Norðurland


Norðurland - 15.03.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.03.1905, Blaðsíða 1
RÐURL Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 25. blað. Ákureyri, 15. marz 1905. IV. ár. Skil -.aðar- og þakklæíis-ávarp hafa Skaftfellingar nýlega sent sýslu- manni og bæjarfógeta Gublaugi Gub- mundssyni. Er það skrautritað af Bene- dikt Gröndal, en annað þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson var fenginn til þess að aíhenda honum það og kaus hann með sér til þess ýmsa af full- trúum bæjarins. Eins og við mátti búast er ávarp þetta einkar fallegt; á titilblaðinu er íslenzki fálkinn, en Öræfajökull með útsýni yfir Skeiðar- ársand og Skeiðarárjökul prýðir fyrstu síðu þess. Ávarpið er á þessa leið: • Velborni herra sýslumaður Guðlaugur Guðmundsson! Við brottför yðar úr sýslu- félagi voru, þar sem þér hafið starfað undan- farin 13 ár, vottum vér yður þakklæti vort fyrir starfsemi yðar sýslufélaginu til eflingar og almenningi til heilla. Þér hafið eigi að eins reynst oss réttlátt og röggsamlegt yfirvald, heldur hafið þér og í orði og verki með framúrskarandi dugnaði og hagsýni unnið að velferðar- málum sýslu vorrar. Fyrir mikilvæga starf- semi yðar hafa flest framfarafyrirtæki í héraðinu komist fljótt og vel áfram. Þér hafið, sem oddviti sýslunefndarinnar, sem amtsráðsmaður og alþingismaður haft þýð- ingarmikinn og víðtækan verkahring, og jafnan unnið sýslufélagi voru og landinu í heild sinni mikið gagn. Þér hafið unnið að útrýmingu áfengis og efiingu bindindis, og sýnt í því sömu hæfileika, hinn sama einlæga og sterka vilja sem við önnur störf yðar í þarfir sýslu vorrar og þjóð- félagsins. Vér vitum, að sæti það, sem' autt verð- ur við brottför yðar héðan úr sýslu, er vandskipað, og að jafnt lægri sem æðri sakna yðar, því að aldrei hafið þér gert yður mannamun, heldur jafnan fylgt orð- tæki yðar suum cuique. Vér þökkum yður því einlæglega fyrir allan starfa yðar vor á meðal, er vér svo þráfaldlega höfum séð bera heillaríka á- vexti, og þó að vér söknum yðar úr sýslu- félagi voru, þá gleður það oss, að þér hafið hlotið þá sýslan, er þér tiafið óskað ettir. Starfsvið yðar verður nú áð vísu víðtæk- ara, en við það mun jafnframt, eftir vorri reynslu, betur sýna sig starfsþol yðar, og hæfileikamir betur koma í ljós. Sem þakklætisvott fyrir hiria mikilvægu og margháttuðu starfsemi yðar vor á meðal, sem oss mun lengi í minnum verða, Ieyfum vér oss að láta afhenda yður gjöf þá, er hér með fylgir. Með einlægri virðingu og ósk um fagn- aðarríka framtíð.* (Undirrituð 64 nöfn.) Gjöfin sem getið er um er að eins ókomin, en ekki höfum vér rétt til þess að sinni að segja frá hver hún er. Auk þess gáfu Mýrdælingar sýslu- manni vandað gullúr við brottför hans úr héraðinu. Á það er letrað: Sýslu- maður Guðl. Guðmundsson frá Mýr- dælingum 1904. IBúnaðarsamband fiusturlands. Félag þetta var stofnað, eftir nokk- urn undirbúning, haustið 1903. Tilgangurinn var þá fyrst og fremst, að efla samvinnu tnilli búnaðarfélag- anna á Fljótsdalshéraði í ýmsum stærri búnaðarfyrirtækjum, enda voru það þau ein (þó ekki öll), sem tóku þátt í fyrsta fundi þess. En ljóst var öllum for- göngumönnum þess frá upphafi, að sama nauðsynin, sem var á því að búnaðarfélögin á Fljótsdalshéraði lam- eini krafta sína, er og á því, að allir slíkir kraftar á Austurlandi vinni í sameiningu að framförum búnaðarins í fjórðungnum. Eftir fyrsta fundinn var því flestum búnaðarfélögum á Austurlandi skrifað og boðið að taka þátt í Sambandinu. Undirtektirnar