Norðurland


Norðurland - 18.03.1905, Side 1

Norðurland - 18.03.1905, Side 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 26. blað. Akureyri, 18. marz 1905. IV. ár. ?rá útlöndum. Khöfn 1. marz 1905. Austræna stríðið. Nú er háð hörð orusta viðMukden, lítið vita menn um hana enn sem komið er. Að eins fá simskeyti hafa komið að austan — og litlar reiður á þeim að hafa. Það eitt vita menn með vissu, að Japanar áttu upptökin og að álit- legur liðsafnaður er kominn að baki Rússum — og þykir því nokkur hætta á, að þeir verði nú kvíaðir inni. Það er að minsta kosti talið víst, að Jap- anar vinni Mukden, þar sem Kuropat- kin hefir haft vetrarsetu. Það ber og þessum fáu símskeytum saman um, er komið hafi þar austan að, að Jap- önum veiti stórum betur og víða hafa Rússar orðið að hörfa undan. Einkum hafa hersveitir Kurokis, eins hins fræg- asta hershöfðingja Japana, gengið vask- ega fram og hefir mjög hallað á þann fylkingararm Rússahers, sem er and- spænis honum. Heima í Rússlandi eru menn og mjög áhyggjufullir um afdrif bardag- ans. Þykjast menn vita, að símskeyti Kuropatkins til keisara hafi ekki flutt neina feginssögu og eru því mjög vondaufir og kvíðafullir. * * * í Rússlandi sjálfu eru alt af sömu ólætin og óeirðirnar. Eru verkföll nú mjög víða um land og bryddlr jafnvel á uppreistaranda í sjálfum hernum, er til þessa hefir verið hin máttugasta meginstoð harðstjórnar og afturhalds. Lögregluliðið er og ekki sem trúast og er stjórnin því í mesta voða stödd um þessar mundir. Það er alt annað en gaman að vita, hvað stjórnin hyggst að gera. Um ekkert land í Norðurálfu vita menn í rauninni svo Iítið sem Rússland. Rússastjórn fer mjög dult með ráðagerðir sínar og sér ekki á- stæðu til að flíka þeim framan í heim- inn. í stað sannra frásagna fara því óljósar og ósannar flugufregnir um á- stand í Rússlandi og fyrirætlanir Rússa- stjórnar út um heiminn. Daglega koma nú fréttir frá Pétursborg, sern eru hver annari svo gagnstæðar, sem fram- ast er unt. Stundum er sagt, að stjórn- in hugsi mjög um að gefa lýðnum nýja stjórnarskrá — og er sagt að landbúnaðarmálaráðherra Rússa hafi ný- lega látið þá skoðun í ljós, að það væri eina ráðið til að ráða bót á vandræð- um lands og þjóðar. Svo segja aðrar fréttir, að afturhaldsburgeisar og stór- furstar hefi orðið ofan á og að allar frelsishreyfingar verði bældar niður með sverðaslögum og byssuskotum. En hvað svo sem satt er í þessu, þá er það víst, að frelsissinnar vinna nú bæði nætur og daga. Eiga nú sprengi- kúlur og púður að tala máli þeirra. Hefir stórfurstum rikisins og ýmsum æðstu tignar valdsmönnum þess bor- izt hótunarbréf í hendur, þar sem þeim er birtur dauðadómur þeirra, og hafa víst fáir stjórnendur verið myrtir á Rússlandi, er ekki hefir verið tilkynt um það áður. Hefir bróður Sergiusar frá Moskva, þess er drepinn var um dag- inn, Vladímír stórfursta, verið tilkynt, að það hafi verið ákveðið, að hann verði drepinn næst á eftir honum. Þorir hann nú ekki að koma út fyrir húsdyr, enda er það víst, að enginn mannlegur máttur fær forðað honum og öðrum óvinsælum kúgurum frá kúl- unum. Má það vera óskemtilegt líf, er fylt er slíkri »dauðans angist*. Dag- mar keisaraekkja (Kristjánsdóttir Dana- konungs) hefir og verið látin vita, að lífdagar hennar séu taldir. Einn af foringjum rússneskra stjórnleysingja, sem búsettur er í París, hefir sagt, að það verði hinkrað við með að bana Czarnum, því að hann þurfi að skrifa undir stjórnarskrána, en ef hann gerir ekki að vilja þjóðar sinnar, þá fær ekkert vald bjargað lífi