Norðurland


Norðurland - 01.04.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 01.04.1905, Blaðsíða 2
NI. i io miklu minni en við steinolíulýsing- una, eða nær því engin. Sé bærinn raflýstur að mestu eða öllu, getur ekki hjá því farið að hægt verði að fá brunabótagjaldið á húsum og bús- hlutum fært niður, svo um munaði og gæti álitleg fjárupphæð sparast við þetta hér í bænum. Vert er líka að líta á það, að með því að hætta við steinolíubrensluna hættum við líka að kaupa frá útlönd- um vöru fyrir 7—8000 kr. en kaup- um aftur ígildi hennar í bænum sjálf- um og eflum með því hag bæjarins. En sérstaklega sýnist það þungt á metunum að raflýsingin mundi ekki að eins styðja Glerárveituna, sem lík- lega er álitlegasta framfarafyrirtæki bæjarins, heldur mundi Glerárveitan í bráð standa og falla með henni. Enn má telja það með kostum raf- lýsingarinnar, að henni mundi fylgja mikil atvinna í bænum, meðan verið væri að koma henni fyrir; sú fjárhæð mundi nema 15 — 20 þúsundum. Þá má líka sjálfsagt taka nokkurt tillit til þess, að engin vissa er fyrir því að steinolíulýsingin hér í bæ kosti ekki töluvert meira en rúmlega 7000 kr. T. d. sýnist götulýsingin ekki vera talin með. Auk þess virðist ekki grun- laust að steinolíueyðslan sé töluvert meiri í sumum húsum en til er tekið. Fæstir halda nákvæma búreikninga, en haldi menn þá ekki, geta þeir heldur ekki vitað með vissu hve miklu þeir eyða af hverri vöru fyrir sig. Að síðustu verður að gæta þess, að enn er varla fengin full vissa fyrir því, að bærinn gæti ekki komist að samn- ingi um minna Ijósmagn; en eftir þvf sem það minkaði, ætti ljósskatturinn á bæjarbúum líka að minka. Ekki sýnist ólíklegt að sá eða þeir, er semdu við bæinn um lýsinguna, mundu vilja eiga nokkuð á hættu fyrstu árin. Þó menn láti sér hægt í fyrstu með að binda sig til að kaupa rnikla raflýsíngu, má telja það alveg víst, að þegar þessi nýja og betri lýsing væri komin hing- að, mundi allur þorri manna leggja mjög mikið kapp á að fá hana. Auk þess sýn- ast líkurnar vera svo miklar fyrir því að bærinn vaxi og það til muna, að áhættan ætti ekki að vera stórkostleg. Ef menn ætla sér að græða á fram- tíðinni, verða menn líka að trúa á hana sjálfir. Þeim sem ekki trúa á hana, refsar hún með því, að hún af- skiftir þá að öllum lífsins gæðum. 4 ^lannaláf. Asgrímur Johnsen, sonur sýslu- manns J. Johnsens á Eskifirði, 28 ára gamall andaðist hér á spítalanum 30. f. m. Banameinið var lungnatæring, er hann hafði gengið með hátt á 3. ár, en ekki fengið bót við, þrátt fyr- ir ársdvöl á heilnæmisstofnun í Nor- egi. — Ekkja hans er Rakel Johnsen, fósturdóttir Tuliniusar heitins konsúls á Eskifirði og eiga þau eitt barn á lífi. Hann gekk undir 4. bekkjar próf í latínuskólanum, en stundaði eftir það verzlun. Hann var hugljúfi ættingja sinna og vina og einkar vel látinn af öllum þeim er kyntust honum. þilskipin. 18 af þeim eru nú komin út eða eru ferðbúin héðan. Uppeldismálirj. Eftir Matthías Jochúmsson. II. (Síðari kafli.) Er rétt að kenna trúarfræði í alþýðuskólum? Þar sem þjóðkirkja er ein og þar á ofan ríkiskirkja, mun það þykja sjálfsagt. Alt öðru máli er að gegna þar sem kirkjur eru fleiri, og þar sem skylda stjórnarinnar snýst öll um almenna mentun og að uppaia góða ríkisþegna. Meðan trúarkreddur ráða og dýrkun biblíunnar, er reyndar ómögulegt að allir njóti jafnréttis, þó að kirkjan að nafninu sé ein og sé ríkiskirkja. Þar af er nú að rísa ágrein- ingur hér á Norðurlöndum, og fyrir því situr nú nefnd í Danmörku yfir nýju stjórnarfrumvarpi fyrir dönsku kirkj- una, en þegar er svo mikið kunnugt orðið um aðgjörðir hennar, að »rétt- trúaðic hluti þjóðarinnar verður miklu hlutskarpari en hinn, enda er það sam- kvæmt ákvæðum grundvallarlaga ríkis- ins. Hinir, sem ekki vilja binda rétt- indi við gamlar trúarreglur, segja: »Það eru ekki hinir »rétttrúuðu«, sem eru arftakar Lúthers, heldur við sem hald- ið höfum Iifandi því, sem nýtt var í hans siðabót«. Þá byrjar deilan. Já, alt eins fer hér á