Norðurland


Norðurland - 01.04.1905, Qupperneq 1

Norðurland - 01.04.1905, Qupperneq 1
 Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 28. blað. Akureyri, 1. apríl 1905. IV. ár. yiðalfundur Rœktunarfélags þlorðurlands verður haldinn á Akureyri 25.-27. maí n. k. Á fundinum verður skýrt frá störfum félagsins síðasliðið ár, lagðir fram reikningar pess og gjörðar tillögur um störf félagsins Joetta og næstkomandi ár. Fyrirlestrcir verða haldnir um búnað og ýmislegt er að búnaði lýtur. Verður síðar nánar auglýst um efni fyrirlestranna og hverjir haldi pá. Sýnd verða ýms búnaðaráhöld og notkun peirra. Bdfjársýningu ætla Eyfirðingar að halda meðan á fundinum stendur (26. maí). Akureyri 30/3 1 905. í umboði félagsstjórnarinnar Stefán Stefánsson, p. t. formaður. Tombóla Goodíemplara verður haldin í hinu nýja húsi KolbeÍtlS & ÁsgeífS á Oddeyri föstu- daginn Og laugardaginn 14- og J5- þessa mánaðar, síðara hluta beggja daganna. Margir ágætir og dýrir munir verða á tombólu þessari. Drættirnir verða yfir 3000. Bæði söngfélögin hér í bænum, „Tíbrá“ og „Hekla“, hafa lofað að skemta mönnum á tombólunni. Kaffi- og gosdrykkja-veitingar verða í tombóluhúsinu. Dans verður bæði kvöldin í húsi Goodtemplara fyrir þá, sem á tomból- una koma. Allir velkomnir, hvort þeir eiga heima NÆR EÐA FJÆR. Akureyri i. apríl 1905. Raflýsing 45 éb éb 45 Akureyrarkaupstaðar. Á síðari árum hefir þessi bær haft orð á sér fyrir framfarahug og sé lit- ið á framkvæmdir bæjarbúa á þessum árum og jafnframt á það, að hin síðustu þeirra hafa verið mjög óhagstæð fyr- ir aðalatvinnuvegi bæjarins, verður ekki annað með sanni sagt, en að framkvæmdirnar séu bæjarbúum frem- ur til sóma. Bærinn hefir vaxið og í honum hafa verið reist mörg snotur hús, töluvert land hefir verið tekið til ræktunar, þilskipum hefir fjölgað til muna, bærinn hefir eignast eina haf- skipabryggju, en önnur stærri er í vænd- um á næsta sumri og margir vænta þess að vissa sé fyrir því að bærinn eignist allgóða skipakví mjög bráðlega. Það er gamalt og gott máltæki um syndirnar að ein þeirra bjóði annari heim. Þó ólíku sé saman að jafna, er þó oft svipað með framfarirnar. Ein framfaraviðleitnin hryndir annari af stokkunum og farnist einhverju fyrir- tæki vel, glæðir það traust manna á nýjum fyrirtækjum. Tombölunefndiri. Sem stendur eru þrjú stórmál hér á prjónunum, Glerárveitan, fullkomnar tóverksmiðjur og raflýsing kaupstaðar- ins. Af þessum þrem fyrirtækjum er Gler- árveitan að því leyti merkust að hún er skilyrði fyrir báðum hinum. Bergsteini Björnssyni er það ekki hvað sízt að þakka, að mál þessi hafa nú komist á' dagskrá hjá bæjarbúum, þó oft hafi reyndar verið um þau tal- að áður. Hann hefir sent bæjarstjórn kaupstaðarins tilboð um raflýsingu, með ákveðnum skilyrðum og þykir oss rétt að skýra hér nokkuð frá því: Hann gerir ráð fyrir því að sérstakt félag taki að sér að veita Glerá og selji honum kraftinn. Af honum vill hann þá þegar skuldbinda sig til að nota 150 hestöfl til rafmagnsframleiðslu og borga árlega 14 kr. fyrir hvert hestafl. Ennfremur vill hann festa kaup á öðrum 150 hestöflum og borga 2 kr. fyrir hvert þeirra þangað til þau yrðu notuð, en 10 kr. eftir að farið yrði að nota þau. Fáist nú þegar áskrifendur að 1000 lömpum með iðkertaljósa styrk og öðrum 1000 lömpum með 10 kertaljósa styrk, eða sem þessu svarar, vill hann selja bæjarbúum raf- lýsinguna með þessu verði um árið: Lýsing á 16 ljósa lömpum kosti kr. 8.00 — - IO — — — - 6.00 — - 5 — — — - 4.00 Kjósi menn fremur að hafa rafmagns- mæli en að bindast föstum samning- um fyrir hvern lampa vill hann selja hvert hektowait, er mælirinn sýnir að eyðst hefir, fyrir þrjá aura. (1 hekto- watt framleiðir lýsing 32 kertaljósa í 1 klukkutíma). Fyrir lampana sjálfa þarf hvert hús að borga í eitt skifti fyrir öll og má gera ráð fyrir að sá kostnaður verði um 8 kr. að meðaltali fyrir lampa. Kostnaðurinn við hina nýju lampa nemur allmikilli fjárhæð í bili. Þó er varla ástæða til þess að setja hana mjög fyrir sig. Lampar þeir, er bæjar- búar eiga nú, eru h'ka mikils virði og má telja víst að mikið af þeim mætti selja fyrir þolanlegt verð og svo eru van- höld á steinolíulömpum töluvert