Norðurland


Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 2
Nl. 86 veldan aðgang að þeim. Vegirnir eru tveir, annaðhvort verðum vér að kaupa bækur sjálfir, eða lcaupa þær í félagi, í lestrarfélögum eða bókasöfnum. Það er að mestu leyti undir efna- hagnum komið, hvor leiðin er heppi- legri. Ánægjulegast og handhægast er það, að eiga sjáifui allar nauðsynleg- ar bækur, en það er þeim annmarka bundið að til þess þarf mikið fé. Eigi t. d. embættismaður að fylgjast sæmi- lega með í sínu fagi, má fullyrða að honum veiti ekki af 100 — 200 kr. á ári til bóka, þó Sþarlega sé á öllu haldið. Víst er um það, að fátækl- ingum stendur ekki þessi vegur oþ- inn. Þeir verða að láta sér nægja bókasöfn, etida geta þau upþfylt allar sanngjarnar kröfur, ef þeim er viturlega stjórnað og starfsféð sæmi- legt. Lestrarfélög eru lítið annað en mjög ófullkomin bókasöfn, og geta ekki keþt við góð söfn. Bókasafnið, þessi ómetaniegi skóii fullorðna fólksins, á að vera uppá- haidsbarnið í bænum, sem bæjar- búar séu stoltir af. Það á að flytja þeim allar andlegar hreyfingar í ná- grannalöndunum, sem nokkuð kveð- ur að, færa þeim sífelt innstreymi af frjóvandi hugmyndum, svo vér kom- umst inn í menningarstrauminn. Bóka- safnið á að vera oss Hliðskjálf, sem vér sjáum úr út um allan heim og heyrum hugsanir samtíðarmanna. í mínum augum er gott bókasafn skilyrði fyrir andlegu lífi og and- iegum þroska, en það aftur skii- yrði fyrir öllum framförum og fram- kvæmdum í rétta átt. Meðan bærinn hefir ekki úr öðru að sþila en safn- ómyndinni á Fjósanesi, sem hann þar á ofan á ekkert í, er og verð- ur hann ómerkileg kauþstaðarhola, wRavnekrog'‘,sem kallað er á dönsku, þó aldrei nema stöku menn kunni að villast hingað,sem bænum að þakkar- lausu vita jafnlangt nefi sínu. % Trúaruppnám (Revivai) geysar á Vallandi (Wales) vestan á Englandi. Sá, sem mest hleypti því á stað, heitir Evans Robert, ungur guð- fræðisnemi. Urðu á skömmum tíma svo mikil brögð að því, að það líktist æði eða fári, eins og fyr hefir komið fyrir víða, en einkum á Englandi og í N,- Ameríku. Mr. Stead * fór þá þangað vestur og var viðstaddur nokkura fundi. Ofbýður þeim herra ekki alt. Hann segir, að þótt mest sé miðað við þennan Robert, hafi uppnámið komið upp jafn-snemma í ýmsum þorpum og bygðum. En frá tali sínu við Robert segir hann svo: Hver byrjaði hreyfingunaf spurði eg. Ekki eg, svaraði hann. Eg þorði ekki að standa fyrir henni. Orðtak okkar er: ♦ hlýðurn andanum* ! Það er andinn, sem leiðir okkur á fundum okkar; hann er alt í öllu. En prédikið þér, eða kennið eða stýrið fundunum, spyr eg. Hví skyldi eg gera það, úr því andinn gerir það, segir hann. Til hvers kæmi að segja þessu fólki að það sé syndugt? Það sem það vantar er sáluhjálp. Skyldu menn ekki vita það sjálfir? Það er ekki þekking, sem þá skortir, heldur, að ákvarða sig, * Heimsfrægur blaðamaður. framkvæmd. Og hví skyldi eg stýra fundunum? Fundirnir stýra sér sjálfir, eða andinn réttara sagt, sem er í mönnunum. En, segi eg: hafið þér ekki mikið gagn af syngjandi systrunum? Mikið og margt gagn, segir hann. Þær fylgja mér hvert sem eg fer. Eg fer ekki spor svo eg sakni þeirra ekki, ef þær eru ekki við. Söngurinn er mjög áríðandi, en þó ekki alt, sem þarf. Opinber syndajátning er líka áríðandi, enda meira en ræður. Og dálítið tala eg til fólksins. En fundirnir fara sínu fram samt. Ætlið þér að fara inn á England ? Nei, til Norður-Vallands. Þar eru allir kaldir eins og steinar, heyri eg sagt, en eg vona að heilagur andi muni verða þar líka. Jú, því trúi eg ör- ugglega. En getið þér sagt mér — segi eg — hvað kom til að þér byrjuðu á þessu. Það vil eg gera, ef þér viljið — segir hann. í langan, langan tíma var eg utan við mig yfir því, hvað kristna trúin hefði brugðist. Já, mer sveið, hvað hún væri orðin; svo eg bað og bað, en ekkert kom sem huggaði mig. En eina nótt, þegar eg var lengi bú- inn að biðja guð út úr angri yfir þessu, sofnaði eg út