Norðurland


Norðurland - 25.03.1905, Síða 1

Norðurland - 25.03.1905, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 27. blað. Akureyri, 25. marz 1905. ár. Hér með tilkynnist al- menningi að með- eigandi vor að hluta- félaginu „Eyjafjörð- ur“ herra V, Knuds- en á Akureyri, hefir ásamt herra pilsugerðarmanni Þ, Lýðssyni s, st, keypt nefnt félag, og reka peir pað pví hér eftir fyrir eigin reikning, Akureyri 23. marz 1905. í stjórn félagsins V. Sigfússon. Júlíus Sigurðsscn. M. B. Blöndal. Samkvæmt ofanrituðu leyfum við undirrit- aðir okkur að tilkynna heiðruðum almenn - ingi að hlutafélagið „Eyjafjörður" heldur kjötverzlun- inni áfram, fyrst um sinn í sama húsi og að undanförnu og von- um við að menn sýni verzlun- inni sömu velvild og áður. Við munum reyna að gera okkur alt far um að viðskiftin gangi svo greiðlega og áreiðanlega sem mögulegt er og hafa vandaðar örur og svo ódýrar sem unt er. Akureyri d. u. s. V. Knudsen. Þ. Lýðsson. JColdsoeikirt. Sæmundur Bjarnhéðinsson forstöðu- rnaður og læknir holdsveikisspítalans í Laugarnesi hefir nýlega ritað í ísa- fold einkar íróðlega grein um bar- áttuna gegn veiki þessari hér í landi, síðan holdsveikraspítalinn var reistur. Gleðilegt er að sjá þar, að holds- veikin er þó í rénun í landinu; lækn- irinn færir rök fyrir því, að um árs- lok 1896 hafi hér verið yfir 216 holds- Veikir menn, en í ársskýrslum lækna árið 1902 eru taldir 139 sjúklingar, 61 á holdsveikraspítalanum og 78 ut- an spítala. Þó er vissa fyrir því að sjúklingarnir hafa þá verið fleiri utan spítala, en varla er of djúft tekið í árinni þó fullyrt sé að á 5—6 árum hafi sjúklingunum fœkkað um fjórða- Parí. Þetta eru ekki lítil tíðindi fyrir •andið, en hverju er þetta að þakka? Enginn efi getur á því leikið hvern- ’g þeirri spurningu ber að svara. Það er að þakka holdsveikraspítalanum, K að vér eigum kost á að koma r fyrir þeim mönnum, sem hættu- 'gastir eru í sveitunum. Spítalinn kost- 'r landið árlega töluvert fé, satt er en gagnið af honum er líka svo auðsætt, að vonandi eru nú kveðnar 1,1 ur aHar raddir um það að fé því, sem til hans er kostað, sé ekki vel varið. * * * Sumir kynnu að halda að af sjúk- lingafækkuninni mætti draga þá á- lyktun, að nú væri allri hœttu af holds- veikinni lokið, hún mundi ekki framar gera oss verulegt mein. Vert er því að aðgæta hvað skýrslur holdsveikis- læknisins segja um þetta. Frá ársbyrj- un 1897 til ársloka 1902 hafa 56 feng- ið sýnilega holdsveiki, en af því að skýrsl- urnar eru ófullkomnar, má teija það víst að fleiri hafi sýkst á þessu ára- bili, enda eru nú komnar fram fullar sannanir fyrir því. Það er því oftar en 56 sinnum, á 6 ára tímabili, sem veiki þessi hefir kveðið upp dauðadóm yfir einhverjum manni af þjóð vorri. Hvað oft hún muni hafa gert það áð- ur á jafn löngum tíma, áður en holds- veikraspítali kom til sögunnar, má geta sér til af því, að töluvert yfir ioo manna hafa úr henni dáið hér í landi á þessum 6 árum. * * * En mundi ekki vera hægt að komast hjá því að svona margir sýkist eins og raun hefir á orð- iðþessiöár? Slíkt er engum vafa bundið, en til þess þurfa sveitastjórnirnar í holds- veikishéruðunum að sýna meiri rögg- semi, en þær gera sumstaðar, til þess að bjarga sveit sinni undan ófögnuði holdsveikinnar. Mest er um það vert að mönnum verði fullljóst að hættan af holdsveikum mönnum er ætíð