Norðurland


Norðurland - 04.03.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 04.03.1905, Blaðsíða 2
Nl. 90 Landsbúskapurinr)- 1902. Nokkur landshagsskýrslubrot. 8. Útfluttur afrakstur. íssi—85. 1391-95. 1901. 1902. Af sjávarafla..................kr. 3,375,000 3,955,000 7,043,000 7,988,000 - landbúnaði....................- 2,020,000 1,957,000 1,890,000 2,009,000 - hlunnindum....................- 159,000 235,000 758,000 604,000 Af þessu má sjá að afraksturinn af sjáfarafla fer sívaxandi og mun þilskipa- útgerðin aðallega valda því. En geta ber þess að meira en IJ/4 miljón króna virði eru hvalafurðir, sem er útlendur afli, og auk þess afla útlendingar mikið af síld þeirri sem útflutt er. — Landbúnaðarafurðirnar standa aftur á móti í stað að heita má. Þó eru þær um 100 þús. kr. meiri 1902 en árið áður. Veldur því einkum smjörsalan, sem nam það ár um 40 þús. kr. Arið sem leið mun sala þessi hafa numið um 150 þús. kr. Nú hefir verið drepið á hve mikið landsbúið verzlaði við útlönd; hvar og við hverja það verzlaði, af hverju það hefði afrakstur þann, sem út var fluttur, hve mikið það keypti af tollvörum o. fl. og er þá þessu næst að líta á bústofn- inn eða eign búsins í skipum og gangandi fé og ýmislegt sem þar að lýtur. 9. Skipasióll. 1902 voru þilskipin 144 frá 5—95 smálestir að stærð. Eru þau metin samtals tæp I miljón kr. A skipum þessum voru 2049 hásetar. Bátar af ýmsri stærð voru þetta sama ár 2165 að tölu og virtir á 255,500 kr. Þilskipunum fjölgar óðum og bátunum nokkuð. 28 þilskip voru hér í Norður- amtinu öll eyfirsk og 595 bátar. í Austuramtinu voru að eins 4 þilskip og 435 bátar. 10. Lifandi peningur. im 1783 lg4Q lg8]_90 1QQ2 Nautgripir . .................... 35,800 21,400 25,500 18,100 27,000 Sauðfé..............................278,000 332,000 619,000 414,000 700,000 Hross............................... 26,900 36,400 37,500 31,200 45,046 Geitfé................................. 818 » » 62 323 Oll skepnueign landsbúa er virt til peninga 1902 um 10 miljónir og koma þá um 1000 kr. á hvern framteljanda, sem það ár voru 9978. A öldinni sem leið voru nautgripir flestir árin 1858—59 nálega 27.000 en sauðfé 1891—95 757-091 en fækkaði svo á næstu árum. Seinustu árin er það aftur f fjölgun. Hross hafa í tvær aldir ekki verið jafn mörg og þetta ár. Vafalaust er lifandi peningur talsvert fleiri en skýrslurnar telja. 11. Jarðarafurðir.—Alt yrkt land, tún, garðar og flæðiengi, var eftir skýrsl- unum 1902 um 4 Q mflur. Þar af voru um 3 Q mílur tún, V2 Q míla garðar og 2 Q míla flæðiengi eftir ágizkun. Stærð garðanna mun vera nokkurn veginn rétt, en þá hlýtur túnstærðin að vera fjarri sanni. Því það nær ekki nokkurri átt að öll tún á landinu séu aðeins 6 falt stærri en garðarnir. Heyskapur var þetta ár: Taða.............. 551,896 hestar, virt á kr. 4.00 hesturinn, kr. 2,207,584 Úthey...............1,200,390 — — - - 2.00 — - 2,400,780 Mór.................. 255,864 — — - - 0.50 — - 127,932 Hrís................... 9,727 — — - - 0.50 — - 4,863 Jarðepli.......... 15,497 tunnur, metin - - 8.00 tunnan - 123,976 Rófur og næpur . 20,609 — — - - 6.00 — - 123,654 Samtals verða þá þessar afurðir virtar til peningaverðs . . . kr. 4,988.779 eða nálega 5 miljónir króna. — Garðyrkjunni hefir talsvert farið fram hin síð- ari árin. Garðar voru 1902 lang stærstir í Suðuramtinu, 561,425 Q faðmar, en minnstir í Norðuramtinu utan Akureyrar, 47,547, en á Akureyri voru þeir 23,332 I | faðmar eða nálega helmingur á við alla garða amtsins. Þetta ætti að breytast fljótlega. Eftir þeim áhuga að dæma, sem nú er vaknaður hér á Norðurlandi, ætti flatarmál garðanna að ferfaldast á næstu 10 árum að minsta kosti. — í Austuramtinu eru garðarnir um 53,000 Q faðmar og 54,000 sé Seyðisfjörð- ur meðtalinn, svo Austurland í heild sinni stendur nokkuð að baki Norðurlandi í garðyrkju, sé aðeins litið á stærð garðanna, en sé tekið tillit til fólksfjölda, er það talsvert framar. nefnd, er skipuð var