Norðurland


Norðurland - 11.03.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.03.1905, Blaðsíða 1
24. blað. Þingmannsefni Gjallarhorns. Á öðrum stað hér í blaðinu birt- um vér grein Magnúsar kaupmanns Kristjánssonar. Krefst hann birtingar á henni samkvæmt prentfrelsislög- unum, en gætir þess reyndar ekki að haga sér við þá kröfu, eins og lögin ætlast til og auk þess gerir hann sig sekan í ósæmilegri aðdrótt- un að Norðurlandi fyrir hönd Gjall- arhorns. Eftir atvikum verður þetta dálítið skoplegt. Þingmannsefnið er að bera af sér alla peningalega og siðferðislega ábyrgð af því blaði, en krefst þess þó samkvæmt prentfrels- islögunum, að Norðurland fiytji vörn hans fyrir ímyndaðri áreitni við blað- ið. Eftir því ætti hann og blaðið að vera orðin svo óaðgreinanlega sam- einað, að það sem fram kom við ann- að þeirra, kom líka fram við hitt. Þó Nl. líti svo á að þingmanns- efnið sé ekki enn orðinn svona nátengdur þessu blaði og þó ummæli hans séu þess eðlis að þau ættu betur iieima hjá blaðinu sjálfu, en hjá þeim manni, er vill verða fulltrúi bæjarins á löggjafar- þingi þjóðarinnar, þá hefir Nl. þó þótt rétt að fella ekkert úr grein- inni, af því það er æskilegt að les- endur blaðsins geti fengið að sjá hve veigamikla vörn þingmannsefn- ið hefir að bera fyrir sig og hve kurteislega honum ferst það. þingmannsefpið kvartar yfir því að Nl. skipi Páii Briem til hægri handar, en sér til vinstri handar Þykir honum sér vera gert með þessu mikið ranglæti, því þeir hafi báðir gert sömu yfirlýsingarnar fyrir bæjarbúum. Nl. vill aðeins svara því svo, að það hefir aldrei haldið að hægt væri að dæma þingmensku- hæfileika manna af tórnurn yfirlýs- ingum; viti þingmannsefnið ekki þetta, þá væri gott að festa það í huga sér, áður en kemur á þing. En annars væri réttara að hann sneri þessari ásökun að kjósendum bæjarins en að blaðinu. Pað hefir ætíð talað kurteislega um hann, en það voru kjósendurnir, serji skip- uðu honum í hafrahópinn við síð- ustu þingkosningar. í Nl. stóðu þau ummæli að mörg- um hefði komið það ókunnuglega fyrir að M. K. gæti gefið þá yfir- lýsingu, að hann væri óháður öll- um flokkum og kallar hann þetta dylgjur af blaðinu. Ekki virðist þurfa langt að fara til þess að benda honum á hve kynleg þessi ummæli eru. Rétt um það leiti sem hann er að bjóða sig fram sem óháður öllum flokkum segir ritstj. Stefnis frá láti Páls Briems á þessa leið:„Að stór flokkur manna varð á móti honum (o: P. B.) við þingkosningarnar í haust kom af því, að sá flokkur vildi eigi kjósa annan en þann, sem einsætt var að samþýðast mundi við stjórn- arflokkinn á þingi." Nl. er ókunn- ÐURLAND Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 11. marz 1905. IV. ár. ugt um að nokkur maður hér í bæ hafi litið svo á, að þetta væri rang- hermt af blaðinu og þó M. K. væri að bjóða sig fram sem flokkleys- ingi, fann hann enga hvöt hjá sér til þess að mótmæla þessu og aldrei hefir hann fundið hana fyr, þó önnur blöð hafi talað líkt þessu. En þegar Nl. kemur með þessa hógværu at- hugasemd verður hann málóði og telur það mikil býsn að nokkur skuli leyfa sér að segja slíkt. I Stefni vill hann vera stjórnarsinni en í Nl. óháður flokkleysingi, alt eftir því sem ætla má að lesendum blaðanna komi bezt og að þessu leyti mun hann vera einkennileg- asta þingmannsefnið, sem