voru misjafnar eins og við var að búast. Málið var nýtt. Framkvæmdirnar að eins undirbúningur undir fram- kvæmdir og varla það. Starfsféð lítið sem ekkert. En yfir leitt mátti telja, að menn tækju málinu vel. Yms félög utan Fljótsdalshéraðs eru þegar gengin í Sambandið og nokkur félög hafa lýst því yfir, að þau mundu ganga í það, einkum ef það gæti fært út kvíarnar með framkvæmdir. — Starfsfé Sambandsins er lítið ennþá, eins og eðlilegt er. Árstillag frá bún- aðarfélögunum, 100 kr. styrkur úr sýslu- sjóði Norður-Múlasýslu og tillög frá fáeinum hreppsfélögum eru aðal-tekj- urnar enn sem komið er. Eg vona því, að engan furði á því, þó að framkvæmdirnar séu ekki stór- feldar. Meðal framkvæmda má telja það, að Sambandið kom á fót félagsplægingum á Fljótsdalshéraði síðastliðið sumar. Plægingamaðurinn var Elliði G. Norð- dal, búfræðingur frá Eiðum. Er álitið að hann hafi leyst það starf vel af hendi. Skýrslur hefi eg ekki við hendina, en minnir að það sem plægt var, væri 30—40 dagsláttur. Búnaðarfélag íslands styrkti þessa umferðarplægingu með 7 kr. fyrir hverja dagsláttu. Búnaðarsambandið er nú að undir- búa 2 búfjársýningar á Fjóltsdalshér- aði næsta vor. Nægilegt fé til þeirra er nú fyrir hendi frá Búnaðarsamband- inu, og sýslufélögum Múlasýslanna með væntanlegum styrk frá Búnaðarfélagi ís- lands. Búnaðarsambandið fékk Búnaðarfé- lag íslands til að senda búfræðiskand. Guðjón Guðmundsson hingað austur í haust, til þess að undirbúa stofnun nautræktunarfélags o. fi. í sept. og okt. ferðaðist hann víða um Múlasýsl- ur og hélt fundi með bændum. Árangur komu hans virðist muni verða mjög góður, því allvíða er nú verið að undirbúa stofnun slíkra fé- laga og sumstaðar eru þau tekin að starfa. Auk þess verður að líkindum stofnað kynbótabú fyrir sauðfé á Fljóts- dalshéraði á næsta vori. Nánari upplýsingar um starf Búnað- arsambandsins má fá í fundargerðum þeim, er það hefir birt í blöðunum. * * * Starf það, sem Búnaðarsambandið á fyrir höndum hér eystra er mikið. Engin vafi leikur á því, að Austur- land hefir mörg skilyrði til búnaðar- framfara, eigi síður en önnur héruð landsins. I sumum greinum búnaðarins erum vér taldir eftirbátar hinna landsfjórð- unganna og sennilega með réttu. En svo þarf eigi að vera um aldur og æfi. Og að því vill Búnaðarsamband Aust- urlands vinna. En til þess að það megi verða, þarf þekkingin að rétta áhuganum og fram- taksseminni hjálparhönd. Búnaðarsam- bandið hefir því farið þess á Ieit við Búnaðarfélag íslands að það útvegaði Sambandinu sérstakan starfsmann, er væri stöðugt í þjónustu Sambandsins og í ráðum með stjórn þess í hvívetna Þyrfti hann að vera áhugasamur um búnaðarframfarir Iandsins og búinn víð- tækri búfræðisþekkingu. Fengist slíkur maður og hæfilegt starfsfé handa honum, tel eg ekki minsta vafa á því að öll búnaðarfélög Austurlands mundu ganga í Sambandið. En manninn vantar, fé til að launa honum og starfsfé handa honum. Þessi starfsmaður Sambandsins ætti meðal annars að vera forstjóri tilraunastöðv- ar, er setja ætti á stofn á hentugum stað, helzt í sambandi við búnaðar- skólann á Eiðum eða í stað hans, ef hann verður iagður niður, þar ætti að gera tilraunir með mat- jurtir, grasfræsáning og áburð. Við gróðrarstöðina væri á vori hverju veitt tilsögn í plægingum og garðyrkju Aðalstöðin hefði svo smástöðvar til tilrauna út um alt Austurland, eftir því sem henta þætti. Eins og Búnaðarsambandið hefir þegar sýnt, verða kynbætur búpen- ings eitt af þeim aðalmálum er það hefir með höndum