Norðurland


Norðurland - 18.03.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.03.1905, Blaðsíða 3
ins hálfu og vegabótinni verði lokið 30. júní þ. á. Skipakvíarmálið. Ut af því, að í gildandi fjárlögum eru veittar 15000 kr. til skipakvíar- byggingar við Eyjafjörð, og jafnframt heitið láni, 40,000 kr. til þessa fyr- irtækis úr landssjóði, tók sýslunefnd- in mál þetta til athugunar. Sýslunefndin kynti sér vandlega horf- ur þess máls, eins og þær nú eru, og aðstöðu bæjarstjórnarinnar í Ak- ureyrarkaupstað að því máli. Sýslu- nefndin tekur það fram, að hún álít- ur brýna þörf á, að skipakví verði bygð við Eyjafjörð, til vetrarlegu fyr- ir þilskip, vegna hins geypilegaiibyrgð- argjalds yfir veturinn og vegna þess, að eins og nú er, verða menn að nota smáskip, vegna landsetningarinnar og því hætta lífi sjómanna, meir en ella, eins og raun hefir á orðið hin síð- ustu ár. Sýslunefndinni dylst það eigi, að þetta fyrirtæki er líklegast til að bera sig í Akureyrarkaupstað, þar sem hafn- argarðarnir jafnframt yrðu notaðir sem hafskipabryggja. Hinsvegar telur sýsiu- nefndin eigi líklegt, að almenningur mundi vilja eða treysta sér til, að taka stórt lán, til skipakvíar út með firðinum, þar sem ganga má að því vísu, að kaupstaðurinn mundi ekkert leggja til skipakvíar þar, eins og líka sýslunefndin er mjög ófús á, að taka lán, eða leggja fram fé til skipakví- ar í kaupstaðnum. — Þar sem nú horfur virðast á því, að mál þetta geti á næstu árum komist í fram- kvæmd í kaupstaðnum, með nokkur- um tilstyrk af hálfu landssjóðs, en hinsvegar litlar líkur til, að nægilegt fé fáist fyrst um sinn til skipakvíar á öðrum stað, nema landssjóður vilji kosta hana að mestu, þá virðist hér aðeins um það að tefla, hvort skipa- kví skuli bygð á Akureyri, í Oddeyr- arbót, eða ella hvergi hér við fjörð- inn. En þótt að vísu sýslunefndin áliti, að skipakví í Oddeyrarbót hafi ýmsa annmarka, þá vill nefndin þó, eins og sakir standa, að mál þetta fái framgang á næstu árum, og mælir því með þvf, að fjárveiting þeirri, er nú er ætluð í gildandi fjárlögum til skipakvíar við Eyjafjörð, verði breytt þannig, að styrkurinn verði veittur til skipakvíar í Oddeyrarbót og að lán til þess fyrirtækis verði eigi bund- ið við ábyrgð af hálfu sýslufélagsins, heldur veitt Akureyrarkaupstað út af fyrir sig. Sýslunefndin óskar samt sem áður, að rannsökuð verði skipakvíarstæði við Eyjafjörð, og fé veitt til kostn- aðar við þá rannsókn á næstu fjár- lögum. Dýralœkn ingar. Jóhanni Sveinbjarnarysni á Botni veittar 40 kr. til þeirra á þessu ári. Markaskrá. Samþykt að láta prenta nýja marka- skrá og hreppstjóra Benedikt Einars- syni á Hálsi falið að búa hana undir prentun. Lán til þurrabúðarmanns. Sýsiunefndin tekur að sér ábyrgð á 300 kr. láni til Jónasar Jóhannes- sonar þurrabúðarmanns á Nýjabæ til húsabóta. Styrkur til búfrœðisnáms. Helgu Hegladóttur, er nú dvelur í Noregi, veittur 150 kr. styrkur til að ganga á landbúnaðarháskóla í Asi. Sýslunefndin ætlast til að umsækjandi veiti tilsögn í mjólkurmeðfcrð í hér- aðinu næsta ár, að því leyti er kring- umstæður leyfa. Ný btéfhirðing. Samþykt að fara þess á leit við yf- irstjórn póstmálanna að stofnhð verði bréfhirðing á Melum f Svarfaðardal og að aukapóstur gangi þangað frá Dalvík, við hverja ferð Siglufjarðarpósts, eftir komu hans frá Akureyri og snúi aftur strax sömu leið að Dalvík og sé þar kominn á undan Siglufjarðar- pósti á leið hans til Akureyrar. 103 Nl. Landsbúskapurinrv 1902. Nokkur landshagsskýrslubrot. 