nokk- ur, en þó langmest af líkþráum mönn- um með sárum. Holdsveikraspítalinn rúmar ekki nema 60 sjúklinga, svo ekki er hægt að lcoma þeim öllum þangað; en þá ríður á, að sem flest- ar umsóknir komi til spítalastjórnar- innar, svo henni gefist kostur á að kjósa þá úr, sem hættulegastir eru. Norðurland vill því minna sveitastjórn- irnar í hoidsveikishéruðunum á það, að gera nú á þessu vori alvarlega til- raun til þess að fá sem flesta líkþráa menn til þess að sækja um spítalann. Sjálfsagt er það neyðarúrræði að beita nauðung laganna til þess að flytja menn á holdsveikisspítala. En neyðarúrræðin eru þó úrræði og stund- um einu ráðin sem duga. Lög þau, er vér höfum um þetta efni, eru oss ekki hentug og koma ekki að fullum noturn. Samkvæmt þeim þurfa sveitar- stjórnir, héraðslæknir og stjórnarráðið (áður amtm’aður) að vera samhuga um, að sjúklinginn eigi að flytja á spítala, hvort hann vill eða ekki, auk þess sem fleiri takmarkanir eru settar. Gallinn á lögunum virðist vera sá, að þau taka ekki nægilegt tillit til þess hvort mikil hœtta stafar af sjúklingnum eða ekki. Þar er þungamiðja allra þeirra ráðstaf- ana, er gerðar eru gegn holdsveikinni, eða svo á það að vera, en lögin leggja aðaláherzluna á það, hvort sjúklingur- inn er efnalega sjálfbjarga eða ekki. Vér fáum ekki betur séð en að það sé stjórn holdsveikisspítalans, sem eigi að hafa aðalráðin og að hættulaust væri að hún hefði rétt til þess að heimta, að hættulegustu sjúklingarnir væru fluttir á spftalann, eftir tillögum héraðslækn- anna. Væri þetta gert mundi að eins verða farið eftir þeirri sýkingarhættu, er ætla má að stafi af sjúklingunum. Þá fengist og miklu meiri festa í stjórn holdsveikra manna í landinu, enda er sannast að segja um varúðarreglur þær, er læknum er heimilt að setja sjúklingunum, að þeim er ótnögulegt að sjá um að þeim sé hlýtt, enda mun lítið vera eftir þeim farið, þó gefnar séu. Væri lögunum breytt í þessa átt, má búast við því að sjúkdómurinn verði miklu fyr aldauða í landinu og að við það sparist landinu tugir þús- unda. Full vissa virðist vera fyrir því að holdsveikin sé að minka í landinu yfir- leitt. En eftir því sem hún minkar, sýnist líka rétt að færðar væru að henni kvíarnar. Vér þurfum ekki að eins að útrýma veikinni, en vér verð- um að gera það sem fyrst. Því fé sem varið er til útrýmingar hennar er vel varið, en þó er það svo mikið fé, að ekki munar litlu hvort vér útrýmum henni nokkurum árum fyr eða síðar. Holdsveikraspítalinn þarf, sem stend- ur, megnið af því fé, sem þingið hefir séð sér fært að Ieggja til lfknarstofn- ana í landinu. Hugsum oss að þeir tímar komi að ekki séu nema 60 holds- veikir menn í landinu, eða jafnmargir rúmunum í Laugarnesi. Þá gæti vel farið svo, að ekki vildu nema 10—20 af þeim leita sér hælis þar, en hinir kysu heldur að leika lausum hala og hafa rétt til þess að flytja sjúkdóminn á náunga sfna. Ekki sýnist það álitlegt til að hugsa að svo færi. Annað betra gætum vér gert við landsfé, en að ala holdsveikina í landinu. Mörgum þykir það víst ekki »mann- úðleg« tillaga, að hert væri á holds- veikislögunum í þá átt, sem hér hefir verið hreyft. En er þá hitt mannúð- legra að mönnum sé leyft að verða banamenn náunga sinna? Fulla reynslu þykjumst vér hafa fyrir því, að þeir sjúklingarnir, sem hættulegastir sýnd- ust, en voru óþjálastir og