meiri en á rafmagnslömpunum. Hitt er meira virði að íhuga hve miklu munar á árlegu eyðslunni ef breytt væri til með lýsinguna. Þúsund rafmagnslampar með styrk 16 kertaljósa áttu að kosta 8000 kr. og 1000 lampar með 10 kertaljósa styrk 6000 kr. Eftir áætlun þessari kostar lýsing bæjarins þá 14000 kr. á ári. En hvað mundi hún kosta nú? Til þess að gera sér hugmynd um það hefir nefnd sú, er bæjarstjórnin skipaði til þess að fjalla um málið, leitað sér upplýsinga hjá bæjarbúum um lampafjöldann í bænum og hve mikilli steinolíu þeir eyddu árlega. Samkvæmt upplýsingum þeim, er nefndinni hafa borist, eru notaðir hér í bænum 1260 lampar smærri og stærri og samkvæmt þessum sömu upplýsing- utn telst svo til að árlega sé eytt á þeim 67130 pd. af steinolíu. Sé hvert steinolíupund virt á 11 aura og minna mun varla mega meta það, kostar steinolían tæplega 7,400 kr., eða nálega helmingi minna en gert er ráð fyrir að raflýsingin kosti. Munurinn er mikill, ekki tjáir að neita því, en þá er eftir að athuga í hverju þessi mikli munur er fólginn. Munurinn er fólginn í því að í á- ætluninni er gert ráð fyrir að Ijós- magnið í bænum verði svo miklu meira en áður. Eftir því sem næst verður komist, má ætla, að ljósið af 1260 lömpum hér í bænum sé fgildi 1000 stein- olíulampa með 10 kertaljósa styrk. Þá eru umfram ekki minna en 1000 lampar með 16 kertaljósa styrk. Svona mikið ljós ættum við þá að fá í við- bót. Raflýsingin er því reyndar til muna ódýrari en steinolíulýsingin, en af því bærinn er svo ólögulegur, verður leiðsl- an dýr og því þykir þeim, sem til- boðið gerir, ekki hættulaust að byrja með minna en 2000 lampa. Nefnd sú, er fjallar um þetta mál, hefir í hyggju að leita hófanna hjá húseigendum hér í bæ um það, hve marga lampa þeir mundu vilja taka í hús sín, ef til kæmi með raflýsing- una. Ekki er ólíklegt að sumum finnist að úr því að munurinn á verðinu sé svona mikill, þá sé ekkert við þetta eigandi, bærinn sé þess ekki um kominn að bæta við sig svo háum skatti. En margt kemur þó til athugunar um þetta og væri æskilegt að bæjar- búar vildu íhuga það vandlega, því raflýsing hefir mjög mikla yfirburði yfir steinolíulýsingu; suma af þeim kostum má að nokkuru meta til pen- ingaverðs, en aftur eru aðrir þess eðlis að það verður ekki gert. Sé litið á þetta frá sjónarmiði heilsu- fræðinnar eru yfirburðir raflýsingarinn- ar harla miklir; steinolíuljósin eyða miklu lífslofti, en þó er hitt lakara að við brunann á olíunni myndast kolsýra, sem getur orðið alt of mikil. Að þessu getur kveðið svo mikið að illa geti logað á lömpunum í stofun- um og hafa víst flestir veitt slíku eftirtekt og er þá andrúmsloftið orð- ið alt annað en holt. Auk þess geta myndast kolasambönd, sem eru hættu- Ieg fyrir heilsu manna, ef að eins er látið týra á lömpunum eða þeir ósa. Raflýsingin er algerlegu laus við þessa ókosti. Þá er það jafnan talið með kostum raflýsingarinnar að hún hitar ekki til muna, þegar olfa brennur myndast aftur mikill hiti, sem á margan hátt getur orðið hveimleiður. Með steinolíulýsingu eru mönnum því sett ýms takmörk fyrir því hve mikla lýsingu menn geti haft. Séu herbergin lítil og loftlítil, eins og oft vill verða og margt fólk búi í þeim, geta menn varla lýst þau upp sæmi- lega, sumpart af því að þá verður hitinn of mikill, en sumpart af því að ándrúmsloftið breytist. Þessa ó- kosti er raflýsingin laus við; geti menn borgað lýsinguna, eru engir örð- ugleikar á því að fá eins mikið ljós og menn þurfa og er það ekki lítils vert. Með rafmagnsiýsingu losast menn algerlega við hirðingu á lömpunum og munu flestir játa að það sé ekki lítill hægðarauki, sem að sjálfsögðu má reikna til peningaverðs. — Auk þess má telja víst að þegar menn hafa fengið rafmagnslampa, verði árs- kostnaður við lampana töluvert minni en við steinolíulampana, Þá eru það ekki talin lítil þæg- indi við rafmagnsljósið að menn geta strax gengið að því hvenær sem menn þurfa þess við. Ekki þarf annað en snúa hana, þá kemur ljósið strax, hvort heldur er á nóttu eða degi. Þó er enn ótalinn sá kosturinn við raflýsinguna, sem ekki er minst virði, en hann er sá að brunahættan er

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.