Norðurland


Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 4
NI. 88 Móforbáfur á Lagarfljófi Héraðsbúar hafa myndað hlutafélag til þess að fá sér mótorbát á Lagar- fljót. Stofnféð er 5000 kr. Hafa þeir þegar samið við Stefán Th. Jónsson á Seyðisfirði um bátinn og á hann að hafa skilað honum upp á Egilsstöðum um miðjan júnímánuð. Er ráðgert að hann verði smíðaður upp við Lagar- fljót. Hann á að kosta 3,300 kr., vera gerður úr eik, hafa sex hesta afl, bera 60 tunna þunga og vera 31 fet á lengd. — Tvær bryggjur og vörugeymsluhús á að byggja handa bátnum, á Egils- stöðum og á Brekku. Húsið á Brekku á að nota sem vetrarskýli fyrir bátinn. X Siglufjarðarbréf. m '05. Það sem af er vetrarins, hefir verið ákaflega umhleypingasamt, en snjólítið er hér fremur venju. í hákarlalegur hefir að eins verið farið einu sinni, og fekk »Latibrúnn« 31 tn. lifrar, og talsvert tóku þeir á honum af hákarli, »Stormur« fekk 21 tn. lifrar og auk þess tóku þeir hákarl. Á nýársdagskveld var haldinn hér álfa- dans með blysför, og þótti góð skemtun, enda veður hið blíðasta og gott að fara; undanfarið hafa tveir sjónleikar verið leikn- ir hér í barnaskóla- og Goodtemplarahúsinu (sem eru bygð saman og má opna á milli), »Hermannaglettur« og »101«; þykir furðu vel leikið, hefir líka húsfyllir verið í þau þrjú skifti, sem Ieikið hefir verið. Goodtemplarar í stúkunni »Framsókn« 53, héldu samsæti þann 15. janúar og var þar sérstaklega minst stúkunnar »ísafo!d- FjalIkonan« (er afmæli átti 10. jan.); fyrir minni hennar mælti hr. st. u. Á. Thor- steinsson, fyrir minni G.-T.-reglunnar mælti Guðm. S. Th. Guðmundsson og fyrir minni stúkunnar »Framsókn« verzlunarm. Gunnl. Þorsteinsson, sem nú innan skamms fer héðan, og missir stúkan þar áhugasaman og ágætan dreng, en vonandi missir G.- T.-reglan hann ekki; samkoma stúkunnar var hin ánægjulegasta, voru þar ýmsar ræður haldnar fieiri, en nefndar eru, og sátu félagar við kaffi- og súkkulaðidrykkju fyrst, en svo var dansað fram til kl. fimm næsta morgun. í stúkunni eru nú sem stendur 68 fé- lagar (flestir í vetur 70), er hún því vel vakandi og lætur ekkert á sér festa, sem andstætt kann að vera. Voðaveður gerði hér af norðaustri þann 7.—8. jan., samt varð enginn skaði hér í firðinum; aftur á móti urðu nokkurir skað- ar á húsum og bátum á Víkurmöl í Héð- insfirði, þar brotnaði tréhjallur, og sjór gekk í smábýli eitt (hið eina er þar var á mölinni) og flúði fjölskyldan úr því, í svonefnt Víkurhús, sem stendur töluvert frá sjó; gekk þó brimið svo hátt, að úti- dyrahurð hússins brotnaði að neðan (neðsta spjaldið í hurðinni gekk inn).—Þetta var í sama sinn og skaðinn varð í Ólafsfjarð- arhorni. Kuldi var hér talsverður undanfarinn hálfan mánuð, mest frost að degi til 10 0 R. í dag er sunnan-suðvestan hláka með 7 stiga hita á R. Hákarlaskipin fóru í gærkveldi í aðra legu sína, en fá nú hvast. Enginn getur enn um hafís. Vörubirgðir eru hér nægar, sérstaklega er mikið til af kornmat. Á nýári tók hinn nýi verzlunarstjóri Gránufélagsins, herra Guðmundur Einars- son frá Hofsós, við verzlun þess hér, fellur fólki mjög vel við hann, enda á hann til þeirra að telja, þar sem er faðir hans Dbrm. E. B. Guðmundsson í Haganesvík. Trésmiðir hafa hér nú nóg að gera, Páll Kr. Jóhannsson er að byggja hákarlasklp- ið »NjáI« upp að nýju, svo er verið að gera meira og minna við flest skipin; tvö hákarlaskip Gránufélags eiga í vor að stunda þorskveiðar, þau »Christiane« og »Lati- brúnn«; ganga þá fjögur skip héðan á þorskveiðar, þau »01ivette«, »Hektor« og hin fyrtöldu, enda er illa látið af lýsisverði erlendis. ~ _ O. S. Th. G. X Kínversk þjóðhagspakmæli. 1. Þegar einn maður lifir í iðjuleysi deyr annar úr sulti. 2. Þegar ríki maðurinn etur lambasteik, getur fátæklingurinn ekki haft sauðakjöt til matar. 