Norðurland


Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 3
83 NI Til leigu er frá 14. maí n. k. hálft húsið í Ráðhússtíg nr. 2 (hin svonefnda »Smiðja«) með tveimur góðum her- bergjum, eldhúsi með nýrri, stórri eldavél, búri, geymsluskúr o. fl. Valnsleiðsla er í húsinu. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til íyfsaia O. C. Thorarensens. Sigurður Jónsson bóndi á Hrappstöðum í Kinn kom hingað vestan úr ísafjarðarsýslu 11. þ. m. Hefir hann síðan í haust verið í fjárkláðaleiðangri um Húnavatns-, Stranda- Barðastranda- og Vestur-ísa- fjarðarsýslur. Fjárkláðalækningunum var yfirleitt tekið mjög vel, en þó einkum í Stranda-og Barðastrandasýslu. Lang- minst bar á kláðanum í Vestur-ísafjarð- arsýslu. \ Nemendur gagnfræðaskólans á Akureyri 1905 eins og þeim var raðað við miðsvetrarprófið. II. BEKKUR. 1. Jónas Jónsson, S.Þingeyjarsýslu. 2. Sigurgeir Friðriksson,S.ÞingeyjarsýsIu. 3. Konráð Erlendsson, S.Þingeyjarsýslu. 4. Jón Finnbogason, S.Þingeyjarsýslu. 5. Kristján Bergsson, V.ísafjarðarsýslu. 6. Björn Jakobsson, S.ÞingeyjarsýsIu. 7. Snorri Sigfússon, Eyjafjarðarsýslu. 8. Jón Arnason, Skagafjarðarsýslu. 9. Áskell Sigtryggsson, S.Þingeyjarsýslu. 10. Hannes Einarsson, S.Þingeyjarsýslu. 11. Þórarinn Kristjánsson, Eyjafjarðarsýslu. 12. Steingrímur Þorsteinsson, S.Þingcyjars. 13. Pálmi Þórðarson, Eyjafjarðarsýslu. 14. Kristveig Benediktsdóttir,S.Þingeyjars. 15. Þórhallur Jóhannesson*, N.Múlasýslu. 16. Þorsteinn Jónsson*, S.Múlasýslu. I. BEKKTR. A. deild. 1. Kristján Sigurðsson, Eyjafjarðarsýslu. 2. Jón Olafsson, Barðastrandasýslu. 3. Jakob Kristinsson, Eyjafjarðarsýslu. 4. Vilhelm Jakobsson, N.Múlasýslu. 5. Geir Jón Jónsson, S.ÞingeyjarsýsIu. 6. Þorsteinn Stefánsson, Eyjafjarðarsýslu. 7. Hólmgeir Þorsteinsson, Eyjafjarðars. 8. Anna Sigurðardóttir, N.Múlasýslu. 9. Jónína Valtýsdóttir, N.MúIasýslu. 10. Egill Þorláksson, S.ÞingeyjarsýsIu. 11. Gísli Bjarnason, Eyjafjarðarsýslu. 12. Jón Siggeirsson, Eyjafjarðarsýslu. T3- Tryggvi Árnason, Eyjsfjarðarsýslu. 14. Elinborg Björnsdóttir, Skagafjarðars. 15. Tryggvi Indriðason, N.ÞingeyjarsýsIu. 16. Gísli Jónsson, Akureyri. 17. Unnsteinn Sigurðsson, S.Þingeyjars. 18. Páll Guttormsson, N.MúIasýslu. 19. Guðmundur Sigurðsson, Akureyri. 20. Aðalsteinn Kristinsson, Eyjafjarðars. 21. Hallgrímur Hallgrímsson, Eyjafjarðars. 22. Helgi Eiríksson, Eyjafjarðarsýslu. 23. Jóhannes Jónasson, S.Þingeyjarsýslu. 24. Pálmi Kristjánsson, Eyjafjarðarsýslu. 25. Ingibjörg Jónsdóttir, Húnavatnssýslu. 26. Þorsteinn Sigurðsson, Eyjafjarðarsýslu. 27. Kristján Jakobsson*, S.Þingeyjarsýslu. B. deild. 28. Páll Guðmundsson, Húnavatnssýslu. 29. Jóhann Jóhannesson, Eyjafjarðarsýslu. 30. Bernharð Stefánsson, Eyjafjarðarsýslu. 31. Halldór Jónsson, Skagafjarðarsýslu. 32. Sigurður Baldvinsson. N.MúIasýsIu. 33. Ólafur H. Sveinsson, Mjóafirði. 34. Pétur Siggeirsson, N.Þingeyjarsýslu. 35. Steinunn Gísladóttir, N.MúIasýslu. 36. Vigfús Guttormsson, N.MúlasýsIu. 37. Friðrik Jónasson, Eyjafjarðarsýslu. 38. Halldór Albertsson, Akureyri. 39. Ingibjörg G. Oddsen, Akureyri. 40. Friðbjörn Aðalsteinsson, Akureyri. 41. Jón Sigtryggsson, Akureyri. 42. Guðný Magnúsdóttir, Strandasýslu. 43. Davíð Friðriksson, Skagafjarðarsýslu. 44. Jón Kristjánsson, Akureyri. 45. Anna Guðmundsdóttir, Húnavatnssýslu. 