boðið hef- ir sig fram í þessu landi. Þá kemur að ábyrgð þingmanns- efnisins fyrir Gjallarhorni. Þó M. K. komi með 10 yfirlýsingar um það mál getur Nl. ekki breytt skoðun sinni á því. Málið er svo einfalt og svo ljóst og jafnframt orðið bæjar- búum svo kunnugt, að engum blekk- ingum ætti að vera hægt að koma að um það. Lánið var ekki einu sinni tekið af þeim manni, sem M. K. þykist hafa gengið í persónulega ábyrgð fyrir, heldur af þeim mann.i er skipaður var framkvæmdastjóri blaðsins, hefir á hendi reikninga þess og útsendingu, manni, sem laus er við alt flokksfylgi en starfar fyrir blaðið að eins fyrir þá atvinnu, sem hann hefir af því. Lánið er reikningslán, sem að eins átti að taka af, eftir því sem blaðið þurfti við og ekki til annars; ábyrgðar- mennirnir eru kunnir öllum bæjar- búum og M. K. er einn af þeim. Þrátt fyrir þetta vill hann telja bæjar- búum trú um að hann sé „ekki stuðn- ingsmaður neins ákveðins flokks- blaðs", eigi „alls engan þátt í út- gáfu neins blaðs". Það sýnist þurfa nokkuð mikla einfeldni til þess að trúa svona yfirlýsingum, ef mönrium er kunnugt um málavextina. Hvort hann hefir lofað þessari ábyrgð seint eða snemma, sýnist ekki gera mikið til, en víst er það, að hafi hann ver- ið búinn að lofa þessu áður en hann gekk að skiimálum Verzlunarmanna- félagsins, verðurþetta ennþá einkenni- legra, kastar óþægilegri birtu yfir þá yfirlýsingu. Hvað yfirlýsingu þá snertir, er M. K. hefir fengið Guðlaug sýslumann Guðmundsson til þess að gefa sér, þá upplýsir hún ekki annað en það að Guðlaugur sýslutnaður hafði tek- ið það trúanlegt að M. K. hefði geng- ið í ábyrgð þessa, að eins til þess að gera „góðum kunningja sínum persónukgan greiða". En eftir þeim uþplýsingum, sem nú eru fram komnar, sýnist þessi skilningur ekki geta komist að. En hitt er dálítið einkennilegt hvernig þin jmannsefn- ið fer með yfirlýsinguna. Guðlaug- ur sýslumaður hafði áður skýrt frá því að hann liefði „ekkert að athuga" við þá skýrslu, er Nl. hafði gefið um viðtal þeirra, alþingismanna, við M. K. með öðrum orðum, sagt að hún væri rétt, en nú þykist M. K. koma með þessa yfirlýsingu til þess að sanna að Nl. ranghermi það, sem það segir um viðtal þetta. Með öðrum orðum, þingmannsefnið þykist fá yfirlýsingu hjá Guðlaugi aýslumanni, er sanni það, að hann hafi farið með rang- hermi í fyrri yfirlýsingn sinni og sýn- ist þetta vera nokkuð djarft leikið. Getur þá M. K. ekki gert greinar- mun á því, hvort menn gefa yfir- lýsingu, sem framhald af yfirlýsingu, eða menn gefa yfirlýsingu um að fyrri yfirlýsingin hafi verið röng. En ekki sýnist góðgirni sýslumanns við hann vera vel launuð. M. K. ásakar Nl. fyrir það að það fari með staðhæfingar, en ekki sann- anir, en til þess vill blaðið svara því, að það er reiðubúið til þess að koma með lagalegar sannanir, hvenær sem þess verður krafist. En staðhæfingum Nls. svarar M. K. aðeins með staðhæf- inguin, ber alls engar sannanir fram, gerir ekki staðhæfingar sínar einu sinni á nokkurn hátt líklegar eftir atvikum. Sanni þær nokkuð, þá er það það, að hann ekki viti hvernig hann eigi að sanna þær. Nl. vill að endingu láta þess getið að því fer fjarri að það lái M. K. á nokkurn hátt að hann sé flokksmaður sem hann vitanlega er. En vilji hann, til þess að afla sér kjörfylgis, skreyta sig með þeim fjöðrum, sem hann á ekki, þá telur blaðið ekki eftir sér að grípa í þær, til þess að vita hve fast þær sitja. 