Friðrik kaupm. Kristjánssyni og formanni og gjald- kera Ræktunarfélagsins, komst að þeirri niðurstöðu að langheppilegast væri að Jarðræktarfélag Akureyrar slæi sér saman við Ræktunarfélags- deildina og gerðist á pann hátt deild í Ræktunarfélaginu með þeim skyld- um og réttindum, sem lög þess til taka. Samdi nefndin frumvarp til laga í þessa átt. Var það lagt fyrir „Jarðræktarfélagið" og eins Ræktun- arfélagsdeildina og fekk hinar beztu undirtektir. Nú hefir stjórn Ræktunarfélagsins skrifað öllum sýslunefndum og bún- aðarfélagaformönnum í amtinu og Norður-Þingeyjarsýslu um málið, og vill að öll búnaðarfélög á Norður- landi fari eins að ráði sínu og Jarð- ræktarfélag Akureyrar, gerist deildir í Ræktunarfélaginu „svo allur búnað- arfélagsskapur hér norðanlands vinni í sameiningu og fullu samræmi und- ir forustu og leiðsögn Ræktunarfé- lagsins". Til þess að skýra betur hvernig stjórnin hugsar sér þetta, setjum vér hér kafla úr bréfi henn- ar til búnaðarfélaganna: »Stjórn Ræktunarfélagsins hefir kom- ist að þeirri niðurstöðu, að jafnframt því sem hin áðurnefnda deildaskipun kemst á, þá sé heppilegast að deildirnar 04 bún- aðarfélögin í hverjum hreppi sameini sig og myndi eitt félag, sem hafi með hönd- um hin sömu störf, sem búnaðarfélögin hafa áður haft, svo og önnur ný viðfangs- efni, sem aukin þekking og framfaravið- leitni fá þeim í hendur, en séu jafnframt deildir af Ræktunarfélaginu og vinni í fullu samræmi og sambandi við það . . . Vér hugsum oss að búnaðarfélögin haldi starfsemi sinni áfram sem jarðabótafélög, eins og hingað til, og fái sem slík, styrk af landsjóði fyrir unnar jarðabætur að rétt- ri tiltölu við önnur búnaðarfélög landsins. Þau gætu einnig haldið nafni sínu óbreyttu, eins og Jarðræktarfélag Akureyrar, þó þau gerist deild í Ræktunarfélaginu. Breytingin er aðallega fólgin í því, að hver félags- maður er um leið félagi Ræktunarfélags- ins, og öðlast þá um leið öll félagsrétt- indi, getur tekið þátt i stjórn þess og nýt- ur allra þeirra hlunninda og aðstoðar sem Ræktunarfélagið lætur félögum sínum i té. — Þar á móti verða þeir að gjalda árstil- Iag til Ræktunarfélagsins samkvæmt lög- um þess, en vér viijum benda á, að sér- stakt árstillag til búnaðarfélags eða félags- deildar getur þá fallið niður, ef mönnum svo sý iist, því óþarft virðist að menn gjaldi tvenn árstillög, eins og nú á sér stað um þá, sem bæði eru félagar Ræktunarfélags- ins og einhvers búnaðarfélags. Oss dylst eigi hve afarmikla og víðtæka þýðingu það getur haft fyrir eflingu bún- aðarins á Norðurlandi, ef öll búnaðarfélög amtsins og N.-Þingeyjarsýslu ganga £ banda- lag og fylkja sér þannig undir eitt inerki. Hvert einstakt búnaðarfélag þarf þá eigi lengur að einangrast út af fyrir sig, án allra leiðbeininga og eftirlits, eins og hing- að til hefir átt sér stað. En jafnframt mundi Ræktunarfélaginu vaxa mjög fiskur um hrygg, bæði vegna hinnar miklu fjölgunar félagsmanna, og svo fengi það að sjálf- sögðu aukinn styrk úr landsjóði, þegar félagsskapurinn yrði svo víðtækur. Þetta leiddi aftur til þess, að Ræktunarfélagið gæti veitt meiri og margbreyttari aðstoð og leiðbeiningar, en hingað til, og yfir- leitt unnið meira og almennara gagn . . .« Vér verðum að vera stjórn Rækt- unarfélagsiiis sammála um það, að petta hlýtur að hafa hinar heillavæn- legustu afleiðingar fyrir búnaðinn hér á Norðurlandi og er því vonandi að það fái hvervetna hinar beztu undirtektir. Það væri óneitanlega eitt- hvað myndarlegt við það, ef hávaðinn af norðlenzkum bændum tækju sam- an höndum um það að reisa land- búnaðinn úr þeirri niðurlægingu, sem hann er kominn í. Væri slíkt einsdæmi í þjóðmenningarsögu vorri. '4 Kosningarnar. Stjórn Verzlunarmannafélagsins hefir beðið Nl. að birta það sem hér fer á eftir: »í tilefni af ritstjórnargrein í 22. tbl. Norðurlands þ. á. og eftir þeim upplýs- ingum, sem framkomu á fundinum, Iýsir fundurinn því yfir, að hann álíti að ekkert það hafi komið íram, er komi í bága við skilyrði þau, sem Verzlunarmannafélagið setti fyrir fylgi sínu, þegar það skoraði á kaupmann Magnús Kristjánsson að gefa kost á sér til þingmensku, og væntir fundurinn þess, að hann muni í alla staði standa við yfirlýsingar sínar í því efni, og vottar honum því nú sem fyr fylsta traust sitt, sem þingmanr.sefni fyrir Akur- eyrarbæ við næstu kosningar.