46. Halldór Arnórsson, Akureyri. 47. Magnús Helgason, Akureyri. 48. Pétur Ólafsson, Akureyri. 49. Magnús Jósefsson, Akureyri. 50. Júlíus Thorarenscn, Akureyri. 51. Carl H. Guðnason*, Akureyri. * Tóku ekki próf sökum veikinda og voru því settir neðstir. \ Sextánmælt. Vorvísa. Sól skín. Svellin blána. Sést krap. Vaxa snapir. Völl flæðir. Vötn falla. Veg leysir. Foss geysar. A vakir. Önd mókar. Ær bíta. Lamb nýtur. Lá brosir. Lind masar. Lund hressist. Blær messar! Heitt skein. Hné að nóni. Hló sól. Lýsti pólinn. Sporð sá. Sprettir urðu. — Spratt ax. — Stukku laxar. Örn kom. Ægði barni. Önd fló. Rakkar góu. Ver svall. Vogar gullu. Vötn skóf. Bylgjur hófust. Sextánmælt vísa eftir M. J. i Nl. er ekki rétt kveðin. Þessar eru nær réttu lagi. O. F. X Skarlatssóttin gengur aftur. Illar fréttir eru það að skarlatssótt- in hefir tekið sig upp á Svalbarðs- strönd, þrátt fyrir það að ekkert hefir á henni borið í 2 mánuði og hún al- gerlega stöðvuð með samgönguvörnum. Sýnir þetta að hér er við raman reip að draga. Þegar skarlatssóttin gekk hér síðast, kom hið sama í ljós, að hún tók sig upp alllöngum tíma eftir það að hún var stöðvuð og ætla mátti að henni væri útrýmt. Orsök þessa er sú að sóttnæmið er mjög lífseigt og getur haldist lifandi í húsum og mun- um svo mánuðum skiftir. Að vísu má útrýma því með vandlegri sótthreins- un, en sannleikurinn er sá, að bæi vora er erfitt að sótthreinsa, svo í nokkuru lagi sé, en algerlega ómögu- legt að sótthreinsa rúmföt rækilega nema í sótthreinsunarofnum og eru þó rúmfötin þeir munirnir, sem mest hætta stafar af. Því miður vantar oss sótthreinsunarofna, enn sem komið er og eru því engin ráð við þessutn vand- ræðum önnur en þau, að forðast sam- göngurnar í lengstu Iög við sýktu heim- ilin, jafnvel þó sótthreinsun hafi farið þar fram, að minsta kosti allar óþarfa samgöngur. Miklum vandkvæðum er það að vísu bundið að fara eftir þessum ráðum, en þangað til sótthreinsunin kemst í fullkomnara lag, er ekki hægt að benda á önnur ráð betri. \ Trjáræktunarstööin á Akureyri 1904. Síðastliðið sumar var eitthvert hag- stæðasta sumar, sem komið hefir hér norðanlands, síðan byrjað var á trjá- ræktun-artilraunum hér á Akureyri; var því vöxtur og framför á trjáplöntum næstum tvöfaldur við það, sem sum undanfarin ár hafði verið, einkum ár- ið 1903 sem var framúrskarandi kalt og rigningasamt hér fyrir norðan, trjá- ræktarstöðin var því þetta sumar í á- gætu ásigkomuiagi, árssprjTtar á reyni- við 5 ára, 18—25”, birki 5 ára, 15—18”, á yngri plöntum tiltölulega minni. trjá- tegundir þær, sem sáð var til 1903, komu allar upp, en töluverður kyrk- ingur var í þeim eftir þetta kalda sumar, aftur á móti kom alt, sem sáð var til í sumar og upp gat komið á fyrsta ári, mjög vel upp, og voru sum- ar tegundir orðnar þroskaðri í haust, en samskonar tegundir frá fyrra ári, sérílagi greni- og furutegundirnar. Tegundir sem sáð var til í ár, í trjá- ræktunarstöðina voru: Alnus (incana), Alnus (glutinosa), Juniperus, Crategus, tvær tegundir, Sorbus (aucuparia), Lon- icera (alpina), Pinus (montana uncinata), Picea (excelsa borealis), Abies (nordman- nia), Abies (siberica), Evominus (ame- ricana), Evonimus (evropea), Amelandis (canad.), Rosa (rubrifolia), C. Laburn- um (alpinus), Spiræa (arifolia), Spiræa (opalefolia), Acer (platonides), Betula (oderata), Larix (evropea), Pinus (cem- bra). Spurningunni um hvort greni og fura geti vaxið hér á landi, virðist vera svarað játandi, með tilraununum hér, þó seinfara sé vöxtur á þeim teg- undum fyrstu árin; hér eru nú greni og furuplöntur 3 ára 6—8” háar, og er sá vöxtur, eftir því sem Norðmenn kalla, eftir öllum vonum, því vöxtur á þeim tegundum fer mjög hægt fyrstu 10 árin. Stærsta tré í ræktunarstöð- inni er reiniviður 5 ára 3 ál. 17”, elri 5 ára 3 ál. 16”, birki 5 ára 2 ál. 18”. Á síðasta vori var fargað burtu 5—6000 plöntum, mest af því fór í Ræktunarstöðina hér, lítið eitt, til ein- stakra manna. Þeirri reglu hefir verið íylgt hér, að fá tré og plöntur frá Noregi svo norðarlega sem hægt er, og hefir það gefist vel; plöntur frá Danmörku hafa ekki reynst eins vel, sýnast ekki þola loftslag og kulda jafnvel, og hefir þvf fremur dáið út; jafnframt hefir orðið vart við svamp í dönskum reynivið, sem nú er upprættur; hefir ekki orð- ið vart við hann síðustu 2 sumur, nú er líka með öllu hætt við að fá út- lendar plöntur, að eins brúkaðar inn- lendar. Á fyrsta og öðru ári eftir sáningu, eru plöntubeðin þakin með lyngi yfir veturinn, eftir þann tíma standa þær berar. 2 ára gömlum er þeim plantað út úr fræbeðunum, með lengra milli- bili; þegar þær eru 3 ára gamlar er fyrst tími til að flytja þær burt úr trjáræktunarstöðinni á ókunnan stað, og í breytilegan jarðveg. Nokkurir menn hafa látið mig vita, að þeir mundu biðja um plöntur á næsta vori, þessa menn bið eg svo vel gera, að senda mér pöntun sína, ekki seinna en við lok marzmánaðar, líka skal þess getið, að menn sem eg ekki þekki, verða að borga plönturnar hér við afhendinguna; flutningsgjald og umbúðir verða hlutaðeigendur að greiða. Akureyri 14. febrúar 1905. J. Chr. Siephánsson. % Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. XXIV. [Framhald.] Fjórðungur stundar leið, stúlkan hafði gleymt því hvar hún var; hún dró upp á pappírinn eins og æfðustu dráttlistarmenn. Hún lifði aftur í skugga hins stórfelda kast- ala. Krónstaður reis upp úr hinum hvítu bylgjum hafsins. Hún teiknaði viðstöðu- laust. Hún skygndist inn í leyniklefa víg- isins, hina ýmsu afkyma dauðans og eyði- leggingarinnar. »Hérna er uppdrátturinn,. sagði hún. Þeir stóðu nú allir þrír við stólinn hennar og Bonzo hélt á pappírsblaðinu í hendinni. Hann lagði það við hliðina á öðrum upp- drætti og bar þá saman. í tíu mínútur mælti hann ekki orð frá munni. Svo rétti hann úr sér og kvað upp dóm sinn. »Ungfrú,« sagði hann, »það eru ekki nema fáir menn í Rússlandi, sem geta búið til betri uppdrátt en þessi er. Hún svaraði hvorki honum né hinum, meðan þeir voru að Iofa hve ágætlega hún hefði gert uppdráttinn. Miklu fremur spurði hún sjálfa sig hvort þeir hefðu ekki gabbað hana, narrað hana inn í þetta hús, til þcss að bera á hana sakir. Hugurinn hvarflaði milli vonar og ótta, þó hún ekki vissi hvað það var, sem hún óttaðist eða vonaðist eftir, þá opnaðist alt í einu vænja- hurð og hún sá inn í lítið herbergi, er var útbúið eins og kappella, en fyrir altarinu stóð gamall prestur. XXVI. Að kvöldi annars dags^ Páll heyrði klukku slá 8 högg og mint- ist þess að hann hafði verið nærri 30 klukkutíma í húsi Talvis. Honum