5» Carl Daníel Tulinius. Hann andaðist 16. f. m. að heim- ili sínu á Eskifirði 70 ára að aldri. Hann var fæddur á Suður-Jótlandi, en hafði alið aldur sinn hér í Iandi frá því hann var 22. ára. Festi hann hér brátt ráð sitt og gekk að eiga Guð- rúnu Þórarinsdóttur, prófasts Erlends- sonar á Hofi f Alftafirði. Dvaldi hann upp frá þvf hér eða nær því lk öld og varð fijótt sannur íslendingur, enda undi hann sér hvergi nema hér á landi og varð heimili þeirra hjóna þjóðfrægt fyrir rausn og höfðingsskap. Skömmu eftir að hann kom hingað til Iands keypti hann verzlun á Eski- firði og rak þar jafnan verzlun upp frá því, þangað til fyrir tveim árum síðan, að hann seldi hana Þórarni syni sínum. Konsúll Svía og Norðmanna var hann frá þeim tíma að konsúlar voru fyrst skipaðir hér f landi og hélt því starfi til dauðadags. í fyrra var hann sæmdur St. Ólafsorðunni af I. flokki. Hann var einn af þeim fyrstu mönn- um hér, er tóku upp síldarútveg með nótum, enda var hann jafnan óragur að byrja á stórum og nýjum fyrir- tækjum og veitti þeim forstöðu með mikilli útsjónarsemi. Hefir hann jafn- an verið talinn með mestu höfðingj- um Austurlands. Utför hans fór fram 29. f. m. að viðstöddum fjölda manna. V Hver óvirðir ^kureyrarbæ? í síðasta blaði Gjallarhorns hefir Friðrik kaupmaður Kristjánsson ritað alllanga grein um niðurlagið á fyrir- lestri mínum, sem prentaður var f Norðurlandi, og þykir honum eg sýna fólki hér fyrirlitningu og eins og hann kemst að orði »hrækja í andlit Akur- eyringa*. Þegar eg las grein þessa þá var eg fyrst á tveim áttum um hvort honum væri alvara eða ekki. Til þess að skrifa slfka grein í fullri alvöru, þarf meira en meðalheimskan mann, jafn léttvægar og ástæður hans eru og miklu heimskari en eg hygg Frið- rik Kristjánsson vera. Mér er því næst að halda, að svolítill kosninga- púki hafi setið á pennaskafti hans og stýrt því, þegar hann skrifaði grein- ina. En hafi svo verið, þá er það auð- sætt, að greinarhöfundurinn hefir haldið að ritháttur þessi félli Akureyrarbúum vel í geð og væri Iíklegur til þess að spilla kosningu minni. En þá ætlar Fr. Kr. Akureyrarbúa grunnhyggn- ari en eg. Hafi því nokkur látið fyrirlitningu í ljós fyrir bæjarbúum, þá er það Friðrik Kristjánsson, sem skrifar slíka endaleysu í þeirri von, að Akureyrarbúar hlaupi eftir henni, þegar til kosainganna kemur. Fr. Kristjánsson hefir og áður tekið í líkan streng, þegar hann er að tala um að »Verzlunarmannafélagið* eigi »að vernda vilja kjósendanna gegn utan að komandi áhrifum*. Þessi um- mæli verða tæpast skilin á annan veg, en að Akureyrarbúar séu svo andlega volaðir að Verzlunarmannafélagið þurfi að gerast sálusorgari þeirra. Fyrir fám dögum fékk eg bréf frá sjúkling sem Iiggur rúmfastur í af- skektri sveit. Hann skrifar meðal ann- ars þetta: »Einmitt nú og aldrei framar þurf- um vér að eiga mann sem ekki pré- dikar eins og eyrun klæja og sem ekki skirrist við að fletta ofan af fá- fræði vorri og hálfmentun.« Ekki mun Fr. Kr. sjúklingi þessum samdóma! Guðm. Hannesson. Skafti Jósefsson ritstjóri er sjúkur og að sögn mjög þungt haldinn. Skarlafssóffin er nú að sögn á Möðruvöllum í Eyjafirði og jafnvel á ýmsum bæjum fleiri þar fremra.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.