og hlynnir að þeim með sýningum, stofnun kynbótabúa, nautræktunarfélaga o. s. frv. Að stærri jarðabótaframkvæmdum vill það styðja meðal annars með því, að fá hæfa menn til að gera mælingar og áætlanir um kostnað við þær. Áhuga, framtakssemi og þekkingu vill það efia, meðal annars með því að fá menn, sem þvf eru vaxnir, til að ferðast á hentugum tímum um sveit- irnar og halda þar fyrirlestra og fundi, til að rökræða með bændum áhugamál búnaðarins. í stuttu máli, Búnaðarsam- band Austurlands vill ekki láta neitt vera sér óviðkomandi, sem miðar til viðreisnar og framfara landbúnaðinum á Austurlandi. En til þess að Búnaðarsambandinu verði nokkuð verulega agengt, þarf það að fá hæfilegt starfsfé. Fulla sann- girniskröfu hefir það til þess að fjár- veitingarvaldið sinti kröfum f þá átt. Það þarf ekki að taka það fram að Búnaðarsamband Austurlands vill starfa í fylsta samræmi við Búnaðarfélag ís- lands og með umsjón þess og yfirstjórn. Búnaðarfélag íslands hefir en sem komið er lítið starfað hér á Austur- landi, meðfram af því sjálfsagt, að það hefir brostið fé til þess og vant- að samvinnu héðan að austan. Úr fjárskortinum ætti næsta alþingi að bæta með því að veita Búnaðarfé- lagi íslands hæfilegan styrk handa Bún- aðarsambandi Austurlands, og sam- vinnuleysið mundi þá hverfa af sjálfu sér. Austfirðingar þurfa að láta þetta mál til sín taka. Öll búnaðarfélög á Austurlandi ættu að ganga í búnaðarsambandið í vor og senda fulltrúa á aðalfund þess. Ef vér Austfirðingar erum samhuga í þessu máli, efast eg ekki um að búnaðarþingið geri alt sitt til að full- nægt verði réttlátum og sanngjörnum kröfum vorum. Og alþingi hefir á síð- ari árum oft verið örlátt við landbún- aðinn og sýnt það gagnvart honum, að það vill mæta áhuga og framtaks- semi á miðri leið. ElNAR ÞÓRÐARSON. 6/7/7 frá útlöndum. Khöfn 25. febr. 1905. Frá Rússlándi. Sergius stórfursti myrtur. Enn þá einu sinni stjórnendamorð í Rúss- landi! í þetta skifti er það föðurbróð- ir keisara, hinn alræmdi harðstjóri í Moskva, Sergíus stórfursti, er drepinn hefir verið. Það var um nónbilið 17. febr. Stór- furstinn ætlaði að fara frá fjölskyldu- bústað sínum í víggirðingunni Kreml til embættisseturs síns í Moskva. Hafði hann lengi haldið kyrru fyrir inni og ekki þorað að fara út, því að hann vissi, að hann var mjög óþokkaður af fólki og hafði verið tilkynt, að lífdag- ar hans væru taldir. Og þegar óeirð- irnar gusu upp, flutti hann til Kreml, því að hann þóttist vera þar öruggari um lff sitt. Keyrði hann í vagni og skyldi ökumaður keyra svo hratt, sem framast er unt. Stórfurstinn byrgði sig inni í kerru sinni, svo að hann sæist ekki. Tveir vagnar með leyni- lögregluþjónum fóru á eftir. Hjólreið- armenn fóru á undan til þess að halda njósnum fyrir um, hvort nokkuð grun- samlegt væri á leið þeirra. Nú bruna tveir menn á sleða fram hjá þeim og var annar þeirra klæddur vinnumanna- búningi. Ekill stórfurstans gerði þeim bending um, að víkja nokkuð lengra til hliðar. En annar þeirra stendur upp og sendir sprengikúlu inn undir furstavagninn og í sama bili heyrist heljarhvellur, brak og brestir, og gýs upp voðareykur, hestarnir fældust og hlupu eitthvað út í loftið. Þegar reykur- inn minkaði og sprengihvellirnir hættu, þustu menn að staðnum, þar sem þetta gerðist, og bar þá hryllilega sjón fyrir augu: Vagninn kominn f þúsund mola og innan um vagnbrotin lá lík furst- ans, sem var lögunarlaus kássa — önnur öxlin hafði samt verið óskemd,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.