óráðþægn- astir, er þeir voru hvattir til þess að leita tii spítalans, höfðu flestir mann fyrir sig — sýktu einn eða fleiri — áður en þeir féllu sjálfir fyrir holds- veikinni, eða hægt var með einhverj- um ráðum að fá þá til þess að sækja um spítalann. Það er eitt af ákvæðum laganna að ekki meigi skilja hjón vegna veik- innar »ef hjá verður komist«. Þetta ákvæði reynist oft örðugasti þfösk- uldurinn í baráttunni fyrir því að koma sjúklingunum á spítalann, enda er það svo yfirgripsmikið að lengi má segja að hægt væri að hafa einhver önnur ráð en að senda menn á spítala. »Mann- úðlegt* er það, ekki verður því neitað, en dýrkeypt verður það líka og þó það sé víst að t. d. sumar konur holdsveikra manna sýni þeim frábæra trygð og kjósi fyrir hvern mun að þjóna þessum aumingjum til dauðans, þá kemur hitt líka fyrir, að þær hryllir við þeim, þó þær stundum þori ekki að láta það opinberlega í ljós, að þær óska eftir skilnaði, af því þær óttast reiði bænda sinna. En þá fer þó sambúðin ekki að verða sem þekkilegust. * * * Héruðin kringum Eyjafjörð eru nú »aðal-gróðrarstöð holdsveikinnar hér á landi«. Þetta eru orðrétt ummæli holds- veikislæknisins og eru þau þess verð að vér veitum þeim eftirtekt. Fyrir- sjáanlegt er það líka að gangi ekki betur framvegis en hingað til að fá sjúklinga í þessum héruðum til þess að flytja á spítalann, verða þessi hér- uð langt á eftir öðrum í þvf að út- rýma sýkinni. A meðan vér búum við þau lög, sem vér höfum nú um holds- veika menn, geta læknarnir ekki gert mikið meira en þeir hafa gert til þess að stemma stigu veikinnar. Það er al- mennings álitið sem þarf að breytast. Menn verða að gera sér það Ijóst að héruðunum stcndur stórhætta af veik- inni og að líf margra manna er enn- þá í veði. Ef til vill eigum vér örð- ugra aðstöðu, en flestar aðrar sveitir í landinu. Sýkin hefir verið hér á ó- venjulega mörgum mönnum og af því vér erum svo langt frá spítalanum, hefir hér veitt auðveldara að breiða út kynjasögur um hann, en í þeim sveitum, er nær honum eru. En vorkunn- arlaust ætti það að vera heilvita mönn- um að trúa þeim ekki. Sá er sann- leikinn að hvergi hér í landi fer jafn- vel um holdsveika menn eins og í spítalanum á Laugarnesi. á4£ ® *gþ * Q.“ E cfi 3 5 £ m-. '+' 'O C3 £) <U > -g 5 >0 P Q E j < |.*»3 1 g * 3 ^ i/> < í5 'Cð bc OuO _ •£ 5 £ B .5 W I X ,,!Framar. “ Það er kynlegur kvilli sem sýnist hafa þotið í Fr. kaupm. Kristjánsson. Það er eins og hann endilega vilji sýnast heimskari en hann er og skrifi hverja grein á fætur annari f þeim tilgangi. Mér finst því ekki vanþörf á taka það fram, vegna þeirra sem lítið þekkja til, að Fr. Kr. er hér velmet- inn borgari og talinn skynsemdar mað- ur bæði af mér og öðrum. Þessa ger- ist því framar* þörf sem hann tekur alt mitt lof um sig sem argasta last og færir það til verri vegar, sem eg reyni að leggja honum út á betri veg. Lesendur Nl. muna ef til vill eftir hvern skilning hann lagði í niðurlag- ið á fyrirlestri mínum og hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að eg hefði stórum óvirt Akureyrarbúa. En — viti menn — til allrar hamingju var Fr. ekki seinn og tók heldur lag- lega í baggann þegar sæmdarsatan ætlaði um hrygg. Er ekki gott að O ÐQ * Sumum mun ekki veita af að fletta upp í orðabók! Helzt einhverri stærri en G. Z

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.