12. Jarðabœtur. Félagar jarðabótafélaga, er unnu eða létu vinna að jarðabót- um voru 1902 2470 manns og unnu þeir 69,000 dagsverk eða 28 dagsverk á félagsmann. Sé hvert dagsverk metið 2V2 kr. hafa menn lagt 1 miljón og 200 þús. kr. í jörðina þetta ár. Meðal annars sléttuðu búnaðarfélögin 619 vallardagsláttur og með sama áframhaldi yrðu öll tún á landinu sléttuð einu- sinni á 87 árum. Betur má ef duga skal. Á síðustu 8—10 árunum hafa slétt- urnar tvöfaldast. Á næstu tíu árum ættu þær að ferfaldast. Öll tún landsins, eða sem þeim svarar, ættu að einsléttast að minsta kosti á 10—20 árum. — Eftir skriði því, sem komið er á jarðabæturnar, ætti þess ekki að vera langt að bíða. 13. Býli voru 6684 árið 1902. Hafði þeim fækkað um 112 frá 1901 og 202 síðan 1895. Fasteignarhundruð á öllu landinu voru 86,190 hndr., þar af voru í eyði 652 en búið á 85,538. Fækkun býlanna virðist í fljótu bragði mjög ískyggi- leg, en þó er ekki víst að svo sé i raun og veru. Það er auðvitað stórtjón, þegar góðar jarðir í beztu sveitum leggjast í eyði, eins og átt hefir sér stað á Snæfellsnesi, en þó afdalakot byggist ekki og landið sé notað til sumar- beitar, getur það fremur verið hagur en tjón, einkum ef land er ræktað, sem því svarar eða meira á þeim stöðum, sem betur eru í sveit komnir. Og ekki ei rétt að telja allan þann vinnukraft og mannafla, sem flyst til kaupstaðanna, alveg tapaðan frá landbúnaðinum og ræktun landsins, því árlega eru ræktaðar og teknar til ræktunar stórar spildur af arðlausu og óræktuðu landi umhverfis kaupstaðina, sem áður voru í órækt og arðlausar, í Reykjavík, á Akureyri og í ýmsum kauptúnum. Þrátt fyrir fækkun býla og framteljanda og fólksstraum- inn úr sveitinni, hefir skepnueignin vaxið síðustu árin jafnframt því sem. jörð- in hefir verið bætt að miklum mun og byggingar til sveita verið auknar og bættar svo stórfé nemur. Landbúnaðurinn er því þrátt fyrir alt og alt ( fram- för þó hægt fari, og víða vottar fyrir blómlegum nýgræðingi í búnaði lands- ins (nýjar ræktunaraðferðir, kynbætur, rjómabú o. fl.), er þroskast munu og dafna, ef vorhretin verða ekki því harðari. Ef menn hætta vílinu og starfa öruggir með huga og hönd að því, að bæta og byggja landið sitt, þá geta menn verið þess fullvissir, að það á glæsilega framtíð fyrir höndum. St. St. Heilbrigðisnefnd. Sigurvin Edilonsson á Litla-Árskógs- sandi kosinn í heilbrigðisnefnd fyrir sjóþorp þetta. Póstvegur út Krceklingahlíð. Þessi tillaga samþykt: »Þar eð póst- vegurinn, er byrjað var á að gera næst- liðið sumar út frá Akureyri, er að eins kominn út fyrir Glerá, er auðsætt að hann að svo stöddu kemur að mjög litlum notum. Sýslunefndin verður því að iíta svo á, að brýna nauðsyn beri til að haldið verði áfram með vega- lagninguna á komandi sumri, með þvf gamli vegurinn út með sjónum má á sumum tfmum árs teljast alófær, en þörfin fyrir akfæran veg út frá Akur- eyri fer stöðugt vaxandi. Leyfir sýslu- nefndin sér því að beina þeirri áskor- un til stjórnarráðs íslands, að það hlutist til um að þetta verði gert, með því fyrst og fremst á komandi vori að iáta mæla og ákveða vegarstæðið, alla leið út fyrir Moldhaugaháls og í öðru lagi, að Ieggja nægilegt fé til þess að umræddur vegur geti á þessu ári orðið fullgjörður út undir Hörgár- brú.