landi meðan trúar- fræðin er ekki látin að nokkuru gagni fylgja breytingum tímanna og þörfum og kröfum hinna beztu og frjálslynd- ustu manna. Trú er mjög áríðandi að kenna í barna- og alþýðuskólum, en ekki eftir eldri og ómentaðri aldaskiln- ingi. Fái einhver ekki skilið þetta, á hann að leyta til fróðari og vitrari manna; hin forna 17. aldar rétttrúun vinnur mönnum stórskaða og smátæm- ir kirkjurnar. En þótt fjöldi manna sé enn á hinu gamla trúarstigi, sannar það ekki nóg, Guðs ylur og Ijós kemst Iíka í gegnum steinana, enda þekkir fjöldi manna ekki annað, en hið sama, sem mann eftir mann hefir verið bar- ið inn í berskuna. Hitt, að margir halda við hinar fornu kenningar, kem- ur stundum hvorki af elsku þeirra á himnariki né ótta fýrir ógnum útskúf- unar lærdómsins, heldur af því, að ekkert nýtt er enn nógu ákveðið fyrir þá að fylgja en án guðstrúar una fáir lífinu. Hér er úr mjög vondu máli að ráða, og það, sem eg segi, er einungis bend- ing. Mag. Guðm. Finnbogason stend- ur líka eins og á vegamótum, þar sem reglur skal setja um þetta. Hann eins og aðrir vill fyrst sjá, hvað nefnd sú leggur til, er nú á að fjalla um kirkjumál vor. Mikilla aðgerða af henn- ar hendi mun vart þurfa að vænta. Flestum föstum þjónum kirkjufélag- anna er varnað þeirra skilyrða, er til þess þurfa að ganga í bág við gamalt fyrirkomulag og bera fram veruleg ný- mæli. En allra sízt er þess að vænta, að sjálfir prestarnir vinnist til, að vilja breyta til um lögfestar kenningar, eða hitt, að afsala sér ótilneyddir forræði og forsjá kristindómsuppfræðslu hinn- ar vaxandi kynslóðar. Annað mál væri ef stjórn kirkjunnar yrði fengin söfn- uðunum. Þá yrðu tvennar leiðir um að velja. Önnur sú, að hin veraldlega stjórn léti enga trúarfræði kenna í al- þýðuskólunum, svo að sú fræðsla yrði eingöngu mál safnaða- og presta. Hin sú, að í skólunum yrði gefin einskon- ar allsherjarfræðsla um trúarbrögð í sambandi við allsherjar siðafræði, eða sem inngang hennar og annars fróð- leiks um uppruna heims og sögu, sið- menningar og sálarfræði — alt sniðið eftir og miðað við nútímaskoðanir beztu vísindamanna og trúarflokka, sem al- ment eru svo álitnir. Þetta mun þykja djarft, en fyrir þetta mun þó ganga verða og þar að reka, ef aðskilnaður er gerður. Því svo eru trúarkreddur fjöldans fastar fyrir og afturkippirnir nærri, ef alþýðan fengi slíka kenslu í hendur, að óhjákvæmilegt virðist, að einhver tilsögn yrði lögskipað í skólum landsins, er leiðbeindi hinum ungu til þeirra skoðana, er þeir, hvort heldur vœri, mættu til að læra, óðara en þeir kæmu til nokkurs vits og þroska. Eða hver sér ekki meinbugi á því, að í öll- um skólum hins danska ríkis skuli vera kent jöfnum höndum alveg gagnstæði- legir hlutir og það um hin allrahelg- ustu rök, t. d. að heimurinn sé skap- aður af engu, og að hann sé eilífur; að Guð hafi skapað hann á sex dögum, og hinsvegar að hann muni vera orð- inn til »á frá upptökum eilífðarinnar* ? Við háskólann sjálfan er gamlatesta- mentið af einum kennaranum kallað guðsorð, en af öðrum, að það sé manna- verk, og sama eðlis sem aðrar »helg- ar« fornbækur. í Danmörku hefi eg séð tvent lagt til, sem mér, fljótt á að líta, sýnist skynsamlegast. Önnur tillagan stafar frá Hörup sáluga, og er þess efnis, að ríkiskirkjunni sé haldið eins og nú með bezta samkomulagi beggja flokka, hinna réttrúuðu og og »rangtrúuðu« (d: fríhyggjumanna), þannig, að hverir unni öðrum alls jafn- réttis — alveg eins og Elísabet drottn- ing reyndi að fyrirskipa forðum á Eng- landi, eða eins og Leó 13. fór fram á við Bismark gamla, þegar hinar þýzku kirkjudeilur stóðu. En hin tilagan kom frá grundtvígskum presti, Brúcker. Hann vill líka, að ríkiskirkja haldist í Dan- mörku, en að prestum verði gefið kenn- ingarfrelsi, þannig, skilst mér, að þeir séu smásaman leystir frá allri hlut- semi stjórnar og biskupa hvað kreddu- kenningar snertir; finst honum þetta óhjákvæmilegt eigi safnaðarmenn nokk- uru sinni að verða myndugir, eða fá vald til að ráða