fanst sem heil öld væri liðin síðan hann kysti Marian á hinar fögru varir hennar og sagði henni að hann mundi koma aftur að vörmu spori. Hann var þess fullviss að hann mundi aldrei framar fá að sjá hana, að hann mundi verða að lifa einp lífi sínu í útlegð og skömm. Lampi hafði verið settur inn í herbergið til hans, en ljósið frá honum var svo sterkt og óþægi- legt að hann fekk stírur í augun. Hann óskaði þess að þar væri orðið koldimt, svo hann gæti tamið sér hugsunina um æfilangt fangelsi. Hann trúði því ekki að nokkur jarðneskur kraftur gæti hrifið hann úr hinum miskunarlausu klóm Ianda hans; með vélum höfðu þeir náð honum og bar- ið hann svo niður. Nú var við því að bú- ast að þeir sendu hann í virki sankti Péturs og Páls. Konan sem hann elskaði og vildi nefna konuna sína, mundi leita hans og leita hans árangurslaust. Hann þorði ekki að leggja þá spurningu fyrir sig, hvernig hún einmana og yfirgcfin ætti að fara að því að komast áfram í heiminum. Hann mundi ásaka sig alla æfi. Þessi ósvaraða spurning yrði hegningin fyrir heimsku hans. Herbergið sem hann var lokaður inni í, var eitt af kvistherbergjunum í húsinu. Einn gluggi var þar á súðinni og fyrir honum voru járngrindur. Hann sá að Talvi hafði séð fyrir að þetta var nauðsynlegt, þegar hann sendi hraðskeytið. Þeir höfðu fastráðið að flytja njósnarmanninn burt frá Englandi, hvað svo sem það ætti að kosta. Vináttan varð að engu hjá Rússum, ef þeir héldu að þeir ynnu landi sínu þarft verk. Þó Marian færi til vina sinna á Englandi og scgði þeim upp alla söguna, þá efað- ist hann um að þeir gætu hjálpað honum. Þeir mundu brennimerkja hann sem glæpa- mann og flytja hann i Newavirkið og þar mundi hann verða að þola allar þær kvalir og skelfingar, sem búnar eru bandingjum þess. Og Marian — hann krefti hnefana þegar hann hugsaði til hennar; hún stóð við giuggann og beið eftir honum, hann sá hana í andanum — fölleita andlitið á henni — stóru hugsandi augun hennar, snöggu, kvenlegu hreyfingarnar hennar, látbragð hennar og limaburð, sem hann elskaði svo óumræðilega mikið, gulbrúna hárið hennar og hann heyrði yndislegu röddina hennar. Nú átti hann aldrei að sjá eða heyra hana framar. Alt var frá honum tekið nema endurminningin í fang- elsiseilífðinni, sem nú beið hans. Pílagríms- ferð hans var nú byrjuð og aldrei átti hann framar að fá að taka í hendina, sem hann hafði verið svo hugfanginn af að halda í. Nokkur húsgögn voru þarna inni i her- berginu, tágastóll, bókahilla, borð úr rauða- við og beddi. Hann hafði ekki verið þar nema stutta stund, þegar rússneski þjónn- inn kom inn til hans og færði honurn lampa. Strax þegar þjónninn var farinn út varð hann leiður á ljósir.u. Svo hljótt var þarna í herberginu að hann gat heyrt tifið í klukk- unni í herberginu fyrir neðan hann. Ekkert hljóð heyrðist frá götunni. Iíáreysti bæjar- ins var eins og niður f stóru vatnsfalli langt í burtu. Klulckan var um fimm eftir hádegi, það vissi hann. Marian hlaut nú að vera farin að spyrja sjáifa sig hvaða óhapp það gæti verið, sem fyrir hann hefði komið. Hann gat ekki gert sér vonir um að hin um- komulausa vinkona hans gæti hjálpað hon- um mikið og þó vaknaði hjá honum sterk yQn annað veifið. Hún mundi segja lög-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.