Norðurland


Norðurland - 08.04.1905, Page 1

Norðurland - 08.04.1905, Page 1
29. blað. Jaröarför Ásgríms sáluga Johnsens fer fram frá sjúkra- húsi bæjarins á þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 12 á hádegi. Nefndin í fátœkra- og sveitarstjórnarmálinu hefir sent út frumvarp til fátækralaga; er það f 7 köflum, en greinarnar 8i. Þessu frumvarpi fylgja og ítarlegar athugasemdir og auk þess skýrsla um þurfamenn og munaðarlaus börn árið 1901 — 2 og þýðing af fátækralög- gjöf Dana, Norðmanna og Svía. Síðar er væntanlegt frá þessari sömu nefnd frumvarp til laga um sveitarstjórnar- mál og enn »að því er tími vinst til« álit nefndarinnar um »hvort tiltæki- legt muni vera að landssjóður leggi fram ellistyrk á móts við og í sam- bandi við alþýðustyrktarsjóðinn og um það hvort tiltækilegt muni vera, að landssjóður styðji að stotnun ábyrgð- arsjóðs, er veiti alþýðumönnum tæki- færi til að tryggja sér ellistyrk*. Einna þýðingarmesta nýmælið í frum- varpi þessu er það, að færður er mjög niður dvalartfminn, er menn þurfa til þess að vinna sér framfærslurétt í einni sveit, enda hefir ekki öll nefndin getað orðið sammála um hann. Nú er hann io ár, en meiri hluti nefndar- innar leggur til að hann sé 2 ár, að jafnaði, eftir að menn eru 15 ára. Einn nefndarmannanna (Guðjón Guð- laugsson) vill heldur að því sé haldið sem er. Tillögur nefndarinnar herða tölu- vert á skyldu húsbænda til þess að sjá fyrir sjúku hjúi sínu. Eftir frum- varpinu á húsbóndi aldrei að þurfa að fæða hjú sitt sjúkt í meira en 6 mánuði þrítugnætta, en aftur á móti ber honum að kosta sjúkdómslegu þess, að minsta kosti að nokkuru leyti, eigi síður af bæ en á, einnig á spí- tala. »Þar að lútandi ákvæði hjúalaganna hafa verið skilin svo að húsbóndi væri eftir 23. gr. þeirra að eins skyldur til að ala hjúið heima, en væri alveg laus við það, ef því væri komið á spítala eftir læknis- ráði, eða burtu af heimilinu. Nefndinni virðist þetta ekki sanngjarnt gagnvart hjúinu; það getur komið fyrir að hjú sýk- ist, meðan það er fjarverandi frá heimili sínu í erindi húsbónda síns, og verði að liggja sjúkt annarsstaðar. Þegar svo stend- ur á, virðist engin ástæða til þess að losa húsbóndann við þann kostnað, sem hann mundi hafa haft af hjúinu heima. Ekki virðist húsbóndinn heldur eiga að hafa beint hagnað af því, að hjúið er svo sjúkt, að flytja þarf það á spítala, og engu síð- ur þarf hjúið þá fæðiskostnaðarins við. Nefndin hefir, að fengnum upplýsingum, komizt að þeirri niðurstöðu, að gott, kröft- ugt, óbreytt fæði manns kosti, að minsta kosti sumstaðar á landir.u, um 70 aura á dag, og því sett fæðispeninga þá 70 aura um daginn, sem húsbóndi skyldi greiða með sjúku hjúi sínu af heimili jafnlangan tíma og hann ætti að fæða það, ef það væri heima. Það má vera að menn segi, Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 8. apríl 1905. IV. ár. að skylda húsbónda til að fæða sjúkt hjú sitt. samkvæmt núgildandi lögum, sé all- þung, og því sé ekki vert að þyngja þessa skyldu, en til þess sé gerð tilraun með tillögum nefndarinnar. Nefndin verður að leggja áherzlu á það, að á þessum tímum, þegar heimtuð er ábyrgð af vinnuveitend- um gagnvart verkmönnum þeirra, þó miklu lausara samband sé milli þeirra, en milli húsbónda og hjúa, þá er ekkert undarlegt í því, þótt einmitt slík skylda til fram- færslu í sjúkdómum sé lögð á húsbónda gagnvart hjúi sínu, sem selur honum allan vinnukraft sinn' og gerist honum háð, en þessi skylda á þó aldrei að ná yfir nema vissan tíma, sem nefndinni þykir sennilegt að sé ákveðinn 6 mánuðir, með tilliti til þess að vistartíminn er svo langur hér, miklu lengri en venjan cr í öðrum lönd- um. Að það er tekið fram, að húsbóndi skuli láta hjúi sínu í té heima hjá sér sérstaklegt sjúkrafæði, ef með þarf, hygg- ur nefndin ekki koma í bága við þá venju, sem nú er, enda sé ekki með þessu í- þyngt verulega húsbóndanum.