hans. Skáidið Maxim Gorki er nú kominn úr íangelsinu. Ráðaneytisskifti í Noregi. Ráðaneytið Hagerup hefir sagt af sér í dag, en annars gengur hvorki né rekur í sambandsmálinu. Stössel hershöfðingi. Helzt er svo að sjá, sem frægðar- ljóminn um nafn hans ætli ekki að verða mjög langvinnur. Fréttaritari heims- blaðsins Times í Lundúnum ferðaðist til Port Arthur eftir að Japanar höfðu náð henni á vald sitt. Segir hann að ef Stössel hefði ekki verið bæði bleyða og svikari, mundi borgin hafa varist fram til páska, enda hafi hann haft 25 þúsund hermenn, er hafi verið heilir á hófi og vel búnir bæði að vopnum og vistum. Telur hann að hershöfðingi sá, er Kpndrachenko hét, hafi verið sá er vasklegast gekk fram í því að verja borgina, en hann féll og fór þá öll vörn í ólestri upp frá því, enda mundi Stössel hafa verið búinn að gefast upp fyrir löngu, ef Kondrachenkos hefði ekki notið við. Mjög harðan dóm kveð- ur hann upp yfir meiri hlutanum af hershöfðingjum Rússa þar í borginni, og telur að óhóf þeirra og bílífi hafi verið hóflaust og þeim ti! mikillar vanvirðu. »Kong Inge« kom 18. þ. m. Farþegar með skip- inu voru Jón Guðmundsson snikkari og Jón Baldvinsson bræðslustjóri, frá Khöfn, en frá Austfjörðum frú Rakel Johnscn og Björn Kristjánsson frá Vík- ingavatni. Skipið hrepti óveður hér nyrðra og var 7 daga hingað frá Seyðisfirði og fór þó fram hjá Húsavík. Skipsfrand syðra. Rétt áður en Hallgrímur Hallgríms- son fór úr Reykjavík fréttist þangað að skipið >Scandia<, kola- og timbur- skip til Björns Guðmundssonar hefði strandað við Garðshaga. Mannbjörg varð, en einn skipsmanna dó rétt eftir að í land var komið. Uppeldismálitj. Eftir Matthías Jochúmsson. Lítið tala blöðin um það lífsspurs- málið þessa lands, sem þó er miklu meira vert, en flest önnur mál, þau sem nú eru á dagskrá. Eða á einn ungur maður, þótt vel gefinn sé, að að geta búið þingi og þjóð á tveim árum í hendur öll ráð og rök, gögn og grundvöll vorra menningarmála? Eða hvar stöndum vér íslendingar í þessu efni? Það er minst, að hvorki eru til að heita megi mennirnir til að kenna, skólarnir eða bækur og á- höld. Eg segi: þetta er minst, eða minna atriðið, því mesta, eða aðal- atriðið, það er þjóðviljinn með þekk- ingu á því hversu lífsnauðsynleg sé menning ungu kynslóðarinnar. og á því, hvað það sé, sem mest er um vert, að hún nemi. Það, hvað hún á að læra, má óðara taka fram með orð- um nýlega töluðum af enskum biskupi. Hann segir: »Veruleg uppeldisfræðsla miðar að því að gera hina ungu að góðum og miklum mönnum, ekki að kenna þeim sérgreinir og sérkunn- áttu, nema svo standi á, heldur að opna heila þeirra og hjarta, sem ella opnast aldrei, glæða alt sem hverjum sýnist bezt gefið, en drepa hinu illa á dreif, uns það drukknar í öflugum metnaðarhug og heiibrigðum hugs- unarhætti. Og til þess að kenna og leiða hina ungu verða menn að fást, sem kunna að gefa og glæða þekk- ingu, sannleiksást, frelsi og réttvísi, því þessi eru höfuðatriðin—principin, sem frelsa eiga unglingana frá röng- um eða vitlausum lestri sögu og anu- ars fróðleika, frá meðfæddum hleypi- dómum og gerræði, frá öfgum og hroka 1' þjóðmálum.« Hann endar ræðuna með þessum orðum: »Markmiðið segi eg enn á að vera: allsherjarframför, ekki hernaður eða ofstopi, þekking, rétt- læti, frelsi, friður, drengskapur, en ekki ofmetnaður, smásálarskapur, auð- legð og góðir dagar.