< Vegabœtur á sýsluvegum. Til þeirra voru veittar, í Þórodd- staðahreppi kr. 70, í Glæsibæjarhreppi kr. 150, í Arnarneshreppi kr. 60, í Svarfaðardalshreppi kr. 25 og í Skriðu- hreppi kr. 75. Ábyrgð á láni. Sýslunefndin tók að sér ábyrgð á 300 kr. iáni, gegn ábyrgð í lífsábyrgð- arskýrteini, fyrir Stefaníu Hannesdóttur ljósmóður, t’l þess hún gæti ferðast til Kaupmannahafnar og lært þar ljós- móðurfræði á fæðingarstofnuninni þar. Rœktunarfélag Norðurlands. Sótt hafði verið um styrk til til- raunastöðvar félagsins á Akureyri og að sýslunefndin styrkti sýningu á bú- peningi og landbúnaðarafurðum á næst- komandi vori. Ttilraunastöðinni voru veittar 100 kr. skilyrðislaust og 50 kr. með því skilyrði að hún sé opin fyrir sýslubúa um nánar ákveðinn tíma. Til búpeningssýningar í sambandi við aðalfund Ræktunarfélagsins voru veittar 150 kr. gegn sömu styrksupphæð frá Búnaðarfélagi íslands. í sýningarnefnd voru kosnir Stefán Stefánsson kenriari, Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Guðmundur Guðmunds- son á Þúfnavöllum, Eggert Davíðsson í Krossanesi, Kristján Benjamínsson, Ytri-Tjörnum, Magnús Sigurðsson á Grund, Sigurgeir Sigurðsson á Öng- ulsstöðum, Angantýr Arngrímsson á Tjörn, Sigurður Jónasson á Bakka og Benedikt Einarsson á Hálsi. Ábyrgðarfélög mótorbáta. Sýslunefndarmaður Þóroddstaða- hrepps hafði í bréfi 4. þ. m. skýrt frá, að í ráði sé að stofna innbyrðis ábyrgðarfélag fyrir mótorbáta á Eyja- firði og farið þess á leit, að sýslu- nefndin veitti máli þessu stuðning. Lét hún í ljós að hún teldi stofnun slíks félags mjög nauðsynlega og að hún vildi, eftir því sem f hennar valdi stæði, styrkja slíkan félagsskap, sér- staklega með því að ganga í ábyrgð, um tiltekinn árafjölda, fyrir einhverri ákveðinni upphæð, til þess að tryggja það að sjóðurinn geti borgað út vá- Þyggingar, þótt slys vildi til hin fyrstu ár. Bólusetning við bráðafári. Davíð Jónsson hreppstjóri á Kroppi hafði með bréfi 6. þ. m. skýrt frá á- rangrinum af bólusetning sauðfjár gegn bráðalári 1903 og 1904 og tekur hann fram að bólusett hafi verið á þessum árum 15000 sauðfjár og af því hafi drepist 5 °l°°- Honum falið að sjá um útvegun á bóluefni yfirstandandi ár. Túngirðingar. Oddvita falið að útnefna menn til að mæla upp girðingastæði eftir lög- um um túngirðingar 19. des. 1903, ef nokkur beiðni um það kemur fram í sýslunni á þessu ári. % Fyrsti móforbáfurinn, sem Eyfirðingar eiga, kom með Vestu síðast hingað til Akureyrar. Með bátinn kom Óli Björnsson frá Hrísey, er fór utan í vetur, til þess að kynna sér. mótorbáta. Er hann keyptur hjá verk- smiðjunni Dan og kostaði hingað flutt- ur, með öllu tilheyrandi, tæplega hálft fjórða þúsund króna. Hallgrímur Hallgrímsson hreppsstjóri á Rifkelsstöðum kom 10. þ. m. sunnan úr Reykjavík úr kláðaleiðangri sínum. Fá ný tíðindi sagði hann að sunnan, en sennilega hefir hann þó frá rnörgu að segja, eftir að hafa ferðast um mikinn hluta landsins, því sagt er að glögt sé gests- augað. Kvef, allir meö kvef. Fyrirfarandi daga hefir mikið kvef gengið hér í bænum og hefir meiri hluti bæjarbúa mátt kenna á þvf, meira eða minna. Sveinn Brynjólfsson útflutnings-erindreki komfdag sunn- an úr Reykjavík. Sagði engin ný tfð- indi. Síðari hluti „Spæjarans“ er nú fullprentaður. Verður send- ur öllum skilvísum kaupend- um út um land í aprílmánuði. eir menn úr bænum og grendinni, sern hugsa sér að hafa mánaðarreikninga fá hvergi betri kjör en hjá undirrituðum. Kolbeimj & Ásgeir. Með »Kong Inge« fékk undirritaður miklar birgðir af nauðsynjavöru og kramvöru °g HEr3 álnauöru fjölbreyttari og ódýrari en vanalegt er hér. Otto Tulinius. Si/kibönd, blúndur og fleira þessháttar kom mikið af með »Kong Inge«. Otto Tulinius. Jfiðursoðnir ávextir mjög ódýrir hjá Otto Tulinius.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.