Norðurland


Norðurland - 04.03.1905, Page 1

Norðurland - 04.03.1905, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 23. blað. j Akureyri, 4. marz 1905. J IV. ár. JMORÐURLAND. Komi fyrir nokkur vanskil á blaðinu eru hlutaðeigendur vin- samlega beðnir að segja til þeirra sem fyrst. Peir, sem flytja búferlum, eru beðnir að segja til þess, ef auðið er, svo snemrna að ekki þurfi af því að leiða vanskil á blaðinu. Páll Briem. Nú fölnar konan, sem faldinn ber, því frumherji barnanna er dáinn. — Og sízt er að undra, þó hrynji högl af hvörmum á vetrarsnjáinn. Úr heiðskíru lofti þruman þaut að þúsundum landsins sona. Og mér finst nú eins og brunaból hver blómhvammur sumarvona. Er fréttin til mín, um fall þitt, kom mér fanst engin léttir að mögla, því harmur minn varð eins og hafsins djúp og hljóður sem nóttin þögla. * * * Pú vildir framför og vegsemd Iands og vanst að því dögum öllum. Hve merki þitt blikar og mænir hátt á manndómsins glæsivöllum. Ef lifðirðu ennþá, Ijóssins vin, þá loguðu vitarnir betur, frá andnesi hverju að afdala bygð, sem einangra snær og vetur. Ef litirðu enn á landsins mál, þá lýstist hinn dimmi staður, því þú varst fús til að Ieggja Iið, varst ljóskveykju og eldsóknarniaður. Þú komst þér í fylking, um kaup var ei spurt, hjá konungnum Framfaraanda. Og hleypidóm hverjum, er herópið gall, var háski í nánd þér að standa. Pú hlíttir ei brynju, né hirtir um skjöld, er hjóstu með anda þíns stáli, svo bjartur á svipinn og hjartahreinn og heitur — í hverju rnáli. Og nærri má geta, að Þormóðum þeirn, sem þannig um fylkingar ganga, er ljónshjarta geiið í loganda brjóst og leiftur, frá sjáaldri, um vanga. Þeir gættu þess ekki, senr gerðu þér rangt, og girntust að færa þig niður: til stóru smíðanna ærinn eld þarf ætíð hinn mikli smiður. Þeir brugðu þér um, að þú brendir þín járn, þau bráðnuðu stundum, — ég veit það. En seint mundi þá verða gripurinn ger ef gulli um eld væri neitað. Hve fár er sá maður, er horfir svo hátt og hyllir eins morgun og sunnu? Þinn ættjarðarkærleikur, áhugi, von, mót árdegisbjarmanum runnu. Sú elska var tindrandi ómengað bál, var eilífðar skriðljós — á fjöllum, sá viti, er eygðist um dalanna drög, en duldist þó fjöldanum öllum. Þitt víðtæka manngildi vaxandi fór, þinn vorhugur færðist í auka að síðustu stund, er þú fluttir oss frá í föðurgarð ættjarðarlauka. Þaðgengi mér naumastúrgrátþrungn- um hug þótt gjörningar anda minn vilti, að alt er nú hroðið það öndvegisrúm, sem ástvinur dagsbrúnar fylti. En harminum fróar, þó hnígirðu í val frá hálfnuðum störfunum öllum, að merki þitt stendur og mænir hátt á menningar blómsturvöllum. G. F. S Qæktunarfélagið. Vér höfum nýlega spurst fyrir um framkvæmdir og fyrirætlanir félags- ins hjá formanni þess, Stefáni Stef- ánssyni kennara og vill Norðurland skýra frá því helzta, er vér urðum vísari, því marga rnun fýsa að vita um félag þetta, sem náð hefir svo óvenjulega mikilli hylli á skömm- um tíma. 1. Hefir félögum fjölgað þetta ár? Stórkostlega; en ekki gat formað- ur sagt með vissu hve félagar væru nú margir, en láta mun nærri að þeir séu eitthvað um 1000, eða alt að því helmingi fleiri en í Búnað- arfélagi ísiands. Er furðanlegt hve menn eru tregir á að ganga í Lands- búnaðarfélagið, þrátt fyrir þau vild- arkjör sem það býður. 