« Bann er lagt við því að halda undir- boð á framfærslu þurfalings. Nefndin segir um þetta að sér sé »að vísu ekki kunnugt um, að hér á landi sé nokkurstaðar sá siður að halda reglu- legt undirboð á framfærslu þurfamanna, en álítur að það spilli engu, þótt það sé beint tekið fram í lögunum að slíkt sé bannað.* Óhætt er víst að fullyrða að það »spillir engu« að þetta sé gert. Þá er allmikið og þarflegt nýmæli um sérstakan styrk úr landssjóði: »Ef þuríalingur fer eftir Iæknisráði á sjúkra- hús — annað en holdsveikraspítala — þá kostar framfærslusveit hans dvöl hans þar, lyf og læknishjálp, alt að 150 kr. á ári. Það, sem fram yfir er 150 kr., greiðist úr landssjóði, þó aldrei nema fyrir tvo þurfalinga f einu úr sama sveitarfélagi eða bæjarfélagi. — Nú er manni, sem á framfærslusveit hér á landi, veittur sveitarstyrkur er- lendis, og er þá framfærslusveit hans skylt að endurgjalda þann styrk alt að 100 kr. um árið. Það sem fram- yfir er 100 kr., greiðist úr landssjóði.t Um þetta segir í nefndarálitinu: »Þegar svo ber við, að sveit verður að senda þurfaling á sjúkrahús og hafa hann þar að staðaldri, jafnvel svo árum skiftir, sem dæmi eru til, þá er það svo sérstak- leg framfærsla að rétt sýnist í sjálfu sér að hafa um hana sérstakleg ákvæði. Og sú framfærsla getur í mörgum tilfellum orðið sveit mjög þungbær, jafnvel óbæri- leg, t. d. lítilli sveit með miklum sveitar- þyngslum öðrum, eða þegar sveit verður að kosta 2 eða fleiri menn til lengdar á sjúkrahúsi. Til þess að koma í veg fyrir að nokkurri sveit yrði otþjakað á þennan hátt, sýndist það helzt tiltækilegt, að lands- sjóður væri í slíkum tilfellum látinn taka nokkuin þátt í kostnaðinum við sjúkra- húsvist þurfalings, en þó ekki bera hann allan. Sveitinni er ætlað að borga alt að 150 kr. á ári, eða rúmlega eins og venjuleg meðgjöf með tveimur ómögum, svo að umræddur þurfalingur yrði henni þó þyngri en aðrir þurfamenn. En það er kostnaður, sem henni ætti að vera vel kleyft að standast, jafnvel þótt um tvo slíka sjúklinga væri að ræða. Og fyrir nefndinni vakti það ekki, að losa sveit alveg við framfærsluskyldu í þess konar tilfellum, heldur, að veita henni þá að- stoð við framfærsluna, að hún yrði henni (sveitinni) ekki öhæfilega þung, eða eyði- leggjandi byrði. Önnur ástæða, sem nefndinni virtist mæla með þessu ákvæði, er sú, að ef sveit ætti jafnan ein að bera allan sjúkrahús- kostnað þurfalings, má gera ráð fyrir, að oft yrði, af ótta við kostnaðinn, dregið að koma þurfaling á sjúkrahús lengur en holt væri bæði sjálfum honum, og sveitarbúum, þegar um næma veiki er að ræða, eða það alls eigi gert. Aftur þyrfti varla að óttast þetta, þótt sveitin yrði að borga alt að 150 kr. á ári með þurfaling á sjúkrahús. Hitt datt nefnd- inni í hug, að vera mætti, að sveitarstjórn í sveitarfélagi því, er næst er eða nálægt sjúkrahúsi, kynni að vilja nota sér ívilnun þá, sem hér ræðir um, þannig, að leggja inn á sjúkrahúsið fleiri af þurfalingum sínum, en ástæða væri til. Til þess að koma í veg fyrir það, að nokkurt eitt sveitarfélag gæti notað hlunnindi þessi of freklega og með því útilokað önnur frá þeim, þótti nefndinni nauðsynlegt, að binda þau að eins við tvo þurfalinga úr hverju sveitarfélagi. 5» jVIentuij bænda. Eftir Jón Jónsson á Hvanná. II. (Síðari kafli.) Það er bæði atvinnumentun og al- menn mentun, sem hver einasti bóndi þarf á að halda í lífinu. Og að ganga f skóla til að fá undirstöðu í þessu hvorutveggja er mjög æskilegt. Því að bændur eru svo önnum kafnir árið um kring, vegna vinnufólkseklunnar, þeir sem lifa eingöngu á landbúnaði, að ef þeir hafa ekki hirt um að búa sig sem bezt undir störf sín, að því er mentunina snertir, þá sýnir reynsl- an það, að skóli lífsins, sem Guðm. Friðjónsson talar um, hefir nokkuð þunglamaleg áhrif á sálarlíf þeirra. Eg er hræddur um, að embættismenn- irnir verði okkur ofjarlar, áður