Norðurland


Norðurland - 18.03.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 18.03.1905, Blaðsíða 2
Nl. 102 indi. Hins vegar eru hinar stóru frí- kirknadeildir í móti, og eru í fylgi með þeim mikill fjölai þingmanna í lægri málstofunni. Þeir heimta allir að öllum sé gert jafnt undir höfði frá hálfu rikisins með öll alþýðuskólamái, veitt tiltölulega jafnt til barnaskóla, hvort þeir heldur teljist undir biskupa- kirkjunni eða fríkirkjunum, sem nú taka yfir meir en helming þjóðarinnar, en hafa fá eða engin einkaréttindi og tá réttindi til fulls við hina —; vilja þær aliar, að sú ein guðfræði sé að lögum kend í allsherjar alþýðuskólum, sem hvergi komi í bága við sérkreddur flokka. Ný skólalög voru samþykt eft- ir langa þraut fyrir fáum árum, en þar kendi svo aflsmunar af hálfu biskupa- kirkjunnar, að þau lög þykja óþolandi; liggur nú við borð, að önnur ný eða frumvarp til þeirra, verði lögð fyrir parlamentið. Er það mál svo flókið — einskonar samkomulagsmál — að því verður ekki lýst með fáum orðum. Enda felst í því krafa fríkirkjumanna til fullréttis í kirkju- og skólamálum, en það er aftur hið sama, sem að hrynda valdi biskupa og afnema það. Þetta vita biskupar fullvel, og leggj- ast því allir á eitt í móti, enda má enginn í milli sjá, hvernig málum þeim lyktar. Með góðu, eða samþykki beggja aðila, geta úrslitin varla orðið. Eng- lendingar eru kirkjumenn miklir og hver kirkudeild heldur afar-fast í trú- argreinir sínar, eins og nokkurskonar stjórnarskrá, sem ekki má breyta, þótt alt annað breytist, þar á meðal trúar- skoðanir einstakra manna og safnaða. Það fyrirkomulag hefir alið hinar ensku trúaröfgar og skinhelgi. En hins veg- ar verða flokkarnir með því móti fast- ir og sem ríki í ríkinu. En Englend- ingar eru líka frjálslyndir í allsherjar- málum og heimta sama rétt fyrir aðra í trúar- og sérmálum, svo og einka- málum. Af þessu fylgjast þeir að í öllum sóknum á móti biskupakirkjunni, sem ein hefir sérréttindi í stjórnmál- um auk fjárplógs og fullsælu. Þessi er afstaðan. Og hverfum nú frá því efni. (Framh.) * Baldvin Gunnarsson kaupmaður í Höfða hefir legið þungt í lungnabólgu. Þegar síðast fréttist var heldur von um bata. Vigfús Sigfússon veitingamaður liggur í lungnabólgu og hefir verið þungt haldinn. Sveinn Sveinsson sonur Sveins heitins bónda á Hóli í Höfðahverfi, er nýlega kominn vestan frá Winnipeg til þess að heimsækja frændfólk sitt í Höfðahverfinu. Bæjarsfjórnarfundur. Þriðjudaginn ,14. marz. Hinir nýju bæjarfulltrúar, prentsmiðju- eigandi Oddur Björnsson og útbússtjóri Júlíus Sigurðsson tóku í fyrsta skifti sæti í nefndinni. Formaður tilkynti bréf stjórnarráðsins, er samþykti úrskurð bæjarstjórnarinnar um 1-osningargerð 4. jan. þ. á. Auk ýmislegs annars gerðist þetta helzt: Lagt fram bréf frá Bergsteini Björns- syni frá Kaupmannahöfn; gerir hann þar nýtt tilboð um raflýsingu kaupstaðarins og var því vísað til nefndar þeirrar, er hefir mál þetta til meðferðar. Þessar nefndir voru kosnar fyrir yfir- standandi ár: Fjárhagsncfnd: Bæjarfógeti, M. B. Blön- dal, J. V. Havsteen. Eyrarlandsnefnd: Bæjarfógeti, Kristján Sigurðsson, Júl. Sigurðsson. Veganefnd:Kristján Sigurðsson, Sigtrygg- ur Jóhannesson, Eggert Laxdal. Vatnsteiðslunefnd'. M. B. Blöndal, bæjar- fógeti, Sigtr. Jóhannesson. Styrktprsjóðsnefnd'. Oddur