2. Tilraunir og tilraunastöbvar. Tilraunir þær, sem gerðar voru síðasta sumar, tókust margar vel og allflestar vonum framar og verður nánar skýrt frá þeim í ársskýrslum félagsins. Tiiraunastöðum vill félag- ið koma á, að minsta kosti einni í hverri sýslu og hefir farið fram á það við sýslunefndirnar, að þær væru styrktar af sýslusjóði, á móts við Rækt- unarfélagið og Ræktunarfélags deild þá eða sveitarfélag, þar sem tilrauna- stöðin er. Á Húsavík og á Æsustöð- um í Húnavatnssýslu eru komnar upp tilraunastöðvar, eða í þann veginn. En félagsstjórnin hefir bent sýslu- nefndunum á þá staði, sem hún telur heppilegasta fyrir aðalstöðv- ar í hverri sýslu og eru þeir þessir: { Húnavatnssýslu við kvennaskólann á Blönduósi, eða í Þinginu, sem næst aðalpóstleið; í Skagafjarðarsýslu á Mól- um, eða í nánd við Sauðárkrók; í S.-Þingeyjarsýslu á Húsavík og í Reykjadal, nærri aðalpóstleið; í N.- Þingeyjarsýslu í Sandfellshaga. — Má telja víst að sýslunefndirnar hlutist til um að tilraunastöðvar þessar kom- ist upp sem allra fyrst og styðji að þvf með fjárframlögum. — 3. Verkleg kensla i' vandasömum jarð- yrkjustörfum. Eins og auglýst hefir verið í Nl. fer verkleg kensla fram í aðal-til- raunastöð félagsins á Akureyri á kom- anda vori. Verða þar teknir 15 piltar og 5 konur til náms. Auk þess hefir félagið heitið 50 kr. styrk í hverja sýslu til kenslu í plægingum og öðr- um vandasömum störfum, ef sýslu- félögin, eða einstakir menn, koma henni á. Landsbúnaðarfélagið styrk- ir líka slíka kenslu og væri jafnvel fult eins eðlilegt að það hefði hana að öllu leyti á sinni könnu. 4. Aðalfundur. — Búpeningsrækt. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, verður aðalfundur fé- lagsins haldinn hér á Akureyri, sein- ast í maí eða fyrri hluta júnímánað- ar. Hefir félagsstjórnin farið þess á leit við sýslunefndina, að hún hlut- aðist til um að búpeningssýning fyr- ir sýsluna kæmist á, jafnhliða fund- inum, því búast má við, ef að vanda lætur, að þar verði inargir saman komnir, ekki að eins héðan úr sýsl- unni, heldur einnig úr nærsýslunum. Er vonandi að sýslunefndin verði við þessum tilmælum og veiti fé til sýningarinnar, svo hún geti orðið aðnjótandi styrks af Búnaðarfélagi íslands, sem bundinn er því skil- yrði, að jafnmikið fé og það veitir komi annarstaðar frá. í fyrra héldu Skagfirðingar búpeningssýningu á Sauðárkrók’samtímis aðalfundi Rækt- unarfélagsins, með styrk af sýslusjóði og Landsbúnaðarfélaginu. 