar nú, en hann var í fyrra. Þá sem um það efast, vil eg minna á, að í fyrra reyndi eg að fylgja þessari aðferð: 1. Að spyrja kjósendur, hvern þeir helzt kysu sem þingmannsefni. 2. Að birta opinberlega uppástung- ur manna. 3. Að spyrja þá menn, sem flestir voru fylgjandi, hvort þeir vildu gefa kost á sér. 4. Að senda skriflega áskorun, þeg- ar þingmannsefnið gerði það að skil- yrði fyrir framboði sínu. Eftir því sem mér er frekast kunn- ugt um kosningaundirbúninginn nú, hefir aðeins einum manni verið haldið fram og reynt til þess að fá sem flesta bæjarbúa til þess að senda honum á- skorun. Eg vonast eftir að Otto kaupm. Tulinius og allir sanngjarnir menn sjái, að hér er um töluverðan mis- mun að ræða. * * * Eg hefi orðið fyrir því happi, að einhver Gjallarhorns-hvolpur glepsar í mig f síðasta blaði. Fátt mun fremur auka vinsældir Og hylli góðra manna, en lastmæli þessa blaðs. Mér er sómi að því, ef blaðið vill skipa mér sama sæti og Páli heitnum Briem. Guðmuudur Hannesson. % Flufningabáfur á Eyjafirði. Skúli Einarsson á Isafirði, sem hér var á síðastliðnu sumri og hafði mótor- bát í förum hér á firðinum, hefir nú ritað sýslunefnc5 Eyjafjarðarsýslu og býðst til þess að hafa hér til flutn- inga á firðinum á næsta sumri 6—8 lesta mótorbát. Gerir hann ráð fyrir því að ferðir gætu byrjað í maímán- uði og báturinn farið 36—40 ferðir um fjörðinn. Sækir hann til sýslunefnd- arinnar í Eyjafjarðarsýslu um 2000 kr. styrk til þess að halda bátnum út, en gerir því ráð fyrir að nokkuð af því fé komi frá Akureyrarbæ og Þingeyjar- Magnús Jónsson á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu hefir fengið styrk hjá Búnaðarfélagi íslands til þess að kenna plægingar í Húnavatnssýslu á næsta sumri, frá miðjum maf til Jónsmessu. Tilskilið er að hver piltur sé sex vikur og geti þar án aukakostnaðar haft með sér I-—2 hesta til þess að temja þá við plægingar. Auk þess fá þeir munnlega leiðbeiningu í sáningu o. fl. Leiðrélting. í auglýsingu í síðasta blaði Nl.s frá herra Hallgrími Einarssyni um Lífsábyrgðarfélagið Standard hefir mis- prentast: »fá nú ættingjarnir útborg- aðar 100 kr.« í stað þess átti að standa: fá nú ættingjarnir útborgaðar 1000 kr. \ Námsmeyjar í Kvennaskóla Eyfirðinga. I. DEILD. Axelína Dúadóttir, Akureyri. Guðbjörg Hjartardóttir, Ytra-Alandi Þ. Geirþrúður Þorkelsdóttir, Akureyri. Halldóra Sófusardóttir, Akureyri. Hrefna Jóhannesardóttir, Akureyri. Ingiríður Árnadóttir, Gunnarsstöðum Þ. Jósefína Stefánsdóttir, Siglufirði Eyjafj.s. Kristín Jónsdóttir, Hjalteyri Eyjafj.s. Sigrún Guðnadóttir, Brenniási Þing.s. Sigurbjörg Pálsdóttir.BústöðumSkgfj.s. Sigþrúður Stefánsdóttir, Akureyri. Þorgerður Björnsdóttir, Akureyri. Þórunn Björnsdóttir, Skíðastöðum Skgfj. Þuríður Vilhjálmsdóttir, Ytri-Brekku Þ. II. DEILD. Guðrún Ármannsdóttir, Barði Skgfj.s. Margrét Sigurjónsdóttir, Akureyri. Sigríður Brandsdóttir, Ólafsdal Dala.s. Sigurlaug Guðmundsdóttir,Vatnsenda Þ. Sigrún Jónsdóttir, Kolfreyjustað Suðm.s. SteinunnBjartmarsdóttir,BrunnáDala.s.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.