presta sína frá eða til, því að fyr getur ekkert kirkju- og trúarfrelsi orðið. Þessari stefnu fylgja hinir frjálslyndustu og bezt mentuðu trúarflokkar í Englandi og í Ameríku. Að söfnuðir velji, að minsta kosti að mestu leyti, presta sína, er auðvitað. En stjórnin veitir æðri em- bætti, og hún á ein að ábyrgjast, að klerkar fái fræðslu sína við háskóla ríkisins, svo góða sem unt er. Ur þessu er þá helst að velja, og skal hér staðar nema. En með fáein- um orðum vildi eg benda á skólarnálið í heild sinni. Það horfir svo við mér, að skólana ætti að stofna smátt og smátt, eftir því sem efni landsins leyfa og stjórn og alþýða áttar sig betur. Enda vantar fleira en féð eða efnin, svo sem bækur, kennara, kunn- áttu og reynslu. Þar sem bygðir eru gisnar verður erfitt fyrst um sinn að koma upp skólum, því það yrði að vera heimavistarskólar, og helzt fyrir stálpaða ungliríga; þar sem heimilis- fræðslan hefir vel gefist og heldur lagi, eru og barnaskólar (eins og þeir alment gerast) til engra bráðra bóta, sízt ef bækur koma betri á gang. En þar sem fjölbygt er, þorp eða sjópláss þar á sjálfsagt að koma þeim sem fyrst á. En það ættu menn að forð- ast, þegar í byrjun slfkra stofnana, að gera ekki þessar stofnanir svo vel úr garði, sem auðið er og tíminn heimtar. Miklu heldur engan skóla, en kák og kæruleysi. Hinum ungu er hið bezta ekki of gott. Hinir fyrstu skólar eiga og þurfa að vera fyrir- myndir. og þá kemur að því, sem biskupinn enski sagði, sem og áður tilfærði. Alt er undir þrennu komið, 1. hvernig fer um börnin, 2. hvað þeim er kent, og 3. hvernig er kent. Kunnátta, kennarar, bækur og áhöld — það er þetta, sem aldrei má gleym- ast, því að undir því er komið lífið, lánið og framtíðin. Um málið þarf aftur og aftur að rita og ræða. Það fær aldrei farsæl- an framgang nema fyrir allsherjar fylgi allrar þjóðarinnar. 4 JVIentuij bænda. Eftir Jón Jónsson á Hvanná. I. Það gleður mig, hve margir mætir menn hafa með áhuga rætt og ritað um málefni bær>da nú seinustu árin. Þetta eru vinir okkar. Þeim er ant um gengi bændastéttarinnar. Það er því í meira lagi skakt af bændum að ónotast við þessa mcnn, þó að þeir finni að við okkur og lasti það í fari okkar, sem er til ógagns og minkunar. Alt þess konar er bezt að athuga með ró og skynsemi, vísa því frá sér sem er nærgöngult og ekkert gildi hefir, en hagnýta hitt, sem eitthvað er á að græða, meta rétt hið sanna gildi alls. En það er vandi, einkum í torskildum málum og flóknum, þótt það sé bót í máli, ef þau eru ljóst skýrð og rædd samvizkusamlega og með rökum. Eg vil beina þeirri spurningu að leiðtog- um okkar í stórpólitíkinni nú í seinni tíð, hvort þeir séu alveg vissir um það a 11 i r, að þeir hafi skýrt málin á þennan hátt fyrir bændum. En eg skal nú ekki tara lengra út í þá sálma. Eg lít svo á, að það sé nauðsyn- legt, að bændur alment láti sig varða öll þau mál, sem miða að því að efla okkar litla þjóðfélag. Við höfum feng- ið innlenda stjórn, sem á að beitast fyrir áhugamálum okkar og sýna rétt- læti og þjóðhollustu í öllum gerðum sínum. Það er undir bændum sjálfum komið, hvort fulltrúar þeirra á löggjafar- þingi þjóðarinnar styðja stjórnina aí alefli, ef hún á það skilið, eða snúast í móti henni og fella hana, ef hún er ónýt og óþjóðholl. Stjórn landsins er því óbeinlínis í höndum bændanna. Og fjárhagur landsins og þjóðarauður er aðallega undir bændum kominn. Framfarir í atvinnuvegunum til sjós og lands eru líka undir bændum komn- ar og það með, að minsta kosti að nokkuru leyti, hvort öll alþýða manna unir hag sínum hér á landi. Bóndinn hefir því sannarlega um margt að hugsa. Nú er spurningin, hvort bænd- ur hafa alment nógu vakandi auga og glöggan skilning á því, hvernig stjórn- in er, hvaða kröfu á að gera til þing- mannanna, hver ráð séu til þess að auka efni sín, rækta landið og full- nægja kröfum vinnulýðsins. Eg treysti mér ekki til að svara þessu játandi, enda er auðvitað til mikils mælst.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.