Norðurland


Norðurland - 15.03.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 15.03.1905, Blaðsíða 2
N!, 98 — höfuðið lá langt frá líkinu o. s. frv. Rúður brotnuðu í gluggum í nándinni. Ekillinn var mjög sár, liggur nú á spítala, og er óvíst, hvort hann lifir. Sergíus var fæddur 1857- Hann var mjög óvinsæll, sem aðrir stórfurstar Rússa eru, því að þjóðin kennir þeim um, að þeir eigi mikla sök á stjórnar- óstandinu. Hafði Sergíus fengið bréf um, að honum væri bani búinn, jafn- skjótt og færi gæfist, sem áður er getið, og jafnframt var hann varaður við, að hann skyldi ekki vera úti með konu sinni, Elísabetu stórfurstafrú — hún er af þýzkum ættum. — Hún er kona vinsæl þar eystra, því að hún hefir gefið fátækiingum bæjarins mik- ið og hlynt að þeim á ýmsan hátt. Sergíus var rammur einveldissinni og hinn grimmasti harðstjóri! Þetta eru launin! Semski Sobor. Svo hét ríkisþing eitt rússneskt fyr á öidum. Menn vita fyrst til þess 1550. Upprunalega var það klerkaþing í stórfurstadæminu Moskva, en seinna komust leikmenn á þingið, og var það seinast eins konar stéttaþing. Var það voldugt um skeið Hans keisara, samdi laga- frumvörp, og þó að keisari væri ekki lagalega skyldur til að samþykkja gerðir þess, þá kom það þó oftast vilja sínum fram. Semski Sobor hvarf úr sögunni 1698. Nú hafa Rússar rifjað ýmislegt upp um þing þetta og krafist þess, að boðað væri til Semski Sobors. Skyldi það vera með nútíðarsniði og vera stéttaþing, eins og t. d. franska þingið 1789. Var í ráði að boða til þings þessa, en nú er hætt við það. Hefir aftur- haldið nú fengið nýjan byr í seglin eftir morð Sergíusar stórfursta. Óeirðir eru nú miklar um alt Rússa- veldi, en allar fréttir þaðan að austan eru rnjög ósamkvæmar, og óáreiðan- legar, svo að vér greinum ekkert um óeirðirnar að þessu sinni. Noregur. Þar eru nú fundahöld mikil um alt land, og er mikill hiti og hávaði í frændum vorum um þessar mundir. Friðþjófur Nansen, hinn heims- frægi heimskautsfari, hefir haldið marg- ar snjallar ræður og brýnir nú Norð- menn að reynast menn! Hafa ýmsir skorað á hann að takast forustu máls- ins á hendur — og er ekki óhugsandi, að þjóðviljinn fái gert hann að forsætis- ráðherra, ef ráðaneytisskifti verða, sem nokkurar líkur eru taldar til. Frá Dönum. Nýja stjórnin er nú sezt á laggirn- ar, en vanséð er, hversu ráðaneytið Christensen er fast í sessi. Hefir vinstri flokkurinn nú klofnað og hafa frjáls- lyndir vinstrimenn myndað nýjan flokk, er þeir kalla Folketingets Venstre. Skil- ur flokkana einkum á í landvarnarmál- inu. Vill hinn nýi flokkur lækka út- gjöld til hers og flota að mun, en hinn vinstri flokkurinn fetar gamlar hægri slóðir undir forustu ráðaneytisins, sem í flestum eínum hneigist fremur til afturhalds og kyrstöðu. Formaður hins nýja vinstri flokks heitir Zahle og er yfir- réttarmálfærslumaður, búsettur í Kaup- mannahöfn. Það er siður hér, að sá flokkur skip- ar forsæti fólksþinsins, sem er fjöl- mennastur. Með því að sá þingmaður, sem að undanförnu hefir verið forseti fólksþingsins, cand. phil. Flermann Tri- er, hallast að stefnuskrá hins nýmynd- aða vinstri flokks, lagði hann niður völd sín. í hans stað var kosinn for- seti Anders