Björnsson, Frb. Steinsson, Kristján Sigurðsson. Hafnarnefnd: Bæjarfógeti Fr. Kristjáns- son, Sigtr. Jóhannesson. Skólanefnd: Ásamt sóknarpresti, bæjar- fógeta, og J. V. Havsteen. tleilbrigðisnefnd: Ásamt héraðslækni og bæjarfógeta, J. V. Havsteen. Yfirskattanefnd: Eggert Laxdal. Byggingarnefnd: í stað J. Norðmanns: Sigtr. Jóh. Erindi frá héraðslækni fyrir hönd spít- alanefndar um sölu á Auðbrekkutorfunni fyrir 6000 kr. vísað til fjárhagsnefndar. X Til sr. ^latth. Jochumssonar. Sr. Matth. Jochumsson, þykist »jafna á« mér í Norðurl. 14. jan. síðastliðinn. Vegna hvers hann þykist þurfa þess veit eg ekki. Vísurnar í Nl. 7. s. m., voru græskulausar af minni hálfu. Þó eg sendi honum kvenkyns Pegasus til reiðar, þá var það ekki gert í háð- ungarskyni; og ekki þurfti hann held- ur að hefna sín á mér fyrir vísurnar frá »Sendlingi« áður í sama blaði, því þær voru mér allsendis óviðkomandi. Sr. M. þykir »Pegasus« meiddur hjá mér í miðju baki og víxlaður á öllum fótum. Þessa »rúsínu« áréttar hann með athugasemdum um það hvernig ekki skuli dróttkvætt kveða og tilvitnunum í braglýti, sem hann telur vera á vís- unum í Nl. 7. jan. — Sú er ein árétt- ing sr. M., að það sé föst regla að skothendur skuli vera í fyrra vísuorði hvers vísufjórðungs; en það er hvor- tveggja að þetta var ekki föst regla, og því síður er það föst regla nú á dögum (hjá góðum skáldum). í hinni alkunnu vísu Jónasar Haligrímssonar, »Hingað gekk hetjan unga,« eru þannig aðalhendur í öllum fjórum hinum síðari vísuorðum. — Önnur árétting sr. M. er sú, að fornmenn hafi aldrei skot- hendur í síðara vísuorði fjórðungserindis og botni aldrei vísu með öðru eins og þessu: »Sjón sparast. Dregur að vori.« »Veit eg það Sveinki.« Þetta er prent- villa (á að vera: Sjón sporast o. s. frv.) og þarf ekki meira um það að tala. — Þriðja áréttingin er sú, að ósmekklegt sé að hendingar sömu línu endi á sömu endasamstöfu svo sem: »Mál lækkar; hugsýn stækkar.* Án þess eg geri mig að dómara í því, hvað smekklegast sé í þessu efni, skal eg benda á að í vísu Páls Ólafssonar: »Land kólnár o. s. frv.«, enda sex vísuorðin (af átta) á sömu endasamstöfum (þ. e. hendingar vísuorðanna) og er þó hvor- tveggja að sú vísa hefir þótt vel kveðin, og að Páll er smekkmaður á form engu minni en sr. M., þótt ekki sé hann jafnt skáld, þegar á alt er litið. — Þá er sú aðfinsla sr. M. hin fjórða og síð- asta að í vísunum í Nl. 7. jan. séu sjö samstöfur í vísuorði, en eigi að vera sex í réttum dróttkvæðum hætti. Eg minni aftur á vísu Jónasar: »Hingað gekk hetjan unga;« þar eru sjö sam- stöfur í vísuorði, og hefir þó Jónas þótt kunna að fara með erindi ekki síður en hver annar. Vera má að sr. M. þyki sú vísa ekki dróttkveðin og þá ekki heldur vísurnar í Nl. 7. jan.; en til þess hefi eg því að svara, að það er hann en eícki eg, sem kallað hefir vísurnar dróttkveðnar. Sextán- mælt getur verið þó ekki sé drótt- kveðið og eg sæki ekki um ieyfi til sr. M. um það undir hverjum háttum eg yrki — enda hefir nafn háttarins litla þýðingu út af fyrir sig. En fyrst farið er að ræða um samstöfufjölda f dróttkvæðum hætti á ann.að borð, skal eg geta þess að Snorri telur svo, að í þeim hætti megi vera fimm samstöfur fæst í vísuorði en níu flest, og er á