af, en kl. i um nóttina var eg vakinn af svefninum við það að eg fann til ósegjandi sælu og ótta um leið, því eg var kominn fram fyrir almáttugan Guð. Og í fulla fjóra klukkutíma var mér veitt sú náð að tala við hann augliti til auglitis eins og maður sé að tala við vin sinn. Kl. 5 fanst mér eins og eg kæmi aftur ofan á jörðina. Dreymdi yður þetta ekki? spurði eg. Nei, eg var glaðvakandi, sagði hann. Þetta bar ekki einungis við í það sinn, heldur hverja nótt undir morguninn í þrjá, fjóra mánuði. Sí og æ naut eg þessarar undrunarverðu samveru við Guð í fjóra tima í senn. Eg get ekki lýst því. Eg kendi þess og mér fanst alt mitt eðli umbreytast, svo mér sýndust allir hlutir breyta útliti, og eg vissi að Guð ætlaði mikið verk að vinna í landinu, og ekki einungis f þessu, heldur í öllum heiminum. Afsakið mig, sagði eg; eg er alvan- ur að leita frétta; mætti eg spyrja: Gleymduð þér nú ekki að rita upp rækilega alt það sem þér munduð, eftir dultrúar dáleiðslu yðar, af því sem þér höfðuð talað og heyrt? Nei, eg rita ekkert, sagði Robert. Eg hélt áfram allan tímann þangað til að eg átti að fara til Nýkastala, til skólans f Emlyn, til þess að búa mig undir prestskap- inn. En eg sárkveið fyrir að fara, því eg var hræddur um að missa þessa fjóra klukkutíma með Guði á hverjum morgni. En eg hlaut að fara samt, og þá fór eins og mig hafði grunað. Heil- an mánuð kom hann aldrei, og eg sat í myrkri. Og þá varð hjartað í mér einnig að steini. Jafnvel þótt eg horfði á krossinn Krists, kom mér ekkert tár í auga. Svona leið fram þangað til, mér til ósegjandi gleði, að hann kom aftur og hin sæluríka sameining byrj- aði aftur. Og nú sagði hann að eg yrði að tala til fólksins í bænum mín- um. En eg fór hvergi. Mér íanst eins og eg gæti ómögulega ivarpað eigin fólk mitt. Má eg spyrja: virðist yður það vera Jesús Kristur, sem birtist yður? spurði eg. Nei, svaraði Robert; það var Guð eins og í einni persónu, en ekki sem Jesús. Heldur sem Guð faðir almáttugur? spyr eg. Já, segir hann, og sem heilagur andi. Afsakið mig, sagði eg, því eg fipaði yður. Haldið áfram. Eg fór ekki til fólksins míns, en eg varð hugsjúkur og niðurdreginn, sagði hann. En einn sunnudag, þegar eg sat í kirkjunni, fanst mér eg gæti ekki með nokkuru móti tekið eftir mess- unni, því að ávalt stóð fyrir augunum á mér, eins og í vitrun, skólastofan í Laughor, þar sem eg á heima. Og þar sá eg sitja í röðum alla mfna fé- laga og fólk og sjálfan mig vera að prédika fyrir þeim. Eg hristi höfuðið af óþreyju, og herti mig að hrinda frá mér ofsjóninni, en hún kom jafn- harðan aftur. Og þá heyrðist mér rödd segja eins og innan í hlustum mínum, en greinilega: »Farðu og tal- aðu til þessa fólks!« En lengi vildi eg það ekki. En svo þyngdi mér æ meir, svo eg heyrði ekki orð af ræðu prestsins. Þá loksins svaraði eg: Jæja, Drottinn, ef það er þinn vilji, skal eg fara. Óðara hvarf sýnin, og öll kirkj- an stóð í ljóma, svo björtum, að eg grilti varla í prestinn í stólnum. Milli hans og mín skein dýrðarbirta. eins og eg horfði í sólina. Og svo fóruð þér heim? sagði eg. Nei, eg fór að finna kennarann minn, sagði hann, og eg spurði hann, hvort hann héldi þetta væri frá Guði eða djöflinum. Hann sagði, að djöfullinn innrætti mönnum aldrei góðar hugsanir; eg ætti óðara að hlýða þessari vitran. Sfðan fór eg heim til Laughor og sagði prestinum mínum frá þessu. Hann réð mér til að reyna og sjá hvernig færi, en að vegurinn yrði grýttur og raunin afar- hörð. Varð það orð að sönnu? spurði eg. Eg bað unga fólkið að finna mig, því eg ætlaði að segja því sögu. Það kom og eg stóð upp. Og nú sé eg alt alveg eins og fyrir mig hafði bor- ið í Emlyn. Alt var öldungis eins. í fyrstu hlustuðu þeir með nauðung á mig, en eg hélt áfram, og Ioks kom Andans kraftur niður yfir þá og þeir komu til Jesú. En eg var ekki á- nægður. Nei, Drottinn! sagði eg; gefðu mér aðra sex; já, aðra sex! Og svo báðumst vér fyrir. Loks kom innar sá sjöundi og svo sá 