5. Rartöflurækt í heitum jarbvegi. Á tveim stöðum er nú verið að undirbúa stór svæði til kartöfluyrkju hér á Norðurlandi undir leiðsögu Ræktunarfélagsins, við Reykjahól í Skagafirði og í Reykjahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu. Á báðum stöðunum á að veita volgu vatni um garðinn til þess að halda jarðveginum mátu- Iega heitum. Nú hafa Miðfirðingar leitað liðsinnis og leiðbeininga hjá félaginu til þess að koma á kartöflu- yrkju hjá sér á sarna hátt, og hefir félagið heitið því. 6. Eftirlit og leibsögn. — Landsjóðs- STYRKUR. Því meir sem félagsmönnum fjölg- ar og starfsemi félagsins verður yfirgripsmeiri, þvf síður kemst það af með þá starfskrafta og það starfs- fé, sem það nú hefir. í hverri sýslu þyrfti það að hafa að minsta kosti einn vel færan búfróðan mann, til eftirlits og leiðsagnar, en til þess þarf mikið fé. Nú koma úr öllum áttutn fyrirspurnir og óskir um leið- beiningar við ýmsar umbótatilraunir, sem menn hafa f hyggju að gera á næstu árum og er sýnilegt að félag- Nemendur »Möðruvallaskólans« hafa ákveðið, að minnast 25 ára starfsemi hans, með sam- komu, sem haldin verður á Akureyri laugardaginn þann 1. apríl n. k. Æskilegt væri, að sem flestir af þeim, sem áður hafa stundað nám við skól- ann, vildu einnig taka þátt í samkom- unni. Þeir, sem kynnu að vilja taka þátt í samkomu þessari, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til einhvers af okkur undirrituðum, helzt eigi seinna en þann 25. þ. m. Gagnfræðaskólanum á Akurcyri '/3 1905. Páll Guttormsson. Jónas Jónsson. AnnaSigurðardóttir. Kr.Bergsson. Kristján Sigurðssoi]. ið kemst ekki yfir að sinna þeim öllum með því fjármagni og starfs- fé, sem það hefir yfir að ráða. Það er því vonandi að þingið hlynni svo að því, með auknum fjárfram- lögum, að það geti nokkurnveginn fullnægt þeim kröfum, sem til þess eru gerðar, annars er hætt við að vinsældir þess fari þverrandi, og á- hugi sá og trú á framför landbún- aðarins, sem það hefir vakið, dofni aftur, til óbætanlegs tjóns fyrir landið. 7. Fræ. — Áburður. — Verkfæri. — Qirðingaefni. Félagið hefir nú eins og síðastlið- ið ár pantað bæði fræ og áburðar- efni fyrir félagsmenn. Auk þess mikið af verkfærum og girðingarefni,gadda- vírog stólpum. Fær það girðingaefn- ið hjá landsstjórninni, fyrir miiligöngu Landsbúnaðarfélagsins. Útsölu á jarð- yrkjuverkfærum ætlar félagið að hafa hér á Akureyri og á einu kauptúni í hverri sýslu hér norðanlands. Með þessu móti sér félagið mönnum fyr- ir hentugum og góðum verkfærum fyrir miklu minna verð en tíðkast hefir hingað til. 8. Deildaskipun. — Búnaðarfélögin OG SAMBAND ÞEIRRA VIÐ RæKTUNAR- FÉLAGIÐ. í haust skrifaði félagsstjórnin öll- um fulltrúum sínum og fór fram á að þeir reyndu að koma á fastri deildaskipun í félaginu. Skyldu deild- irnar aðallega bundnar við hreppa og máttu ekki vera færri en 20 fé- Iagar eða 15 félagar og 1 búnaðar- félag í hverri deild. Þó var gert ráð fyrir að tveir eða fleiri hreppar gætu sameinast í eina deild. Hver deild skyldi svo kjósa sér deildarstjóra og skyldi hann jafnframt vera full- trúi deildarinnar á aðalfundi Rækt- unarfélagsins. — Ætlast var til að hver deild hefði eitthvert sérstakt viðfangsefni eftir staðháttum. Þegar þetta kom til umræðu á fundi, sem Ræktunarfélagar hér á Akureyri héldu í vetur, var því vel tekið og sett nefnd til að semja reglur fyrir deild- ina, sem er mjög fjölmenn. Þessi

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.