því o. fl. auðséð, að takmörk háttar- ins voru laus f þá daga (eins og nú) og reglurnar yfirleitt ekki eins fastar og sr. M. vill láta álíta. En rétt er það, að þá þótti hátturinn fegurstur, er samstöfur voru að eins sex 1' vísu- orði, enda orðum þannig skipað að á- herzlur félli sem næst og í óþvinguðu, mæltu máli; en til þess að svo megi verða, þurfa að vera tvær samstöfur í fyrri hluta hvers vísuorðs (í sextán- mæltu) og fjórar í hinum síðari, t. d. á þennan hátt: Sól skein. Sá til ránar. Sund hló. Kyr eg undi. Ljóð óx. Lyftist flæði. Lék önd. Rauk af söndum. Hjörð rann. Hlíðar brunnu. Hó barst. Glóði skógur. Foss hné. Fátt eg vissi. Fugl söng. Kvað í dröngum. Hafi sr. M. ætlað að yrkja vísu’sína: »Fold grær. Framast aldir« undir drótt- kvæðum hætti 1' þessum þrengsta skíln- ingi (smb. Sn. E. »Jörð hann frelsa firð- um« og »Vex iðn; vellir roðna«), þá hefir honum sannarlega ekki tekist það, svo að hann þurfi að státa af, eða sparka til annara fyrir að yfirgefa þá fyrirmynd — og er vísan þó góð fyrir því. Sandi 18. febr. 1905. SlGURJÓN FrIBJÓNSSON. X Áskorun. Hér með skorum vér á alla æðar- varpseigendur þessa lands, og aðra góða menn, sem láta sér ant um þenn- an arðsama atvinnuveg, að þeir fylgi því fast fram, þegar á næsta vori, á væntanlegum þingmálafundum, að inn í viðaukalög við tilskipun um veiði á íslandi 20. júní 1849, frá 22. marz 1890 2. gr. sé bætt milli orðanna: »æðaregg. Brjóti« orðunum: og eigi heldur varpeigendur noti sér þau sjálfir. Verður þá greinin svo hljóðandi: »Engir hvorki varpeigend- ur né aðrir meiga selja né kaupa æð- aregg, og eigi heldur varpeigendur nota sér þau sjálfir. Brjóti nokkur á móti þessu, skal hann gjalda 10—100 króna sekt; sé brotið ítrekað, tvöfald- ast sektin.« Jafnframt skorum vér á þjóðina í heild sinni, að styðja af alcfli útbreiðslu og blómgun æðarvarpa, en eyða öllu, sem í hennar valdi stendur, er þeim er til hindrunar. I stjórn varpfálagsins við Eyjafjörð. Þórður Gunnarsson. Björn Björnsson. Vilhjálmur Þorsteinsson. Nú urn 20 ár, hafa verið nokkur samtök með æðarvarpsmönnum hér við fjörðinn og hefir nú féiagsskapur sá kornist í i’ast horf á næstliðnu ári, og nefnir sig, »VarpféIag við Eyja- fjörð«; hafa jafnvel ýmsir, er eigi hafa sj'.Ifir vasp, gerst fastir rneðlim- ir þess. Starfsemi félagsins siefnir að því: 1. Að vekja alment athygli á nyt- semi varpanna, rækt almennings við æðaríuglinn, og leiða fólkið rneð ljúfu, ef unt er, til þess að breyta eftir^riðun- arlögunum. 2. Vinna sameiginlega að eyðingu vargs. 3. Finna þær aöferðir, er bezt gef- ast til að útbreiða æðarvarp. 4. Að leita að sem beztum mark- aði fyrir dúninn. Félaginu er orðið það ljóst, að al- menningur fellir sig eigi við friðunar- lögin, sem er eitt aðalskilyrði varp- anna og nálega ninn eini stuðningur af hálfu hins opinbera. Það sem oft- ast er borið fram, sem óánægjuefni, er það, að lögin útiloka elcki eggja- töku varpmannanna, sjálfum sér til nota, en að öðru leyti ákvcða þau tiltölulega háar sektir við eyðingu fuglsins. Á sfðasta aðalfundi sínum I. febrúar þ. á., samþykti félagið í einu hljóði, að gera ait sem unt væri til þess að fá þessum misfellum laganna breytt, svo að almenningur hafi það eigi til átyllu, til að brjóta friðunar- lögin, sem sterkur grunur