3. Jörðin er eign þjóðarinnar og henni á því að skifta sem jafnast milli landsins barna. 4. Glæpir koma af fátækt, fátækt er ó- nóg fæða, ónóg fæða er afleiðíj^g af van- rækslu landbúnaðarins. \ 5. Þegar sverðin eru ryðguð ogítekurn- ar fagrar, fangelsin tóm, og kornhlöðurnar fullar, musterisriðin óhrein og forgarður dómsalsins grasi vaxinn; þegar læknirinn fer fótgangandi leiðarsinnarenbakarinnríð- andi, og þegar gamalmenni og börn sjást hvervetna, þá er landinu vel stjórnað. X Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. ■jqqY (Framhald.) Um miönœtti. Ljósastika, er stóð við altarið í kapell- unni í húsi Talvis greifa, varpaði daufri birtu á gamla prestinn og litla hópinn, er stóð i kringum hann. Bonzo stóð aftastur, hár og klunnalegur, eins og brotinn stein- stólpi. En nú bjó hann þó ekki lengur yfir neinu ráðabruggi. Hinu vandasama er- indi hans til Englands var lokið. Annað kærði hann sig ekki um. Krónstaður hafði mist góðan hermann en leyndarmálinu var borgið. Litla, gáfaða stúlkan, er kraup fyrir altarinu, með ástarbjarmann í augunum, var ekki líkleg til þess að Ijósta upp leyndarmálum kastalans. Úr þvi fyrir því var séð, stóð Bonzo á sama um alt annað. Ástin var skemtun handa börnum; hann hafði aldrei elskað. Nálægt Bonzo sat gamli Tolma, sigur- gleðin skein út úr svip hans. Hann hafði gengið á hólm við Bonzo frá Krónstað og haft sigur úr býtum. Fallega enska stúlk- an átti að flytja sól og sumar inn í hús hans í Parísarborg. Páll átti að verða son- ur hans bæði í orði og verki. Þessi kyn- lega gifting að næturþeli í húsi i Lundún- um var ótrúlega inndæl. Honum duttu í hug allar þær konur, er hann hafði viljað gefa sjálfan sig með líkum atvikum. Skárri var það líka grúinn af þeim stúlkunum ! heilt herfylki. Þriðja vitnið við þetta undarlega brúð- kaup var húsbóndinn í húsinu. Talví greifi sýndi það glögglega, að hamingja vinar hans fekk honum mikillar ánægju. Hann gekk til Páls hvað eftir annað. Hann hvísl- aði að honum hamingjuóskum. Hann var sífelt á stjái, ýmist að hjálpa prestinum eða þá að gefa þjóninum fyrirskipanir. Ennþá var hann þjónn Rússlands, en hann hafði tekið sér eldhúsdag. Presturinn lyfti upp höndunum til þess að lýsa blessun sinni yfir ungu hjónunum, er guð hafði samtengt. Páll lagði hið brenn- andi andlit konu sinnar upp að andlitinu á sér og hélt því þar r.okkura stund. Svo stóðu allir upp og gengu niður í borðsal- inn, er var á næsta Iofti fyrir neðan. Borðsalurinn var fagurlega upplýstur með rafmagnslömpum; menn settust til borðs og þjónarnir höfðu nóg að vinna. Komið var að því augnabliki er menn bera fram hamingjuóskir sínar. »Viljið þér fyrirgefa mér?«, sagði Bonzo gamli og rétti fram báðar hendurnar til móts við Marian, er tók f þær skjálfandi. »Viljið þér fyrirgefa gömlum hermanni að hann gerir yður að rússneskri konu?« Marian horfði hlæjandi á hann. »Eg veit ekki hver eg er eða hvar eg er,« sagði hún hálfringluð. »Eg get varla trúað því að þið séuð verulegir menn og ekki tómir svipir«. Bonzo rak upp skellihlátur, svo undir tók í húsinu. »Svo eg á að vera tómur svipur. Það var skemtilegt. Viljið þér kyssa mig, barn- ið mitt og vita hvort eg er ekki annað en svipur?« Tolma gekk að stúlkunni, lagði hand- Ieggina um háls hennar og kysti hana á báðar kinnarnar. »Þú verður að eta og drekka, barnið mitt«, sagði hann. »Þú verður að muna að þú ert dóttir Tolma og hraðlestin fer um miðnætti*. »Hraðlestin?« spurði hún undrandi. »Já. hraðlestin til Devonshire. Þangað áttu að fara og dvelja þar meðan verið er að útbúa húsið í Parísarborg handa þér.