Thomsen, fyrverandi barna- kennari. í hinum nýja vinstri flokki eru 14 menn. Til úflanda fór héðan með »Agli« Snorri kaup- maður Jónsson, en með »Mjölnl« fór, auk þeirra er taldir voru í síðasta blaði, úrsmiður Sigmundur Sigurds- son; er hann ekki væntanlegur heim aftur fyr en seint á næstkomandi sumri. Sýning'in í Tivoli. Svo hefir farið, eins og Norðurland spáði í fyrstu, að sýning þessi verður haldin, þrátt fyrir öll mótmæli þjóðar vorrar, og þó undarlegt megi virðast, er þetta eingöngu að kenna sýningar- nefndinni í Reykjavík Aðalnefndin í Kaupmannahöf;: lagði það 1 vald henn- ar, hvort sýninguna ætti að haida, en þó hún hefði alln þjóðina að baki sér, færðist hún undan því að takast það úrslitavald á hendur, en bauðst jafn- framt til þess að vera í útvegum um þá muni, er um væri beðið til sýn- ingarinnar og veita þeim sýnisgripum móttöku, er menn kynnu að vilja bjóða fram. Þessi framkoma nefndarinnar verð- ur enn þá kynlegri, þegar þess er gætt, að í henni sitja nákomnir vensla- menn ráðherrans, vinir hans og flokks- bræður. % Úr sýningarstríðinu. Stjórnarblöðunum hefir orðið matur úr því að nokkurir stúdentar í Höfn gerðu tilraun til þess að reka Dr. Valtý Guðmundsson úr Stúdentafélag- inu íslenzka, af gremju yfir því að hann. ekki sagði sig tafarlaust úr sýningarnefndinni, þó það reyndar hefði átt að vera þeim kunnugt að hann sat í nefndinni eingöngu til þess að af- stýra því að sýningin yrði haldin, eft- ir að hann vissi að þjóðin var sýning- unni mótfallin. »Það á ekki að sýna fyrir þjóð, sem ekki vill það sjálf,« skrifar Dr. Valtýr oss í vetur. — Sá er sannleikurinn í þessu »burtreksturs«- máli, að boðað var til fundar í félaginu með eins dags fyrirvara og var fundur- inn sóttur af 38 félagsmönnum af um 80; þar var sú tillaga flutt að Dr. Valtýr væri rekinn úr félaginn, af því hann ekki gengi úr sýningarnefndinni og fengust fyrir því 21 atkvæði, en 17 voru á móti og litu þá sumir svo á að tillagan væri samþykt, en, eins og líka var rétt, ritaði stjórn félags- ins Dr. Valtý tilkynningu um að hún teldi að tillagan hefði verið feld, af því hún hafi ekki fengið nema lítinn hluta af atkvæðum allra félagsmanna og bceri því að skoða hanri sem félags- mann éftir sem áður. Vér göngum að því vísu að þetta verði stjórnarblöðunum engar glcðifregnir, en sannleikurinn er sagna beztur. X Sýslufundur Eyfirðinga 2. — 7. marz. (Ágrip.) Styrktarsjódur alþýðufólks. Inneign sýslunnar í þeim sjóði kr. 6132.12. Verðlaun úr búnaðarsjóði Eyjafjarðarsýslu. Þau voru veitt tveim bændum í Svarf- aðardal, Bergi Jónssyni áHofsá 30kr.og Hallgrími Kristjánssyni í Ytra-Garðs- horni 20 kr. Sata þjóðjarða. Abúendur 28 þjóðjarða sóttu um að fá þær keyptar. Sýslunefndin mælti með sölu á þeim öllum nema Kjarna í Hrafna- gilshreppi, en eftir afgjaldsupphæð þeirr- ar jarðar 25-faIdaðri ætti söluverð henn- ar að vera 7500 kr. Flinar jarðirnar voru þessar og er mat sýslunetndarinnar sett í svigum: Rifkelsstaðir (1800 kr.), Ytri-Tjarnir með Ytra-Tjarnarkoti (3900 kr.), Syðri- Tjarnarkot (1000 kr.), Hóil (1250 kr.), Ytra-Laugaland (2800 kr.), Sy ðra-Lauga- land (3900 kr.), Uppsalir 2300kr.),Klauf (1000 kr.), Grýta (2100 kr.), Munkaþverá (5700 kr.), Sigtún (1800 kr.), Háhamar (880 kr.), Kjarni í Arnarneshreppi (2400 kr.), Bragholt (1800 kr.), Syðri-Tjarnir (1600 kr.), Litlihamar (2500 kr.), Garðs- horn (1400 kr.), Þverá í Skíðadal (1000 kr.), Flofsá (1500 kr.), Stórihamar (2600 kr.), Hvassafell (4000 kr.), Hraukbær (2200 kr.), Bakki (3200 kr.), Skegg- staðir (700 kr.), Hofsárkot (1000 kr.), Tréstaðir (1700 kr.), Asgerðarstaðir (1400 kr.). Kaup á þurrabúð. Glæsibæjarhreppi veitt leyfi til að kaupa þurrabúðina Þinghól fyrir 305 kr. farðakaup til afréttarlands. Svarfaðardalshreppi leyft að taka til láns alt að 5000 kr., til þess að kaupa jarðirnar Holárkot, Gljúfurárkot og Sveinsstaði með afréttum í Skíðadal til þess að gera þær að afrétt. Mötórbátur á Eyjafirði. Sýslunefndin kaus fyrir sitt leyti Kristján Jónsson sýslunefndarmann í Glæsibæ til þess, ásamt Akureyrar- kaupstað og Þingeyjarsýslu, að leita nánari upplýsinga og samninga við Skúla Einarsson eða aðra, er betur kynnu að bjóða, um mótorbátsferðir á Eyjafirði á komandi sumri. Sveitaverzlun. Beiðni um leyfi til sveitaverzlunar á Syðstabæ í Hrísey frá Jóni Bergssyni og Guðmundi Jörundssyni var neitað, nema þeir sanni fyrir sýslumanni að þeir fullnægi skilyrðum laganna frá 7. nóvemb. 1879, a$ því er snertir ábúð á jörðu. Lœknissetur. Ut af bréfi frá ýmsum búendum í Svarfaðardal hafði amtið leitað umsagn- ar sýslunefndar um hvar æskilegast væri að bústaður héraðslæknisins í Höfða- hverfishéraði væri. Enn fremur var lesið upp álitsskjal frá fyrverandi héraðslækni Sigurði Hjörleifssyni um þetta mál. Eftir að kosin hafði verið nefnd og málið síð- an rzett Iét meiri hluti sýslunefndarinn- ar í ljós að nauðsynlegt sé að læknir sitji í Svarfaðardal eða á Litla-Árskógs- sandi og tók fram að hún sé samdóma ástæðum þeim, cr teknar eru fram í áliti nefndarinnar. Landspjöll af sýsluvegi. Sýslunefndin býðst til að borga Birni bónda Arnþórssyni á Hrísum 10 kr. fyrir Iandspjöll af sýsluvegi, auk kostnaðar við matsgjörð, með því skilyrði að hún sé laus við allar frekari kröfur af því máli. Dragferja á Stokkahlöðum. Samþykt að greiða ferjubóndanum kr. 34 sem álag og skal hann þá við- halda ferjunni í góðu standi samkv. reglugjörðinni. Sundkensla. Samþykt að veita til hennar í sýsl- unni kr. 150 móts við væntanlegan styrk úr landssjóði og enn fremur að af þessari upphæð mætti verja alt að 100 kr. til undirbúnings sundkenslu f Svarfaðardal, þó eigi fram yfir helming kostnaðarins. Sýsluvegir. Veittar voru kr. 60 til þess að fá hæfan mann til þess að gera tillögur um legu og áætlun um umbætur á sýsluveginum í Svarfaðardals- og Arn- arneshreppi inn að Hörgárbrú með því skilyrði að hrepparnir leggi, hvor að hálfu, fram fé það er á vantar og að maður sá, er til þessa verði fenginn, semji fullkomið yfiriit og geri uppdrátt af sýsluveginum á þessu svæði og til- lögur um legu hans, og að skýrslur hans og tillögur verði lagðar fyrir sýslunefndina. (Framh.) % Mannaláf. 30. jan. s. 1. andaðist Þorgrímur bóndi Halldórsson í Hraunkoti í Aðal- dal í Þingeyjarsýslu, dó úr taki. Hann var fæddur á Bjarnarstöðum í Bárðar- dal sonur merkisbónda Halldórs Þor- grímssonar, sem þar bjó lengi og var hann afi Halldórs bankagjaldkera. Hall- dór sá var alinn upp f mestu fátækt, en græddi svo um dagana, að dánar- bú hans var metið 10000 kr. — Þor- grímur dvaldi 45 ár æfi sinnar í Hraun- koti og bjó þar lengi. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, hún er af Hólna- vaðsætt, svo kallaðri, þeirri lömu og Friðjón á Sandi og þeir frændur. Þau hjón áttu 8 börn og eru þau flest bú- andi fólk þar í sveitinni. — Það kann að þykja lítil frétt þó að 70 ára bóndi deyi, sem ekki hefir gert sig þjóð- kunnan fyrir störf sín. En þó er það svo, að fyrir það hefir land vort hald- ið sér til þessa dags, sem fátæklings- bændurnir okkar hafa miðlað því af vinnu og niðjum. — Þorgrímur sál. var ótrauður eljumaður svo að hann t. d. sló engi alt síðastliðið sumar eins og ungur væri, og var þá á sjötugasta aldursári og var þó enginn sérlegur þrekmaður. Börnum sínum kom hann a legg> sv0 að honum var sómi að.— Ef yngri mennirnir gera betur, þá gera þeir vel. q Metúsalem Magnússon á Arnarvatni andaðist 6. þ. m. 73. ára gamall. — »Myndarbóndi í hvívetni, framúrskar- andi í reglusemi á heimili sínu.« Tvær dætur hans eru á lffi frú Sigríður ekkja síra Lárusar Eysteinssonar og Hall- dóra kona Jóns skálds Þorsteinssonar á Arnarvatni. Frú Stefanía Siggeirsdóttir, ekkja Sæ- mundar prófasts Jónssonarí Hraungerði, andaðist í Reykjavík 17. f. m. X Út* Suður-Þingeyjarsýslu. Veturinn hefir verið umhleypinga- samur f meira lagi, en snjóléttur mjög, hörkufrost nokkurum sinnum. Engin veruleg stórhríð hefir komið, nema sunnudagshríðin mikla 8. jan., sem var óhemju-hrfð einhver sú aílra mesta í mannaminnum. — Satt er það, sem Nl. getur um, að Mývetningar fundu mannslóðina, fram í öræfunum, um jólaleitið, og veit engin um það frek- ar, en ekki er hægt að sjá líkur ti! þess, að þar hafi bygðamaður verið. Slóðina fundu 2 menn úr sveitinni, sem ekki verða rengdir um sannsögli, og hafði verið gengin í þíðunni fyrir jólin. Húsavík 4. marz. Heilbrigðisástand hér með lakasta móti í haust og vetur, taugaveiki blóð- kreppusótt og illkynjuð kvefveiki hefir geysað hér yfir þorpið; taugaveikin, vona menn, að sé nú horfin um stund, en í blóðkreppusótt liggja nokkurir sjúklingar. MálfundafélagHúsavíkinga hefir starf- að f vetur, eins og að undanförnu. Fé- lag þetta var stofnað 1895 og hefir það félag haft mörg góð og gagnleg mál til meðferðar; hrundið ýmsum nauð- synlegum fyrirtækjum af stað og átt meiri eða minni þátt í framkvæmd ýmsra þarflegra fyrirtækja. Hið helzta, sem félag þetta hefir verið málshefj- andi að og komist hefir í framkvæmd, er: Bindindi, lestrarfélagsstofnun, ís- húsbygging, sparisjóðs og aurasjóðs- stofnun, og ýmislegt fleira. Eitt af þeim málefnum, sem félagið hefir haft til meðferðar í vetur, er frumvarp til laga um rétt þorpa og kauptúna til sérstjórnar í sveitamál- um. Verður frumvarp þetta sent stjórn- arráði íslands ásamt rökstuddu nefnd- aráliti og áskorun um að stjórnin at- hugi það og leggi fyrir næsta alþingi. Þetta þýðingarmikla mál fyrir fjöl- menn þorp og kauptún verður að líkind- um umræðuefni blaðanna áður langt um lfður; að öðru leyti er ekki rúm til að skýra frá efni og innihaldi þess frumvarps í stuttum fréttapistli. X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.