« Merkilegt er, hvernig alt er í uppnámi á Englandi og Frakklandi út af uppeldismálunum. Það er líkt og trúaruppnámið nýja í Wales, eða svipað byltingafárinu mikla, sem við og við- grípur hina pólitisku Frakka, En þó ólíkt sé ástatt í lönd- unum í mörgu, er það hið forna kirkju- og klerkavald, sem kveikt hefir í kol- unum beggjameginErmasrunds.Snemma á fyrri öldinni tóku beztu menn þjóð- anna að heimta ríkisfé og umsjón með allsherjar frumskólum, en alt lenti í höndum klerkanna, og stjórnendurnir létu sér fyrst lengi alþýðumentun litlu skifta. Napoleon mikli sagði eitt sinn er því máli var hreyft: »Eg á nú ekki annað eftir en að fara að kenna krökk- um að stafa.« Sviplíkt svöruðu enskir höfðingjar þegar Braugham lávarður bar upp frumvarp um alþýðuskóla, sögðu að slíkt gerði fólkið að guð- leysingjum. Alkunnugt er, hvernig al- þýðumenntunin horfir við í katólskum löndum. Nú lætur hin franska stjórn skríða til skarar og sleppir kirkjunni lausri og heldur sjálf skólunum. Þar eru nú óðum að koma á stofn lýð- háskólar, mjög líkir hinum grundt- vígsku hér á Norðurlöndum. Helzti maður þeirrar hreyfingar er.skáld og listamaður mikill, sem Wagner heitir. Eg ætla ekki — segir hann —, eins og »háskóla-útþensan«, að draga beztu menn alþýðunnar frá henni og upp í hærri stéttirnar; mig varðar ekkert um aðra skóla, eg vil kenna smá- fólkinu að verða menn og fá í sig mannsmóð og metnað, eg vil opna þess hjörtu, hlustir og augu, svo þeir læri hugsjónir og mannkosti á við oss hina, og er ekki mikið heimtað; svo menn læri að þekkja rétt sjálfa sig og sín meðfædd réttindi, helzt gegn- um söng og sögu. — Menn hafa ætl- að það hættuminst að láta hestinn vera hest, því að ef hann vissi hvað hann á undir sér, yrði hann, hættu- legur ofjarl. Svo hefir bæði kirkjan og kóngurinn hugsað um ykkur bænd- urna. En nú eru það þið, sem eigið að ráða atkvæðunum, sem aftur ráða fyrir lögum og lofum. Þessvegna þurfið þið að mentast, en það að mentast og mannast er mest í því fólgið, að fá þá lífsskoðun fasta og ríka í með- vitund sinni, að undirstöðuatriðin ein dugi, þegar til lengdar lætur, til þess að þoka þjóðunum fram á við og upp á við. En þau undirstöðuatriði eru: sönn þekking, réttvísi, frjálslyndi, frið- semi, einurð með umburðarlyndi, jafn- rétti og mannkærleiki. — Hversvegna drotnar sultur og seyra í beztu lönd- um og auðugustu borgum ? það kem- ur af fernskonar ranglæti í fyrir- komulagi hinnar kristnu þjóðmenning- ar. Hernaðurinn er fyrsta hftin, hann sýpur oft upp allan helming af ríkis- telcjum hvers stórveldis. Annað er stór- auðurinn, sem dregurörbirgðarskuggann á eftir sér, og etur miljónir í mál; þriðja fárið er óhóf og sundurgerð, sem tískuna eltir; og fjórða fárið skapar aðall og kirkja með þeirra einka- réttindum. — Öll kreddutrú á að hverfa úr lögum. — Allar verulegar umbæt- ur verða að byrja neðanfrá, helst frá nýjum skólum. Allar siðbætandi hreyf- ingar, t. d. bindindishreyfingarnar, þær byrja hjá fólkinu, en koma hvorki frá kirku né konungum, svo að gagni verði. A Englandi ganga hinar mestu deil- ur um skóla- og uppeldismál, þótt all- ir flokkar og sléttir óski f raun réttri hins sama: miklu betri og jafnari al- þýðuskóla. En þessi mál eru, á vissan hátt eins og á Frakklandi, að mestu leyti pólitískt mál milli lýðvalds og kirkju. En sá er aðalmunurinn, að á Frakklandi er öll landstjórnin eindreg- in á móti kirkjunni og hennar fornu réttindum, en á Englandi á lýðveldið að keppa við þá kirkju, sem sumpart er sjálfstæð, rík og auðug og með lögsögn sér, og sumpart á sæti fyrir biskupa sína f lávarðastofunni; en Eng- lendingar eru trauðir að breyta fornu skipulagi og skerða einkaráð og rétt- 1

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.