« »Til Dicks litla«, sagði hún; í þeim orðum voru þakkir hennar fófgnar. * „ * * Lestin brunaði í vestur átt, fram hjá bæjunum á landsbygðinni, þar sem allir voru í fasta svefni, gegnum hljóðláta kaup- staði, yfir dimm og ólgandi fljót; áfram, áfram, til aldingarðs Englands flutti hún manninn og konuna, sem liðið höfðu svo þungt mótlæti og kvalir. Nú voru þau búin að gleyma því öllu. Páll sat í einu horninu á vagninum og hélt á Marian í fangi sínu. Ferðateppinu höfðu þau vafið utan um sig, en Iampa- týran varpaði fölu Ijósi yfir ánægjulegu andlitin. »Það er gott að hvíla sig,« sagði hún, er hann vafði handleggjunum utan um hana; hún lagði höfuðið á öxlina á honum. »Nú máttu hvíla þig úr þessu,< svaraði hann. Endir. Til leigu ♦ • •»»«• • er frá 14. ma( n. k. hálft húsið í Ráðhússtíg nr. 2 (hin svonefnda »Smiðja«) með tveimur góðum her- bergjum, eldhúsi með nýrri, stórri eldavél, búri, geymsluskúr o. fl. Vatnsleiðsla er í húsinu. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til íyfsaia O. C. Thorarensens. Við G. Höepfners verzlut] fást ágæt epli, ágætar, dánskar kartöflur, ennfremur mót borgun út í hönd gott spaðkjöt og ágæt tólg. Ofan við veginn fyrir sunnan Brunná hefir fundist kapsel með myndum, og er það geymt í Lækjargötu nr. 4. Hnakktaska úr selskinni, með ýmsu smádóti í, tapaðist frá Glerárbrúnni út og upp mýr- arnar að Einarsstöðum. Finnandi er beð- inn að skila henni til Kristjáns á Einarsst. -= Nautgripi =- til slátrunar kaupit alt árið Otto Tulinius. Sunnudaginn 26. þ. m. verður ,Grái frakkinri* °g ,SaKiaus og slægur* leiknir í leikhúsi bæjarins. Laugardaginn 4. marz og sunnudaginn 5. marz verða þessir tveir leikir leiknir í allra síðasta sinni. Sá, eða þeir, sem á næsta sumri vilja taka að sér að slétta 2 — 3 dagslátt- ur í túni „upp á akkorð", geri svo vel að semja við undiritaðan fyrir 20. apríl n. k. Hraunum í Fljótum 15n '05. Guðm. Davíðsson. Félagsbakaríið kaupir hænuegg háu verði fyrir pen- inga út í hönd. Olgeir JúIíUsson. Sá, sem bað mig að geyma koffort með bókum og fötum í sumar er leið, er hér með beðinn að gefa sig fram sem allra fyrst. Akureyri, 2I/2 1905. Jónatan Jóhannesson. JCenry Jjevysohn, Kjöbenhavn, Linnésgade 6, 2. sal. Verzlunarerindrekar og umboðssalar. Hafa beztu viðskiftameðmæli. Seldar óskilakindur í Eyjafjarðarsýslu haustið 1904. í ÖNGULSSTAÐAHREPPI. I. Hvít lambgimbur, mark: Ómark- að h., sneitt eða hálftaf a. v. 2. Hvít lambgimbur, mark: Blaðstýft fr. h., ómarkað v. í HRAFNAGILSHREPPI. 1. Hvít lambgimbur ómörkuð, skrúða- dregin v. 2. Hvít lambgimbur, mark: sýlt h., ómarkað v. í GLÆSIBÆJARHREPPI. 1. Mórauður lambgeldingur, Mark: Sneitt og biti fr. h., geirstýft v. 2. Hvítur lambhrútur, mark: Heil- rifað, biti a. h., ómarkað v. 3. Hv. lambhrútur, mark: Sneitt fr., biti a. h., biti a. v. í SKRIÐUHREPPI. 1. Hvít ær fullorðin, mark: Stýft h., hálftaf a. v. 2. Hv. kyrningur veturg., mark: Sneitt a., biti fr. h., ómarkað v. 3. Grá lambgimbur, mark: fjöður fr., biti a. h., sneitt og biti a., fjöður fr. v. 4. Hv. lambgimbur með kalin eyru, en með auðkenni. 5. Hv. lambgimbur, mark: Heilrifað h., stýfður helmingur a. v. í SVARFAÐARDALSHREPPI. 1. Grá, hornótt ær, mark: Sneitt a., biti fr. h., blaðstýft fr., lögg a. v.; brennimark ólæsilegt. 2. Hv. lambgimbur, mark: Ómark- að h., tvírifað í heilt v. 3. Hv. Iambgeldingur, mark: Heil- rifað h., sýlt, gagnfjaðrað v. » í AKUREYRARKAUPSTAÐ. 1. Hv. dilkhrútur, mark: Biti a. h., vaglskorið fr. v. Skrifst. Eyjafjarðarsýslu 17/2 1905. Guðl. Guðmundsson. „Noröurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á Islandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi. Ojalddagi fyrir miðjan julí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót. ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar f blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afslattur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið; Preqtsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.