er á, né ýmsir varpmenn vanbrúki framvegis heimild sína til hinnar skaðlegu eggja- töku (samanber Andvara 1904 bls. 148.) Undanfarin ár hafa varpmenn hér ná- lega engin egg tekið, en næstliðið ár, var með félagssamþykt ákveðið að taka framvegis alls engin egg. Til þess að ná þeim tilgangi, sem samþykt síð- asta aðalfundar félagsins bendir til, hefir stjórninni verið falið að birta almenningi áskorun þá, er hér stend- ur framar í blaðinu og treysti eg því, að þjóð þing og stjórn, veiti þessu málefni athygli sitt og fljótt og fast fylgi. Höfða við Eyjafjörð 7. febr. 1905. Þórdur Gunnarsson. X Sýslufundur Eyfirðinga 2.-7. marz. (Ágrip.) (Niðurl.) Kyennaskóli á Akureyri. í álitsskjölum frá 5 hreppum sýsl- unnar kemur fram eindreginn vilji um að halda skólanum áfram og eru þau flest því fylgjandi að bygt sé kvenna- skólahús á Akureyri og að skólanum sé breytt í hússtjórnarskóla. Sýslu- nefndin samþykti þessar tillögur: 1. Að gerðar séu á þessu ári þær ráðstafanir, er framast er mögulegt, til þess að byggja hús fyrir kvenna- skóla Eyfirðinga á Akureyri eða í grend við hana 2. Að skora á bæjarstjórn Akureyrar, Suðurþingeyinga og Skagfirðinga, að kjósa hver um sig I mann til aðstoð- ar stjórn kvennaskólans við undirbúning byggingar fyrir kvennaskóla og breyting- ar á fyrírkomulagi á kenslunni í skólan- um og til þess sérstaklega að taka til at- hugunar hvort sýslurnar og kaupstað- urinn eigi geta sameinast um bygg- ingu skólans og skólahaldið framvegis. 3. Að sækja skuli um styrk úr lands- sjóði til byggingar skólans og fela það mál þingmönnum sýslunnar til flutnings. 4. Að kvennaskólanefndinni sé falið, ef til kemur í samráði við væntanlega fulltrúa úr Akureyrarkaupstað, úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu og Skagafirði, að láta gera teikning af skólahúsi og útvega tiiboð frá smiðum um byggingu skól- ans og útvega lóð undir húsið. 5. Að nefndinni sé falið að semja frumvarp til nýrrar reglugerðar fyrir skólann, er breyti honum, í öllu falli að nokkuru leyti, í hússtjórnar-, garð- yrkju- og matreiðslu-skóla. 6. Að leigt sé húsnæði handa skól- anum næsta ár eins og að undanförnu. 7. Að sótt sé um styrk fyrir næsta ár úr bæjarsjóði Akureyrar, sýslusjóði, S-.Þingeyjarsýslu og sýslusjóði Skaga- fjarðarsýslu, svo ríflegan sem föng eru á. 8. Að sótt verði um styrk úr lands- sjóði eins og að undanförnu. í stjórnarnefnd skólans voru kosnir: Guðl. Guðmundsson, Kristján H. Benja- mínsson og Kristján Jónsson. Skoðunarmenn jarðabóta á þessu ári voru kosnir Stefán Stef- ánsson í Fagraskógi, Sigurður Jónas- son á Bakka og Kr. H. Benjamíns- son á Ytri-Tjörnum. Endurskoðunarmenn reikninga voru kosnir Benedikt Ein- arsson á Hálsi og Sigurður Jónasson á Bakka. Þinghúsbyggingar. Hreppsnefnd Ongulstaðahrepps veitt leyfi til þess að taka alt að 1100 kr. lán, gegn ábyrgð sveitarfélagsins, til þinghúsbyggingar fyrir hreppinn. Þóroddstaðahreppi veitt leyfi til að taka 1000 kr. lán til að byggja við- bót við þinghús hreppsins. Vegagerð í Öngulstaðahreppi. Ongulstaðahreppi veittur 100 kr. styrk- ur úr sýslusjóði til umbóta á hrepps- vegi suður frá Ytri-Tjörnum, með því skilyrði að lagðar verði fram til þessa verks að minsta kosti 200 kr. af hrepps-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.