8. og svo sá 9., svo að lítilli stundu liðinni, sá 10. og svo sá 11. og loksins kom sá 12. Þá hætti það. En það sáu þeir, að Drottinn hafði virkilega gefið mér þá seinni sex, og tóku að trúa því, að bænagerðir hefðu kraft í sér. Nú fór eg að reyna í annari kirkju, og biðja fólk að koma og varð var við að fregnin var óðara flogin út. Og svo sendi eldra fólkið orð, hvort það mætti ekki koma líka. Eg varð að samþykkja það, og svo óx skriðan og þetta gekk, svo eg gat ekki farið frarnar f skólann minn aftur. Mr. Stead bætir því við, að síðan fari uppnám þetta eins og logi yfir akur. Framh. .. r Nýlendusýningin. Um hana hefir Nl. borist þessi yfir- lýsing frá »Fundafélagi Húsavíkur* : »Fundarmenn lýsa yfir einhuga því, að þeir eru mótfallnir því, að nokkur íslendingur styðji sýningu þessa, og að þeir vilja af alefli sporna gegn því, að því leyti, er þeir fá áorkað. I Norðlenzka •£> -£> bindindissameiningin. Yfir 30 ár munu nú vera liðin síð- an fólk hér á Norðurlandi fór að vakna til alvarlegrar meðvitundar um skað- semi ofdrykkjunnar, og fóru þá um leið margir hugsandi menn að reyna til þess að stemma stigu hennar. í fyrstu áttu þessir menn mjög erfitt uppdráttar með að koma í framkvæmd því góða áformi sínu. Þeir fengu sams- konar viðurkenningu eins og þeir menn, sem boða rétta trú á meðal rangt trú- andi þjóða. Kenning þeirra var álitiu villukenning, ósamboðin frjálsri sið- menningarþjóð. Vínnautnin var talin mjög nauðsynleg í mörgum tilfellum, en ætíð skaðlaus og skemtandi nautn. Nauðsynleg átti hún að vera til þess að fjörga sálina, og auka glaðværð og félagslíf þjóðarinnar. Örbyrgðin sem of- drykkjan hafði í för með sér, armæð- an, ósjálfstæðið og siðspillingin var lítilsverð og ekki takandi til greina. Mennirnir, sem á móti þessu mæltu, voru álitnir sérvitringar, sem á ótil- hlýðilegan hátt vildu skerða sannar- legt mannfrelsi! Nú eru þó tímarnir orðnir svo breyttir, eður hugsunarháttur manna, að skað- semi ofdrykkjunnar er viðurkend af þjóðinni í heild sinni. Fáir munu í hjarta sínu telja bindindið ófrelsi, eða vínnautnina hið sanna frelsi. Menn hafa sannfærst á því að þjóðin yfirleitt er ekki fær um að nota á réttan hátt frjálsræðið til þess að hagnýta sér þetta skaðlega eitur, alkóhólið, sem tíðum gerir það að verkum að menn verða svo háðir skaðlegri fýsn að mannorð- inu, hagsmununum, heilsunni og lífinu er sorgleg hætta búin, og að fjöldinn, sem neytir vínsins óhóflega, glatar þessu öllu. Það er ekki annað en bindindisstarf- semin hér á Norðurlandi, sem hefir vakið þá réttu skoðun á þessu máli hjá Norðlendingum, að vínnautnin sé skaðsamleg og henni þurfi að útrýma með öllu. Bindindisfélögin hafa áork- að því að fjöldi manna hefir viðbjóð á allri vínnautn og lætur það aldrei koma inn fyrir sfnar varir, að heilir hreppar hafa nálega útrýmt hjá sér allri vínnautn, og að heil héröð hafa útilokað alla opinbera vínsölu hjá sér. Það ræður af líkum að þar sem bindindisfélögin, sem víðsvegar eru hér á Norðurlandi, hafa gert svo mikið gagn, þá eigi þau sér fróðlega og eftirtektaverða sögu, sem ekki ætti að falla í gleymsku, heldur varðveit- ast, þeim til maklegs heiðurs og mál- efninu til stuðnings í framtíðinni. Það mun engum dyljast, að þó mik- ið hafi unnist í bindindismálinu, þá er þó mikið óunnið, til þess að því talc- marki verði náð, sem bindindisfélögin stefna og eiga að stefna að, það er alger útrýming áfengisins úr landinu. Ef oss á að hlotnast þessi sigur, þá dugar ekki að kraftar vorir bind- indismanna séu eins sundurdreifðir og verið hefir. Samband þarf að myndast á meðal allra bindindisfélaga, sem skapi náinn kunnugleik milli þeirra og festu og hagkvæmt skipulag á alla starf- semi í bindindismálinu. Bindindisfélögin þurfa að vinna á tvennan hátt. Fyrst með því að út- rýma drykkjuskap og varðveita æsku- lýðinn fýrir vínnautninni á því svæði, sem hvert þeirra nær yfir, en í öðru.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.