* Tillaga þessi var samþykt á fund- inum með 25 atkvæðum gegn 7. Af þessum 25 mönnum hafa þó ekki nema 16 kosningarrétt og tveir af þeim eru bræður þingmannsefnisins, sem f hlut átti, og virðist fylgið þá ekki sérlega ógurlegt og alt þetta þrátt fyrir kapp- samlega atkvæðasmölun. Flestir munu líta svo á þessa fund- arsamþykl, að meiri hluti félagsins sé nú horfinn frá því að halda fram flokk- ieysingja við næstu kosningar. En það skal látið liggja milli hluta, hvort öll- um þeim, er greiddu atkvæði með sam- þyktinni, hefir verið það fyllilega ljóst að svo væri. * * * Um ekkert er mönnum jafntíðrætt eins og þetta nýmóðins flokksleysi Magnúsar Kristjánssonar, en næst þvf tala menn mest um framboð Guðmundar Hannessonar héraðslæknis. Af öllu því sem borið er tram til þess að hnekkja kosningafylgi hans, svo sem níðvfsum, mútusögum og öðrum álygum, er það eitt svaravert að bærinn megi ekki missa hann frá læknisstarfi sínu. Ekki er hægt að neita því, að mikill missir er að honum, þó hann að sjálfsögðu setji færan mann í stað sinn, en kátlegt er að heyra svo mikið úr þessu gert, rétt eftir það að stjórnin hefir um- yrðalaust veitt honum fararleyfi til útlanda, gegn því að aðstoðarlæknir hans gegndi embætti hans. Frá þessu var skýrt í blaði hér ( bænum og var á allra vitorði án þess að nokkur léti hina minstu óánægju í ljós yfir því. En nú, þegar um það er að ræða að hann fari á þing og verði skemri tíma í burtu en við var búist, láta sumir svo sem það sé hin mesta ó- hæfa. Engar getur þarf að leiða að því, af hverjum toga þær mótbárur eru spunnar. Erlendis er það talið sjálfsagt, að hver, læknir sem mikið hefir að starfa, taki sér að minsta kosti mánaðarfrí ár- lega frá læknisstörfum st'num. Nú liefir Guðmundur Hannesson í níu ár sam- felt setið hér við læknisstörf, að heita má án nokkurs hvíldardags. Ekki sýn- ist það ósanngjarnt að hann fengi nú tíunda árið að líta upp úr læknisarg- inu, um tveggja mánaða tíma, og lík- legt er að héraðsbúum hans, sem hann vitanlega hefir unnið mest og bezt fyrir, sé ekki síður ljúft en stjórninni, að unna honum þess. S Trúaruppnám (Revivai). (Síðari kafli.) . í öllum enskumælandi löndum er miklu meiri áherzla lögð á afl og á- hrif kristinnar trúar og kirkna, kenni- manna, klerka, guðfræðisnáms og guð- fræðisskóla, svo og sérstaklega á þýð- ing iðrunar og afturhvarfsprédikana fyr- ir alþýðu, en á Þýzkalandi og Norð- urlöndum. Stafar þetta sumpart frá eðli og afgömlum siðvenjum landanna, en sumt er beinlínis og óbeinlfnis af- leiðingar Kfllvíns siðabótarinnar, sem var og er miklu lýðfrjálsari stefna en hin lútherska, og vakti snemma þrjósku lýðsins móti öllu helgivaldi í páfalega átt, en heimti rétt til að fylgja einungis guðsorði og samvizku sinni. Þetta lenti nú að vísu oftlega í ann- ari ánauð fyrir fjöldanum: menn urðu háðir bókstaf (eða bókstafsskýring) biflíunnar og handleiðslu presta sinna. Þessa demokratisk-páfalegu stefnu æsti nú og magnaði mótstaða biskupakirkj- unnár og þó einkum hið harða verz- lega vald, sem oftlega var hálfheiðið,, en ávalt ráðríkt og myndugt. Af þeim viðskiftum myndaðist uppnám á 16. og 17. öldum 1' enskum löndum: fríkirkj- urnar, uppreisnirnar, vesturfarirnar, og loks útrekstur Stúartanna. En hvað trú- aruppnám (Revivals) yfirlcitt snertir, er það ein höfuðgrein þeirra sálfræðislegu landfarsóttar, sem mannkynið er og hef- ir ávalt verið undirorpið, án þess vit eða vald eða vísindi, né nokkur úr- ræði hafi enn fundist við að afstýra þeim. En þó skal þess þegar geta, að öllu þesskonar brjáli eða fári virð-«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.