en varir, ef sá skóli verður einn um hituna. Mér finst það blátt áfram bændum til mink- unar, hvað embættismennirnir taka af þeim margt handarvikið. í því efni má benda á skipun alþingis, forgöngu í sveita- og búnaðarmálum o. fl. Með öðrum orðum: þegar í þá sálma kem- ur að beita sér í opinberum málum, þá varpa bændur alt of oft áhyggju sinni upp á embættismennina. Þetta er fyrir það, að okkur vantar svo til- finnanlega æfingu í að hugsa fljótt og að tala og skrifa opinberlega. Þekk- ingarskorturinn er tilfinnanlegur. Bænd- ur eru eins og Sæmundur heitinn Eyjólfs- son sagði einu sinni í Búnaðarritinu and- lega latir. Þar súpum við af uppeldinu. Eða hvað er það annað en deyfð, að lesa ekki margar beztu bækurnar, sem út eru gefnar á íslenzku? Eða að ná sér ekki í öll þau blöð, sem veruleg- ur fróðleikur er í að lesa? Eg hefi oft fundið sárt til þess, hvað margir skyn- samir bændur eru sparsamir í þessu efni. Það er talinn Ijósastur vottur um menningarhug hverrar sveitar, hvað mikið er lesið og hvað lesið er og hvaða nýjar hreyfingar séu í félagsskap og fram- kvæmdum. Það væri ekki ófróðlegt, að hafa skýrslur um bækur og blöð, sem keypt eru árlega í hverri sveit lands- ins. Og það gæti haft sína þýðingu. Skáldin, sem eiga að kveða kjark í okkur og hrífa okkur með nýjum hug- sjónum og listameðferð á efni og máli, — þau kyrkjum við í fæðingunni. Ritið okkar, Búnaðarritið, er ekki lesið nema á strjálingi. Svona mætti telja fleira. Bændastétt í þingfrjálsu landi, fullu af embættismönnum, verður að vera árvakrari en þetta, ef duga skal og hún á að halda heiðri sínum. Eg veit að við eigum nokkuð marga bændur allvel mentaða. Sumir þeirra hafa gengið á skóla, sumir ekki. Það sýnir, að mikið má, ef vel vill. Og áreiðanlegt er, að við eigum marga bændur prýðilega skynsama þar fyrir utan, sem að vísu hafa nokkura mentun, en skortir hana þó bagalega til þess að beita sér eins og æskilegt væri. Góðir skólar er það eina, sem getur kipt þessu í lag. Góðir skólar eru bæði sannmentandi og laða nemendurna að landinu. En meira og minna er al- þýðuskólum okkar ábótavant. Og þeir eru of fáir. Mér hefir samt flogið það í hug, hvort skólarnir okkar og hið margvíslega mentunarbrölt ungu kyn- slóðarinnar nú á tímum dragi ekki einmitt kraftana frá landbúnaðinum. Eg þykist hafa tekið eftir því að há- vaðinn af þeim mönnum, sem eitthvað hafa verið í skóla, þykjast úr því vaxnir að vera í vinnumensku hjá bændum. Eg er hræddur um að margir þeirra hafi mjög litla hluttekningu í kjörum bænda og þjóðræknistilfinning hreyfi sér ekki einusinni í brjósti þeirra. Þeir leita gæfunnar umsvifalaust hvar sem þeir ímynda sér hana auðfengn- asta, ýmist vestur í Canada, sjópláss- um og kaupstöðum hér á landi, eða þá í lausamensku og sjálfræði upp til sveita. Þó að þetta gangi nú svona, þá má hreint ekki kveða niður skól- ana, heldur verður að fullkomna þá og sníða þá að öllu leyti eftir þörf- um tímans. Norðmenn kvarta undan þessu, að alþýðuskólar þeirra (Folkeskoler) dragi fólkið frá landbúnaðinum, en þeim dett- ur ekki í hug að leggja skólana nið- ur, þeir reyna heldur að finna upp ráð til þess, að einmitt skólarnir glæði hjá nemendunum áhuga á landvinn- unni. Og ráðin eru einkum talin þau, að vekja athygli nemandans á lífinu og náttúrunni umhverfis, ekki með þurr- um bókstafslærdómi, heldur með nýju fjöri og lifandi dæmum. Búast mætti annars við, að und- antekningalaust allir, sem á búnaðar- skólana ganga, hefðu einlægan vilja á að vinna landbúnaðinum gagn. En það er þó ekki. Sumir þeirra sýna enga viðleitni í þá átt. Orsökin er sjálf- sagt meðfram sú, að þeir ganga ekki í skólana með þeim ásetningi að helga landbúnaðinum krafta sína, heldur til að menta sig ofurlítið alment. En eitt- hvað er nú bogið við bændaskólana, ef þeir geta ekki skapað neina rækt-

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.